Morgunblaðið - 09.08.2014, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 09.08.2014, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014 Jólaferð til Parísar Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Komdu með í dásamlega jólaferð til Parísar, einnar glæsilegustu borgar Evrópu. Töfrandi ljósadýrðin og hin mikla hátíðarstemning um alla borg skapa einstaka upplifun í upphafi aðventunnar. Verð: 109.900 kr. á mann í tvíbýli. Mikið innifalið m.a. skoðunarferð um París! Sp ör eh f. 27. - 30. nóvember Fararstjóri: Laufey Helgadóttir Gústaf Adolf Skúlason segir fráþví á blog.is að ný skoð- anakönnun í Austurríki sýni í fyrsta sinn að fleiri vilji að Aust- urríki gangi úr ESB en haldi áfram aðild. „46% að- spurðra vildu fara úr ESB en 44% vera áfram. Andstaðan við ESB vex stöð- ugt, þrátt fyrir að framkvæmdar- stjórnin vísi gagn- rýni á bug sem öfgaskoðunum. Leiðtogum ESB tekst ekki að galdra kreppuna burt, sem dýpkar með degi hverj- um,“ segir Gústaf.    Og hann heldur áfram: „Tilmarks um efnahagsstöðnun evrulands, þá þurfa bankar að borga fyrir innistæður hjá Seðla- banka Evrópu. Styttist óðum í stuðningskaup SE á ríkisskulda- bréfum til styrktar evrunni til að sanna í eitt skipti fyrir öll, að evran sé eini rétti gjaldmiðillinn.    ESB hefur valið aðra leið en Ís-lendingar og heldur fjölmörg- um bönkum á lífi í öndunarvél. Í Þýzkalandi telja margir að ekki sé hægt að þvinga Þjóðverja að greiða skuldir banka, sem ekki heyra beint undir fjármálaeftirlit Þýzka- lands. Málaferli eru í gangi og falli dómur Þjóðverjum í vil er óvíst með áframhaldandi greiðslur þeirra til fallinna banka í öðrum evrulöndum.“    Það þarf dálítið til að meirihlutimælist í Austurríki fyrir úr- sögn úr ESB. Ekki eru miklar líkur á að af þessu verði en viðhorfs- breytingin segir mikið um ástandið innan ESB.    Þar skynjar almenningur að ESBá í margvíslegum vanda þó að hér á landi sé enn til hópur manna sem berst fyrir aðild Íslands. Gústaf Adolf Skúlason Austurríkismenn vilja út úr ESB STAKSTEINAR Veður víða um heim 8.8., kl. 18.00 Reykjavík 14 skúrir Bolungarvík 9 alskýjað Akureyri 10 rigning Nuuk 6 léttskýjað Þórshöfn 14 léttskýjað Ósló 22 léttskýjað Kaupmannahöfn 22 léttskýjað Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 23 heiðskírt Lúxemborg 22 skýjað Brussel 20 léttskýjað Dublin 17 léttskýjað Glasgow 16 léttskýjað London 20 skúrir París 20 skúrir Amsterdam 20 skúrir Hamborg 25 heiðskírt Berlín 26 heiðskírt Vín 28 léttskýjað Moskva 21 heiðskírt Algarve 26 heiðskírt Madríd 35 léttskýjað Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 32 heiðskírt Róm 28 léttskýjað Aþena 27 léttskýjað Winnipeg 20 skýjað Montreal 22 léttskýjað New York 26 heiðskírt Chicago 26 léttskýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG   9. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:01 22:07 ÍSAFJÖRÐUR 4:49 22:28 SIGLUFJÖRÐUR 4:31 22:12 DJÚPIVOGUR 4:26 21:40 Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is „Viðskiptavinir fengu tilkynningu um breytta greiðslutilhögun í heimabanka, í tölvupósti og með hefðbundnum pósti og hafa við- skiptavinir almennt tekið þessu vel þar sem breytta greiðslutilhögunin hentar mörgum betur. Einhverjir hafa fengið sér ódýrari kreditkort eftir breytinguna, einkum þeir sem ferðast lítið,“ segir Dögg Hjaltalín, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka, um breytta greiðslutilhögun á ár- gjaldi kreditkorta viðskiptavina bankans. Þann 15. febrúar á þessu ári var greiðslutilhögun vegna árgjaldanna breytt hjá Íslandsbanka og er nú árgjald kreditkorta af tegundunum MasterCard og VISA hjá bankan- um veltutengt. Tryggingariðgjöld hækkuðu Dögg segir fyrirkomulagið fyrir breytingarnar hafa verið breytilegt eftir kortategundum. „50% afsláttur var mikið notaður í vildarþjónustunni ef viðskiptavin- ur uppfyllti ákveðin skilyrði. Einnig voru viðskiptavinir í einhverjum til- fellum með 100% afslátt af korta- gjaldi,“ segir Dögg. Hún segir veltutengingu árgjalda greiðslu- korta hafa verið tekna upp til að gæta samræmis í innheimtu gjalda vegna greiðslukorta. „Einnig hafa tryggingariðgjöld á kortum hækkað mikið og miklar breytingar hafa átt sér stað á kortamarkaði eftir hrun,“ segir Dögg. Hún segir veltutenginguna, sem gangi jafnt yfir alla einstak- linga sem eru í viðskiptum við bankann, ekki hafa verið setta á til að auka tekjur. „Þessi breyting var gerð til að auka gegnsæi í gjaldskrá greiðslukorta en ekki til þess að auka tekjur,“ segir Dögg. Hún segir örfáa viðskiptavini hafa haft samband við bankann vegna breytinganna. Samkvæmt upplýsingum á vef- svæði Íslandsbanka geta eigendur kortanna fengið afslátt á árgjaldi kortanna ef velta kortsins fer yfir ákveðna tölu sem bankinn gefur út. Þannig getur handhafi gullkorts fengið 25% afslátt af árgjaldi korts- ins sé velta á kortinu yfir 500 þús- und kr. á einu ári. Fari viðkomandi hins vegar yfir eina og hálfa milljón kr. í veltu fær viðkomandi 100% af- slátt af árgjaldinu. Handhafar plat- inum korta frá bankanum fá 25% af árgjaldinu sé velta kortsins yfir eina milljón kr. á einu ári. Fari við- komandi hins vegar yfir 3 milljónir kr. í veltu yfir árið er veittur 50% afsláttur af árgjaldi kortsins sem er 17.500 kr. fyrir MasterCard kort og 18.500 kr. fyrir VISA kort. Árgjald- ið er miðað við að enginn afsláttur sé gefinn. Árgjöld tengd kortaveltunni  Greiðslutilhögun vegna greiðslukorta hjá Íslandsbanka var breytt fyrr á árinu Morgunblaðið/Ómar Árgjald ÍSB rukkar nú árgjald í samræmi við veltu greiðslukorta. Staðfest hefur verið að drunur sem land- verðir heyrðu í Herðubreiðarlindum á miðvikudag hafi verið vegna snjóflóðs norðaustanmegin í fjallinu. Snjófleki fór af stað með miklum látum sem vörðu í um hálfa mínútu. Landverðirnir sem heyrðu drunurnar töldu að þarna væri skriða á ferðinni. Vitað var um franska ferðamenn á svæðinu en hálendisvaktin fann þá fljót- lega eftir að drunurnar ómuðu og höfðu þeir séð snjóflóð fara af stað langt uppi í fjallinu að sögn Hörpu Grímsdóttur, for- stöðumanns Snjóflóðaseturs Veðurstofu Íslands. „Þetta var gamalt skarð sem springur fram og brotnar upp í köggla og rífur með sér grjót, þannig að þetta varð blönduð skriða þegar neðar dró,“ segir Harpa í samtali við mbl.is. Hún segir óvenjulegt að snjóflóð falli á þessum tíma árs en engin sérstök hætta sé þó á ferðum. Óvenjulegt að snjóflóð falli á þessum tíma

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.