Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 44
FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 185. DAGUR ÁRSINS 2014 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Messi: Allt liðið er í áfalli 2. Tolli selur húsið í Kjósinni 3. Buster glefsaði í barn 4. „Þetta er hálfgert skítviðri“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Evrópufrumsýning á tónleikamynd- inni Björk: Biophilia Live verður hald- in á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Póllandi 10. júlí og verða leikstjóri hennar, Peter Strick- land, og klippari, Nick Fenton, við- staddir. Eins og nafnið gefur til kynna er í myndinni fylgst með Björk á tón- leikum, í Alexandra Palace í Lund- únum í fyrra þar sem hún flutti efni af áttundu breiðskífu sinni, Biophiliu, sem kom út árið 2011 ásamt smáfor- ritum fyrir spjaldtölvur og er fjallað um þau í myndinni sem og tónvís- indasmiðjur sem haldnar voru í tengslum við hið viðamikla Biophiliu- verkefni. Auk tónlistar og myndefnis sem tengist Biophiliu koma við sögu í myndinni þekkt lög frá ferli Bjarkar, að því er segir á vefnum Screen Daily. Fenton hefur áður starfað með Turner-verðlaunahafanum Jeremy Deller og hljómsveitinni Sigur Rós, en hann klippti myndirnar Heima og Inni. Strickland á m.a. að baki kvik- myndina Berberian Sound Studio sem hann hlaut sjálfstæðu bresku kvikmyndaverðlaunin fyrir (British Independent Film Award) sem besti leikstjórinn árið 2012. Björk: Biophilia Live sýnd á Karlovy Vary  KK-bandið leikur lög af plötunum Lucky One, Bein leið og Hótel Föröyar ásamt gömlum blúslögum á þrennum tónleikum um helgina. Fyrstu tónleik- arnir verða í kvöld á Café Rosenberg, aðrir á morgun á Goslokahátíð í Vestmannaeyjum og þeir þriðju á sunnudaginn á Háaloftinu, Vest- manna- eyjum. KK-bandið á ferð og flugi um helgina VEÐUR Það er deginum ljósara að Íslandsmeistarar Vals munu tefla fram gjörbreyttu liði á næsta keppnistímabili í Ol- ís-deild kvenna í handbolta. Fimm leikmenn liðsins hafa ákveðið að hætta eða róið á önnur mið. Þá ríkir mikil óvissa um hvort þrír leik- menn til viðbótar leiki með liðinu. Þá hefur a.m.k. ekki opinberlega verið ráðinn þjálfari í stað Stefáns Arn- arsonar sem hætti í vor. »1 Meistaralið tekur stakkaskiptum FH-ingurinn Atli Guðnason telur hvorki mörkin sem hann skorar né stoðsendingarnar sem hann gefur á samherja sína. „Ég hef verið ágætlega sáttur við eigin frammi- stöðu en það er liðið sem skiptir öllu máli,“ segir Atli sem er leikmaður 10. umferðar Pepsi- deildar karla í fótbolta hjá Morgun- blaðinu. »4 Telur hvorki mörkin né stoðsendingarnar Eftir tveggja daga hlé heldur heims- meistarakeppnin í Brasilíu áfram og í kvöld verður komið á hreint hvaða tvö lið mætast í fyrri undanúrslita- viðureign keppninnar. Gömlu erki- fjendurnir Frakkar og Þjóðverjar mætast í fyrri leik dagsins klukkan 16 og svo er Suður-Ameríkuslagur Bras- ilíu og Kólumbíu klukkan 20. 4 » Hverjir mætast í undan- úrslitum HM? ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Skógardagur Norðurlands verður á morgun haldinn í fyrsta skipti og af því tilefni verður blásið til hátíðar í Kjarnaskógi. Þeim sem sækja skóginn heim gefst kostur á því að fræðast um skógrækt og skóg- arnytjar, sjá skógarhöggsmenn að verki og skoða tækjabúnað þeirra auk þess sem í boði verður leiksýn- ing, ratleikur, skákmót og ýmislegt fleira. Eru það Félag skógarbænda á Norðurlandi, Norðurlandsskógar, Skógfræðingafélag Íslands, Skóg- rækt ríkisins, Skógræktarfélag Ey- firðinga og