Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2014 Upp með orkuna! FOCUS Á góðu verði á næsta sölustað: Hagkaup, Fjarðarkaup, Melabúðin og apótek um land allt Svalandi, kraftmikill og bragðgóður drykkur – frábær þegar þig vantar aukna orku og einbeitingu 15 freyðitöflur í stauk ... skellt út í vatn þegar þér hentar ! 4Inniheldur koffín, guarana og ginseng 4Enginn sykur - engin fita 450 mg Magnesium og aðeins 2 hitaeiningar og 0.5g kolvetni í 100 ml. STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Laxveiðin hefur vissulega stundum farið betur af stað en í sumar, eins og Þorsteinn Þorsteinsson frá Skálpastöðum bendir á í pistli með nýjustu veiðitölunum á vef Lands- sambands veiðifélaga, angling.is. En hann segir líka að veiðin hafi stund- um farið verr af stað. Heildaraflinn í viðmiðunaránum 25 sem saman- tektin byggir á var á miðvikudags- kvöldið kominn í 1.589 laxa. „Árið 2009 var hann 1541 um sama leyti, og 2007 aðeins 519 fiskar. Meðalveiði 2. júlí síðustu 8 árin er nálægt 2300 löxum,“ skrifar hann. „Blanda er aflahæst enn sem komið er, með 350 laxa veiði. Flestir þeirra hafa dvalið tvö ár í sjó og eru vel á sig komnir. Þar, sem víðar, er mikið vatn í ánum og fiskur gengur hægt upp á efri svæðin.“ Eins og sjá má á meðfylgjandi töl- um fer veiðin mun betur af stað í norðlensku ánum en á Vesturlandi. Á Norðurlandi er byrjunin svipuð eða jafnvel mun betri en síðustu tvö ár, á meðan áhyggjusvip má þegar greina á sumum á Vesturlandi sem spyrja sig hvenær laxinn mæti og hvort hann komi ekki örugglega. Stórstreymt var rétt fyrir mánaða- mótin og menn spyrja sig hvort smá- laxinn fari ekki að mæta. Smálaxinn vantar „Það er ofboðslega mikið vatn hér í Kjarrá, úrkoman hefur verið gríðarleg síðustu daga,“ sagði Ing- ólfur Ásgeirsson, staðarhaldari við ána, í gær, en hann var þá að ljúka veiðum. „En dagurinn í gær var góður, þá veiddust um 20 laxar og hollið var samtals með 47, sem er prýðilegt. Enn veiðist aðallega stór- lax og hann er vel dreifður.“ Ingólfur segir síðustu viku hafa gefið samtals um 100 laxa í Þverá og Kjarrá en smálaxinn vanti. „Það er ekkert launungarmál að hann er ekki að skila sér í nægilegum mæli. Það virðist vera sama sagan alls staðar. Við fengum nokkra núna en göngurnar hafa ekki verið stórar. En menn eru að veiða vel af stórum laxi og það er gríðarlega gaman. Sjálfur fékk ég nú fjóra í beit á einni vakt, 80 til 90 cm langa. Það var al- veg magnað að glíma við þá.“ Örvæntir ekki Einar Sigfússon, annar eigenda Haffjarðarár og sölustjóri Norðurár, segir að í Haffjarðará sé nú nánast meðalveiði síðasta áratugar. „Síð- asta ár var einstakt en ég er ánægð- ur með veiðina þar eins og hún er. Norðurá var 60 rúmmetrar í morgun, það er næstum fjórðungur af Ölfusá og áin er beljandi fljót og óvæð. Fiskurinn er alls staðar og hvergi og veiðimenn verða að leita að honum. En nú fer hún að sjatna og þá tekur laxinn að draga sig inn á veiðistaðina.“ Veiðin fer mun hægar af stað í Norðurá en síðustu ár en Einar seg- ist hafa spáð því að laxinn yrði seint á ferðinni í ár, þar sem kalt hefði verið í fyrravor og seiðin gengið seint til hafs fyrir vikið. Því skili þau sér líka seint. „Ég spáði því að helstu göngurnar yrðu í þrjá stóra strauma, 28. júní og tvo næstu, nú í júlí. Það er mín spá og ég vona að það sé rétt. Ég held það sé engin ástæða til að örvænta, ég er bjart- sýnn.“ Gæti orðið erfitt „Þetta er fínt hér í Víðidalnum, við höfum náð um 40 löxum sem er eðli- leg vorveiði en nú er flóð í ánni, erfitt að finna laxinn og aðeins einn kom upp í morgun,“ segir Jóhann Hafn- fjörð Rafnsson, staðarhaldari við Víðidalsá, og staðfestir að veiðin sé á góðu róli á Norðurlandi vestra. „Þetta eru allt stórir laxar og fiskur er kominn um alla á. Við höfum hins vegar lítið séð af smálaxi, einn eða tveir hafa veiðst, en það er alveg eðlilegt því að venjulega mætir hann ekki hingað fyrr en um 10. júlí.