Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2014 ✝ Kolbrún Ár-mannsdóttir fæddist í Neskaup- stað 1. mars 1932. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 26. júní 2014. Foreldrar Kol- brúnar voru Hall- bera Hallsdóttir húsmóðir, f. 15.6. 1905 á Viðborðs- seli á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu, d. 7.4. 1988, og Ármann Magnússon útgerðarmaður, f. 23.9. 1899 á Kirkjubóli í Vöðlavík í Suður- Múlasýslu, d. 28.3. 1967. Systkini hennar eru: Agnar, f. 27.10. 1927, d. 30.6. 1995, Erla, f. 12.1. 1929, Hrönn, f. 29.7. 1930, d. 12.10. 1979, Æg- ir, f. 25.4. 1938, d. 18.8. 1982, og Randver, f. 16.1. 1945. Kolbrún giftist 1.1. 1955 Hilmari Gísla Tómassyni stýri- manni, f. 16.6. 1932 í Vest- mannaeyjum, d. 28.6. 1962. Foreldrar hans voru Birna Björnsdóttir húsmóðir, f. 30.1. 1913 í Neskaupstað, d. 1.3. 2007, og Tómas Jóhannesson, skipstjóri og útgerðarmaður, f. 24.11. 1911 í Neskaupstað, d. 10.2. 1998. Börn Kolbrúnar og Hilmars Gísla eru: 1) Hall- 29.12. 1979, í sambúð með Önnu Björgu Kristinsdóttur, Sigrún, f. 6.1. 1984, gift Örv- ari Inga Björnssyni og eiga þau eitt barn, og Kolbrún, f. 20.3. 1989, í sambúð með Agli Einarssyni. Hinn 31.12.1982 giftist Kol- brún seinni eiginmanni sínum, Reyni Sigurþórssyni, umdæm- isstjóra Pósts og síma á Egils- stöðum, f. 28.2. 1930, d. 27.4. 2000. Börn hans eru Jens, f. 9.3. 1957, og á hann þrjú börn, og Þór, f. 3.9.1960, kvæntur Svölu Pálsdóttur og eiga þau tvö börn. Kolbrún ólst upp í Neskaup- stað, þar sem hún stundaði hefðbundna skólagöngu, en hélt síðan að Laugum í Eyja- firði þaðan sem hún lauk hús- stjórnarprófi vorið 1953. Við andlát Hilmars Gísla flutti Hrönn systir hennar á heimili þeirra og tók virkan þátt í heimilishaldi og uppeldi barna þeirra. Kolbrún vann allan sinn starfsaldur hjá Pósti og síma, fyrst sem talsímavörður í Nes- kaupstað til ársins 1977 og í framhaldi af því sem fulltrúi á umdæmisskrifstofu Pósts og síma á Egilsstöðum til ársins 1997. Árið 1999 fluttu hún og Reynir til Kópavogs og bjó hún að Funalind 7 til dán- ardags. Útför Kolbrúnar fer fram frá Fossvogskirkju föstudag- inn 4. júlí 2014 og hefst at- höfnin kl. 13. veig leikskóla- kennari, f. 30.5. 1952 í Neskaup- stað, gift Ingi- mundi Sigurpáls- syni, f. 24.9. 1951. Börn þeirra eru Jóhann Steinar, f. 15.9. 1974, kvænt- ur Völu Guðnýju Guðnadóttur og eiga þau þrjú börn, Hilmar, f. 7.3. 1978, í sambúð með El- ísabetu Birgisdóttur og eiga þau tvö börn, og Sigurbjörn, f. 24.2.1986, í sambúð með Söndru Dögg Þorsteinsdóttur og eiga þau eitt barn; 2) Birna, náms- og starfsráðgjafi, f. 18.2. 1955 í Neskaupstað, gift Gústaf Samir Hasan, f. 25.9. 1951. Börn þeirra eru Ægir Amin, f. 7.7. 1983, kvæntur Rut Baldursdóttur og eiga þau tvö börn, Kolbrún Amanda, f. 17.9. 1984, í sam- búð með Ægi Hafssteinssyni og eiga þau tvö börn, og Inga Amal, f. 26.3. 1990, í sambúð með Kjartani Ottóssyni; 3) Tómas, rafvirki og iðnrekstr- arfræðingur, f. 10.2. 