Morgunblaðið - 09.08.2014, Qupperneq 16
VIÐTAL
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson,
prestur í Seljaprestakalli, fékk strax
á fermingaraldri áhuga á því að
leggja fyrir sig guðfræðinám og lauk
hann guðfræði-
prófi frá Háskóla
Íslands 2006. Árið
eftir var Ólafur
Jóhann vígður
prestur með
áherslu á barna-
og æskulýðsstarf í
Seljaprestakalli
og skipaður prest-
ur við sama
prestakall árið
2009. Hann er nú
annar tveggja umsækjenda um emb-
ætti sóknarprests í Seljasókn.
„Þetta var í raun ákveðið um
fermingarveturinn, en þá fékk ég
fyrst áhugann eftir að hafa kynnst
starfi prestsins. Sem barn var ég al-
inn upp á kristnu heimili og má því
segja að ég hafi fengið kristindóminn
með móðurmjólkinni. Ég hvikaði svo í
raun aldrei frá því að gerast prestur,
en eftir því sem árin liðu jókst áhugi
minn á trúnni,“ segir Ólafur Jóhann.
Sóknarbörnin risu upp
- Á kirkjan erindi við fólk í nútíma-
samfélagi?
„Ég tel engan vafa leika á því og
sjáum við það e.t.v. best nú í aðdrag-
anda prestskosninganna. Það skiptir
fólk greinilega miklu máli hver
presturinn er og að allir geti leitað til
bæði hans og kirkjunnar þegar á þarf
að halda. Mörgum þykir bersýnilega
vænt um sína kirkju og fólk lætur
kirkjustarfið sig varða.“
Eftir að biskup Íslands, með vísan í
jafnréttislög, féllst ekki á tillögu val-
nefndar sem mælti með því að Ólafur
Jóhann fengi embætti sóknarprests
var ákveðið að auglýsa embættið að
nýju. Óskuðu sóknarbörn þá eftir al-
mennum prestskosningum milli um-
sækjenda stöðunnar og hófst þá
undirskriftasöfnun. Á þriðja þúsund
sóknarbarna skrifuðu undir á fjórum
dögum. Samkvæmt lögum er heimilt
að efna til almennra prestskosninga
fari þriðjungur atkvæðisbærra
sóknarbarna í prestakallinu fram á
það. Undirskriftirnar jafngilda hins
vegar 50% sóknarbarna.
- Komu þessi sterku viðbrögð
sóknarbarna þér á óvart?
„Ég verð nú að viðurkenna það.
Undirskriftirnar, sem komu á ein-
ungis fjórum dögum, sýna skýrt að
fólk vill hafa eitthvað um það að segja
hver næsti sóknarprestur verður.
Einnig tel ég undirskriftasöfnunina
mjög jákvæða fyrir kirkjuna og þá
einkum hversu mörg sóknarbörn
skrifuðu undir. Þetta segir sitt um
styrk kirkjunnar.“
Fermingarfræðslan mikilvæg
Í nútímasamfélagi er hlutverk
prestsins mjög margþætt og segir
Ólafur Jóhann miklar kröfur gerðar
til þeirra sem starfinu sinna. „Þær
eru allt frá því að geta tónað vel, vera
góður ræðumaður og sinna sálgæslu
yfir í að vera vinur fólksins á stundum
gleði og sorgar. Það sem hefur e.t.v.
breyst mest í gegnum aldirnar er
krafan um fjölbreytt og virkt starf
innan krikjunnar. Nú er ekki lengur
einungis haldin barnaguðsþjónusta
og messa heldur er þar unnið öflugt
starf alla daga vikunnar. Reynum við
því eftir fremsta megni að mæta ólík-
um hópum þótt grundvöllurinn sé
alltaf hinn sami, að fræða og boða
kristna trú.“
Aðspurður segir Ólafur Jóhann
mikilvægt að viðhalda öflugri og
góðri fermingarfræðslu. „Það er ekki
síst mikilvægt á okkar tímum því í
skólum hefur kennsla á biblíusögum
minnkað stórlega að undanförnu. Er
því brýnt að barna- og unglingastarf
kirkjunnar sé virkt, vandað og fræð-
andi,“ segir hann.
- Nær kirkjan og boðskapur henn-
ar vel til þeirra sem yngri eru?
