Morgunblaðið - 23.07.2014, Qupperneq 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014
✝ Sigurbjört Júl-íana Gunnars-
dóttir fæddist
25.12. 1942 í
Reykjavík. Hún lést
á heimili sínu,
Kjarrheiði 13,
Hveragerði, þann
11. júlí 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Gunnar
Sverrir Guðmunds-
son, vöru-
bifreiðastjóri, f. 28. júní 1917, d.
21. júní 1963, og Bjarndís Jóns-
dóttir, húsmóðir, f. 7. mars
1920, d. 27. september 2004.
Systkini Sigurbjartar eru 1)
Guðrún Elín, f. 29. mars 1946, d.
31. des. 1997, var gift Erni Pét-
urssyni, f. 16. apríl 1946. 2) Unn-
ur, f. 23. sept. 1947, var gift
Baldri Heiðdal, f. 20. maí 1943,
d. 24. maí 1999. 3) Jóhannes Jón,
f. 6. maí 1950, giftur Ásgerði
Flosadóttur, f. 11. nóv. 1954. 4)
Gunnar Björn, f. 14. júlí 1959,
giftur Þorgerði Þráinsdóttur, f.
20. mars 1961. 5) Helga, f. 1.
ágúst 1961, gift Erni Sævari
Rósinkranssyni, f. 28. nóv. 1958.
Hinn 25. desember 1964 kvænt-
ist Sigurbjört Erni Sigurðsyni
tryggingamiðlara, f. 30.8. 1940.
ar Þór Arnarson, f. 1. mars
1971, d. 28.mars 1987.
Sigurbjört ólst upp í Hlíð-
unum í Reykjavík og síðar í
Laugarneshverfi, varð gagn-
fræðingur úr Austurbæjarskóla
1959 og hóf þá störf hjá Trygg-
ingarstofnun ríkisins. Sig-
urbjört dvaldist á Englandi
1961-1962 við enskunám og
sinnti börnum og búi frá 1964-
1977 , þegar hún hóf störf hjá
RARIK. Sigurbjört rak eigin
skóbúð á Laugaveginum 1985-
1991. 1992-1999 vann hún við
ýmis verslunarstörf. Sigurbjört
og eiginmaður hennar Örn
bjuggu lengst af í Reykjavík eða
þar til þau fluttu til Mosfells-
bæjar 1991. Árið 1999 fluttist
hún ásamt manni sínum til
Hveragerðis og lærði tiffany
glerskurð og rak í kjölfarið
listasmiðjuna Grænu smiðjuna
og hélt námskeið fyrir eldri
borgara í glerskurði ásamt
fleiru frá 1999-2003. Á sama
tíma hóf hún nám í svæðanuddi,
höfuðbeina- og spjald-
hryggjajöfnun, Bowen tækni,
Orku punkta jöfnun (OPJ) og
heilun. Samhliða heil-
unarstörfum vann Sigurbjört
hjá garðyrkjudeild Hveragerð-
isbæjar, Dvalarheimilinu Ási í
Hveragerði og hjá Sundlaug
Selfoss á árunum 2003-2012.
Útför Sigurbjartar fer fram
frá Grafarvogskirkju í dag, 23.
júlí 2014, og hefst athöfnin
klukkan 15.
Foreldrar Arnar
voru Sigrún M.
Arnórsdóttir mat-
ráðskona, frá Ups-
um í Svarfaðardal,
f. 30.1. 1913, d.
22.4. 1969, og Sig-
urður Guðmunds-
son skipstjóri, frá
Dvergasteini við
Álftafjörð vestra, f.
10.5. 1904, d. 8.5.
1971. Systir Arnar
var Þóra Rannveig Sigurð-
ardóttir f. 3. nóv. 1936, d. 13.
sept. 2008. Börn Sigurbjartar og
Arnar eru 1) Sigrún Margrét, f.
25. jan. 1964, maki Geir Gunn-
arsson, þau eiga eina dóttir, Fil-
ippíu Lind, fyrir átti Sigrún
Sunnu Dís, barn hennar er
Gunnar Ingi, fyrir átti Geir a)
Margréti Ólöfu, börn hennar
eru Andrea og Hálfdán Daði, b)
Helgu Rún, maki hennar er
Daníel Dawit og börn þeirra eru
Julien, Alexander, Ísak og
Soffía 2) Bjarndís Arnardóttir f.
