Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 04.07.2014, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 2014 ✝ Steinvör Sig-urðardóttir fæddist í Gröf í Breiðuvíkurhreppi á Snæfellsnesi þann 27.3. 1930. Hún lést á LSH í Fossvogi 25.6. 2014. Foreldrar Stein- varar voru: Sig- urður Eiríksson, f. 23.11. 1903, d. 14.8. 1977, og Jenný Ágústsdóttir, f. 24.9. 1908, d. 17.7. 1995. Systkini hennar eru: Þorsteinn, f. 1928, Ágúst, f. 1931, Eiríkur Garðar, f. 1933, Sigrún, f. 1935, Reimar, f. 1937, d. 1995, Hafsteinn, f. 1938, Bergur, f. 1941, Gestur, f. 1943, d. 2004, Sigurður Jens, f. 1945 og Kolbrún, f. 1952. Steinvör giftist 30.1. 1953 Einari B. Þórð- arsyni, f. 24.4. 1927, d. 16.11. 2004. Börn þeirra eru: 1) Guðrún, f. 23.4. 1952, börn hennar og Ágústs Guðmunds- sonar eru: a) Þórlaug, f. 1973, synir hennar og Einars Sævars- sonar eru Valtýr Elliði, f. 2003 og Kilian Helgi, f. 2005, b) Stein- vör f. 1985, m. Haraldur Hrann- ar Haraldsson, f. 1985, synir þeirra eru Haraldur Einar, f. 2010 og Ágúst, f. 2012. c) Finn- bogi, f. 1987, samb.k. Eyrún Sævarsdóttir, f. 1988, börn Guð- rún Lilja, f. 2011 og Sædís Anna, Ingibjörg Helgadóttir, látin, synir þeirra eru b) Einar Borg, f. 1984, sambk. Iris Saara H. Karlsdóttir, dætur Einars og Gerðar Guðmundsdóttur eru Telma Rut og Rakel Anna, f. 2008. c) Jakob Helgi f. 1986, kona Þórðar er Guðbjörg Ósk- arsdóttir, f. 27.3. 1956. Steinvör ólst upp ásamt 10 systkinum að Brunnstíg 4 í Hafnarfirði. Hún lauk barna- prófi frá Barnaskóla Hafn- arfjarðar, stundaði nám við Húsmæðraskólann á Akureyri veturinn 1947-1948 og vann eft- ir það m.a. á Bessastöðum. Steinvör og Einar reistu sér hús að Lynghvammi 1 í Hafnarfirði og bjuggu þar í 40 ár þar til þau fluttu að Suðurvangi 23b. Eftir lát Einars fluttist Steinvör í íbúðir aldraðra að Sólvangsvegi 1. Steinvör lék með meist- araflokki Hauka í handbolta og varð Íslandsmeistari með liði sínu. Hún var í kvenfélagi Hafn- arfjarðarkirkju og Oddfellow- reglunni en hún var einn af stofnendum Rb.st. nr. 8 Rann- veigar. Þar gegndi hún ýmsum trúnaðarstörfum. Eftir að börn- in stálpuðust vann Steinvör mörg sumur í Gróðrarstöðinni í Skuld og seinna í mjólkurbúð. Eftir tveggja ára skólavist í Flensborg á miðjum aldri hóf hún störf í bókabúð Olivers Steins, þar sem hún vann síð- ustu starfsárin. Útför Steinvarar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 4. júlí 2014, og hefst athöfnin kl. 13. f. 2012. d) Ásrún, f. 1989, samb.m. Jón Ágúst Eggertsson, f. 1988, dætur þeirra eru Indiana og Olivia, f. 2013, 2) Jenný, f. 2.10. 1953, m. Hjalti Sæmunds- son, börn þeirra eru: a) Einar Lyng, f. 1971, samb.k. Rakel Árnadóttir, dóttir þeirra er Re- bekka, f. 2010, börn Einars eru Einar Gísli, f. 1996 og Kolbrún María, f. 2000, dóttir Rakelar er Dröfn, f. 1999, b) Rósa Lyng, f. 1973, m. Hallgrímur Indriðason, dætur þeirra eru Líf, f. 1998 og Sif, f. 2006. c) Daníel, f. 1975, k. Kristín Björg Yngvadóttir, dæt- ur þeirra eru Victoría Jenný, f. 2006, Emilía Rós, f. 2009 og María Guðlaug, f. 2012, dóttir Kristínar er Svava Ósk Jóhann- esdóttir, f. 2000, 3) Sigurður, f. 11.4. 