Morgunblaðið - 23.07.2014, Síða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014
Voces Thules er
sönghópur er
sérhæfir sig í
flutningi mið-
aldatónlistar.
Hópurinn hefur
áður komið fram,
t.d. á Sumartón-
leikum í Skál-
holti en hyggst
nú halda sína
fyrstu sjálfstæðu
tónleika sem fara fram í Norður-
ljósasal Hörpu í dag kl. 18.30. Til-
efni tónleikanna verður að teljast
skemmtilegt en í dag kemur hingað
til lands, með skemmtiferðaskipinu
„Black Watch“, hópur áhugafólks
um forna tónlist. Hópurinn heldur
síðan áfram för sinni á morgun,
réttsælis í kringum landið. Þema
tónleikanna er þau pólitísku og per-
sónulegu umbrot og sá samfélags-
legi harmleikur sem lesa má úr
kveðskap Íslendingasagna.
gith@mbl.is
Harpa Voces Thu-
les halda tónleika.
Erlendir ferða-
menn hlusta á
Voces Thules
Davíð Már Stefánsson
davidmar@mbl.is
„Við ákváðum að fara til Berlínar og
byrja á þessari plötu, planið náði nú
ekki lengra en það í upphafi. Við fór-
um út með nokkur tilbúin lög og önn-
ur sem átti eftir að klára. Fimm lög
litu dagsins ljós sem við gáfum út
rafrænt svo fólk
sem keypti miða í
forsölu á tón-
leikana fengi smá
aukaglaðning í
leiðinni. Auðvitað
hefðum við getað
beðið með þetta
allt saman fram á
haustið og gefið
þá út heila breið-
skífu í föstu formi
en okkur fannst
sniðugt að gera eitthvað fyrir fólkið
sem keypti miða svona snemma á
tónleika,“ segir Jón Ólafsson, hljóm-
borðsleikari Nýdanskrar, um þá tón-
leikagesti sem keyptu miða á haust-
tónleika hljómsveitarinnar þegar
forsala miða hófst í maí. Tónleikarnir
verða haldnir 13. september í Eld-
borgarsal Hörpunnar en um er að
ræða útgáfutónleika plötunnar
Diskó Berlín sem kemur út samhliða
tónleikunum. „Hugsanlega munum
við gefa plötuna út á vínyl líka, þetta
er allt í skoðun. Stefnan er að þetta
verði allt saman klárt þegar fólk
kemur í Hörpuna. Gestir geta þá
fjárfest í Diskó Berlín í föstu formi
fyrir eða eftir tónleikana og þá í fullri
lengd,“ segir hann. Sveitin fer í upp-
tökur í næstu viku og býst Jón við
því að viðbótarlögin verði tilbúin um
miðjan ágúst en um splunkunýtt efni
er að ræða. Auk tónleikanna í Hörp-
unni mun Nýdönsk halda norður og
spila í Hofi á Akureyri í lok sept-
ember.
Tilraunakenndari en áður
„Ég veit ekki hversu fræðilegur
ég á að vera en við förum eilítið út
fyrir hið hefðbundna form popplag-
anna á plötunni en það er yfirleitt
mjög einfalt í eðli sínu. Sem dæmi
um þetta má nefna lagið „Uppvakn-
ingar“ sem fór í spilun í vor en eftir
mikið fjör kemur allt í einu nýr kafli í
lok lagsins sem er miklu hægari en
það sem á undan gekk. Við sleppum
okkur töluvert í útsetningunum og
erum ekki mikið að velta fyrir okkur
hvort lögin höfði sérstaklega til út-
varpsmanna eða þeirra sem raða á
spilunarlista stöðvanna. Svo sýnist
mér stefna í að Diskó Berlín verði í
hressari kantinum á okkar mæli-
kvarða. Það helgast kannski af því að
við fórum til Berlínar að taka upp og
þar ríkti glaumur og gleði í upptök-
unum. Nú er til dæmis komið frá
okkur diskólagið, „Diskó Berlín“, en
við höfum ekki sinnt diskótónlistinni
mikið hingað til,“ segir Jón hress í
bragði. „Við notumst mikið við hljóð-
gervla á Diskó Berlín í stað píanós og
orgels sem oftar en ekki hafa verið í
öndvegi. Þetta helgast ekki síst af
elektróblæti síðustu 2-3ja ára í mínu
lífi,“ segir Jón. Aðspurður segist
hann ekki vita hversu margar hljóm-
plötur Nýdönsk hafi sent frá sér.
„Það fer eftir því hvernig er talið!
Það eru náttúrulega einhverjar safn-
plötur þarna og svo er til dæmis
plata sem við gerðum með Sinfó, þar
voru bæði ný og gömul lög. Kirsuber
innihélt tvö ný lög auk tónleika-
upptaka á nokkrum lögum. Þetta er
allavega vel á annan tug held ég
þegar allt er talið,“ segir hann.
Berlín kom sér vel
„Berlín varð fyrir valinu af þeirri
einföldu ástæðu að þar er ódýrt að
vera, fullt af skemmtilegum hljóð-
verum á sanngjörnu verði og svo er
borgin auðvitað mjög skemmtileg og
með mikla sögu,“ segir Jón spurður
að því hví sveitin hefði lagt land und-
ir fót. „Við gerðum okkur vonir um
að fítonskraftur kæmist í hópinn
með utanlandsferð sem var og raun-
in. Áður höfðum við til dæmis tekið
upp hljómplötuna Himnasendingu á
Englandi sem gaf góða raun. Við
vorum nú ekki nema í tæpa viku í
Berlín en ég held að andrúmsloft
borgarinnar skíni engu að síður í
gegn á plötunni. Einhver benti til
dæmis á Talking Heads og Bowie-
áhrif í titillaginu,“ segir hann. Jón
Nýdönsk og
nýtilkomið
diskó
Berlín Að sögn Jóns var mikið glens og gaman í Berlín en þar var platan Diskó Berlín einmitt tekin upp. Hann segir
áhrif borgarinnar skína í gegn á plötunni en á henni má meðal annars finna diskóstrauma.
Nýdönsk gefur út plötuna Diskó Ber-
lín í haust Tónleikar í Hörpu og Hofi
Jón
Ólafsson
TWIN LIGHT
GARDÍNUR
Betri birtustjórnun
MEIRA ÚRVAL
MEIRI GÆÐI
ÍSLENSK
FRAMLEIÐSLA
EFTIR MÁLI
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Hringdu og bókaðu tíma í máltöku
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. Sími: 588 5900 ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík. Sími: 421 2061
Glerárgötu 32, Akureyri. Sími: 462 5900 ▪ alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán.-fös. 11-18