Morgunblaðið - 23.07.2014, Page 27

Morgunblaðið - 23.07.2014, Page 27
unarkerfisins InfoStore. „Nokkrar verslunarlausnir og þar á meðal InfoStore voru síðan samein- aðar í eina lausn sem í dag nefnist LS Nav og byggist á viðskiptakerfinu Microsoft Dynamics NAV. LS- lausnin er notuð í yfir 47 þúsund verslunum og í yfir 111 þúsund af- greiðslutækjum um allan heim. LS Retail er með yfir 150 endursöluaðila í yfir 60 löndum. LS Retail hafa verið veittar allar helstu viðurkenningar innan Micro- soft, meðal annars President Club, Inner Circle og ISV of the year for Central and Eastern Europe. Vinna mín hjá LS Retail hefur gef- ið mér tækifæri til að ferðast um all- an heim og kynnast fjölda skemmti- legra samstarfsaðila. Ég hef orðið þeirrar gæfu aðnjótandi allan minn starfsferil að vinna með hæfum og metnaðarfullum einstaklingum og fá að takast á við spennandi og metn- aðarfullar áskoranir.“ Fjölskylda Eiginkona Matthíasar er Laufey Guðjónsdóttir, f. 24.7. 1968, sérfræð- ingur hjá Fjármálaeftirlitinu. For- eldrar hennar eru Guðjón Jóhanns- son, f. 10.5. 1936, fyrrv. útibústjóri í Reykjavík, og Hrefna Bjarnadóttir, f. 30.3. 1938. Synir Matthíasar og Laufeyjar eru Guðjón Georg Matthíasson, f. 9.11. 1995, nemi í Reykjavík, og Matthías Ólafur Matthíasson, f. 15.1. 2000, nemi í Reykjavík. Bræður Matthíasar eru Jón Viðar Matthíasson, f. 28.7. 1959, slökkvilið- stjóri höfuðborgarsvæðisins; Magnús Helgi Matthíasson, f. 25.3. 1967, inn- kaupastjóri í San Jose í Bandaríkj- unum; Einar Ólafur Matthíasson, f. 26.9. 1971, framkvæmdastjóri í Reykjavík; Herjólfur Hrafn Matt- híasson, f. 12.7. 1982, fram- kvæmdastjóri og tónlistarmaður í Garðabæ. Foreldrar Matthíasar eru K. Kol- brún á Heygum Magnúsdóttir, f. 30.7. 1942, klínískur tannsmiður og söngkona í Garðabæ, og Matthías Matthíasson, f. 14.10. 1937, tækni- fræðingur í Reykjavík. Úr frændgarði Matthíasar Einars Matthíassonar Matthías Einar Matthíasson Anna Kristina á Heygum húsfreyja í Vestmanna Ólafur á Heygum forstjóri í Vestmanna í Færeyjum Herborg á Heygum Sigurðsson hárgreiðsludama og húsfreyja í Reykjavík og Færeyjum Magnús Sigurðsson yfirlögregluþjónn í Rvík K. Kolbrún á Heygum Magnúsdóttir söngkona og klínískur tannsmiður í Garðabæ Guðrún Tómasdóttir húsfreyja á Stórafjalli Sigurður Magnússon b. á Stórafjalli í Borgarfirði Jón Viðar Matthíasson slökkviliðstjóri höfuðborgarsvæðisins Louisa Matthíasdóttir myndlistarmaður í New York Temma Bell myndlistarmaður og bóndi í Dehli New York Bandaríkjunum Magnús Helgi Matthíasson innkaupastj. í San Jose Bandaríkjunum Einar Ólafur Matthíasson framkvæmdastjóri í Rvík Herjólfur Hrafn Matthíasson framkvæmdastjóri og tónlistarmaður í Rvík Kristín Brandsdóttir nuddkona í Reykjavík Dr. Helgi Pjeturss jarðfr. og heimspekingur í Rvík Helga Kristín Helgadóttir Pjeturss húsfreyja í Rvík Matthías Einars Matthíasson fulltrúi í Reykjavík Matthías Matthíasson tæknifræðingur. í Rvík Matthías Einarsson yfirlæknir í Reykjavík Sigrún Simons húsfr. í Bandaríkjunum og Reykjavík Christina Simons ljósmyndari í Melbourne Ástralíu Maya Simons sjúkraflutningakona California Bandaríkin Ellen Ludvika Matthíasdóttir Johannessen húsfreyja í Reykjavík Matthías Johannessen skáld í Reykjavík Jóhannes Johannessen lögfr. Landsbankans Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri í Rvík Haraldur Johannessen ritstj. Morgunblaðsins Haraldur Johannessen aðalféhirðir í Reykjavík KörfuboltastjarnanMatthías leikur með skólaliði Marquette University High School, 1982. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014 101 árs Herdís Jóhannsdóttir 90 ára Guðríður Júlíusdóttir 85 ára Elsa Friðriksdóttir Guðjón Símon Björnsson Helga Jóhannesdóttir Hólmfríður Kristjánsdóttir Sigríður Hjartardóttir 80 ára Erla Sveinbjörnsdóttir Halldór Halldórsson Hulda Jónsdóttir Magnfríður Dís Eiríksdóttir Ólöf Ólafsdóttir Sigurlaug G. Egilsdóttir Þórdís Jóna Óskarsdóttir 75 ára Erna Geirmundsdóttir Guðlaug S. Gunnarsdóttir Hrefna Sighvatsdóttir Samúel Ásgeirsson Snæbjörn Kristjánsson Sveinn G. Hálfdánarson Sveinn Sigurjónsson Sveinn Steinar Guðjónsson 70 ára Guðmundur Teitsson Helga Jónsdóttir Kristján Finnsson Magnea Magnúsdóttir Sjöfn Gunnarsdóttir Þorgeir Ingvason Þorsteinn Þorsteinsson 60 ára Árni Árnason Davíð Hauksson Guðmundur Guðmundsson Guðni Karl Harðarson Gunnar Einarsson Jóhannes Jóhannesson Jón Kristján Þorvarðarson Laura Sch. Thorsteinsson Lilja Þórey Þórðardóttir Margrét Sigurðardóttir Pálína A. Ragnarsdóttir Páll Finnbogi Aðalsteinsson Sigrún Lára Björnsdóttir Stefanía Skarphéðinsdóttir 50 ára Agnar Darri Gunnarsson Birna Guðmundsdóttir Dagbjört Kr. Þórhallsdóttir Emelía D. Guðbjartsdóttir Gísli Jónsson Haraldur Rúnar Hinriksson Hrönn Helgadóttir Jóhanna Jóhannesdóttir Matthías E. Matthíasson Pétur Guðjónsson Sigurður Sívertsen 40 ára Guðfinna Björk Birgisdóttir Ingi Stefán Guðmundsson Ólafur B. Finnbogason Pim Sinpru Róbert Ólafur Sigurðsson Vitor M.M. Guerra Þuríður J. Sigurðardóttir 30 ára Daði Geir Sverrisson Erlendur Kristjánsson Eva Rós Valgarðsdóttir Helga Lóa Sverrisdóttir Indriði Kristjánsson Jennifer Y.G. Calpa Katrín Ósk Geirsdóttir Maria Dolores Moya Ortega Óskar Sveinsson Rakel Sæmundsdóttir Sandra Gestsdóttir Sigríður Rafnsdóttir Steinar Sigurpálsson Þorsteinn Yngvason Þráinn Svan Gíslason Til hamingju með daginn 30 ára Sverrir ólst upp í Reykjavík, er þar búsett- ur, lauk BA-prófi í lög- fræði frá HÍ, stundar þar MA-nám í lögfræði og rit- stýrir jafnframt www.ein- stein.is. Maki: Álfheiður Haf- steinsdóttir, f. 2.3. 1987, þroskaþjálfi. Foreldrar: Kristjana Kjartansdóttir, f. 26.1. 1949, heimilislæknir, og Björgvin Bjarnason, f. 2.5. 1949, heimilislæknir. Sverrir Björgvinsson 30 ára Gyða ólst upp á Ísafirði, býr á Sauðár- króki, er félags- og stuðn- ingsfulltr., förðunarfr. og matráður. Maki: Björgvin Jónsson, f. 30.3. 1986, starfsm. Eirar. Sonur: Guðbrandur Bjarni, f. 17.8. 2010. Foreldrar: Þórdís Ólöf Eysteinsdóttir, f. 6.3. 1962, þjónustufulltrúi. Níels Ragnar Björnsson, f. 31.8. 1962, matsveinn. Gyða M. Níels- dóttir Waage 30 ára Heiðrún lauk BS- prófi í sálfræði og er í MPH-námi í lýðheilsuvís- indum við HÍ þar sem hún sinnir einnig rannsóknum. Maki: Friðjón Sigurð- arson, f. 26.8. 1978, verk- fræðingur. Sonur: Dagur Jóhann, f. 5.8. 2011. Foreldrar: Hlöðver Berg- mundsson, f. 17.2. 1954, verkefnisstjóri, Jóhanna Óskarsdóttir, f. 22.1. 1955, sjúkraþjálfari. Heiðrún Hlöðversdóttir Sunna Helgadóttir hefur varið dokt- orsritgerð sína við Líf- og umhverf- isvísindadeild Háskóla Íslands. Rit- gerðin ber heitið: Frávik í amínóasýleringu. Athuganir á óvenju- legri amínóasýleringu í tveim veldum lífs (á ensku: Alteration of normal am- inoacylation. A study of anomalous aminoacylation in two domains of life). Nýmyndun próteina er undirstaða frumustarfs. Þessir ferlar voru til stað- ar í seinasta sameiginlega forföður nú- verandi lífvera. Þrátt fyrir þennan sameiginlega uppruna og varðveitt hlutverk prótein-nýmyndunar eru ýmis frávik þekkt. Ein tilgáta hefur þó hald- ið til þessa, en hún er að öll kjarnkóð- uð tRNA fyrir einstaka amínósýru eru aðeins hlaðin af einu espunarensími. Þessi tilgáta er afsönnuð í fyrri hluta ritgerðinnar. Önnur tilgáta sem nýlega var afsönnuð, er að Cystein- tRNACystein sé myndað í einu skrefi. Þetta ferli er skoðað í seinni hluta rit- gerðarinnar. Fyrst er sýnt að frumdýrið Tryp- anosoma brucei (sem veldur svefn- sýki) þarf tvö espunarensím fyrir tryp- tófan og tvö fyrir aspartik-sýru. Þetta stafar af því að hluti tRNA-sameinda fyrir þessar amínósýrur er fluttur inn í hvatbera þar sem þeim er breytt. TrpRS1 og AspRS1 hlaða tilsvarandi tRNA í umfrymi á meðan TrpRS2 og AspRS2 eru í hvat- bera. Mögulega mætti nýta óvenju- lega sérhæfni þessara ensíma til að hanna lyf gegn svefnsýki en fá lyf gegn henni eru þekkt og þau hafa oft alvarlegar aukaverkanir. Myndun Cys-tRNACys í methan- myndandi fornbakteríum hefur nýlega verið lýst. Í þessu ferli er fosfóserín notað sem forstigsefni fyrir serín- nýmyndun. Í upphafi seinni hluta rit- gerðarinnar er skoðað hvernig fosfó- serín er myndað sem forstigsefni í ser- ín-nýmyndunarferlinum. Í þessum lífverum hefur aspartat amínótr- ansferasi breiðari virkni en í öðrum líf- verum, hann er einnig með virkni fosfóserín transamidasa. Að lokum eru skoðað hvaða am- ínósýrur í Sep-tRNA:Cys-tRNA pró- teininu eru mikilvægar fyrir virkni hvatans. Amínósýrur sem taldar voru taka þátt í að binda pýridoxal fosfat og fosfóserín voru skilgreindar og þeim stökkbreytt til að sannreyna hlutverk þeirra í virkni þessa hvata. Sunna Helgadóttir  Sunna Helgadóttir er fædd 10. júní 1979. Hún lauk BS-gráðu í líffræði frá Há- skóla Íslands 2002 og fjórða árs námi við sama háskóla 2003. Sunna er dóttir hjónanna Helga Jóhannessonar og Elínar Sigurbjargar Jónsdóttur. Sunna starf- ar sem sérfræðingur á veirudeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Doktor Lífið er til þess að njóta gæða – veldu steik eins og steik á að bragðast Barónsstíg 11 101 Reykjavík argentina.is Borðapantanir 551 9555

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.