“ Veiðimenn sem rætt er við segjast hafa lent í að veiða afar litla smálaxa, allt niður í rúmt pund. Ingólfur Ás- geirsson segir veiðimenn í Þverá og Kjarrá ekki hafa fengið svo litla laxa en smálaxinn sé rýr. „Við vorum nú að sjá tvær stærðir, þokkalega fiska og lélega. Við erum ekki að sjá þessa sex til sjö punda eins ára laxa, eins og stundum, þeir eru frekar fjögur til fjögur og hálft pund. Ég heyri að svona virðist þetta vera víða. Og inni á milli puttar. Það virðist ljóst að laxinn hefur lent í einhverjum hremmingum í hafinu. Eftir næsta stóra straum mun liggja fyrir hvern- ig laxveiðisumarið verður en nú er kominn 3. júlí og þetta gæti orðið erfitt sumar hvað smálaxinn varðar. Við verðum samt að gefa þessu nokkra daga enn. Árið 2007 veiddust hér 2.400 laxar en einungis 60 í júní. Þeir geta því látið bíða eftir sér.“ Einar Sigfússon segir smálaxinn farinn að ganga í Haffjarðará og hann sé miklu betur haldinn en þeim sýndist af þeim fyrstu sem veiddust. „Fiskurinn er alls staðar og hvergi“  Laxveiðin fer vel af stað í norð- lensku ánum en er dræm á Vesturlandi  Beðið er eftir smálaxinum Aflahæstu árnar *Tölur liggja ekki fyrir. Heimild: www.angling.is Blanda (14) Þverá-Kjarrá (14) Norðurá (15) Miðfjarðará (10) Haffjarðará (6) Vatnsdalsá (7) Laxá í Aðaldal (18) Elliðaárnar (6) Víðidalsá (8) Eystri-Rangá (18) Hítará (4) Flókadalsá (3) Selá í Vopnafirði (6) Laxá í Kjós (10) Langá (8) Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Á sama tíma Staðan 2. júlí 2014 2013 2012 337 417 711 128 310 57 39 162 32 164 -* 165 38 86 300 243 160 352 84 237 52 66 238 28 167 -* 111 147 85 215 350 231 195 124 108 83 65 58 45 42 41 38 38 37 32 Kátur Andri Freyr Björnsson var á leið á fótboltamót á Akureyri en kom við hjá föður sínum, þar sem hann er leið- sögumaður við Vatnsdalsá. Andri fékk að taka eitt rennsli í Hnausastreng og setti í og landaði 83 cm langri hrygnu. „Markaðshelgin hefur alltaf verið stór viðburður hér í Bolungarvík. Að þessu sinni verður þó meira lagt und- ir og fleira á dagskránni en endranær í tilefni af fjörutíu ára kaupstaðaraf- mæli bæjarins,“ segir Gústaf Gústafs- son. Hann annast skipulagningu og undirbúning hátíðarinnar í bænum, sem hófst í gærkvöldi með samkomu í félagsheimili bæjarins. Þar rakti Ólafur Kristjánsson, fyrrverandi bæj- arstjóri, sögu bæjarins með sínu lagi. Á eftir voru svo tónleikar með ýmsum þekktum listamönnum. Í dag, föstu- dag, er golfmót, skrúðganga og endað verður með brekkusöng. Á laugardeginum, markaðsdegin- um, verður sköpuð miðbæjarstemn- ing í Bolungarvík, þar sem bæði heimafólk og farandsalar úr fjarlæg- um byggðum bjóða upp á ýmsan varning. Söngvakeppni barna er síð- degis. Um kvöldið skemmtir Rokka- billýbandið með Björgvini Halldórss- syni, Siggu Beinteins, Matta Matt og fleirum á dansleik. „Oft hafa þrjátíu til fjörutíu aðilar tekið þátt í markaðnum og við vænt- um góðrar þátttöku nú, þótt þetta ráðist auðvitað talsvert af veðri. En það sem mér finnst standa upp úr er að fólkið sjálf, íbúarnir, er tilbúið að leggja sitt af mörkum og að því leyti er þetta sjálfbæt. Svona hefur mikið að segja fyrir bæjarbraginn,“ segir Gústaf og bætir við að rík hefð sé fyrir bæjarskemmtunum í byggðarlaginu. Þá má geta þess að á laugardaginn verður í Bolungarvík vígt minnis- merki um mesta slys sem orðið hefur á sjó við Ísland. Það var 5. júlí 1942 sem hluti skipalestarinnar QP-13, skip bandamanna í síðari heimsstyrj- öld, sigldi inn í belti tundurdufla út af Aðalvík. Sex skip fórust og með þeim tvö hundruð og fjörutíu manns. sbs@mbl.is Margt er í boði á markaðsdeginum  Tímamót í Bolungarvík  Gleðidagar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bolungarvík Fjölbreytt dagskrá enda tímamót í byggðarlaginu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.