Morgunblaðið - 09.08.2014, Page 4

Morgunblaðið - 09.08.2014, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014 Sigurður dýralæknir – afmælisrit holar@simnet.is Vísindamaðurinn, sagnamaðurinn og gleðimaðurinn, í góðri merkingu þess orðs, Sigurður Sigurðarson, dýralæknir frá Keldum, verður 75 ára þann 2. október næst- komandi. Af því tilefni kemur út hjá Bókaútgáfunni Hólum seinni bindið af æviminning- um Sigurðar og er það jafnframt afmælisrit hans. Þar segir hann frá lífshlaupi sínu, allt frá dýralæknanáminu í Noregi til þessa dags, og dregur fram í dagsljósið ógrynni sagna af skemmti- legu fólki og skemmtilegum viðburðum, þótt vissulega hafi hann fengið sinn skerf af mótlæti og meðal annars verið hótað lífláti. Þá er vísum vitaskuld varpað fram, enda liggur kveðskapur honum létt á tungu og er hann lipur vísnasmiður. Í fyrrnefndu afmælisriti verður að sjálfsögðu heillaóskaskrá – Tabula gratulatoria – og býður útgefandi öllum þeim sem sýna vilja Sigurði sóma að skrá nafn sitt þar og eignast um leið bókina. Verð hennar verður kr. 6.480 m/sendingargjaldi og er tekið við áskrifendum í netfanginu brynjar@holabok.is og í síma 698-6919. Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is „Við erum með posa í bílunum sem við notum einnig þegar fólk keyrir of hratt,“ segir Atli Árdal Ólafsson, varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli, spurður hvernig lögreglan sekti ferðafólk sem keyri utan vega. Á fimmtudag var lögreglan á Hvolsvelli við eftirlit í Vatnajökulsþjóðgarði, við Lakagíga. Þar var einn erlendur öku- maður á bílaleigubifreið staðinn að akstri utan vega við Varmárfell, á móts við Laka. Hafði viðkomandi fest bifreið sína í mýrarmosa. „Það hefur verið svolítið um utan- vegaakstur í sumar og fer slíkum at- vikum örugglega ekki fækkandi,“ segir Atli. Hann segir ferðamenn sem staðnir séu að verki viðurkenna fyrir lögreglu að þeir viti að þeir megi ekki gera þetta og segjast bera virðingu fyrir náttúrunni. „Þeir gera þetta samt. Þetta er alvarlegt, við sáum á nokkrum stöðum merki um ljótan ut- anvegaakstur,“ segir Atli um eftirlits- ferð lögreglu á fimmtudag. Hann seg- ir margar ábendingar um utanvegaakstur berast lögreglunni frá landvörðum og hálendisvakt Landsbjargar og víða sé ekið utan vega. „Á fjallabaksleiðunum og svo eru þetta sandarnir. Skeiðarár- sandurinn er áberandi, þar sem menn virðast leika sér að þessu.“ Bílarnir ráða ekki við slóðana „Fólk sér nú að sér þegar við ræð- um við það. Þessir slóðar sem eru kallaðir vegir eru ekkert fyrir þessa bíla sem eru að fara inn á þessi svæði,“ segir Atli um viðbrögð ferða- mannanna við afskiptum lögreglu. „Þó að þessir jepplingar séu skil- greindir sem 4x4 eru þetta ekki bílar til þess að fara á þessa slóða. Í sumar hefur verið mikið vatn á þessum svæðum og slóðarnir mjög slæmir. Menn reyna að bjarga sér með því að skutlast framhjá pollunum,“ segir Atli og nefnir atvikið á Lakasvæðinu á fimmtudag í því samhengi. Vilja mynd með sektinni Atli segir lögreglu meta það hverju sinni fyrir sig hversu há sektin sé. Hún hlaupi þó iðulega á hundruðum þúsunda og geti náð allt að 500 þús- und krónum, þó hann hafi aldrei séð svo háa sekt. Upphæðirnar eru metn- ar út frá skemmdum á náttúru og fleiri þáttum, og hafa sektir upp á 300 þúsund krónur sést hjá lögreglunni á Hvolsvelli. „Þetta er meira en sann- gjarnt. Menn eru of kátir með þetta, eins er með hraðasektirnar. Fólk hlær oft að okkur og vill láta taka mynd af sér með okkur þegar það er að borga sektina, sem okkur svíður,“ segir Atli. Hann segir utan- vegaakstur koma á borð lögregl- unnar á Hvolsvelli nokkrum sinnum í viku og þeim atvikum sé sinnt eftir bestu getu. Rukka sektina með posa á staðnum  Lögreglan á Hvolsvelli fær nokkrar ábendingar um utanvegaakstur í hverri viku  Margir á illa búnum bílum reyna að sneiða framhjá pollum í slóðum  Sektir nema allt að 500 þúsund krónum Ljósmynd/ Þorsteinn M. Kristinsson Utanvega Lögreglan á Hvolsvelli stóð erlendan ökumann að utanvega- akstri á fimmtudag. Varðstjóri segir utanvegaakstur ekki fara minnkandi. Guðrún Jónsdóttir fagnar 108 ára afmæli sínu