Morgunblaðið - 09.08.2014, Side 18

Morgunblaðið - 09.08.2014, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014 STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Áhugamenn um laxveiði rýna þessa dagana í veiðitölur sem aldrei fyrr, en segja má að enn skilji sundur með norðlensku ánum og þeim á Vestur- landi. Ljómandi veiði hefur verið í Blöndu og þá hafa veiðst 309 laxar á hvora stöng í Laxá á Ásum, sem kalla má afar gott, því að 100 laxar á stöng hefur þótt viðunandi í flestum ám yfir sumarið. En lélegar smálaxa- göngur í árnar á Vesturlandi halda áfram að vera áhyggjuefni, laxarnir eru fáir og í mörgum tilvikum líka mjög smáir. „Reynslan er sú að eftir kalt vor kemur alltaf lítil smálaxaganga,“ seg- ir Jón Kristjánsson fiskifræðingur þegar leitað er eftir áliti hans á léleg- um smálaxagöngum í árnar í sumar. Jón hefur starfað sjálfstætt frá árinu 1986 og unnið að rannsóknum í mörgum laxveiðiám. Hann segir að í umræðunni þar sem menn leiti skýr- inga á lélegum heimtum laxa úr sjó minnist enginn á kuldann sem var á landinu vorið 2013. Hann segir þetta mynstur hafa verið greinilegast eftir kuldavorið 1979 og svo nú, en köld vor voru 2011 og 2013, og göngurnar sumrin á eftir lélegar. Að sjálfsögðu eru fleiri meðvirkandi þættir, segir hann, eins og ætið í sjónum, en þess ber að geta að í köldu vori er einnig kaldara og væntanlega þá átuminna til sjávarins. En það sé þáttur sem erfitt eða ómögulegt sé að mæla. Ekki makríl að kenna „Margir samverkandi þættir mæt- ast á jafn köldu vori og í fyrra,“ segir Jón. „Seiðin þrosakast verr og seinna til niðurgöngu. Þau þurfa að éta mik- ið og stækka áður en þau fara út til sjávar, þau þurfa að fara í göngubún- ing og það er orkukræft ferli. Í kulda þroskast þau seinna en flest sumur, og jafnvel getur verið að þau nái þessu ekki og verði eftir. Niðurgöng- unni seinkar eðlilega og það teygist úr göngunni. Köldu vori tengjast líka þurrkar, þá er norðanátt og lítið og tært vatn sem gerir seiðin auðveldari bráð fyrir fugl og fisk, til að mynda þorsk sem rannsóknir í Noregi hafa sýnt að leit- ar í ósa ánna. Þegar vorflóð koma sullast seiðin niður og niðurgangan gengur betur. Þá er sjórinn líka kaldur á köldum vorum, og átulítill, og erfiðara fyrir seiðin að aðlagast seltunni. Sem þýð- ir að vaxtartíminn er styttri vegna seinkunar göngu og minnkandi ætis. Allir þessir þættir virka í sömu áttt, valda hærri dánartölu seiða og hæg- ari vexti.“ Jón segir þetta hafa verið mest áberandi vorið 1979 og sumarið 1980. Þá hafi vorið verið óvenju kalt og göngur sumarið eftir með sama móti og nú. Hann segir alltaf vera gott ástand á seiðunum í ánum, hitastigið að vori sé áhrifavaldur. „Það er ekk- ert hægt að gera í þessu.“ Margir hafa velt fyrir sér hvort makrílgöngum sé um að kenna en Jón telur þær ekki skipta miklu máli fyrir laxinn. „Síldin étur það sama og makríllinn og hún hefur verið hér við landið, og étur kannski frá ein- hverjum, en ekki er vitað mikið um það hvað laxinn er að éta í sjónum.“ Jón bendir á að í hinni góðu veiði í Blöndu nú sé helmingur veiðinnar stórlax. Stóra gangan af smálaxinum í fyrra beri uppi stórlaxagöngurnar fyrir norðan nú. „Þetta er flókið mynstur og hægt að benda á hvernig landið liggur en ekki mikið meira. En það má búast við því að þessu lélega ástandi nú fylgi lélegri göngur af stórlaxi næsta sumar. Það gerist allt- af.