„Ég tel svo vera enda hef ég fundið
fyrir almennri ánægju meðal þeirra
sem sækja kirkjuna heim. Hingað
getur fólk á öllum aldri komið á sín-
um eigin forsendum og upplifað sig
sem jafningja við næsta mann. En
kristin trú gengur einmitt út á kær-
leikann og að menn læri að meta aðra
til jafns við sjálfan sig. Hef ég því
ávallt lagt áherslu á að kirkjan sé
griðastaður allra og að fólk geti á
stundum sorgar sótt þangað frið og
skjól.“
- Hvaða stundir eru dýrmætastar í
starfi prestsins?
„Þær eru sem betur fer margar en
að fá að skíra lítið barn er dýrmæt og
einlæg stund. Annað sem kemur upp
í hugann er brúðkaup fólks og
fermingarathafnir unglinga. Þetta
eru oft á tíðum ógleymanlegar at-
hafnir og það er ákaflega gleðilegt að
fá að standa með fólki á slíkum tíma-
mótum enda er yfirleitt um stærstu
daga í lífi fólks að ræða.“
Kirkjan griðastaður
fólks í gleði og sorg
Grundvöllur kristinnar trúar helst þótt tímarnir breytast
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014
Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun
um móttöku 13 sýrlenskra flótta-
manna í neyð og að undirbúningur
vegna móttöku þeirra hefjist þeg-
ar í stað. Þetta var tilkynnt í gær.
Ákvörðunin er í samræmi við til-
lögu flóttamannanefndar og
Flóttamannastofnunar Sameinuðu
þjóðanna.
Ákvörðunin er tekin í framhaldi
af samþykkt ríkisstjórnarinnar 23.
maí síðastliðinn þar sem brugðist
var við ákalli Flóttamannastofn-
unar Sameinuðu þjóðanna til aðild-
arríkja sinna um að koma til að-
stoðar og taka á móti flóttafólki
frá Sýrlandi sem leitað hefur til
nágrannaríkjanna. Flóttamanna-
nefnd var þá falið að leggja fram
tillögu um einstaklinga sem tekið
skyldi á móti, að höfðu samráði við
Flóttamannastofnun Sameinuðu
þjóðanna. „Áhersla var lögð á að
bjóða hingað flóttafólki sem hefur
slasast eða stríðir við veikindi og
hefur því brýna þörf fyrir heil-
brigðisþjónustu,“ segir í frétt frá
ráðuneytum utanríkis- og velferð-
armála.
Sýrlenska flóttafólkið sem boðið
verður að koma til Íslands dvelur
nú í Tyrklandi. Þetta eru fjórar
fjölskyldur, þar af sex börn. Rík-
isstjórnin hefur falið flóttamanna-
nefnd að undirbúa móttöku fólks-
ins og leitast eftir samstarfi við
sveitarfélög á höfuðborgarsvæð-
inu, auk Rauða krossins á Íslandi
sem annast ýmsa þætti sem tengj-
ast móttöku flóttafólks samkvæmt
samningi við velferðarráðuneytið.
Fjórar fjöl-
skyldur koma
Tekið á móti 13 sýrlenskum flótta-
mönnum sem nú dvelja í Tyrklandi
Reuters
Sýrland Óöld hefur ríkt í landinu.
Tveir sækjast eftir embætti sóknarprests í Seljaprestakalli, Reykjavík-
urprófastsdæmi eystra. Eru það séra Ólafur Jóhann Borgþórsson, prest-
ur í Seljaprestakalli, og guðfræðingurinn Fritz Már Berndsen Jörgensson
en rætt var við hann í Morgunblaðinu hinn 31. júlí síðastliðinn.
Séra Hans Markús Hafsteinsson Isaksen hætti nýverið við að sækjast
eftir embættinu en áður höfðu alls sjö sótt um það, þar af tvær konur.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna prestskosninganna sem fram
fara laugardaginn 16. ágúst nk. fer fram alla virka daga á biskupsstofu og
í safnaðarheimili Seljakirkju.
Tveir sækjast eftir embætti
PRESTSKOSNING
Ólafur Jóhann
Borgþórsson
Ljósmynd/Sjöfn Ólafsdóttir
Gleðistund Séra Ólafur Jóhann Borgþórsson, prestur í Seljaprestakalli, segir starfið ríkt af dýrmætum stundum.