Morgunblaðið - 09.08.2014, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014
Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpi@stolpigamar.is
Gámaleiga
Er gámur lausnin fyrir þig?
Við getum líka geymt gáminn fyrir þig
568 0100
stolpigamar.is
HAFÐU
SAMBAND
Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur
Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Smábátar hafa flykkst til Hólma-
víkur síðustu daga til makrílveiða í
Steingrímsfirði. Var þeim sumum
hverjum ekið landleiðina á vöru-
bílum, aðallega frá Ólafsvík. Í byrjun
vikunnar var talið að veiði væri farin
að glæðast á svæðinu en í gær urðu
menn minna varir við makrílinn.
Ekki er búist við sömu makríltorfum
og um svipað leyti í fyrra, þegar
Steingrímsfjörður fylltist af makríl
og smábátasjómenn hópuðust til
Hólmavíkur.
Í fyrra var alls um 1.300 tonnum
landað á Hólmavík og mest 280 tonn-
um á sólarhring. Að sögn Ingibjarg-
ar Benediktsdóttur á Hólmavík voru
17 bátar að veiðum innst í Stein-
grímsfirði í gærmorgun og þá töluðu
sjómenn bara um „smá kropp“.
Fljótt að breytast
Að sögn Sigurðar Marinós Þor-
valdssonar, hafnarvarðar á Hólma-
vík eru alls um 16 aðkomubátar
komnir og með heimamönnum séu
hátt 30 makrílbátar tilbúnir í slag-
inn.
Sigurður segir að í vikunni hafi
frést af 10 tonna veiði hjá einum báti
í tveimur ferðum og það hafi líklega
spyrst út til annarra smábátasjó-
manna, minnugir mokveiðinni í
fyrra.
„Menn hafa væntanlega haldið að
það væru að koma hingað torfur en
þær hafa ekki látið sjá sig. Þó veit ég
að báturinn Addi afi sigldi í gegnum
þrjár torfur í morgun [gærmorgun],
þannig að þetta er fljótt að breyt-
ast,“ sagði Sigurður við Morgun-
blaðið um miðjan dag í gær. Síðan
um helgi hafði rúmum 37 tonnum af
makríl verið landað á Hólmavík.
„Það er ekkert hægt að kvarta
undan því þó að þetta sé ekkert í lík-
ingu við veiðina í fyrra,“ bætti hann
við.
Annars hafa smábátar aðallega
verið á makrílveiðum á tveimur stöð-
um undanfarnar vikur, úti fyrir
Snæfellsnesi og Reykjanesi. Veiðin
hefur verið nokkuð góð, alls um
2.500 tonn. Alls hafa hátt í 100 bátar
stundað þessar veiðar.
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeigenda,
fylgist vel með veiðunum og segir
þær hafa gengið ljómandi vel. Hann
segir það hafa verið magnaða sjón að
sjá vörubílalestina fara frá Ólafsvík
og vestur. Skiljanlega vilji menn
leita þangað sem einhverja veiði sé
að hafa.
„Makríllinn er þarna í Steingríms-
firði og ef hann gefur sig er þetta
fljótt að gerast. Bátarnir eru vel
græjaðir og menn eru komnir með
mikla reynslu af þessum veiðum.
Þetta er dálítið eins og að spila á
spilakassa, menn fá vinninginn ann-
að slagið en þeir verða þá að standa
við kassann,“ sagði Örn við Morgun-
blaðið í gær.
Morgunblaðið/Alfons
Flutningar Nokkrir smábátasjómenn í Ólafsvík brugðu á það ráð að flytja bátana landleiðina á vörubílspalli til
Hólmavíkur. Einir átta bátar voru fluttir á fimmtudeginum en þá var bræla á sjóleiðinni norður fyrir.
Vonast eftir makríl-
torfu í Steingrímsfirði
Smábátar flykktust til Hólmavíkur Sumir fluttir á landi
Ljósmynd/Ingibjörg Benediktsdóttir
Hólmavík Þéttskipað var í Hólmavíkurhöfn þegar smábátarnir voru sjósett-
ir og gerðir klárir til veiða á makríl á Steingrímsfirði. Lítið veiddist í gær.
