Morgunblaðið - 23.07.2014, Page 31

Morgunblaðið - 23.07.2014, Page 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014 Eitt virtasta leikfélag Breta Leiksýning Verkið Hamlet verður sett á svið í Hörpunni í kvöld. Hið þekkta leikfélag Shakespeare’s Globe kemur til með að flytja verkið Hamlet eftir William Shakespeare í kvöld klukkan 19.30 í Eldborgarsal Hörpu. Um er að ræða eina af stærstu sýningum ársins en viðburðurinn er liður í heimsferðalagi leikhópsins en hann hyggst sýna verk sín í öllum löndum heims innan tveggja ára. Nú þegar hefur hann sýnt í 25 löndum. Shakespeare’s Globe er einkar vinsælt á meðal ferðamanna í Bretlandi, en heimastöðvar leikfélagsins er í hjarta endurbættra árbakka London Bankside. Hamlet er af mörgum talið besta leik- rit Williams Shakespeares og nú gefst Íslendingum tækifæri til þess að sjá það sett upp af einhverjum virtustu fagmönnum sem völ er á í verkum hans. Uppsetning Globe á Hamlet er hrá og frumleg og er þetta í fyrsta sinn sem leikflokkurinn kemur fram á Íslandi.  Shakespeare’s Globe sýnir Hamlet í Hörpunni í kvöld segir þá félaga ánægða með hress- leika nýju plötunnar og danstónlist- ina eiga vel við þá á þessari stundu. „Daníel Ágúst, hefur náttúrulega ekki gert annað en að syngja danslög í mörg ár með GusGus. Þegar hann setur saman tónlist þá er oft mikill taktur í henni. Það passaði vel að vera með eitthvað taktfast á Diskó Berlín,“ kveður Jón. GusGus og Nýdönsk tillitssamar „Það er heilmikið mál að finna tíma fyrir Nýdönsk til að sinna plötuútgáfu og tónleikahaldi sem út- skýrir eflaust hví það hefur liðið svona langt á milli platna hjá okkur,“ segir Jón en síðasta plata sveitar- innar kom út árið 2008. „Við erum reyndar búnir að gefa frá okkur lög reglulega til að minna á okkur,“ bæt- ir hann við. Jón segir það krefjast mikillar skipulagningar að koma sveitinni saman og ekki síst vegna veru Daníels í GusGus en sveitin túr- ar mikið um heiminn.„Við tökum bara tillit til GusGus og GusGus tek- ur tillit til Nýdanskrar,“ segir Jón og bætir við að hlýtt sé á milli meðlima sveitanna. Nýdönsk náði þó að taka frá tíma til að skapa Diskó Berlín og Jón vill meina að útgáfan á hljóm- plötunni eigi sér fá ef nokkur for- dæmi á Íslandi og vísar til þess hvernig henni er skipt í tvennt, en eins og áður sagði fá þeir sem kaupa miða í forsölu fyrri hlutann ókeypis með niðurhali. „Ef til vill er þetta viðskiptamódel framtíðarinnar til að selja tónlist, hvur veit,“ segir hann en nú er hægt að nálgast fyrstu fimm lögin og hlusta á þau á tonlist.is og spotify. Landsbyggðin bíður „Ég efast nú um að við getum gert mikið meira á þessu ári,“ svarar Jón spurður um framtíð sveitarinnar. „Við förum þó norður í land í lok september og höldum tónleika í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Hinsvegar langar okkur að koma oft- ar fram á næsta ári. Það er alveg ástæðulaust að láta líða svona langt á milli platna eða tónleika þegar það er svona gaman að spila saman. Við er- um búnir að einbeita okkur að Hörp- unni í síðustu þrjú árin og nú er okk- ur farið að klæja í að sinna landsbyggðinni betur. Það er aldrei að vita nema við leggjum í einhvern túr á næsta ári með fullt skott af Diskó Berlín,“ segir Jón. „Við kom- um til með að spila eitthvað af Diskó Berlín á tónleikunum í haust en að vanda verður áherslan auðvitað á vinsælustu og þekktustu lögin. Að sjálfsögðu munum við ekki sleppa okkar frægustu lögum,“ leggur Jón áherslu á. „Fólk vill heyra „Horfðu til him- ins“, „Hjálpaðu mér upp“ og hina smellina og við munum ekki bregð- ast okkar fólki,“ segir Jón glaðbeitt- ur að lokum. Söngvari Björn Jörundur Friðbjörnsson hefur verið meðlimur Nýdanskrar frá upphafi en hljómsveitin var stofnuð árið 1987 og er enn að. Fjórða vika Sumartónleika í Skál- holti hefst með tónleikum Caput á morgun, fimmtudag, kl. 20. Tón- leikarnir bera yfirskriftina „Tristía“ en hópurinn mun flytja verk eftir íslensk tónskáld. Kamm- erkórinn Hljómeyki kemur fram með Caput, auk Tui Hirv sóprans. Tónleikarnir verða endurteknir laugardaginn 26. júlí kl. 17. Þess er vert að geta að Hljómeyki dvelur í Skálholti nú í vikunni við æfingar á nýju verki eftir staðartónskáld Skálholts, Pál Ragnar Pálsson. Verkið er samið við texta úr Ljóða- ljóðunum, sérstaklega fyrir Sum- artónleika og verður flutt 26. og 27. júlí kl. 15. Páll heldur stutt erindi um tónsmíðar sínar kl. 14 á laug- ardeginum. gith@mbl.is Tónlist við Ljóðaljóðin Tónskáld Páll Ragnar Pálsson er staðartónskáld Skálholts í sumar. SUMARSPRENGJA Ný hjól með verulegum afslætti Nítró / Kirkjulundi 17 / 210 Garðabæ / Sími 557 4848 / www.nitro.is Verð aðeins 17.990,- kr HiSun HS700ATV 1.190.000,- kr 990.000,- Kawasaki KX450F1.590.000,- kr 1.390.000,- Kawasaki KX250F 1.490.000,- kr 1.290.000,- VN1700 - árg. 2.420.000,- kr 2009 1.590.000,- HiSun Golfbíll 990.000,- kr 790.000,- 2014 Skútuvogi 8 • 104 Reykjavík • Sími 567 6700 • www.vakahf.is Dekkjasala og þjónusta Bifreiða- verkstæði Varahlutir Bifreiða- flutningar Endurvinnsla bifreiða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.