1957 í Neskaupstað, kvæntur Val- gerði Halldórsdóttur. Börn þeirra eru Jóhann Ingi, f. Elsku mamma, það er með söknuði sem við systkinin skrif- um þessi orð en jafnframt þakk- læti fyrir allt sem sem þú hefur gefið okkur. Æskuheimilið var griðastaður, hlýtt og öruggt skjól. Það var mikið reiðarslag þegar pabbi fórst, aðeins þrítugur. Eftir sast þú með þrjú lítil börn. Þú sagðir samband ykkar svo fallegt og að í honum hefðir þú átt bæði eiginmann og besta vin. Það voru óneitanlega miklar breytingar þegar þú byrjaðir að vinna og varst mikið fjarverandi. Þrátt fyrir það hélst alltaf jafn- vægi milli heimilis og vinnu. Næt- urhljóðin: blístur frá þér við saumavinnu, sláturgerð og bakst- ur. Þú málaðir, bólstraðir, vegg- fóðraðir og úrbeinaðir heilu kjöt- skrokkana. Heimilið og við vorum í öndvegi og þarfir okkar voru látnar stjórna heimilishaldinu. Þegar hugsað er til baka er okkur ljóst að ofurkonan hafi alveg verið til, miklu fyrr en nú er talið. Við andlát pabba flutti Hrönn, systir þín, inn á heimilið þér til stuðnings. Það var ómetanlegt í uppeldinu að fá að njóta krafta hennar og persónu, auk þess sem stórfjölskyldan á Tindum var allt- af til taks. Við minnumst margra boða í Miðstrætinu þar sem þú reiddir fram alls kyns góðgæti. Sérstök alúð var lögð við útlit, ekki síður en magn og gæði. Enda sagðirðu oft að lærdómurinn frá hús- mæðraskólanum kæmi sér vel. Egilsstaðaminningar um ferðalög og útivist koma sterkt inn og ferðalögin ykkar Reynis innanlands sem utan voru mörg. Tomma fannst á tímabili erfitt að ná sambandi við mömmu og taldi það vera vegna þess að eyrun á henni væru full af lækjarnið og fuglasöng eftir langar útilegur. Það var mikil tilhlökkun þegar þið Reynir ákváðuð að flytja suð- ur, en taugarnar austur voru sterkar, enda vitum við að þar leið ykkur vel og þar eignuðust þið marga góða og trausta vini. Þið bjugguð ykkur fallegt heimili í Funalind og þangað var yndis- legt að koma. Þegar Reynir féll frá, langt um aldur fram, varstu aftur ein. Þar misstir þú annan lífsförunaut. Faðmur þinn stækkaði í sam- ræmi við fjölgun í fjölskyldunni. Hvert lítið barn fékk eitthvað handunnið frá þér og allir voru velkomnir, enginn út undan. Funalindin varð fastur samkomu- staður og alltaf var jafn gott að koma þangað. Fastir viðburðir voru jóladagur, bolludagur og af- mælin þín hlaðin veislumat, mömmukökum og góðgæti. Þar stóðstu ein í brúnni og taldir það ekki eftir þér að taka á móti af- komendum og mökum þeirra. Stífstraujaðir, útsaumaðir dúkar og fjörugar umræður um liðna tíma, pólitík, mikilvægi menntun- ar og að öllu skipti að við stæðum okkur sem manneskjur. Þú hafðir orð á því á dánarbeði þínu að þú værir tilbúin að kveðja, svo stolt og ánægð með þitt fólk. Enn verða breytingar í lífi okk- ar þegar þú hverfur á braut. Hverjar þær verða mun tíminn leiða í ljós. Við minnumst móður sem var framkvæmdasöm, dug- leg og ástrík en umfram allt sjálf- stæð. Við tökum örugglega með okkur í veganesti það sem þú kenndir okkur á lífsleiðinni: sam- heldni, tryggð og umhyggju hvert fyrir öðru. Minning þín mun lifa. Hafðu þökk fyrir allt. Þín Hallveig, Birna og Tómas. Haustið 1993 hitti ég hana Kollu fyrst. Þá vorum við Jóhann, elsta barnabarnið hennar, í til- hugalífinu. Fyrstu kynnin voru nú ekki alveg eins og ég átti von á því hún sagði, á meðan hún grandskoðaði mig og horfði van- þóknunaraugum á: „Ert það ÞÚ sem hann Jóhann minn er skotinn í?