30. sept. 1965. Börn hennar eru
Júlíana Björt og Ísabella Mar-
grét. 3) Örn Arnarson, f. 23. maí
1969, börn hans eru a) Birna
María, barn hennar er Matthías
Húni, b) Ásta Jóhanna. 4) Gunn-
Elskuleg móðir okkar hefur
nú yfirgefið þennan heim. Hver
gat ímyndað sér að svona geisl-
andi glæsileg og sterk kona eins
og mamma myndi yfirgefa okkur
svona snemma? Satt best að
segja kom þetta eins og reiðars-
lag því okkur fannst hún eiga svo
mikið inni. Það er þó huggun
harmi gegn að mamma óttaðist
ekki dauðann og talaði um hann
af mikilli virðingu, reyndar full-
viss um að hann væri einfaldlega
ekki til. „Ég fer með gleði þegar
minn tími kemur,“ sagði hún án
þess að blikna.
Það er svo margt hægt að
segja um hana mömmu. Hún var
svo mikil hetja enda ýmis ljón að
kljást við á vegi hennar við-
burðaríku ævi. Hún var heil-
steypt og vel gerð kona, hafði
sterka réttlætiskennd og djúpa
samúð með þeim sem minna
máttu sín. Hún var í einu orði
sagt stórbrotin manneskja með
hjarta úr skíragulli. Hún var
kletturinn í lífinu, stoð okkar og
stytta í blíðu og stríðu. Mamma
hafði sterkar skoðanir á lífinu og
tilverunni og var trú sjálfri sér
fram í rauðan dauðann þótt við
værum ekki endilega sammála
henni í einu og öllu, en þeir sem
standa og falla með sjálfum sér
eins og mamma gerði eiga að-
dáun skilið. Hún vakti athygli og
lét að sér kveða hvar sem hún
kom og lagði sitt af mörkum til
samfélagsins hvort sem það var í
pólitík, umhverfisvernd, list eða
heilun. Hún var líka með ein-
dæmum trygglynd og studdi sitt
fólk með ráðum og dáð, sem og
aðra sem til hennar leituðu, á
sama hátt og hún gerði allt ann-
að í lífinu, af heilum hug og
hjarta. Ef mamma hafði trú á
einhverju gekk hún alla leið af
mikilli þolinmæði og óbilandi
þrautseigju ef því var að skipta.
Hálfkák var henni einfaldlega
ekki að skapi og sem betur fer
trúði mamma á það góða og
ræktaði það af mikilli list fram á
síðasta dag.
Mamma
Aldrei sem fyrr
Sungu spörfuglarnir sín fegurstu ljóð
meðan ljárinn framhjá reið
Móðir vor, heimsins fegursta fljóð,
lifði sitt mesta umbreytingarskeið
til æðri heima í ferðalag tróð
Eitt augnablik stendur tíminn kyrr
Móður hjartað staðnar
Í kvöldsins hljóða húmi
hlátur lífsins hjaðnar
í tárvotu tómarúmi
úr blásvörtu myrkri
rísa augu ljóssins
í eilífum styrki
vakn-andi
(BA)
Elsku mamma, við kveðjum
þig með sárum söknuði, en erum
jafnframt þess fullvissar að þú
munt vaka yfir okkur dag og nótt
eins og þú varst vön. Þínar dæt-
ur,
Bjarndís Arnardóttir
og Sigrún Margrét
Arnardóttir.
Elsku fallega, geislandi amma
okkar, við kveðjum þig í dag með
mikinn söknuð í hjarta. Það er
búið að reynast okkur mjög erf-
itt að setjast niður og rifja upp
allar ótrúlegu dýrmætu minning-
arnar um þig, elsku amma, því
þá þurfum við virkilega að við-
urkenna að þú sért farin frá okk-
ur. Við vorum svo nánar þér og
þú varst svo stór partur af okkar
lífi. Þú hafðir svo sterk áhrif á
okkur og varst svo heilbrigð og
sterk fyrirmynd fyrir okkur,
stelpurnar þínar. Elsku amma,
þú kenndir okkur að það mik-
ilvægasta sem við eigum er heils-
an okkar og þú varst svo sam-
kvæm sjálfri þér í öllu sem þú
kenndir öðrum. Við fylltumst
alltaf svo miklu stolti og monti
þegar við gátum bent öðrum á að
þú værir amma okkar, því þú
varst svo geislandi falleg og fág-
uð kona. Það var svo æðislegt að
koma til þín og afa í Hveragerði,
nærvera þín var ávallt mjög lær-
dómsrík og þér fannst svo gam-
an að kenna okkur allt sem þú
hafðir lært. Þú varst líka svo
góður kennari, elsku amma, orð
Gandhi um að vera sú breyting
sem maður vill sjá í heiminum
lýsa þér mjög vel, elsku amma.