1957, k. Sólveig Birna Jós- efsdóttir, börn þeirra eru: a) Jósef, f. 1984, k. Kristín Vala Einarsdóttir, f. 1989, b) Kári, f. 1987, c) Andri, f. 1991, d) Magni, f. 1994 og e) Diljá, f. 1996, 4) Þórður, f. 3.11. 1958, Sonur hans og Guðbjargar Ragn- arsdóttur er a) Ragnar f. 1977, maki Margrét Arngrímsdóttir, dætur þeirra eru Jasmín, f. 1999 og Sóley, f. 2003, fv.k. Þórðar er Elskuleg tengamóðir mín er dáin. Það er djúp sorg í hjarta mínu að fá ekki að njóta hennar lengur. Ég kynntist Diddu fyrir sjö ár- um þegar ég varð ástfangin af syni hennar. Hún tók mér strax opnum örmum og veitti mér mikla gleði og hlýju. Börnunum mínum var hún sérlega hlý og fyrir það vil ég þakka. Didda var falleg kona og einstaklega hæfileikarík. Það lék allt í höndunum á henni og ekki leið sá dagur að hún væri ekki eitthvað að framleiða. Þar sem ég bý í Svíþjóð voru heimsóknir stopulli en við hringd- um reglulega hvor í aðra og töl- uðum lengi um allt og ekkert. Fyrir ári kom Didda svo í heim- sókn til okkar til Svíþjóðar og þar naut ég þess að kynnast henni betur, en Didda var sérlega minn- ug og fróð. Við hjónin vorum á leið til Ís- lands í heimsókn og búið var að velja brottfarardag. Dagurinn var 4. júlí og það fyrsta sem við ætl- uðum að gera eftir lendingu var að heimsækja hana Diddu. Þessi dagur breyttist í brottfarardag- inn hennar Diddu, þar sem við nú fylgjum henni síðasta spölinn. Takk fyrir alla þína hlýju í minn garð elsku Didda. Takk fyr- ir allar frábæru móttökurnar elsku Didda. Takk fyrir öll ynd- islegu símtölin elsku Didda. Ég sakna þín. Guðbjörg Óskarsdóttir. Didda systir var næstelst af okkur 11 systkinum, Sigrún, ég og átta bræður. Oft reyndi á hana í þessum stóra systkinahóp. Didda fór í húsmæðraskóla á Ak- ureyri og það átti nú við hana, því- líkur myndaskapur í öllu sem við- kom heimilishaldi. Það voru hennar ær og kýr, alltaf að prufa einhverjar nýjar uppskriftir úr dönsku blöðunum og öðrum góð- um. Didda var þvílíkur völundur í öllu sem viðkom handavinnu, saumaði, sneið og prjónaði á börn- in sín og aðra. Hún var heltekin af „Búdapest“ á seinni árum og stytti það henni margar stundirn- ar sem margir hafa fengið að njóta. Didda var ofsalega vand- virk og af þeim sökum gat ég oft grenjað þegar mamma, Didda og Sigrún voru að kenna mér að prjóna eða sauma því þar varð allt að vera fullkomið og rakið upp ef það var ekki nógu gott fyrir þær. Mikið er ég þakklát fyrir það í dag. Didda var mjög vel lesin, var ábyggilega með bestu kúnnum bókasafnsins. Hún kom oft með góðar ábendingar um bækur sem vert væri að lesa ásamt því að færa mér fallegar ljóðlínur sem hún hafði lesið, hvort sem þær voru eftir Robert Burns eða KN. Það voru ófáar ferðirnar sem Didda og Einar tóku mig með á sumrin bæði með leigubíl og eftir að þau eignuðust Opelinn ásamt öllum stundunum sem ég var of- virka systirin í Lynghvammi 1. Árin öll þakka ég, heilræðin og umhyggjuna fyrir mér og mínum. Didda og Sigrún voru svona auka- mömmur mínar enda svo