“ Ég fékk kökk í hálsinn og kom varla upp nema: „Uuu jaaaá …“ Þá skellihló hún og þá vissi ég að þessa konu ætti maður nú ekki að taka mjög alvarlega. Og það reyndist svo sannarlega rétt. Hún sá húmor í öllu og var ein sú kald- hæðnasta manneskja sem ég hef kynnst. Því tók nú nokkurn tíma að venjast og oft fékk maður skot á sig sem manni fannst ekki alveg passa við stað og stund eins og þegar ég eignaðist Ingimund Orra, elsta langömmubarnið hennar, þá sagði hún: „Ja, þetta gastu, hver hefði trúað því?“ En svo fylgdi hláturinn alltaf með og hann var svo innilegur. Hún hló nefnilega mest að sínum brönd- urum sjálf. Hún var miðpunkturinn í öllum boðum. Sagði sögur frá Norðfirði þegar hún var ung kona. Sömu sögurnar fékk maður oft að heyra, of oft fannst manni á stundum, en það sem ég gæfi fyr- ir í dag að heyra allar þessar sög- ur aftur. Sögunum fylgdi alltaf einhver gamansöm hlið, sem var oftar en ekki neðanbeltis. Viku fyrir andlátið heimsóttum við hana á Hrafnistu. Heilsu hennar hafði hrakað mikið. Þrátt fyrir það var ekki langt í gam- ansemina. Kristján Logi sonur okkar, sem æfir fótbolta með 6. flokki í Stjörnunni, átti seinna um kvöldið að fá að leiða markmann KR inn á völlinn fyrir leikinn Stjarnan-KR. Hún kvaddi hann með þessum orðum: „Það gerir ekkert til þó að þú setjir tána að- eins fyrir hann þegar þið labbið inn, það sér það enginn.“ Minningarnar eru óteljandi. Samræður um handavinnu, hunda, fiskbollur og nýjustu vís- indin í svokölluðum kerlingabók- um. En eitt lærði ég af henni elsku Kollu minni, og það er að taka lífið ekki of alvarlega. Takk fyrir allt og allt, ég mun sakna þín endalaust. Vala Guðný Guðnadóttir. Þá er komið að kveðjustund. Einhvern veginn er það þó svo að það hefur aldrei verið tekið með í reikninginn. Það hefur einfald- lega ekki verið rými fyrir slíka hugsun í hugum okkar sem notið höfum samskipta við hana. Svo kná og keik hefur hún lifað lífinu að við höfum ekki leitt hugann að því að hún kynni að gefa eftir. En að því hlaut að koma og á því tók hún eins og öðru í lífinu – af yf- irvegun og æðruleysi og sem sjálfsögðum hlut. Eins og það raunar er. Kolbrún fæddist árið 1932, þegar öldin og þjóðin voru að vakna til stórra verka. Faðir hennar var útgerðarmaður og fiskverkandi í Neskaupstað og var heimilið á Tindum öllum opið. Hún átti marga strengi í hörpu sinni. Það heyrðist best þegar hún lýsti æskubyggð sinni, þá fannst vel hvernig þessi dóttir sjávarbyggðarinnar á Norðfirði var samgróin þessu öllu: landinu, lífinu, sögunni, fólkinu, frændum og feðramold. Ég man það sem það hefði gerst í gær þegar fundum okkar Kollu bar saman fyrst. Hafði reyndar verið að gera hosur mín- ar grænar fyrir dóttur hennar og við hana mælti ég mér mót á Norðfirði áður en haldið yrði á útiskemmtun í Atlavík. Áður en lagt var í för á Hérað var ég drif- inn inn á snotra og vinalega heim- ilið í Miðstrætinu og kynntur fyr- ir húsmóðurinni, sem þá stóð í eldhúsinu við að matbúa kjúk- linga fyrir börnin sín, svo þau yrðu ekki hungurmorða um versl- unarmannahelgina. Ég áttaði mig síðar á því að þetta var sá staður á heimilinu þar sem Kolla var alls- ráðandi og þaðan stjórnaði hún smáu sem stóru. Það var eins gott, því gestaherbergið var í kjallaranum og þangað og þaðan var ekki komist nema