Þú hafðir sterkar skoðanir og
varst mikill frumkvöðull í heilsu-
málum en þú hafðir líka mikla
reynslu og kenndir einungis það
sem þú og afi hefðuð prófað sjálf.
Amma var mikill heilari og
náttúrubarn. Henni leið best í
kröftugu orkunni í Hveragerði
og árin sem hún lifði þar voru
hennar bestu. Hún lifði og
hrærðist í að bæta sjálfa sig og
umhverfið sitt. Hún amma hafði
mikinn áhuga á fólki og að hjálpa
öðrum var henni mjög mikil-
vægt. Hún amma var ávallt til
staðar og henni þótti svo afskap-
lega vænt um fjölskylduna sína.
Það er okkur afskaplega
þungbært að kveðja þig, elsku
amma okkar. Við munum sakna
þín og elska þig til æviloka og
minning þín mun halda áfram að
veita okkur andagift á ókomnum
árum. Við kveðjum þig í dag með
mikla sorg og tómleika í hjarta
en á sama tíma mikið stolt og
þakklæti fyrir að hafa átt svona
góð ár með þér, elsku amma. Við
vitum að þú munt halda áfram að
kenna okkur og fylgja okkur út
lífið.
Sunna Dís Jónasdóttir og
Filippía Lind Geirsdóttir.
Góð vinkona, Sigurbjört
Gunnarsdóttir, er látin. Hún
hafði verið slöpp í nokkra daga,
hallaði sér rétt fyrir kvöldmatinn
og sofnaði svefninum langa. Þeg-
ar náinn ættingi eða vinur fellur
frá deyr partur af manni sjálfum.
Sibba var yndisleg kona, ég
kynntist henni fyrst fyrir tæp-
lega 30 árum. Við vorum vinnu-
félagar hjá Alþjóða líftrygginga-
félaginu í Reykjavík þar sem
bóndi hennar, heiðursmaðurinn
Örn Sigurðsson, var sölustjóri.
Sigurbjört var hvort tveggja í
senn Reykjavíkurmær og sveita-
stelpa, hún var alin upp í Eski-
hlíð og Laugarnesi og hafði dval-
ið í Skagafirði og Vopnafirði.
Sibba hafði því frá mörgu
skemmtilegu að segja. Sigur-
björt var hlý kona, hún hafði um-
hyggju fyrir fólki að leiðarljósi í
lífinu. Því kynntist ég nýlega.
Hún hafði hendur „heilarans“,
hún sá að mér leið ekki vel og
bauðst til að hjálpa mér. Verk-
urinn sem hrjáði mig hvarf eins
og dögg fyrir sólu, því gleymi ég
aldrei. Elsku Sibba, takk fyrir
allt. Örn, kæri vinur, ég votta
þér og þínum innilega samúð.
Þórarinn Björnsson.
Okkur langar að minnast með
örfáum orðum okkar kæru vin-
konu Sigurbjartar eða Sibbu eins
og hún var kölluð. Andlát hennar
bar brátt að eftir stutt veikindi
og höfum við ekki áttað okkur á
því ennþá.
Við vorum fjórar vinkonur frá
12 ára aldri, Sibba, Guðrún,
Sigga og Inga. Gengum við allar
í Gaggó Aust og hefur vinátta
okkar haldist alla tíð. Maddý
bættist í hópinn nokkrum árum
seinna og áfram héldum við
ásamt eiginmönnum okkar og
fjölskyldum góðu sambandi. Í
fjöldamörg ár höfum við vinkon-
urnar farið reglulega á kaffihús
og í búðaráp, hafa það verið
ógleymanlegar stundir. Stórt
skarð kom í hópinn þegar Inga
féll frá fyrir 11 árum. Síðasta ár-
ið hefur Maddý verið á sjúkra-
deild Eirar og við þrjár heimsótt
hana og farið á kaffihús á eftir.
Sibba var glæsileg kona, falleg
jafnt að utan sem innan. Elsku
vinkona, Guð blessi þig og megir
þú hvíla í friði.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum
(H.J.H)
Elsku Öddi, Sigrún, Dísa, Örn
og fjölskyldur. Okkar innilegustu
samúðarkveðjur, Guð blessi ykk-
ur og styrki í ykkar miklu sorg.