miklu eldri en ég og voru mér svo góðar fyrirmyndir. Ég er svo ánægð að hafa heimsótt hana Diddu 19. júní, þá var hún svo flott með ný- lagt hár og svo ánægð og glöð, svaka skvísa sem leið svo vel. Nú er hún farin að hitta Einar sinn á ströndinni hinum megin með bros á vör. Ég kveð hana stóru systur með söknuði og þökk. Guð gefi aðstandendum gleði og góðar minningar. Læt ég ljóð- ið, sem Diddu og mömmu þótti svo vænt um og hún sendi mér þegar mér lá mikið á huggun, fylgja með kærri kveðju. Ég bið þig Guð að gæta mín og gefa mér þitt brauð, svo elska megi ég orðin þín og aldrei líða nauð. Ég bið þið Guð að gæta mín og gefa mér þinn frið, svo öðlast megi ég ást til þín og öðrum veita lið. Ég bið þig Guð að gæta mín og gef mér þitt ljós, svo lýsa megi ég leið til þín lífsins smæstu rós. Ég veit þú Guð mín gætir hér í gleði sorg og þraut, og glaður mun ég gefast þér þá gengin er mín braut. (Ingibjörg R. Magnúsdóttir) Kolbrún Sigurðardóttir og fjölskylda. Elsku amma, það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farin, þetta gerðist allt svo hratt og hluti af fjölskyldunni erlendis þegar þú veikist skyndilega. Skrítið að hugsa til þess að ég geti ekki leng- ur skroppið yfir til þín í kaffi og rætt við þig um allt milli himins og jarðar. Fyrir mér varst þú ekki aðeins amma mín heldur einnig mjög kær vinur. Þótt mér finnist þú hafa kvatt okkur alltof snemma er ég ánægður með að þú skulir hafa fengið að vera jafnskýr og þú varst fram að síðustu dögum. Eins og þú sagðir svo oft: Er á meðan er. Hvíl í friði elsku amma. Þinn Kári. Steinvör Sigurðardóttir Ríkharð eða Rikki eins og hann var kallaður kom til mín á vordögum 2004 og bað um vinnu á raftækjaverkstæðinu Rafgeisla á Norðfirði. Ég tók mér smáumhugsunarfrest en benti honum á í leiðinni að á þessu verkstæði væri stundað einelti. Hann var ráðinn að sam- þykktum kostum en taldi að hann ætti að hjálpa til við að ein- elta Björn, fermingarbróður sinn, sem þarna starfaði. En eittvað var þetta á mis- skilningi byggt því að í kaffitím- um skutu menn hver á annan eins og ekkert væri sjálfsagðara. Eitt sinn þegar við unnum saman skömmu síðar bað ég hann að rétta mér annan væng- inn, til aðstoðar. Rikki hálfmóðg- aðist og sagði að hann héti Már, Ríkharð Már Haraldsson ✝ Ríkharð MárHaraldsson fæddist 2. ágúst 1953. Hann lést 16. júní 2014. Útför Ríkharðs fór fram 27. júní 2014. sem ég ekki vissi, og þessi fuglskenn- ing væri óþörf. En þetta jafnaði sig fljótt eins og jafnan síðar í okkar sam- skiptum sem oft voru á léttari nót- unum. Við lærðum hjá sama lærimeistara, Guðmundi Friðriks- syni frá Seldal. Ég reyndar nokkuð á undan og höfðum báðir gott af. Rikki var góður starfsmaður, samviskusamur og þeim verkum sem hann vann var vel lokið. Honum var ekki um það að þurfa að fara frá óloknu verki ef annað kallaði á. En ef mikið lá við gerði hann það. Samstarf okkar Rikka gekk mjög vel. Ég vil þakka það og votta aðstandendum samúð mína. Tómas R. Zoëga (Tommi). Fallinn er frá langt fyrir aldur fram góður vinur og golffélagi, Ríkharð