í dag. Hún er næstelsta konan á Íslandi í dag en Guðríður Guðbrandsdóttir er elsti núlifandi Íslendingurinn, varð 108 ára 23. maí síðastliðinn. Guðrún gat ekki veitt viðtal í gær vegna veikinda en hún er rúmliggj- andi. Hún er búsett á hjúkr- unarheimilinu Sólvangi í Hafn- arfirði. Guðrún fæddist á Auðkúlu í Arn- arfirði 9. ágúst árið 1906, fjórða í röð átta systkina. Foreldrar hennar voru Jón Bjarni Matthíasson, bóndi og skipstjóri á Auðkúlu og Guð- munda María Gísladóttir, bóndi á Auðkúlu. Guðrún giftist Gunnari Andrew Sigurðssyni, sjómanni og síðar yf- irfiskimatsmanni í Hafnarfirði. Gunnar lést árið 1967. Þau bjuggu um hríð á Þingeyri en fluttust síðar til Hafnarfjarðar þar sem Guðrún hefur búið alla tíð síðan. Hún er fyrrv. húsfreyja. Guðrún og Gunnar eignuðust fimm börn. Þau eru: María, f. 1937; Sigurður Garðar f. 1938; Gunnar Örn, f. 1940, Gísli Ein- ar f. 1942 og Jón Bjarni f. 1945. Sú sjötta langlífasta Guðrún er í sjötta sæti yfir elstu Íslendingana, samkvæmt facebook- síðunni langlífi. Sú elsta var Guðrún Björnsdóttir í Kanda en hún náði 109 ára aldri og 310 dögum betur. Hún lést árið 1998. Elstu þrír Ís- lendingarnir hafa náð 109 ára aldri og rúmlega það. Helgi Símonarson í Svarfaðardal hefur orðið elstur ís- lenskra karla, tæplega 106 ára. Næstelst núlifandi kvenna Afmæli Guðrún Jónsdóttir er 108 ára í dag. Myndin er tekin á 105 ára afmæli hennar fyrir þremur árum.  Guðrún Jóns- dóttir fagnar 108 árum í dag „Það er uppsöfnuð þörf eftir sumar- lokanir,“ sagði Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi. Göngudeild SÁÁ í Reykjavík og Akureyri og meðferð- arheimilin Staðarfell og Vík opnuðu á ný í vikunni eftir sumarlokanir sem voru þær umfangsmestu frá upphafi. Rýmin á meðferðarheimilunum, Staðarfelli og Vík eru næstum full- skipuð. Hvort um sig tekur við 30 sjúklingum. Þeir sem voru á Vogi fyr- ir sumarlokanir og vildu komast í áframhaldandi meðferð þurftu að bíða þar til eftir verslunarmannahelgi. Í október árið 2013 var gripið til sparnaðarráðstafana vegna rekstr- arfjárskorts á sjúkrahúsinu Vogi og hefur það ekki verið rekið af eins miklum afköstum eftir það. „Það er hræðilegt og hefur sést veruleg í samfélaginu,“ sagði Þórarinn. „Ríkið ber ábyrgð á því að sjúk- lingarnir fái viðeigandi meðferð m.a. samkvæmt velferðarlöggjöf. Það ber einnig ábyrgð á því að gera við okkur samning um þetta. Ábyrgð ríkisins liggur einnig í því að full greiðsla eigi að koma fyrir það sem sannarlega er útlagt vegna sjúkdóma þessa fólks og meðferðar. Það er gríðarlega alvar- legt fyrir núverandi ríkisstjórn, sjúkratryggingar og þá sem bera þessa ábyrgð að SÁÁ hefur engan gildan samning um þessa starf- semi núna,“ sagði Þórarinn. Engin virkni hefur skap- ast í samninga- viðræðum að sögn hans. Spurður hvort fleiri óski eftir að komast í meðferð eftir versl- unarmannahelgi segir Þórarinn ekki svo vera í dag. Dreifist jafnar en áður „Ég sá þetta meira í eina tíð en nú dreifist þetta jafnar yfir árið. Fólk kom gjarnan eftir vertíðir eins og í janúar en ég marka engar sveiflur lengur. Verslunarmannahelgin er ekki endilega stærri en aðrar helgar í júlí þar sem áfengi- og vímuefni eru notuð,“ sagði Þórarinn. Þeir einstaklingar sem eru lagðir inn á Vog koma oft af bráða- móttökunni og úr fangageymslum lögreglunnar. „Það er ábótasamt fyr- ir þjóðfélagið að koma til móts við þarfir þeirra einstaklinga sem vilja láta renna af sér. Sjúkrahúsið Vogur er mikilvægt skaðaminnkandi fram- lag.“ thorunn@mbl.is Uppsöfnuð þörf eftir sumarlokun  SÁÁ er samningslaust við ríkið Þórarinn Tyrfingsson Pæjumótið, knattspyrnumót fyrir stúlkur í 6. og 7. flokki, fer fram á Siglufirði í 24. sinn um helgina. Alls eru 14 félög skráð til leiks á mótinu og eru keppendur tæplega 500, að sögn Óskars Þórðarsonar mótsstjóra. „Veðrið hefur aðeins verið að stríða okkur en stelpurnar láta það ekki á sig fá. Þær eru blautar en brattar,“ segir hann. Unnur Eggertsdóttir tónlistarkona og Einar Mika- el töframaður skemmta gestum mótsins í kvöld. Tæplega 500 pæjur á Siglufirði Ljósmynd/Sigurður Ægisson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.