Morgunblaðið - 23.07.2014, Side 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JÚLÍ 2014
ingu og er hugflæði henni hugleikið. „Ég hef gaman
af því að flakka á milli öfga – sum verkin sýna of-
flæði. Í öðrum er einfaldleikinn í fyrirrúmi.“ Verk
Sólveigar hafa einnig ýmsar skírskotanir og vísa
sum þeirra í mannlíf, t.d. strengjabrúður og sam-
stöðu kvenna. „Virk hugsun og hugmyndavinna
hefur verið mér nærri. Ég er hrá í túlkun og
vinnslu en sæki mikið í hugmyndavinnuna,“ segir
Sólveig og bætir við að stundum vinni hún verkin í
lotum. „Oft vinn ég hratt í byrjun. Þannig kem ég
hitanum og flæðinu frá mér. Eftir það fer ég meira í
smáatriðin.“ Umhverfið hefur einnig haft skýr áhrif
á hana og má þar nefna gróðureyðingu, fjöll og
fjörð. Titill sýningarinnar, „Rætur“, kemur einmitt
til vegna uppvaxtar Sólveigar á Siglufirði. „Ég er
fædd og uppalin á Siglufirði og fjöllin höfðu gríð-
arleg áhrif á mig. Í æsku óskaði ég þess að ég kæm-
ist upp á fjallstoppana, svo ég sæi eitthvað annað en
fjöll, mér fannst þau þrengja að mér. Nú kann ég
hins vegar vel að meta þau og þau eru mér inn-
blástur þegar ég mála. Sem krakki sá ég út úr þeim
myndir og þær nýtast mér nú. Titill sýningarinnar
vísar því í rætur mínar. Ég á rætur í sjónum, fjöll-
unum og fólkinu á Siglufirði og er óskaplega ánægð
að geta sýnt í mínum gamla heimabæ.“ Sýningin
stendur til 6. ágúst næstkomandi og er opin alla
daga milli kl. 14 og 18.
gith@mbl.is
Laugardaginn 26. júlí verður sýningin „Rætur“
opnuð í ráðhússal Fjallabyggðar á Siglufirði. Sýn-
ingin er önnur einkasýning myndlistarmannsins
Sólveigar Helgu Jónasdóttur. Sólveig útskrifaðist
frá Myndlista- og handíðaskól-
anum árið 1966, stundaði nám
við Fjöltæknideild skólans
1988-1989. Skúlptúr og málun
nam hún við School of Art and
Design í Bristol, Bretlandi, á
tímabilinu 2001-2002. Á sýning-
unni „Rótum“ sýnir Sólveig
olíumálverk og minni verk unn-
in með lakklitum á tréplötur.
„Verkin mín eru ekki hefð-
bundin, að ég held. Ég er ekki
reglustikukerling!“ segir Sól-
veig hlæjandi. „Minni verkin eru flest unnin á þessu
ári. Þau komu þannig til að ég fór í aðgerð og var
bundin hjólastól um tíma. Við vorum að endurnýja
vegg í húsinu okkar og áttum afgang af spónaplöt-
um sem mér fannst tilvalið að nota í listsköpun. Ég
byrjaði á litlum formum en þau uxu síðan. Verkin
eru mörg mjög mismunandi en ég reyni að halda
mínum stíl í öllu sem ég geri og það held ég að hafi
tekist.“
Einnig verða til sýnis sýnishorn af stafrænni
prentun á efni eftir teikningum Sólveigar en prent-
unin er gerð í samvinnu við Guðrúnu Eysteins-
dóttur textílhönnuð. „Það var fyrir tilviljun að ég
hafði samband við Guðrúnu og bað hana að prenta
verk eftir mig á einn púða. Hún vildi þá skoða verk-
in mín betur og er búin að prófa að prenta svolítið.
Það er aldrei að vita hvað við gerum með þetta í
framtíðinni, þetta er skemmtilegt samstarf sem
kom óvænt upp,“ segir Sólveig.
