Morgunblaðið - 23.07.2014, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
ÚTSALA
Fallegir bolir,
toppar, peysur, buxur,
pils, leggings og töskur
fyrir konur á öllum aldri
20-70%afsláttur
Allar töskur á
40%afslætti
Verið velkomin
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16
Vertu
vinurá
facebook
Útsala
Kvartbuxur í fallegum litum
Str. 36-
52
Kjartan Kjartansson
kjartan@mbl.is
Þúsundir sjónvarpsnotenda hafa
haft samband við Ríkisútvarpið frá
því að byrjað var að loka á hliðrænar
útsendingar og senda aðeins út staf-
rænt. Örfáir þeirra hafa hins vegar
átt við stór vandamál að stríða og
hafa langflestir aðeins verið að afla
sér upplýsinga um hvað þeir þurfi að
gera til að ná stafræna merkinu, að
sögn Gunnars Arnar Guðmundsson-
ar, forstöðumanns tæknikerfa RÚV.
Hliðrænu útsendingunum var
hætt á Suðurlandi í fyrradag og nást
þær nú aðeins á höfuðborgarsvæð-
inu og á Stór-Eyjafjarðarsvæðinu.
Stefnt er að því stafrænu útsending-
arnar verði orðnar allsráðandi öðru
hvoru megin við áramótin.
Hafa leiðbeint fólki
Til þess að ná stafrænni útsend-
ingu RÚV þarf svonefnt UHF-loft-
net og stafrænan móttakara fyrir
sjónvarpið. Hægt er að fá loftnetið
frá tæpum 6.000 kr. en stafrænn
móttakari kostar frá um 12.000 kr.
skv. lauslegri könnun Morgunblaðs-
ins hjá raftækjaverslunum. Einnig
er hægt að leigja stafræna móttak-
ara hjá fjarskiptafyrirtækjunum.
Stór hluti notenda RÚV finnur
ekki fyrir breytingunni þar sem þeir
taka nú þegar við útsendingunum í
gegnum netið eða eiga sjónvörp sem
eru með innbyggðan móttakara fyrir
stafrænar útsendingar.
„Sjónvörp sem eru eldri en um það
bil 2003 árgerð geta ekki tekið við
þessum útsendingum nema með
móttakara á milli. Þeir sem eru með
eldri sjónvörp þurfa að verða sér úti
um svoleiðis afruglara eða þá að upp-
færa sjónvarpið,“ segir Gunnar Örn.
Eðli hliðrænna útsendinga er
þannig að ekki er tæknilega hægt að
greina hversu margir nota þær.
Gunnar Örn áætlar hins vegar að
nokkur þúsund Íslendinga hafi enn
horft á hliðrænu útsendingarnar.
Þegar byrjað var að loka fyrir
hliðrænu útsendingarnar var byrjað
á svæðum sem hafa upplifað mesta
skerðingu á þjónustu RÚV til að þau
fengju nýju tæknina fyrst. Starfs-
menn RÚV hafa síðan lagt fólki lið
við að aðlagast nýjum tímum.
„Við höfum verið að leiðbeina fólki
í gegnum þessi mál. Hvað það þarf
að gera, hvort það þurfi að uppfæra
loftnetið, sjónvarpið eða fá sér mót-
takara. Við höfum fundið alveg ótrú-
lega margar lausnir til að hjálpa
fólki,“ segir Gunnar Örn.
Morgunblaðið/Ernir
Flatskjáir Nýrri gerðir sjónvarpa eru margar með stafræna móttakara inn-
byggða. Eldri gerðir þurfa sérstakan móttakara fyrir stafræna merkið.
Margir spyrja
um nýja tækni
Hliðrænum útsendingum RÚV hætt
um áramót Margir eru þegar tilbúnir
Cintamani hefur ákveðið að innkalla fjór-
ar barnaflíkur en ástæðan er sú að bönd
og reimar í flíkunum samræmast ekki lög-
um um öryggi vöru og opinbera markaðs-
gæslu og ÍST-staðal um öryggi barnafatn-
aðar. T.d. eru bönd í hálsmáli barna yngri
en sjö ára ekki leyfileg.
Cintamani býður öllum viðskiptavinum
sínum sem keypt hafa umrædd föt að snúa
sér til Cintamani og fá aðstoð starfsfólks
við að fjarlægja böndin úr fatnaðinum
þeim að kostnaðarlausu.
Neytendastofa hvetur þá sem keypt
hafa umræddan fatnað að snúa sér til
verslana Cintamani til að gera viðeigandi
lagfæringar.
Cintamani innkallar fjórar barnaflíkur
Innköllun Fötin frá Cintamani.
„Allt þetta ár hefur verið síaukin
eftirspurn eftir þessum stafrænu
móttökurum og líka eftir loftnet-
unum,“ segir Sófus Árni Haf-
steinsson, verslunarstjóri Elko í
Lindum.
Í flestum nýjum sjónvörpum er
innbyggður móttakari og segir
Sófus það vinna gegn eftirspurn-
inni eftir utanáliggjandi mót-
tökurum.
Margir þeirra sem kaupi sér
móttakara nú sé fólk sem keypti
sér flatskjá áður en það tíðkaðist
að stafrænir
móttakarar
væru inn-
byggðir. „Það er
allur gangur á
því hverjir eru
að kaupa þetta.
Þetta er mjög
algengt í til
dæmis sumar-
bústaði þar
sem fólk er kannski ekki rosalega
oft á ferðinni og er ekki með nýj-
asta tækið sitt þar,“ segir hann.
Algengt fyrir sumarbústaðinn
STAFRÆNIR MÓTTAKARAR FYRIR SJÓNVÖRP
Útsending RÚV
verður stafræn.
Rangt mengunargildi
Ranglega var greint frá meng-
unargildi Volkswagen Golf R-line í
bílablaði Morgunblaðsins. Það er
ekki 123 g af CO2 á kílómetra heldur
116 g sem gerir hann að visthæfum
bíl. Auk þess skal tekið fram að
DSG-sjálfskiptingin er 7 þrepa en
ekki 6 þrepa. Beðist er velvirðingar
á þessu.
LEIÐRÉTT
mbl.is