Alls útskrifuðust 3.574 stúdentar úr
35 skólum skólaárið 2011-2012, sem
er 10,6% fjölgun frá skólaárinu áður.
Ekki höfðu áður brautskráðst fleiri
stúdentar á einu skólaári og aldrei
áður hafa svo margir skólar braut-
skráð stúdenta, að því er fram kem-
ur í upplýsingum frá Hagstofunni.
Hlutfall stúdenta af fjölda tví-
tugra hækkaði umtalsvert frá fyrra
ári, úr 69,2% í 74,1%, og hefur aldrei
verið hærra. Konur voru 59,1% ný-
stúdenta. Brautskráningum með
stúdentspróf að loknu starfsnámi
hefur fjölgað ár frá ári undanfar-in
ár, og voru 742 skólaárið 2011-2012.
Þá hefur brautskráðum stúdent-
um, sem eru 19 ára og yngri, fjölgað
nokkuð. Hlutfall þeirra var 9,8% af
öllum stúdentum skólaárið 2011-
2012, var 8% árið þar áður og 5-6% á
árunum 2004 til 2009. Eru konur lík-
legri en karlar til að verða stúdent 19
ára eða yngri.
Færri með sveinspróf
Alls brautskráðust 6.118 nemend-
ur af framhaldsskólastigi með 6.761
próf skólaárið 2011-2012. Það er
fjölgun um 534 nemendur frá fyrra
ári, eða 9,6%. Fjölgunina má aðal-
lega rekja til fleiri brautskráninga
með ýmis styttri próf af framhalds-
skólastigi og til fjölgunar stúdenta.
Stúlkur voru fleiri en piltar meðal
brautskráðra, eða 54,5%. Sveinspróf
voru 518 og fækkaði um 7,5% frá
fyrra ári. Karlar voru 73,7% þeirra
sem luku sveinsprófi. Brautskrán-
ingum með sveinspróf hefur fækkað
um nærri 30% frá skólaárinu 2008-
2009. Á vef Hagstofunnar er einnig
greint frá brautskráningum á há-
skólastigi skólaárið 2011-2012.
Stúdentum fjölg-
aði um 10,6%
Hagstofan gerir upp árið 2011-2012
Landsnet áformar að leggja raflín-
una á milli Hellu og Hvolsvallar,
Hellulínu 2, í jarðstreng. Kostnaður
er svipaður og við loftlínu, að sögn
Guðmundar Inga Ásmundssonar,
aðstoðarforstjóra Landsnets.
Gömul 66 kílóvolta raflína á tré-
staurum liggur á milli Hellu og
Hvolsvallar. Vegna framkvæmda
við nýtt hótel á Hellu þurfti Lands-
net að færa línuna á Hellu, til
bráðabirgða, en hefur nú óskað eftir
leyfi hjá Orkustofnun til að end-
urnýja hana. Landsnet vill leggja
nýju línuna í jarðstreng.
Kostnaður um 450 milljónir
Guðmundur Ingi segir að auka-
kostnaður við jarðstreng með þess-
ari spennu sé hverfandi, miðað við
loftlínu. Kostnaður er áætlaður um
450 milljónir kr. Ekki hefur verið
ákveðið hvenær ráðist verður í
framkvæmdina en Guðmundur Ingi
reiknar með að tillaga um hana
verði tekin til athugunar við gerð
kostnaðaráætlunar fyrir næsta ár.
Sveitarfélögin Rangárþing ytra
og Rangárþing eystra gera bæði
ráð fyrir jarðstreng í sínu að-
alskipulagi.
Guðmundur Ingi gerir ráð fyrir
að þótt strengurinn verði áfram á
66 kílóvolta spennu verði leiðararnir
sverari og hann verði því öflugri en
núverandi lína. Tilgangurinn er að
anna aukinni raforkunotkun á Suð-
urlandi í nánustu framtíð.
Rætt verður við Vegagerðina um
möguleika þess að leggja strenginn
um brúna á Rangá.
helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hella Flytja þurfti raflínuna til við byggðina á Hellu á Rangárvöllum.
Endurnýjuð Hellulína
lögð í jarðstreng