Í verkum sínum leggur Sólveig áherslu á merk-
Upphaf Verk Sólveigar taka sig vel út á efni.
Strengjabrúða Olíumálverk.
„Ég er ekki reglustikukerling“
Sólveig Helga sýnir myndlist sína í heimabænum, Siglufirði Finnur innblástur í fjöllum og fólki
Prófar stafræna prentun verkanna á efni, í samstarfi við Guðrúnu Eysteinsdóttur textílhönnuð
Sólveig Helga
Jónasdóttir
Dansþyrstir geta
nú kæst en mikil
plötusnúðaveisla
er framundan í
miðbæ Reykja-
víkur. Gunni
Ewok mun hefja
gleðina á Prikinu
í kvöld en þar
mun hann spila
vel valdar vínyl-
plötur frá klukk-
an 21. Dj Terror-
disco kemur síðan til með að
skemmta gestum Kaffibarsins með
hressum tónum. Föstudagurinn
verður ekki síðri en þá mun Dj KGB
meðal annars koma fram á Brikk
og hefst sú gleði klukkan 21, Dj
Logi Pedro Pilatus mun stíga á bak
við skífurnar klukkan 22 á Dollý,
Gísli Galdur, sem gert hefur garð-
inn frægan með sveitum á borð við
Trabant, Ghostigital og Forgotten
Lores, mun þeyta skífum á Kaffi-
barnum og Dj Sigrún mun heilla
gesti Palóma fram eftir nóttu.
Mikil plötusnúða-
veisla framundan
Snúðar Logi
Pedro ásamt Dj
Yamaho.
Trjáklippingar
Trjáfellingar
Stubbatæting
Vandvirk og snögg þjónusta
Sími 571 2000 | hreinirgardar.is
“Eipshit geðveik ef ekki
besta myndin í sumar”
-T.V. BIOFIKILL.COM
ÍSL.
TAL
"Besta stórmyndin í sumar.
Þú verður gersamlega agndofa“.
- P. H., Movieline
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
ÍSL.
TAL
TÖFRANDI MYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
"Þú sérð ekki fyndnari mynd í sumar!"
-T.V., Biovefurinn.is
"Ég hló svo mikið að ég skammaðist mín”!"
-Guardian
POWERSÝNINGKL. 10:10
-New York Daily News
★ ★ ★ ★ ★
L
L
12
12
14
14SEX TAPE Sýnd kl. 5:50 - 8 - 10:10
HERCULES Sýnd kl. 8 - 10:10 (P)
PLANET OF THE APES 3D Sýnd kl. 8 - 10:40
22 JUMP STREET Sýnd kl. 5
AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 5
TÖFRALANDIÐ OZ 2D Sýnd kl. 4
Hljómsveitin Börn heldur upp á út-
gáfu nýrrar smáskífu með tónleikum
á Dillon föstudaginn 25. júlí. Ásamt
Börnum mun hljómsveitin Kvöl
stíga á svið en hún setti nýja breið-
skífu á netið fyrir skemmstu. Fyrir
þá sem ekki þekkja til þá er Börn
drungapönkhljómsveit sem reis upp
úr ösku hljómsveitarinnar Tentacles
of Doom. Tónlist sveitarinnar leitar
til drungapönksveita fyrri hluta ní-
unda áratugarins og mætti líkja tón-
list hennar við hljómsveitir á borð
við Vonbrigði, UK Decay og Amber
Asylum.
Kvöl er nýtt band sem er að koma
fram á sínum fyrstu tónleikum. Tón-
list þess má einnig segja að leiti til
drungapönks níunda áratugarins þó
með meiri áherslum á rafrænu hlið
þeirrar bylgju. Tónleikarnir hefjast
klukkan 22 og frítt er inn.
Sveit Börn spilar drungapönk sem má rekja aftur til níunda áratugarins.
Drungapönk á Dillon