um yfir- ráðasvæði hennar. Og það er mér ljúft að votta að Kolla passaði afar vel upp á börnin sín. Eftir nokkrar heimsóknir til Norðfjarðar og margar gistinæt- ur í gestaherberginu rugluðum við Hallveig dóttir hennar saman reytum og byggðum okkur heim- ili í höfuðborginni. Þá kynntist ég næsta kafla í samskiptasögu okk- ar Kollu. Hún bakaði kökur, tíndi ber og tók slátur og sendi okkur landshorna á milli. Á jólum saum- aði hún jólafötin á barnabörnin og flatti, skar út og steikti laufa- brauð í ótæpilegu magni og sendi okkur þannig um búið að ávallt skilaði sér allt heilt í höfn. Það var aldrei slegið af, aldrei valin auð- veldasta leiðin, heldur var þannig gengið frá málum sem best varð fyrir þann sem gladdur var. Kolla var einstök kona, á raun- ar enga sína líka. Hún var mjög vel verki farin, gat allt, gerði allt, kláraði allt sem hún tók sér fyrir hendur og skilaði öllu af slíkum myndarskap að af bar. Maður undraðist það oft hvenær hún hefði tíma til að ljúka öllu því sem hún afrekaði samhliða því að vinna fullan vinnudag, oft með mikilli aukavinnu. Í seinni tíð, þegar starfsdegi lauk, naut hún innilega þeirra ávaxta sem hún hafði sáð til. Börn hennar, tengdabörn og barna- börn kepptust um að njóta ná- vista hennar. Og nú sem fyrr var hún ávallt tilbúin að breiða út faðminn og vera með í öllu því sem uppátektarsömum niðjum hennar kom í hug, hvar og hve- nær sem var. Að leiðarlokum er mér ljúft og skylt að þakka elskulegri tengda- móður minni samfylgdina alla og órofa tryggð gegnum öll árin. En þó að dauðinn skilji að um sinn mun Kolla eflaust standa mér jafn lifandi fyrir hugskotssjónum og hún gerði í lifanda lífi; ein eft- irminnilegasta og besta mann- eskja sem ég hef kynnst. Ingimundur Sigurpálsson. Komið er að kveðjustund. Í dag kveð ég eina af þeim skemmtilegustu og stórkostleg- ustu konum sem á vegi mínum hafa orðið. Okkar fyrstu kynni voru fyrir 30 árum þegar ég flutt- ist austur á Hérað, öllum og öllu ókunnug. Ég fæ seint þakkað þér og tengdaföður mínum heitnum, Reyni Sigurþórssyni, hversu vel þið tókuð á móti mér og hversu mikla umhyggju þið sýnduð mér alla tíð. Það er ljúft að eiga í hjarta sínu minningar um allar skemmtilegu stundirnar sem við höfum átt saman og hvað þú varst alltaf tilbúin til þess að miðla og að- stoða mig mín fyrstu skref í bú- skapnum, enda varstu algjör snillingur við hvað sem þú tókst þér fyrir hendur og dugnaðar- forkur mikill. Við fjölskyldan töl- um oft um allt gúmmelaðið sem þú barst á borð fyrir okkur og aðra gesti. Það var alltaf svo gaman að eiga stund með þér og spjalla, þú varst svo mikill húmoristi, gerðir grín að sjálfri þér og sást alltaf spaugilegar hliðar málanna. Börnin okkar Þórs voru ótrú- lega heppin að fá að eiga þig sem ömmu, þú varst þeim alltaf svo góð, eins og þau væru hold af þínu holdi. Mikið sem ég er þakklát fyrir allt það góða og skemmti- lega í lífinu sem þú kenndir þeim í uppvextinum. Núna í seinni tíð hafa sam- skipti okkar og samverustundir verið færri, en símtölin aftur á móti löng og skemmtileg. Þú varst ávallt glæsileg kona sem hafðir áhuga á að lifa lífinu lifandi. Ég efast ekki um að þú skreyt- ir garðinn þar sem þú dvelur núna og þér hefur verið tekið