Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2014
Raðauglýsingar
Nauðungarsala
Krafist verður greiðslu við hamarshögg og verða ávísanir
ekki teknar gildar nema með samþykki gjaldkera.
Uppboðsskilmálar eru til sýnis á skrifstofu embættisins og
þar verða einnig veittar frekari upplýsingar ef óskað er.
Sýslumaðurinn á Akureyri
3. júlí 2014
Halla Einarsdóttir, ftr.
Sýslumaðurinn á Akureyri
Hafnarstræti 107, 600 Akureyri, s: 464 6900
UPPBOÐ
Eftirtalin ökutæki og annað lausafé verður boðið upp að
lögreglustöðinni v/Þórunnarstræti, Akureyri, laugardaginn
12. júlí 2014, kl. 11:00 eða á öðrum stað eftir ákvörðun
uppboðshaldara, sem verður kynnt á staðnum:
Bifreiðar, dráttarvélar og önnur ökutæki:
GV-D00 RI-919 OK-865
PD-470 ZI-278 LR-S20
LV-186 OT-361 JD-917
Hornaklippur, Boschertmax
Lokkur, Boschert 25 Trumpf
Til sölu
Bókaveisla
Hin landsfræga og
margrómaða júlíútsala
hefst um helgina.
50% afsláttur.
Við erum í Kolaportinu,
hafnarmegin í húsinu.
Opið um helgina kl. 11-17.
Félagsstarf eldri borgara
!
"!
#
$ %
! " # $
&
'
$(
)
" *
%( ! + &,
! -
(
! .
! ! #
/
&
%$
&
% ! $
0
%' &(&
1(2 /
&
! !
%)
!
) ! +
/3&, ,
0
%$ *
/
/
1! ,
% ! / $ ! !
! $
) !
4 $ )("5%!
)* 6
1 ! 6
%) 6 !
!(" !
Smáauglýsingar 569 1100
Dýrahald
Hreinræktaðir brúnir labrador-
hvolpar. Afhendast núna í júlí.
Hundasnyrting
Bjóðum upp á hundasnyrtingu á
laugardögum í sumar fyrir smá/-
millistóra hunda. Margra ára reynsla.
Tímapantanir í síma 868 7448.
Hvuttar, hundasnyrtistofa,
Anja og Inga, hundasnyrtar.
Ferðalög
F1 á Monza – Ítalíu
Nokkur sæti laus í 10 daga formúlu-
ferð um Bayern, Austurríki, Slóveníu
og Ítalíu. Úrvals staðsetning í stúk-
unni við brautina í Monza. Flogið til
München 1. sept. Verð kr. 335.000
p.p. í tvíbýli. Fararstjóri: Jón Baldur.
Nánari upplýsingar í 897 3015 eða
jb@isafoldtravel.is.
Atvinnuhúsnæði
Til leigu 20-60 fm iðnaðarpláss
Staðsett 20 mínútur frá Hafnarfirði.
Er einnig með sveitageymslur.
Upplýsingar í síma 894 0431.
Sumarhús
Rotþrær – vatnsgeymar
– lindarbrunnar
Rotþrær og siturlagnir.
Heildarlausnir – réttar lausnir.
Heitir pottar.
Borgarplast.is,
Mosfellsbæ, sími 561 2211.
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Ýmislegt
Kristall, hreinsisprey
Hreinsisprey fyrir kristalsljósakrónur
og kristal.
Slóvak Kristall
Dalvegi 16 b, Kópavogi,
s. 544 4331.
Bílaþjónusta
NICOLAI
BIFREIÐASTILLINGAR
Faxafeni 12 Sími 588-2455
Véla- og hjólastillingar
Tímareimar - Viðgerðir
Hjólbarðar
Frábært tilboð
Matador-heilsársdekk framleidd af
Continental Matador Rubber.
Gæðadekk á mjög góðu verði.
