Morgunblaðið - 09.08.2014, Qupperneq 21
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Einelti á vinnustöðum getum verið dýrkeypt
á ýmsan hátt. Auk vanlíðunar þeirra sem
fyrir því verða getur fjárhagslegur kostnaður
fyrirtækja í slíkum málum verið umtals-
verður. Talsvert skortir á
að tekið sé faglega á ein-
eltismálum á vinnustöðum
og umræðan um þessi mál
er styttra á veg komin hér
en í mörgum öðrum lönd-
um.
Þetta segir Brynja
Bragadóttir, doktor í
vinnu- og heilsusálfræði,
sem nýverið stofnaði ráð-
gjafarfyrirtækið Officium
ásamt Hildi Jakobínu
Gísladóttur. Officium sérhæfir sig í að skapa
heilbrigða vinnustaðamenningu og að fyr-
irbyggja einelti á vinnustöðum.
Brynja segir kannanir sýna að einelti á ís-
lenskum vinnustöðum sé 4-6% að meðaltali.
Til séu vinnustaðir þar sem það sé talsvert
meira, allt upp í 12%, og víða sé það talsvert
minna. Þetta séu áþekkar tölur og annars
staðar á Norðurlöndum og í Bretlandi.
Brynja hefur starfað við ráðgjöf sem þessa
í tíu ár og hefur séð miklar breytingar á
vinnustaðamenningu hér á landi á þeim tíma.
„Með bankahruninu urðu miklar breytingar.
Minna starfsöryggi hjálpar ekki til í barátt-
unni gegn einelti.“
Viðhorf yfirmanna mikilvægt
Spurð um hvað fái fólk til að haga sér
svona gagnvart vinnufélögum sínum segir
Brynja að persónueinkenni gerenda og þol-
enda skipti vissulega máli, en séu ekki aðal-
atriðið. „56% skýringanna eru stjórn-
unartengdir þættir. Rannsóknir sýna að
menning og umhverfisþættir eru helstu þætt-
ir í að einelti viðgengst. Dæmi um þætti sem
geta ýtt undir einelti, en hægt er að bæta,
eru: óljós markmið, skortur á stuðningi,
miklar kröfur og litlir möguleikar á þjálfun.
Svo skiptir miklu máli hvert viðhorf yf-
irmanna er til samskipta. Hættuleg staða
getur komið upp þegar þeir taka ekki á
hegðun sem á ekki að líðast.“
Mest í heilbrigðisgeiranum
Brynja segir einelti í einstökum starfs-
greinum lítið hafa verið rannsakað hér á
landi, en erlendar rannsóknir sýni að mikið
einelti sé í heilbrigðisgeiranum. „Einnig hef-
ur einelti mælst mikið í kennarastéttinni og
þetta væri vissulega vert að skoða hér á Ís-
landi.“
Brynja segir það geta verið dýrkeypt að
skera niður á þessu sviði, því þar sem einelti
þrífist séu minni afköst, auknar fjarvistir og
meiri starfsmannavelta. „Það getur því kost-
að mikið að taka ekki á vandanum. Annað,
sem hefur verið að aukast hér á landi, eru
lögsóknir á hendur vinnuveitendum sem ekki
taka á eineltismálum. Það getur verið gríð-
arlega kostnaðarsamt. Svo getur umfjöllun
fjölmiðla um einstök mál skaðað ímynd fyr-
irtækja og stofnana. Það getur verið erfitt að
bæta fyrir það.“
Gerandinn afsakaður
Hvernig er almennt tekið á einelti á vinnu-
stöðum? „Það er mjög mismunandi, en því
miður eru oft fundnar ýmsar skýringar á
hegðun gerandans. Í 70% tilvika er gerand-
inn stjórnandi og hefur því meiri völd en sá
sem fyrir eineltinu verður. Svo er algengt að
þolendur láti ekki vita, þeir eru hræddir um
að vera látnir fara. Þessi ótti er ekki ástæðu-
laus, því þeir sem láta vita af einelti eru því
miður alltof oft látnir fara og þurfa þá að líða
enn meira. En það er hætt við að eineltið
haldi bara áfram, gerandinn taki einfaldlega
einhvern annan fyrir.“
Víða erlendis eru skýrar reglur um hvern-
ig hegðun er viðeigandi á vinnustöðum. Þurf-
um við á slíkum reglum að halda? „Já, það er
mikilvægt að á íslenskum vinnustöðum, ekki
síður en erlendum, að skilgreina æskilega og
óæskilega hegðun í starfshóp. En það þyrfti
að skilgreina í ríkari mæli hvað teljist vera
eðlileg samskipti á vinnustað.“
Einelti á vinnustöðum getur verið dýrkeypt
Stjórnendur eru 70% þeirra sem leggja í einelti á vinnustöðum Þolendur eru oft látnir
taka pokann sinn Einelti á vinnustöðum leiðir til minni afkasta og meiri starfsmannaveltu
Morgunblaðið/Golli
Sjálfsvíg Talið er að vaxandi tíðni sjálfsvíga ungs fólks eigi sér rætur í breyttum þjóðfélags-
aðstæðum þessa aldurshóps. Hildur Einarsdóttir fjallar um þau félagslegu og andlegu skilyrði
sem geta ýtt undir þá hugsun að unglingnum finnst sjálfsvíg eina lausnin.
Brynja Bragadóttir
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014
www.volkswagen.is
Atvinnubílar
HEKLA býður nú fyrirtækjum Volkswagen Crafter, Extreme Edition, hlaðinn aukabúnaði á einstaklega hagstæðu
mánaðargjaldi. Greitt er fast mánaðarlegt leigugjald og bifreiðinni einfaldlega skilað í lok leigutímans.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Umboðsmenn: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
Volkswagen Crafter á rekstrarleigu
Staðalbúnaður: ESP stöðugleikastýring og spólvörn, Hill Holder og
tregðulæsing, ABS bremsur, rennihurð báðum megin, loftpúðar fyrir ökumann
og farþega, rafstýrðir upphitaðir hliðarspeglar, fjarstýrð samlæsing, 2 sæta
bekkur með geymslurými, armpúðar á bílstjórasæti, fullkomin aksturstölva,
útvarp með geislaspilara, 270° opnun á afturdyrum.
Millilangur háþekja Langur háþekja
VW Crafter með Extreme
Edition aukahlutapakka 5.840.637 6.039.841
Sértilboð 4.613.546 4.772.908
12 mán. rekstrarleiga 12 mán. rekstrarleiga
Rekstrarleiga 128.559 pr. mán. 131.497 pr. mán.
Aukahlutapakki: Hraðastillir (Cruise control), gólfklæðning, hliðarklæðning,
fjaðrandi, hæðarstillanlegt og upphitað bílstjórasæti með armpúðum,
vélarhitari með fjarstýringu og tímastilli, rafmagnsmiðstöðvarhitari,
fjarlægðaskynjarar að framan og aftan, aðgerðarstýri, rennur í flutningsrými,
hliðarlýsing, díóðulýsing í flutningsrými.
Öll verð eru án vsk.