Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 18
SVIÐSLJÓS Guðni Einarsson gudni@mbl.is Norrænu þjóðtungurnareiga í vök að verjast fyr-ir ásókn enskunnar inn-an norrænna háskóla. Það á við um ritun fræðilegra greina og prófritgerða í framhaldsnámi, t.d. í doktorsnámi. Sama gildir um kennsluna, einkum í framhaldsnámi. Margir hafa áhyggjur af þróuninni og framtíð norrænna tungumála. Norræna ráðherranefndin hefur gefið út skýrslu um sambúð ensk- unnar og norrænu þjóðtungnanna í norrænum háskólum. Skýrslan er ávöxtur samstarfs 18 norrænna fræðimanna sem söfnuðu saman og unnu úr upplýsingum um notkun ensku annars vegar og viðkomandi þjóðtungu hins vegar í norrænum háskólum. Ritið heitir Hvor parallelt og er hægt að sækja það rafrænt á slóðinni: http://www.norden.org/sv/publi- kationer/publikationer/2014-535/. Leiðarljós í samstarfsverkefninu var Yfirlýsing um málstefnu Norðurlanda, sem mennta- málaráðherrar Norðurlandaríkj- anna undirrituðu árið 2006. Sam- þykkt ráðherranna þykir bera með sér að fulltrúar allra Norð- urlandaþjóða séu uggandi um stöðu þjóðtungna þeirra gagnvart ensku í háskólakennslu og rannsóknum. Fram kemur í skýrslunni að ensk- an sæki hvarvetna á í starfi háskól- anna. Í íslenskum háskólum eru t.d. námsbækur að miklu leyti á ensku, það færist í vöxt að kennt sé á ensku og meirihluti doktorsritgerða og fræðigreina er skrifaður á ensku. Fjölgun erlendra námsmanna og kennara í háskólunum er talin ýta undir aukna enskunotkun og valda því að enskan tekur völdin í fyrirlestrarsölum og ritgerðasmíði. Ari Páll Kristinsson rannsóknar- prófessor, Stofnun Árna Magnús- sonar í íslenskum fræðum, og Har- aldur Bernharðsson dósent, Háskóla Íslands, rituðu kaflann um tungu- málanotkun í íslenska háskóla- samfélaginu. Grein eftir þá um sama efni, Íslenska og enska í íslensku há- skólastarfi, birtist í tímaritinu Orði og tungu í maí síðastliðnum. Ari Páll og Haraldur benda m.a. á samþykktir Alþingis um íslenska málstefnu og stöðu íslenskrar tungu. Alþingi samþykkti þingsályktun um íslenska málstefnu (Íslenska til alls) árið 2009 og árið 2011 lög um stöðu íslenskrar tungu og íslensks tákn- máls. Þeir telja lögin fela aug- ljóslega í sér það markmið að ís- lenskt mál sé nothæft í öllum greinum vísinda sem stundaðar eru á Íslandi. Ari Páll segir við Morgunblaðið það eitt af helstu markmiðum ís- lenskrar málstefnu að íslenska verði nothæf og notuð á öllum sviðum þjóðfélagsins. Skólar, háskólastarf og rannsóknir séu sérstaklega til- teknar í því sambandi. „Eftir því sem meira er kennt á ensku, frekar en íslensku, minnka líkurnar á því að íslenskan haldi velli sem tungumál í rannsóknum og há- skólakennslu,“ segir Ari Páll. Hann segir að Íslendingar séu í mjög áþekkri stöðu og Danir, Finn- ar, Norðmenn og Svíar hvað þetta varðar. Á síðustu 15-20 árum hafi er- lendum námsmönnum fjölgað mjög í íslenskum háskólum. Þeir séu 6-7% háskólanema og margir þeirra við nám á framhaldsstigi. Viðbrögð kennara og háskóladeilda hafi oft verið þau að fara að kenna á ensku af tillitssemi við útlendingana. Ari Páll og Haraldur benda m.a. á það í grein sinni að í háskólasamfélaginu sé rík áhersla á ritrýnd fræðileg skrif. Erfitt sé að fá fræðileg skrif á íslensku metin í efsta flokk og fáir birti þau. Enskan sækir á í háskólasamfélaginu Morgunblaðið/Golli Háskólanemar Námsefni í íslenskum háskólum er að miklu leyti á ensku. Talsvert er kennt á ensku og meirihluti fræðigreina skrifaður á ensku. 