Kaldasel ehf, Dalvegi 16 b,
201 Kópavogi, s. 5444 333
kaldasel@islandia.is
Dekkjaverkstæði
Tilboð á heilsársdekkjum
135 R 13 kr. 5900
165 R 13 kr. 6.900
165/70 R 13 kr. 7.900
195 R 14 kr. 8500
185 R 15 kr. 8900
Kaldasel ehf, dekkjaverkastæði,
Dalvegi 16 b, 201 Kópavogi,
s. 5444 333 og 820 1070.
Húsviðhald
Hreinsa ryð af þökum,
hreinsa þakrennur,
laga veggjakrot.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Þjónustuauglýsingar 569 1100
www.adal.isSími 590 6900
þetta snýst um
svomiklumeira
en bílinn
Fáðu þér plastmódel til
samsetningar fyrir helgina.
Tómstundahúsið,
Bíldshöfða 18, sími 587 0600.
www.tomstundahusid.is
Finnið okkur á facebook.
Tómstundir
ÁSKRIFTASÍMI
569 1100
✝ Anton EinarGrímsson
fæddist í Vest-
mannaeyjum 14.
október 1924. Hann
andaðist á Hrafn-
istu í Kópavogi 11.
júní 2014.
Anton var næst-
elsta barn hjón-
anna Guðbjargar
Magnúsdóttur, f.
1901, d. 1982 frá
Felli í Vestmannaeyjum og
Gríms Gíslasonar, f. 1898, d.
1980, frá Bugðum í Stokkseyr-
arhreppi. Systkini Antons voru
Magnús, f. 1921, d. 2008, kv. Að-
albjörgu Þorkelsdóttur, f. 1924,
d. 2010; Anna Sigríður, f. 1928,
g. Guðjóni Magnússyni, f. 1921,
d. 2001; Gísli, f. 1931, kv. Bjarn-
eyju Erlendsdóttur, f. 1932; og
Guðni, f. 1934, kv. Esther Valdi-
marsdóttur, f. 1938.
Hinn 1. desember 1946
kvæntist Anton Svövu Jóns-
dóttur, f. 13.6. 1927, frá Nes-
kaupstað. Foreldrar hennar
voru Hróðný Jónsdóttir, f. 1892,
d. 1973, og Jón Rafnsson (eldri),
f. 1885, d. 1972. Synir Antons og
Svövu eru: 1) Jón Rafns, f. 24.3.
1947, kv. Guðrúnu Clausen, f.
27.11. 1951, dætur þeirra eru: a)
Sólveig Andrea, f. 28.7. 1974,
samb.m. Hilmir Víglundsson, f.
12.8. 1976, börn þeirra eru
Hekla Rán og Víkingur Rafns,
fyrir átti Sólveig Guðrúnu And-
reu, samb.m. Þorbjörn Þór Sig-
urðarson, b) Svava Hróðný, f.
17.12. 1985, samb.m. Stefán
Jónsson, f. 8.5. 1982, börn þeirra
eru Jón Þorkell og Hrafnkell
Bragi. 2) Grímur, f. 30.6. 1948,
kv. Björgu Freysdóttur, f. 1.4.
1948, dætur þeirra eru: a)
Svava, f. 8.7. 1966, m. Einar B.
Nåbye, f. 11.12. 1964, börn
þeirra eru Atli Freyr og Eva
Björg, b) Íris Dögg, f. 2.3. 1981,
samb.m. Bjarki Þór Hallvarðs-
son, f. 11.4. 1978, dóttir Bjarka
er Birta Líf. 3) Gísli, f. 24.9.
1954, kv. Aðalbjörgu Katrínu
Helgadóttur, f. 18.4. 1959, sonur
þeirra er Gísli Grímur, f. 4.10.
1996. 4) Rúnar, f. 18.4. 1958, kv.
Guðlaugu Hrönn Gunn-
arsdóttur, f. 8.11.
1967, börn Rúnars
eru: a) með Ernu
Jónsdóttur, Inga
Maren, f. 3.3. 1983,
m. Kjartan Már
Ómarsson, f. 29.5.
1981. b) Ásrún Ýr,
f. 6.11. 1985,
samb.m. Hilmar
Sveinsson, f. 26.6.
1979, börn Ásrúnar
og Hilmars eru
Daníel Snær og Viktor Elí, c)
Anton, f. 20.6. 1988, samb.k. Sig-
rún Gróa Skúladóttir, f. 27.8.
1991, barn Antons og Sigrúnar
er Emilía Ósk. Guðlaug Hrönn á
fyrir börnin Bjarka, f. 17.9.
1988, og Írisi Hrönn, f. 15.1.
1997, Garðarsbörn. Móðir Ant-
ons og Ásrúnar Ýrar er Ásbjörg
Hjálmarsdóttir, dóttir hennar er
Kristrún Ýr Gylfadóttir, f. 14.9.
1980, dætur hennar eru Birgitta
Kamí og Bríet Elva.
Anton fór ungur til sjós með
föður sínum. Að loknu gagn-
fræðanámi hóf hann nám við
Stýrimannaskólann og þar eftir
Vélstjóraskólann í Vest-
mannaeyjum og aflaði sér þar
réttinda til skipstjórnar og vél-
stjórnar á fiskiskipum. Eftir
komuna til Reykjavíkur starfaði
Anton sem vélstjóri og kyndari
á togurum um tíma. Þegar kona
hans veiktist kom hann í land og
hóf störf hjá Mjólkursamsölunni
í Reykjavík. Anton starfaði
megnið af sinni starfsævi eða í
tæp 50 ár hjá Samsölunni og afl-
aði sér réttinda sem mjólk-
urfræðingur og starfaði sem
slíkur en lengst af var hann
verkstjóri allt til eftirlauna árið
1994. Anton og Svava hófu bú-
skap sinn í Reykjavík á Vest-
urgötu 26b hjá foreldrum Svövu
og bjuggu í Reykjavík til ársins
2000 er þau taka sig upp og
flytjast til Akureyrar, þar búa
þau í um 10 ár, uns þau flytja í
þjónustuíbúð í Boðaþingi 24 í
Kópavogi til að geta verið nær
barnabörnum sínum.
Útför Antons Einars fór fram
frá Leifskapellu í Fossvogi 19.
júní 2014, í kyrrþey að ósk hins
látna.
Kveðja frá eiginkonu
Nú er horfinn hjartans vinur kær
í hljóði tel ég minninganna raðir.
Þær geymast vel þótt sértu farinn
fjær
og fram í vitund kallast tími og staðir.
Í gleði og sorg við lögðum hönd í hönd
og héldum fram til lífsins vona hæða,
þar sáum við hilla upp vor Óskalönd
og okkar hjörtu létu saman blæða.
Nú kveðjustund er runnin, röðull skær,
nú roðar okkar trúar hæðir.
Um vorar sálir fer sá blíði blær,
svo burtu þokast allt sem kaldan
næðir.
Hér vininn góða kveðjum hugarklökk,
í kærleik, von og þrá til endurfunda,
svo lífs og dáinn hafðu hinztu þökk,
í ró og drottins friði blunda.
(Frímann Einarsson)
Þín
Svava.
Það dagar, það dagar
við dalarhafsbrá
og ómarnir berast mér
æðri ströndum frá.
Himintónar skiftast
við bjarta míns óð
munarmálið feðra
og mæðra vögguljóð.
(Matthías Jochumsson)
Elsku pabbi minn.
Nú ert þú lagður af stað í ferð-
ina löngu sem við öll eigum eftir
hér á jörðu.
Allar góðu minningarnar eig-
um við í huga okkar og ég lofa að
líta eins vel og ég get eftir
mömmu sem okkur þykir svo
vænt um.
Góða ferð, pabbi minn, og takk
fyrir allt og allt.
Þinn sonur
Rúnar og fjölskylda.
Anton Einar
Grímsson
Morgunblaðið birtir minningargreinar
endurgjaldslaust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum.
Minningargreinar