fagnandi. Hvíldu í friði elsku vinkona, ég mun minnast þín alla tíð með gleði í hjarta. Svala Pálsdóttir. Þær eru blendnar tilfinning- arnar þegar maður stendur nú frammi fyrir því að kveðja ömmu Kollu. Annars vegar er það sökn- uðurinn eftir elskulegri ömmu og hins vegar þakklætið fyrir það að baráttan við sjúkdóminn skuli ekki hafa þurft að vera löng og sársaukafull. Það er ekki annað hægt en að brosa í gegnum tárin þegar allar góðu minningarnar renna manni hver af annarri fyrir hugskots- sjónum. Ferðirnar austur á land þar sem gaman var að koma og einstaklega gott að dvelja, enda var þar dekrað og stjanað við mann á alla lund. Margt var einn- ig gert til dundurs; bíltúrar á milli fjarða, veiði á sumrum eða skíði að vetri auk óteljandi göngu- og sundlaugarferða. Á þessum stundum gafst gott svigrúm til að ræða málin. Amma var þeirri frásagnargæfu gædd að alltaf var unnt að finna eitt- hvert umræðuefni til að taka fyrir og aldrei féll niður tækifæri til skemmtilegra samræðna. Þessi uppbyggjandi og gefandi samtöl veittu gott veganesti út í lífið og fyrir þau er ég einkar þakklátur. Eftir að amma flutti suður voru heimsóknir tíðari og heimili hennar oft á tíðum vettvangur matarboða fyrir stórfjölskylduna þar sem heimagerðu fiskibollurn- ar skipuðu heiðurssess á bollu- daginn. Þessar samverustundir voru ómetanlegar og er ljóst að nýir kyndilberar munu halda þessum mikilvægu hefðum áfram. Lífsgleði og krafti ömmu voru engin takmörk sett þrátt fyrir að lífið hafi á stundum sett henni þungar byrðar á herðar. Kraftur- inn og æðruleysið sem hún til- einkaði sér er okkur sem eftir lif- um gott veganesti, sem verðugt er að tileinka sér. Það er með djúpum söknuði sem við kveðjum þig, elsku amma Kolla, með einlægri þökk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og mínum. Biðjum við þess, að góður Guð verði með þér og að við meg- um þér síðar fylgja í friðarskaut. Jóhann Steinar Ingimundarson. Það er ekkert sem getur und- irbúið mann nógu vel fyrir hina endanlegu kveðjustund. Þegar að henni kemur verður maður oft eigingjarn á fólkið sitt og það átti sérstaklega við fimmtudaginn 26. júní þegar yndislega amma okkar kvaddi þennan heim. Það getur reynst erfitt að ætla svo að koma öllum tilfinningum sínum í orð svo aðrir geti reynt að setja sig inn í manns eigin hugarheim. En þegar minningarnar og tilfinning- arnar snúast um ömmu Kollu þá verður allt auðveldara, því opnari og ástríkari manneskju var erfitt að finna. Þegar við vorum börn bjuggu Kolla amma og afi á Egilsstöðum og tilhlökkunin var aldrei meiri en þegar foreldrar okkar tjáðu okkur að ferðinni væri heitið til þeirra. Þegar við dvöldum hjá þeim á sumrin var hver dagur sem ævintýr, amma sagði sögur og bar í mann pönnukökur og annað góðgæti frá morgni til kvölds. Ekki var svo verra þegar þau fluttu í bæinn og maður gat hlaupið í ömmufaðm í tíma og ótíma og fengið allt sem maður vildi. Kolla amma var stoð okkar og stytta í gegnum lífið og ef eitt- hvað bjátaði á gátum við systk- inin verið viss um að amma stæði við bakið á okkur. Hún var ein af þessum kjarnakonum sem taka allt á hörkunni og hún lét engan segja sér hvað hún gæti eða gæti ekki gert, því hún gat allt og gerði það eftir sinni