Guðrún, Sigríður Björg
og Magnea.
Þegar Örn vinur minn hringdi
og tjáði mér að Sigurbjört konan
sín væri dáin, brá mér heldur
betur í brún því þessi unglega og
fallega kona var í mínum huga
fyrirmynd annarra varðandi
heilbrigðan lífsstíl og í hvert
skipti sem ég heimsótti þau hjón-
in fórum við gjarnan að tala um
heilsuna eða eitthvað heilsu-
tengt.
Ég kynntist Erni og Sibbu,
eins og hún var gjarnan kölluð,
fyrir 30 árum þegar ég hóf störf
við tryggingasölu. Eitt af því
sem maður tók strax eftir í lífi
þeirra Arnar og Sibbu var hvað
þau voru einstaklega samrýmd
hjón og þegar ég fór í sölutúra út
á land, kom ég gjarnan við hjá
þeim í bakaleiðinni hvort sem
þau bjuggu í Mávahlíðinni, Mos-
fellsbæ eða nú síðast í Hvera-
gerði og naut einstakrar gest-
risni þeirra.
Fyrir nokkrum árum hóf
Sibba að sækja ýmis námskeið í
óhefðbundnum lækningum og
meðferðum s.s. reiki, Bowen
tækni og höfuðbeina- og spjald-
hryggjameðferð. Hún var
óþreytandi við að sækja sér sí-
fellt meiri þekkingu á þessu sviði
og það lá einstaklega vel fyrir
henni að nýta hæfileika sína í
þágu þeirra sem til hennar leit-
uðu.
Síðastliðinn vetur fórum við
konan mín í sund og hittum þar
Bjarndísi dóttur Sibbu og Arnar.
Við fórum að tala um vöðvabólgu
og/eða hálsvandamál sem hrjáði
mig á þessum tíma og Bjarndís
sagði mér að hún hefði sjálf lengi
glímt við svipuð einkenni en náð
að lokum góðum bata með aðstoð
móður sinnar.
Ég ákvað þá að leita til Sibbu
til þess að komast í meðferð hjá
henni. Ég keyrði til Hveragerðis
og Sibba og Örn tóku vel á móti
mér eins og venjulega. Meðferð-
in hjá Sibbu var notaleg upplifun
og ég fann strax að hún gaf sig
alla í að reyna að lækna mig.
Þegar meðferðinni var lokið
þann dag beið mín svo kom-
bucha- heilsudrykkur sem Örn
hafði lagað og sat ég með þeim
hjónum í góðan tíma að spjalla
áður en ég hélt heim.
Eftir þetta mætti ég vikulega
til meðferðar hjá Sibbu og eftir
hvert skipti leið mér betur og
betur og verð ég henni ævinlega
þakklátur fyrir hjálpina. Burt
séð frá öllum þeim námskeiðum
sem Sibba hafði farið á, þá held
ég að hún hafi sjálf haft dulinn
lækningarmátt, enda var hún
mjög andlega sinnuð kona.
Enginn veit hvenær kallið
kemur og í tilfelli Sibbu kom það
vissulega mjög óvænt. Það fær
mann til að hugsa og hvetur
mann til að njóta og þakka fyrir
hverja stund.
Ég er viss um vel verði tekið á
móti Sigurbjörtu í andlega heim-
inum sem ég trúi að verði heim-
kynni okkar allra eftir að kallið
kemur. Ég er afar þakklátur fyr-
ir að hafa kynnst þessari góðu
konu, Sigurbjörtu og hún skilur
eftir sig góðar minningar sem
bæði ég og konan mín munum
geyma. Hugur minn er hjá Erni
vini mínum og fjölskyldu hans.
Ómar Einarsson
og fjölskylda.
Sigurbjört Júlíana
Gunnarsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma mín, mikið á
ég eftir að sakna þín.
Ég á eftir að sakna þess
að sjá þig á fimleikasýning-
unum, en þú varst svo dug-
leg að koma, amma, og það
var svo gaman að fá þig. Ég á
líka eftir að sakna þess að
fara með þér á blómadagana
í Hveragerði, elsku amma
mín, og halda fimleikasýn-
ingu fyrir þig og afa í Kjarr-
heiðinni og leggjast svo á
bekkinn þinn og fá heilun.
Ég er svo glöð að þú komst í
afmælið mitt í sumar,
skemmtilegasta afmælið mitt.
Ég veit að englarnir passa
þig vel og vandlega.
Bless, amma mín. Þín
Ísabella Margrét.