Már, eða Rikki eins og við kölluðum hann. Rikki laut í lægra haldi fyrir krabba eins og alltof margir á besta aldri gera. Rikki var góður félagi, alltaf stutt í glens og hann kom líka oft með skemmtilleg tilsvör í um- ræðuna ef svo bar undir. Rikki var virkur í starfi Golfklúbbs Norðfjarðar og starfaði síðast í mótanefnd. Alltaf var hann tilbú- inn að koma og vinna fyrir klúbbinn sinn ef þess var þörf, annaðhvort að vinna í rafmagni, leggja þökur, snyrta glompur eða bara það sem þurfti að gera hverja þá stund. Vinnu minnar vegna drakk ég kaffi með honum næstum því vikulega í sex ár og þar var margt rætt og yfirleitt var mikið fjör á kaffistofunni og fékk mað- ur alveg að heyra það ef ég var að reyna selja honum eitthvað sem honum líkaði ekki eða mál- efnið sem rætt var var honum ekki að skapi. Okkar áhugamál lágu saman, bæði skíðin og golf- ið. Með þessum fáu orðum um vin minn Rikka langar mig að þakka honum fyrir samferðina í gegnum tíðina. Laufeyju, börn- um, tengdabörnum, afabörnum, Unni, systkinum og öðrum að- standendum votta ég mína dýpstu samúð og vona að minn- ingar um góðan dreng verði þeim hjálp í sorginni. Gunnar Ásgeir Karlsson. Það er sorglegt að kveðja góða frænku, Unni Bald- ursdóttur, sem and- aðist eftir þung veik- indi í blóma lífsins. Við vorum jafnöldrur. Amma okkar og afi bjuggu í lítilli íbúð sem rúmaði ótrúlega marga og myndaði trausta umgjörð um stórfjölskylduna og stækkandi hóp barnabarna þeirra. Í sama húsi hafði Klara, mamma Unnar, einnig fest sér íbúð og allir nutu góðs af nýbýlinu. Unnur dvaldi einnig mikið hjá föðurafa sínum, Baldri. Hann var prentari og rak litla prentsmiðju í sama húsi og hann hélt heimili. Þangað var gaman að koma og var heimur prentsmiðjunnar heillandi og spennandi. Að auki var ljúfmennska Baldurs einstök sem við stöllur nýttum okkur stundum þegar átti að sveigja reglur, t.d. um háttatíma eða sæl- gætiskaup. Á milli þeirra Unnar og Baldurs var ávallt gott sam- band og reyndist hún honum stoð og stytta eftir því sem árin færð- ust yfir. Unnur var ung þegar hún stofnaði heimili og eignaðist einkadóttur sína, Ingibjörgu. Samband þeirra mæðgna var fal- legt og náið og síðar bættust barnabörn og tengdasonur í fjöl- skyldu Unnar ásamt síðari eigin- manni hennar, Sævari. Hún reyndist sínum nánustu afar vel og þá ástúð fékk hún endurgoldna í veikindunum undanfarin miss- eri. Nú þegar komið er að kveðju- stund og litið er til baka átta ég mig á hve snemma miklir mann- kostir Unnar komu í ljós. Hún var glæsileg, kraftmikil, iðin, útsjón- arsöm og hugrökk. Traust, ljúf og góð og bar sig alltaf vel. Hún hafði ekki hátt um sjálfa sig eða eigin hag og gat verið mjög fylgin sér. Fundum okkar fækkaði eftir að við komumst á fullorðinsár enda hvor um sig á kafi í dagsins amstri. Það ríkti þó alltaf hlýja og tryggð og sama þótt langt liði á milli, alltaf var hægt að taka upp þráðinn áreynslulaust. Við áttum gott samtal fyrir skömmu og stefndum á að hittast en fáum dögum síðar lagði krabbameinið til síðustu atlögu við hana. Eftir á að hyggja vissum