18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þegar ShinzoAbe tók viðembætti for- sætisráðherra Jap- ans í árslok 2012, lofaði hann því að hann myndi koma lagi á japanskt efnahagslíf, sem hefur verið í nær samfelldri stöðnun í tuttugu ár. Lausnin að sögn Abes var að skjóta „þremur örvum“ í hið staðnaða hagkerfi. Almennt er talið að fyrri tvær örvarnar hafi hitt í mark, þar sem aukin ríkisútgjöld og aukið peningamagn í umferð hjálp- uðust að til þess að koma á vægri verðbólgu í fyrsta sinn í langan tíma, auk þess sem hagvöxtur landsins varð meiri en menn þorðu að vona. En örvarnar tvær voru alltaf hugsaðar sem tímabundin úr- ræði til þess að koma hjólunum af stað. Þriðja örin, um stór- felldar umbætur á japanskri stjórnsýslu og regluverki jap- ansks efnahagslífs, virtist hins vegar hafa geigað, því að tillögur Abes til úrbóta í fyrra gengu allt of skammt til þess að hafa nokk- ur áhrif. Efnahagslífið í Japan býr við þéttriðið net hafta, ríkis- styrkja og tolla sem stendur því verulega fyrir þrifum, og eru flestir Japanir nú á því að það þurfi að taka þar hressilega til, þó ekki sé nema til þess að reyna að gera hinn nýfundna hagvöxt viðvarandi, án þess að ríkið þurfi að stórauka útgjöld sín á hverju ári. Abe hefur nú ákveðið að reyna aftur að skjóta þriðju örinni á loft. Og að þessu sinni lítur út fyrir að hún geti vel hitt í mark. Tillögur Abes snerta nú á flest- um þáttum japansks viðskipta- lífs og eru í sumum tilfellum tals- vert róttækar, meðal annars með myndarlegum skattalækkunum. Þá verður lífeyrissjóðum ríkisins heimilað að taka meiri þátt í fjár- festingum á Japansmarkaði. Það sem skiptir kannski ekki síst máli er að erlendum fjárfestum verður einnig hleypt inn í landið meira en nú er. Óvíst er að Abe muni ná að koma öllum hugðarefnum sínum í gegn. Öflugir sérhags- munahópar, ekki síst á vegum hins opinbera, þykja líklegir til þess að reyna að standa í vegi fyrir umbótatillögunum, hvort sem er í heild sinni eða að hluta. Í grein sem Abe ritaði í lok júní er hann bjartsýnn á árang- urinn og bendir á að frá því að hann setti fram efnahagstillögur sínar hafi flokkur hans unnið tvennar kosningar. Hann segir pólitískt umhverfí í Japan nú hagfellt til að koma umbótunum í gegn og að almenningur í Japan vilji frí frá „pólitískri ákvarð- anafælni“. Vonandi hefur Shinzo Abe rétt fyrir sér, því að ef örin hittir í mark, gæti hún reynst vera vítamínsprautan sem Jap- anir þurftu á að halda. Shinzo Abe stefnir að stórtækum um- bótum í japönsku efnahagslífi} Hittir þriðja örin nú? Óli Björn Kára-son er pistla- höfundur Morg- unblaðsins og varaþingmaður fyr- ir Suðvestur- kjördæmi. Pistlar hans vekja jafnan verulega eft- irtekt, enda eru skrif hans mál- efnaleg, hnitmiðuð og rætnis- laus, þótt afstaða höfundarins birtist aldrei neinum í dul- arklæðum. Óli Björn fjallar í síðasta pistli sínum um íslenska haftafyr- irbærið og þau ótrúverðugu töp og hina teprulegu nálgun yf- irvalda gagnvart þeim síðustu fimm árin. Skaði þjóðarinnar allrar, jafnt fyrirtækja og einstaklinga, vegna fums, kjarkleysis og hug- myndaþurrðar Seðlabankans er ekki smár. Óli Björn lýkur pistli sínum með þessum orðum: „Í nær sex ár, þar af tæp fimm ár með núverandi yfirstjórn, hef- ur Seðlabankinn unnið – a.m.k. í orði – að afnámi hafta. Hvorki hefur gengið né rekið. Þumalsk- rúfurnar eru hertar enn frekar. Það er því skynsamleg ákvörðun hjá fjármálaráðherra að ráða er- lenda sérfræðinga til að aðstoða við að losa um höftin. Með hliðsjón af þessu og einnig hinu að unnið er að endurskoðun laga um Seðlabank- ann mælir flest með því að aug- lýsing um embætti seðla- bankastjóra verði dregin til baka. Þess í stað verði settur hæfur einstaklingur (íslenskur ríkisborgari í samræmi við ákvæði stjórnarskrár) til að sinna stöðunni tímabundið þar sem stærsta verkefnið er afnám fjármagnshafta. Þegar Alþingi hefur afgreitt ný lög um bankann er hægt að auglýsa stöðu seðlabankastjóra – eins eða fleiri – til fimm ára. Það eru meiri líkur á að árang- ur náist í einu stærsta hags- munamáli Íslendinga verði þessi háttur hafður á í stað þess að skipa seðlabankastjóra til fimm ára á sama tíma og lögum er breytt. Og við getum brotist fyrr en ella út úr þeim hnappheldu- sjónarmiðum Seðlabankans sem eru að eitra efnahagslífið og lama framkvæmdaþrek ein- staklinga.“ Óli Björn telur að hnapphelduhugarfar haftanna sé að grafa um sig} Hugmyndasnauð kjarkleysis- blanda er vond uppskrift F ríverzlunarsamningur Íslands og Kína tók formlega gildi 1. júlí síð- astliðinn, sama dag og hliðstæður samningur tók gildi á milli Sviss og Kína. Bæði Ísland og Sviss eru aðilar að Fríverzlunarsamtökum Evrópu (EFTA) en standa hins vegar utan Evrópu- sambandsins. Fyrir vikið hafa þau fullt frelsi til þess að semja um fríverzlun við önnur ríki á eigin forsendum. Nokkuð sem ríki sambands- ins hafa ekki þar sem þau hafa með veru sinni í því afsalað sér því frelsi til stofnana þess. Tilurð fríverzlunarsamningsins á milli Ís- lands og Kína, sem var sá fyrsti sem Kínverjar undirrituðu við evrópskt ríki, hefur nokkuð komið við sögu í stjórnmálaumræðunni í Bret- landi undanfarin misseri. Brezkir stjórn- málamenn hafa enda lengi kallað eftir því að Evrópusambandið legði áherzlu á gerð fríverzlunarsamn- inga við sem flest ríki utan sambandsins en mestmegnis talað fyrir daufum eyrum. Það er helzt síðustu árin sem Evrópusambandið hefur lagt áherzlu á frekari fríverzl- unarsamninga og lokið slíkum viðræðum. Einkum við ríki sem EFTA hefur þegar náð samningum við. Meðal þess sem komið hefur fram í umræðunni í Bret- landi er að fyrst Íslendingar gátu samið um fríverzlun við Kína ætti ekki að vera mikið mál fyrir Breta að fá Kín- verja að samningaborðinu. Sömuleiðis að hefði Bretland ekki verið í Evrópusambandinu væri landið löngu komið með fríverzlunarsamninga við fjölda ríkja um allan heim. Ekki sízt samveldislönd eins og Kanada, Ástr- alíu og Nýja-Sjáland, sem og til að mynda Indland og Bandaríkin. Frelsið til þess hefði hins vegar verið framselt til sambandsins sem væri tollabandalag og héldi úti einni sameig- inlegri viðskiptastefnu og væri því algerlega háð vilja þess hvort Bretar nytu fríverzlunar við ríki utan þess eða ekki. Fríverzlunarsamningurinn við Kína er gott dæmi um þann sveigjanleika sem aðildin að EFTA hefur í för með sér. Veran í samtök- unum sviptir ekki aðildarríkin frelsi sínu til þess að semja um fríverzlun og önnur við- skipti við ríki heimsins. Henti samflot með öðrum ríkjum EFTA af einhverjum ástæðum ekki er sá möguleiki alltaf fyrir hendi að semja um slíkt á eigin vegum. Þannig reyndist það ekki henta EFTA-ríkjunum að semja í samfloti við Kínverja. Það kom hins vegar ekki í veg fyrir að ríkin gætu farið eigin leiðir, sem ekki hefði verið mögu- legt væri EFTA tollabandalag eins og Evrópusambandið með eina miðstýrða viðskiptastefnu gagnvart ríkjum utan þess. Frelsi í alþjóðaviðskiptum er ekki sízt mikilvægt fyrir lítil ríki eins og Ísland. Þar eru fríverzlunarsamningar við sem flest ríki heimsins grundvallaratriði. Öllu skiptir þannig að landið hafi sem fjölbreyttastan aðgang að er- lendum mörkuðum en sé ekki bundið á klafa eins mark- aðar. Bæði vegna viðskiptalegra og pólitískra hagsmuna þjóðarinnar. hjortur@mbl.is Hjörtur J. Guðmundsson Pistill Frelsið og fríverzlunin STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Sjö háskólar starfa hér á landi. Um 90% námsefnis í þeim eru á ensku. Hlutfall ensku sem kennslu- tungumáls í þeim er frá 23% í Háskólanum í Reykjavík og nið- ur í 0% í Landbúnaðarháskól- anum. Mikill munur er yfirleitt á grunnnámi og framhaldsnámi hvað þetta varðar. Námskeið á ensku í Háskólanum á Akureyri eru t.d. 8,6% í grunnnámi en 36% í framhaldsnámi. Nýnemum með erlent ríkis- fang í háskólunum fjölgaði um 740% árin 1997–2010. Námsefni er mest á ensku ENSKA ER MIKIÐ NOTUÐ Í ÍSLENSKUM HÁSKÓLUM Morgunblaðið/Heiddi Háskólar Ari Páll Kristinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.