Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2014 Í vinnunni Elli kann vel við sig utan við Eymundsson þar sem er kaffihús. Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég fékk enga vinnu ísumar en mig langaðitil að gera eitthvað ogþá datt mér þetta í hug, af því að ég kann að prjóna og finnst það gaman,“ segir Elías Bergmann Valgeirsson, úrræða- góður fimmtán ára strákur norður á Akureyri sem tók málin í sínar hendur og situr dagana langa í sumar og prjónar slaufur. Slauf- urnar býður hann til kaups þeim sem eiga leið um stræti Akur- eyrar, en hann hefur fengið að vera fyrir utan Eymundsson og bjóða handverk sitt til sölu. „Ég þurfti að prófa mig þó nokkuð áfram áður en ég náði að gera slaufurnar eins og þær eru núna, ég þróaði þetta þar til ég varð ánægður,“ segir Elías og bætir við að mamma hans, Sara Elíasdóttir, og ömmurnar báðar, Ásta og Drífa, hafi vakið áhuga hans á prjónaskap. „Þær kenndu mér að prjóna þegar ég var níu ára.“ Slaufurnar hans Elíasar eru sannarlega fjölnota, þær má nota sem hefðbundnar þverslaufur á skyrtum, sem skraut í hár og einnig sem skraut í hundaólar. „Ég labba oft með tíkina okkar, hana Bellu, með mér í bæinn þeg- ar ég fer að selja slaufurnar, til að sýna fólki hvað þetta kemur vel út,“ segir Elías og bætir við að slaufurnar megi bæði nota sem skraut á hárteygjum eða sem skraut á hárspöngum eða hár- spennum. Útlendingar hrifnir Elías segist afar þakklátur að starfsfólkið í verslun Eymundsson hafi leyft honum að vera þar fyrir utan til að bjóða slaufurnar til sölu. „Þarna er mikil umferð af fólki á góðviðrisdögum, bæði heimamönnum og ferðafólki, enda er kaffihús í Eymundsson bæði inni og fyrir utan og margir tylla sér niður. En ég er bara þarna þegar veðrið er gott, enda ekki hægt að vera með slaufurnar úti í rigningu. Á slíkum dögum sit ég heima og prjóna. Það er nóg að gera, ég sit við öllum stundum og prjóna, rétt gef mér tíma til að borða,“ segir Elías og bætir við að hann nái að prjóna fimm til sex Elli prjónar slaufur allan liðlangan daginn Hann situr utan við Eymundsson á Akureyri á góðviðrisdögum og hjá honum liggur gjarnan tíkin Bella og fylgist með þegar hann prjónar slaufur í öllum regn- bogans litum. Elli er fimmtán ára strákur sem tók málin í sínar hendur þegar hann fékk enga vinnu í sumar og selur nú slaufurnar sínar líkt og heitar lummur. Spásserað Elli utan við Eymundsson og Bella skartar slaufu í hundaól. Fyrir þá sem ekki ætla út úr bænum um helgina, ætla ekki í útilegu, ekki á landsmót hestamanna á Hellu og ekki á þjóðlagahátíð á Sigló, þá er ýmislegt um að vera í höfuðborginni. Til dæmis verður köntríhátíð haldin á Kex hosteli við Skúlagötu. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin og mikið verður um dýrðir fyrir bragð- lauka, eyru og augu. Kex köntrí er amerísk menningarhátíð þar sem boðið verður upp á tónlist, mat og drykk sem á rætur að rekja til ríkj- anna Kentucky og Tennessee í Bandaríkjunum. Fírað verður upp í grillinu, banjóið stillt og rykið dustað af smekkbuxunum. Rif, blágresi, lím- ónaði, kántrítónlist, maísstönglar, grill og coca-cola á boðstólum. Veit- ingastaður Kex hostels hefur útbúið sérstakan köntrímatseðil sem verður í boði á meðan hátíðin stendur yfir. Það er vel við hæfi að hátíðin verður sett í dag kl. 18, á sjálfum þjóð- hátíðardegi Bandaríkjanna. Tónlistar- konan Mr. Silla stígur á svið kl. 20, Snorri Helgason klukkutíma síðar og kl. 22 spilar Morgan O’Kane. Á morg- un, laugardag, spilar Illgresi kl. 20, Morgan O’Kane kl. 21 en síðan verður sviðið opið frá 22 og aldrei að vita hvað gerist. Á sunnudag kl. 21 spilar hin sænsk/íslenska hljómsveit My bubba og hinn bandaríski Sam Ami- don er síðastur á svið kl. 22. Ameríska menningarhátíðin Kex köntrí 2014 Banjóið stillt og rykið dustað af sveitasmekkbuxunum Morgan O’Kane Hann fer liprum fingrum um banjóið í kvöld og á morgun. Sam Amidon Hann kemur frá Bandaríkjunum og ætlar að töfra fram tóna. Morgunblaðið/Ómar Mr. Silla Hún er ein þeirra sem koma fram á köntríhátíðinni. Hollar vörur úr náttúrunni Íslensk framleiðsla H-Berg efh | S. 565-6500 hberg@hberg.is | hberg.is FRÁB ÆRT VERÐ Hamp fræ Kinoa fræ Chia fræ Möndlumjöl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.