sannfæringu. Krafturinn og jákvæðnin varð svo innblástur fyrir okkur öll og mun fylgja okkur út lífið. Hún skilur eftir sig svo mikið í hjörtum okk- ar allra. Einnig skilur hún eftir sig spor sem aðrir reyna að feta og minning hennar mun lifa um ókomna tíð sem jákvæð hvatning til okkar um að gefast aldrei upp, setja fjölskylduna í forgang og alltaf að gefa af sér sem mest maður má. Við munum sakna þín, elsku amma Kolla, en við munum umfram allt varðveita allar þær yndislegu stundir sem við áttum með þér. Við elskum þig. Þín barnabörn, Jóhann Ingi, Sigrún og Kolbrún. Elsku amma, að þurfa að kveðja þig hefur verið það erf- iðasta sem við höfum þurft að gera. Þú varst alltaf svo skemmti- leg, kát, syngjandi og trallandi. Það var alltaf stutt í grínið hjá þér og þinn yndislega hlátur. Við er- um heppin að eiga margar og góðar minningar um þig og erum óendanlega þakklát fyrir tímann sem við áttum saman. Uppá- haldsminningar okkar eru sumr- in á Egilsstöðum með þér og Reyni afa, sem alltaf var svo hlýr og góður og reyndist okkur öllum svo vel. Við fengum að upplifa og gera svo marga og skemmtilega hluti með ykkur. Það var yndislegt þegar þið fluttuð inn til okkar í Fífumýrina, á meðan þið biðuð eftir að nýja heimilið ykkar í Kópavogi yrði tilbúið. Það var gott að koma í há- deginu og fá súpu, en það var föst hefð hjá ykkur afa. Þegar Reynir afi dó sýndir þú þann styrk sem alltaf bjó innra með þér. Þú barst höfuðið hátt og varst þakklát fyr- ir þann tíma sem þið áttuð saman. Heimsóknir til þín í Funalind- ina í mat, spjall eða næturgist- ingu voru margar. Þú dekraðir við okkur og allar kræsingar sem mann langaði í voru til hjá þér. Þú hafðir svo góða nærveru og það var aldrei neitt stress í kringum þig. Orð skiptu ekki alltaf öllu máli, það var oft gott að sitja bara hlið við hlið. Við munum sakna þess óendanlega mikið að sjá þig ekki keyra fyrir utan Tjaldanesið í fína bílnum þínum og rölta hægt og rólega inn til okkar skælbros- andi og glæsilega. Þegar heilsan fór gefa sig kvartaðir þú aldrei. Þannig varstu bara. Þú settir alla aðra en sjálfa þig í fyrsta sæti. Jafnvel á síðustu metrunum varstu bros- andi, hlæjandi og talaðir um hversu þakklát og rík þú værir að eiga okkur öll og að nú værir þú tilbúin að fara. Þú varst okkur öllum góð fyr- irmynd, við munum halda minn- ingu þinni á lofti, barnabörnin þín munu minnast langömmu sem alltaf var gefandi og tilbúin í að leika við þau eða baka með þeim. Takk fyrir allt, amma, þú munt alltaf eiga þinn stað í hjörtum okkar. Við elskum þig. Hvernig er hægt að þakka, það sem verður aldrei nægjanlega þakkað. Hvers vegna að kveðja, þann sem aldrei fer. Við grátum af sorg og söknuði en í rauninni ertu alltaf hér. Höndin sem leiddi mig í æsku mun gæta mín áfram minn veg. Ég veit þó að víddin sé önnur er nærveran nálægt mér. Og sólin hún lýsir lífið eins og sólin sem lýsti frá þér. Þegar að stjörnurnar blika á himnum finn ég bænirnar, sem þú baðst fyrir mér. Þegar morgunbirtan kyssir daginn, finn ég kossana líka frá þér. Þegar æskan spyr mig ráða, man ég orðin sem þú sagðir mér. Vegna alls þessa þerra ég tárin því í hjarta mínu finn ég það, Kolbrún Ármannsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.