Þótt minn elskulegi
faðir
og kæri vinur
hafi nú kallaður verið heim
til himinsins sælu sala
og sé því frá mér farinn
eftir óvenju farsæla
og gefandi samferð,
þá bið ég þess og vona
að brosið hans blíða og bjarta
áfram fái ísa að bræða
og lifa ljóst í mínu hjarta,
ylja mér og verma,
vera mér leiðarljós
á minni slóð
í gegnum
minninganna glóð.
Og ég treysti því
að bænirnar hans bljúgu
mig blíðlega áfram munu bera
Reynir Þór Reynisson
✝ Reynir ÞórReynisson
fæddist í Reykja-
vík 11. janúar
1983. Hann lést á
Seltjarnarnesi 1.
júlí 2014. Reynir
Þór var jarðsung-
inn í kyrrþey 15.
júlí 2014.
áleiðis birtunnar til,
svo um síðir við ljúflega
hittast munum heima
á himnum
og samlagast í hinum eilífa
ljóssins yl.
(Sigurbjörn Þorkelsson.)
Guð geymi þig,
elsku pabbi okkar,
þín
Emilía Mist,
Stefán Darri og
Hildur María.
Glettilegt bros, stór og opinn
faðmur, alltaf, einstök nærvera.
Þannig vil ég minnast míns kæra
vinar, Reynis Þórs.
Ég kynntist Reyni fyrir u.þ.b.
13 árum þegar hann og Elín
Thelma, föðursystir Önnu Hildar
minnar, fóru að vera saman. Með
árunum sem liðu styrktust bönd-
in enn frekar og eyddum við
ófáum stundum saman.
Nú, þegar við stöndum frammi
fyrir hinni ísköldu staðreynd, eru
það endurminningarnar sem ylja
okkur eftirlifendum og voru
gleðistundirnar margar. Samver-
an í Tjarnarbólinu, þar sem Elín
og fjölskylda bjuggu á sínum
tíma, á Skerjabrautinni, þar sem
þau Reynir keyptu sína fyrstu
íbúð, á Akurbrautinni í Njarðvík,
Austurströndinni, í Skála og á
Laugarvatni og allar stóru stund-
irnar, eins og fæðing barna
þeirra, afmælin öll og glæsilega
brúðkaupið þeirra.
Allt lék í höndunum á Reyni,
hann gat bókstaflega allt, gerði
það vel, en á ljóshraða, hvort sem
það var að smíða, mála eða annað.
Hann fléttaði hár listilega vel og
nutu stúlkurnar í fjölskyldunni
góðs af því. Þegar fjölskyldan bjó
í Njarðvíkum stundaði Reynir
nám í Keili og var unun að koma
að honum inni í bílskúr þar sem
hann glímdi við stærðfræðidæmi
og önnur heimaverkefni og vita af
því hversu vel honum gekk. Þeg-
ar ég var ein með Önnu Hildi var
hann fyrstur á staðinn til þess að
mála, lakka eða veggfóðra. Hon-
um fannst það eins sjálfsagt og
væri ég systir hans. Við töluðum
oft um að við værum bara „eins
og fjölskylda“. Hann var vinur
vina sinna, traustur sem klettur.
Fjölskylda Reynis er einkar sam-
heldin og hefur mér þótt aðdáun-
arvert hvað þau hafa alltaf verið
dugleg að gera allt saman. Svo
kynntist hann Inga mínum og
áttu þeir sameiginlega ástríðu í
veiðiskapnum sem þeir ræddu í
hvert skipti sem þeir hittust.
Enn og aftur er maður minnt-
ur á vanmátt sinn og smæð í líf-
inu. Harmurinn er svo óendan-
lega sár að orð mega sín lítils.
Með þakklæti, virðingu og ást
kveð ég nú vininn minn ljúfa með
fallegu bláu augun. Elínu, börn-
um þeirra og fjölskyldunni allri
votta ég mína dýpstu samúð.
Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá
aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú
grætur vegna þess sem var gleði þín.
(Kalhil Gibran)
Anna Guðrún Konráðsdóttir
og fjölskylda.
Grein vantaði
Við úrvinnslu greina um
Reyni Þór Reynisson urðu
þau leiðu mistök að grein
barna hans, Emelíu Mistar,
Stefáns Darra og Hildar Mar-
íu, rataði ekki með í birtingu í
gær. Það leiðréttist hér með
og eru hlutaðeigendur beðnir
velvirðingar.
LEIÐRÉTT
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningargreinar