Morgunblaðið - 23.07.2014, Page 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þið eruð eins og milli steins og
sleggju í ákveðnu máli. Gefðu þér líka tíma til
að eiga samverustundir með fjölskyldunni.
20. apríl - 20. maí
Naut Takirðu áhættu þarftu líka að vera mað-
ur til að taka afleiðingunum. Lestu í vísbend-
ingarnar. Reyndu að halda í vonina og bjart-
sýnina.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Jafnvel flóknasta viðfangsefni, eins
og að láta samband ganga upp, er gert með
litlum en raunhæfum skrefum. Besta leiðin til
þess að mæta því er að þegja eða sýna þol-
inmæði.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert svo vinsæll núna að þér verður
kannski hrósað fyrir það sem þú átt ekki
heiðurinn af. Reyndar er líklegt að of margir
kokkar séu að vesenast í kássunni, ef svo má
segja.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú hefur þörf fyrir að ræða áhyggjur
þínar við einhvern en skalt varast að gera það
við hvern sem er. En þú kemst ekki að því
nema á reyni – í það minnsta smávegis.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er betra að eiga sér góðan trún-
aðarvin en byrgja allt innra með sér, því það
getur verið skaðlegt. Leiktu þér með leikföng-
unum þínum í kvöld.
23. sept. - 22. okt.
Vog Samskipti þín við einhvern náinn verða
þér uppspretta gleði og nýrra upplýsinga.
Hafðu þig því sem minnst í frammi.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú átt auðvelt með að leysa úr
hvers kyns vandamálum í dag. Taktu ekki
fleiri verkefni að þér en þú ræður við með
góðu móti.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Vilji er allt sem þarf og þú verður
að stilla þig inn á að vilja hlutina áður en þú
freistar þess að framkvæma þá. Settu dag-
setningu á það.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Láttu ekki vinsældir meðal sam-
starfsmanna þinna stíga þér til höfuðs. Farðu
gætilega svo það komi þér ekki í koll síðar
meir.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Viðamikið samstarfsverkefni sem
þú ert nú að taka þátt í krefst mikils af þér.
En það er bara ekki gaman að skemmta sér
þegar manni er sagt að gera það.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er eitt og annað sem þú ert að
velta fyrir þér þessa dagana en þér finnst þú
ekki finna neinn botn í. Vertu opinn fyrir hug-
myndum annarra, jafnvel þótt þær hljómi
fjarstæðukenndar.
Á laugardag skrifaði MagnúsÓlafsson frá Sveinsstöðum á
Leirinn bréf í gamansömum tón.
Hann þakkaði góðar kveðjur og
heimsóknir á Landspítalann, – en
sagði að ekki hefði skaðað þótt sum-
ar vísurnar hefðu orðið beinskeytt-
ari. – „En líklega eru menn svona
hógværir meðan karlinn liggur enn
inni, eru ekki allir sendir af svona
stofnun strax og séð er að þeir tóri?“
Hann sendi tengdadóttur sinni
vísu fyrir nokkrum dögum, sem hún
telur ótvírætt merki þess, að hann sé
farinn að hressast:
Áfram gakktu auðnu veg
unaðsblómum stráðum.
Inga Sóley yndisleg
yrkir meira bráðum.
Fréttablaðið talaði við bæjarstjóra
Blönduóss út af atkvæðisrétti bæj-
arins í Veiðifélagi Blöndu og Svartár
og spurði: „Er hægt að veiða at-
kvæði í Blöndu?“ Bæjarstjórinn
hringdi í Magnús hvort hann ætti
ekki svar við þessu. Magnús sagði
kosningar nýafstaðnar og því gæti
svarið orðið svona:
Fáir glaðir flestir argir
fái þeir ekki bröndu.
Atkvæði veiða afar margir
uppúr gruggugri blöndu.
Ein hjúkkan fékk þessa kveðju,
segir Magnús:
Engu hérna aftur fer
yl og gleði í hjarta finn
Sigga Dúna sinnir mér
sólskinsríki engillinn.
Síðan segir hann frá því að þau
hjónin hafi ætlað á ættarmót, en
hann kæmist að sjálfsögðu ekki.
Björg hefði helst ekki viljað fara en
hann hvatti hana til þess svo að hún
gæti átt gott kvöld systkinum sínum.
Hún vildi hafa vísur meðferðis og
Magnús lét hana m.a. hafa þessa:
Auðvitað langar mig ennþá í djús
ég ætti því að reka upp vein.
Björg mig setti á sjúkrahús
svo hún gæti drukkið ein.
Stefán Vilhjálmsson segir greini-
legt handbragð hagyrðings á þessari
fyrirsögn í Morgunblaðinu á laug-
ardag: „Inn í vélarrúm Valþórs lak“,
þar sem skipið var skammt undan
Dritvík:
Inn í vélarrúm Valþórs lak,
varð þó lítill skaði,
skipið alls ekki orðið flak,
að kom björg með hraði.
IPétur Stefánsson á síðasta orðið:
IÞótt við byggjum hreysi, höll,
og höfum misjafnt geðið,
á sex fetum við endum öll
eftir lífsins streðið.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Fréttir af sjúkrahúsi,
sokkum og skipsleka
Í klípu
HANN LÁ Í KAFI OG ANDAÐI Í GEGNUM
RÖR. BARA TIL AÐ SJÁ HVENÆR
EINHVER MYNDI TAKA EFTIR ÞVÍ.
eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að lífga saman upp
á heimilið.
LITA- KORT
LILLABLÁR RAUÐUR
ÞETTA MINNIR MIG
Á SVOLÍTIÐ SEM ÉG
ÆTLAÐI AÐ GERA FYRIR
LÖNGU.
HVAÐ ER
ÞAÐ?
KAUPA HÚS
Á SUÐUR-
ÍTALÍU.
ÞAÐ ER SÓL
OG BLÍÐA ÚTI,
GRETTIR.
EKTA
SUMAR!
ALLS EKKI INNI-
DAGUR, KALLINN!
ERTU AÐ
HVETJA TIL
HREYFINGAR?
Langlífi er einn af fylgifiskum nú-tímasamfélags. Það heyrir ekki
lengur til tíðinda að fólk verði hundr-
að ára gamalt. Japanska ríkið veitti
eitt sinn orður þeim, sem náðu að
verða aldargamlir. Því hefur nú verið
hætt vegna þess að það þótti of
hversdagslegt og kostnaðarsamt. Sú
var tíðin að barist var fyrir lækkun
eftirlaunaaldurs. Sums staðar sest
fólk í helgan stein sextugt. Fyrir þá
sem ná aldarafmælinu þýðir það að
líf á eftirlaunum verður jafn langt
starfsævinni ef ekki lengra.
x x x
Ein af ástæðunum fyrir því að taliðvar hentugt að lækka eftirlauna-
aldur var að þá losnuðu störf fyrir
ungt fólk. Slík rök hljóma sennilega í
samfélögum þar sem allt að helm-
ingur ungs fólks er án atvinnu. Unga
fólkinu getur hins vegar vart þótt
fýsilegt að þurfa ekki bara að vinna
fyrir sér, heldur halda uppi lífeyr-
iskerfi fyrir hóp sem er jafnvel fjöl-
mennari þeim sem eru á vinnumark-
aði.
x x x
Á tímum atvinnuleysis koma einnigfram hugmyndir um styttri
vinnuviku. Ein slík kom fram á dög-
unum hjá einum auðugasta manni
heims, Carlos Slim frá Mexíkó –
áhöld eru um hvort hann eða Bill Ga-
tes sé ríkastur. Hann lagði til að
vinnuvikan yrði stytt niður í þrjá
daga og fólk færi á eftirlaun 70 eða 75
ára. Slim sér fyrir sér að þessa þrjá
daga vinni fólk 10 til 11 tíma á sólar-
hring. Síðan hafi það fjóra daga fyrir
sig sjálft. Þessir fjórir dagar myndu
bjóða upp á mun meiri athafnasemi
en hin hefðbundna tveggja daga
helgi. Það þýði að fjölbreyttari
skemmtanir þurfi að vera á boð-
stólum en áður og myndi það örva
efnahagslífið.
x x x
Slim býður starfsmönnum eins affyrirtækjum sínum, Telmex, sem
hófu störf fyrir tvítugt að setjast
snemma í helgan stein eða halda
áfram eftir að eftirlaunaaldri er náð á
fullu kaupi, en vinna fjóra daga í viku.
Þriggja daga vinnuvikan hlýtur að
vera á næsta leiti hjá starfsmönnum
auðkýfingsins. víkverji@mbl.is
Víkverji
Drottinn birtist honum úr fjarlægð:
Með ævarandi elsku hef ég elskað þig,
fyrir því hef ég látið náð mína haldast
við þig. (Jeremía 31:3)
0 kr. útborgun
Langtímaleiga
Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram
allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða.
Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll, engin útborgun,
tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert
vesen við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald.
Losnaðu við vesenið með langtímaleigu
Kynntu þér málið í síma 591-4000
Á
R
N
A
S
Y
N
IR