gróðrarstöðin Sólskógar sem standa að hátíðinni. „Mætum bara í regngallanum“ Samkvæmt spá Veðurstofu Ís- lands eru allar líkur taldar á rign- ingu um helgina en Pétur Hall- dórsson, kynningarstjóri hjá Skógrækt ríkisins, segir það ekki koma að sök enda megi alltaf klæða af sér veðrið. „Við verðum bara enn flottari fyrir vikið og mætum í regngallanum út í skóg,“ segir hann og bætir við að dagskráin sé ekki af verri endanum. Að sögn Péturs hefst hátíðin á leiksýningu fyrir alla fjölskylduna og sér hópur ungmenna í skapandi sumar- störfum á vegum Akureyrarbæjar um hana. „Á sýningunni verður bæði leikið og dansað og sömdu krakkarnir sjálfir verkið.“ Því næst munu skógarhöggs- menn sýna handtökin við skógar- högg og geta gestir kynnt sér bæði vélar og búnað sem notaður er til verksins. „Svo verður einnig í boði sýning sem nefnist Frá fræi til fullunninnar vöru en á henni getur fólk kynnt sér umbreytinguna frá því að fræ er sett niður og þar til trjábolur hefur vax- ið.“ Tækjaóðir gestir sem láta sér hand- og keðjusagir ekki nægja þurfa ekki að örvænta því einnig verða mun stærri og öflugri græjur til sýnis. „Við verðum einnig með sérstaka skógarvélasýningu þar sem menn geta séð hin ýmsu tæki sem notuð eru við að fella og draga tré út úr skógum,“ segir Pétur. Kaffi og með því Eins og á öllum betri hátíðum verður jafnframt boðið upp á hinar ýmsu kræsingar, en að sögn Péturs verður eldað yfir opnum eldi. „Það verður hellt upp á ket- ilkaffi, boðið upp á steiktar lumm- ur, grillað pinnabrauð yfir opnum eldi og poppað, sem er skemmtilegt svona úti í skógi. Það er alltaf stemning að finna reykjarlyktina, horfa á eldinn og fá sér eitthvað gott.“ Kjarnaskógur mun iða af lífi  Skógardagur Norðurlands hald- inn í fyrsta skipti Ljósmynd/Bergsveinn Þórsson Skógarkaffi Á laugardag verður Skógardagur Norðurlands haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn. Geta gestir m.a. feng- ið sér bolla af rjúkandi ketilkaffi sem hitað er upp fyrir opnum eldi og kynnst handbragði skógarhöggsmanna. Pétur Halldórsson, kynningarstjóri hjá Skógrækt ríkisins, segir skógar- höggsmönnum fara fjölgandi hér á landi. „Það er verið að grisja svo mikið núna í þeim skógum sem gróðursettir voru eftir 1990,“ segir hann. Stór hluti grisjunarviðar er seldur til kísilmálmverksmiðju Elkem á Grundar- tanga í Hvalfirði. Tekjurnar af því standa að sögn Péturs vel undir þeim kostnaði sem fylgir grisjun skóga. „Ef menn grisja vel þá verður skógurinn sem eftir stendur verð- mætari og líklegra að úr honum komi enn verðmætari viður á endanum. Það er því mjög mikilvægt að sinna grisjun vel svo að hægt sé að fá almennilegt timbur.“ Pétur segir mjög hafa dregið úr gróðursetningu trjáa í kjölfar efnahagshrunsins 2008. „Framlög til landshlutaverkefna í skóg- rækt drógust saman um helming. Nú vilja menn helst að gefið sé í á nýjan leik enda gjarnan talað um að skógrækt eigi að vera ein af þeim aðgerðum sem draga eiga úr kolefnislosun hér á landi.“ Landshlutaverkefni fjársvelt GÓÐ GRISJUN TRYGGIR VERÐMÆTARI AFURÐ SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustlægari, dregur úr úrkomu SV-til og léttir heldur til þar. Hiti 6 til 14 stig, mildast suðaustanlands. Á laugardag Norðan 10-18 m/s en hægari vestlæg átt austantil. Skýjað og rigning, talsverð um norðanvert landið en skýjað með köflum og þurrt suðvestanlands. Hiti 8 til 13 stig. Á sunnudag Norðlæg átt, víða 5-10 m/s. Víða rigning eða súld. VEÐUR » 8 www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.