við líklega báðar innst inni að við ættum ekki eftir að mætast hérna megin aftur. Unnur sýndi mikið hugrekki í veikindum sínum og lífsþrótt. Það er sárt að kveðja og votta ég hennar nánustu einlæga samúð, Sævari, Ingibjörgu og fjölskyldu hennar, Klöru og systrunum Sus- an og Birnu. Blessuð sé minning Unnar Baldursdóttur. Laufey Guðjónsdóttir. Elsku yndislega Unnur mín, nú kveð ég þig með trega og sorg í hjarta. Þú, þessi fallega kona að innan sem utan, ert fallin frá eftir hetju- lega baráttu vegna veikinda þinna. Þetta er svo óréttlátt, þú sem elskaðir að lifa og vera með þínum nánustu. Ávallt sástu húm- orísku hliðarnar á lífinu, enda þegar ég hugsa til þín brosi ég og hlæ því þú áttir svo mörg gull- korn. Það erfir hún dóttir þín. Elsku Unnur, ég vil þakka fyrir allar þær stundir, samræður og þann hlýleika og væntumþykju sem þú hefur gefið mér. Ég varð- veiti þær í hjarta mínu. Ég er svo þakklát að hafa fengið að kynnast Unnur Guðrún Baldursdóttir ✝ Unnur GuðrúnBaldursdóttir fæddist 24. maí 1958. Hún lést 13. júní 2014. Útför hennar fór fram 24. júní 2014. þér þó mér finnist það alltof stuttur tími. Elsku Unnur, mér þykir alveg óendanlega vænt um þig og ég vona að þér líði vel núna og finnir friðinn. Elsku Ingibjörg vinkona mín, Jón Arnar, allir gaur- arnir ykkar og Sæv- ar, guð veri með ykkur á þessari sorgarstund og gefi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Elska ykkur ofurheitt. Ykkar Selma. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Unnur, nú ertu farin langt fyrir aldur fram. Þú varst alltaf svo falleg og fín, hafðir gam- an af því að klæða þig upp. Það var gaman að spjalla við þig og stutt í húmorinn og vildi ég óska að við hefðum átt fleiri stundir saman. Síðustu mánuðir voru þér erf- iðir en hann Sævar stóð hetjulega við hlið þér og hjúkraði Unnsu sinni. Elsku Sævar, missir þinn er mikill og biðjum við guð um að styrkja þig í sorg þinni. Öðrum ástvinum sendum við innilegar samúðarkveðjur. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Blessuð sé minning þín, elsku Unnur. Þóra og Gunnar. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR HALLDÓRSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis að Vallarbraut 6, Reykjanesbæ. Guðrún Gunnlaugsdóttir, Jón Gunnlaugsson, Eín Einarsdóttir, Halldór Gunnlaugsson, Borgný Samúelsdóttir, Sigrún Gunnlaugsdóttir, Karl Guðjónsson, Leifur Gunnlaugsson, Hugrún Gunnlaugsdóttir, Sigurður Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Við sendum okkar hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og veittu aðstoð við andlát og útför okkar elskulegu ERNU BRYNDÍSAR HALLDÓRSDÓTTUR. Starfsfólk krabbameinsdeildar 11E fær okkar bestu þakkir fyrir hlýja og góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Gabríela Bryndís Ernudóttir, Björn Þór Hilmarsson, Helga Bryndís Ernudóttir, Lilja Björk Björnsdóttir, Egill Tryggvason, Sturla Þór Björnsson, Rebekka Halldórsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Helga G. Halldórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.