“ Stórlaxamok í Aðaldal Veiðimaður sem var í Norðurá á dögunum sagði veiðina hafa verið dræma, eins og tölur endurspegla, en aðeins hafi 32 löxum verið landað í hollinu. Inni á milli voru frekar smáir laxar en einnig veiddust 90, 85 og 78 cm fiskar. Veiðin er að aukast í Rangánum, sem báðar hafa tekið kipp undan- farna viku. Veiðimaður sem rætt var við sagði rúmlega 100 laxa hafa veiðst á þremur vöktum í Ytri-Rangá í vik- unni og var það „níutíu prósent smá- lax“. Stórstreymt er eftir helgi og má búast við að göngurnar haldi því enn áfram að styrkjast þar á Suðurland- inu. „Eftir þetta hörmulega flóðavor hér í Selá í Vopnafirði í vor hefur veiðin þróast nokkuð vel,“ segir Orri Vigfússon. „Ætli menn séu ekki að veiða 20 til 25 laxa á dag að meðaltali núna. Ennþá er þetta fyrst og fremst stóri laxinn eins og annars staðar. Um helmingur eins árs laxins er í góðu lagi en hinn helmingurinn er ansi lítill. En vel að merkja, hér hefur iðulega veiðst slatti af litlum löxum, það er hluti af eðlilegu lífríki hérna.“ Orri segir að áin hafi vaxið mikið í gærmorgun eftir rigningu og menn búist við litlu, „en það voru tveir og þrír laxar á hverja stöng. Þetta er náttúrlega Selá! Hún á að vera svona á hverri vakt,“ segir hann og bætir við að í umræðunni um lélegan smá- lax sé sjálfsagt að benda á að þessi sama staða sé uppi í löndunum í kringum okkur, smálaxinn sé einnig rýr og göngur slappar í Noregi, Skot- landi, Kanada og Írlandi. „Þetta er eitthvað í lífríkinu sem menn áttta sig ekki á.“ Aðspurður segir Orri veiðina í Hofsá hafa verið heldur dræma og að hann skilji ekki hvers vegna. Fyrr dró úr flóðum þar en í Selá. „En í Laxá í Aðaldal hefur verið meiriháttar mok af stórlaxi. Holl sem lauk veiðum á átta stangirnar á svæðum Laxárfélagsins fékk rúm- lega 60 laxa, og það var hending að fá fisk undir fimmtán pundum. Á næst- um hverri vakt eru að veiðast tuttugu punda laxar. Menn eru kátir – en auðvitað vildum við sjá líka gusur af smálaxi,“ segir Orri. „Eftir kalt vor kemur lítil smálaxaganga“  Fiskifræðingur kennir kulda í fyrra um slæmar heimtur Ljósmynd/Þorsteinn Ólafs Hængur Bandaríski veiðimaðurinn Tom Zukovich með 85 cm hæng sem hann veiddi í Torfafit í Norðurá. 32 laxar veiddust í hollinu. Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is* Tölur liggja ekki fyrir ** Staðan 30. júlí Blanda (14) Eystri-Rangá (18) Miðfjarðará (10) Þverá-Kjarrá (14) Ytri-Rangá & Hólsá, vesturb.(20) Norðurá(15) Laxá á Ásum (2) Haffjarðará (2) Selá í Vopnafirði (7) Laxá í Aðaldal (18) Elliðaárnar (6) Vatnsdalsá (7) Víðidalsá (8) Laxá í Kjós (8) Hofsá með Sunnudalsá (10) Grímsá og Tunguá (8) Hítará (6) Svalbarðsá (3) Langá (12) Leirvogsá (2) Flókadalsá (3) Straumfjarðará (4) Ormarsá (4) Laxá í Leirársveit (6) Skjálfandafljót, neðri hluti (8) Veiðivatn (Stangafjöldi) Veiði Á sama tíma Staðan 6. ágúst 2014 2013 2012 2.113 1.733 1.938 2.253 1.865 2.564 672 1.495 841 606 870 629 445 603 * 997 * * 1.551 396 640 424 * 567 265 820 1.833 821 521 1.853 731 146 826 997 317 700 196 190 263 572 294 * 201 600 145 230 171 * 185 209 1.563 1.306 860 851 843 733 618 567 565 518 363 324 324 322 306 302 272 251 225 214 212 206 206 ** 204 200 Ljósmynd/Jón Heimir Lukkulegur Chad Pike setti í sannkallaðan stórlax, tuttugu punda, á veiði- staðnum Undir klöpp í Fljótaá. Laxinn tók hina margreyndu Frances-túpu. Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700 • Barnalæsing • Mikil einangrun • CE vottuð framleiðsla • Sérsmíði eftir málum • Glerjað að innan • Áratuga ending • Næturöndun VELDU VIÐHALDSFRÍTT PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar Heildarfjöldi frjó- korna í júl- ímánuði reyndist 2.567 frjó á hvern rúmmetra, sem er vel yfir með- altali áranna 1998 – 2013 (764 frjó/ m3). Mest var um grasfrjó í lofti á Akureyri í júlí eða 2.389 frjó/m3 sem er langt yfir meðaltali. Í júlí mældist frjótala grasa 50 frjó/m3 eða hærri í 12 daga og hæst fór frjó- talan í 345 frjó á hvern rúmmetra þann 24. júlí. Aldrei hefur mælst hærri frjótala á Akureyri síðan mæl- ingar hófust en munar þó ekki miklu því þann 18. ágúst 2003 fór frjótala grasa í 341 frjó/m3. Þetta kemur fram tilkynningu frá Nátt- úrufræðistofnun. Heildarfjöldi frjókorna í Garðabæ í júní reyndist 907 frjó/m3 sem er vel yfir meðaltali síðustu ára. Frjókorn aldrei meiri Frjókorn Við garð- yrkju á Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.