Morgunblaðið - 09.08.2014, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 09.08.2014, Qupperneq 22
FRÉTTASKÝRING Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Sérfræðingahópur Landssamtaka lífeyrissjóða (LL) leggst eindregið gegn því að heimild lífeyrissjóða til að veita bein fasteignaveðlán verði afnumin. Slík breyting dragi úr samkeppni um lánskjör og sé jafnframt líkleg til að fækka val- kostum lántaka um lánaskilmála. Verkefnisstjórn um framtíðar- skipan húsnæðismála, sem félags- málaráðherra skipaði í fyrra, hefur lagt til að tekið verði upp húsnæð- iskerfi að danskri fyrirmynd þar sem lánveitingar til húsnæðis- kaupa fari í gegnum sérstök hús- næðislánafélög. Félögin megi ein- göngu lána til húsnæðiskaupa og fjármagna útlán með útgáfu sér- tryggðra húsnæðisveðskuldabréfa. Í umsögn sérfræðingahóps LL er bent á að lífeyrissjóðir hafi um áratugaskeið gegnt lykilhlutverki þegar kemur að fjármögnun íbúð- arhúsnæðis. Hlutdeild þeirra í beinum íbúðalánum hafi að jafnaði verið á bilinu 11-13% síðustu miss- erin. „Þátttaka lífeyrissjóða á markaði fyrir fasteignaveðtryggð lán til einstaklinga byggir á ára- tuga sögu og reynslu, hefur verið eftirsótt af lántökum og aukið úr- val í framboði til einstaklinga. Hún hefur leitt til virkari samkeppni og hefur ekki hindrað aðra lánveit- endur til virkrar þátttöku á þess- um markaði,“ segir í umsögninni. Ekki sé því tilefni til að tak- marka þessar heimildir lífeyris- sjóðanna, eins og lagt er til. Hópurinn gerir ennfremur fyrir- vara um nauðsyn þess að „skikka alla lánveitendur sem veita fast- eignaveðlán til einstaklinga til að gera það í gegnum sérstök hús- næðislánafélög“. Ekki sé heldur ráðlegt að skylda lífeyrissjóðina til að setja á stofn húsnæðislánafélög – með tilheyrandi kostnaði – sem selur þeim sjálfum skuldabréf. Valfrelsi lántaka lykilatriði Í tillögum sínum leggur verkefn- isstjórnin til að lán verði til fram- tíðar óverðtryggð. Sérfræðinga- hópurinn telur hins vegar mikilvægt að lögð verði áhersla á valfrelsi lántakenda. Skapaðar verði aðstæður sem stuðli að fjöl- breytni í lánakostum. „Ekki er lagst gegn því að vægi óverð- tryggðra lána aukist, ef lántak- endur velja þann kost, en forsenda þess að sá valkostur verði farsæll til lengdar er að jafnvægi náist í efnahagsmálum Íslands,“ segir í umsögninni. Gjaldmiðillinn þurfi að haldast stöðugur og verðbólgan lág. „Lífeyrissjóðir munu alltaf geta boðið upp á óverðtryggð lán, en eftir því sem óvissa með verð- bólguhorfur er meiri er líklegt að slík lán verði dýrari en verðtryggð lán,“ segir í umsögn hópsins. Það orki því tvímælis að einskorða framboð íbúðalána við óverðtryggð lán áður en stöðugleika sé náð í efnahagsmálunum. Lífeyrissjóðir mótfallnir af- námi beinna fasteignalána Morgunblaðið/Styrmir Kári Húsnæðislán Hlutdeild lífeyrissjóðanna í beinum íbúðalánum hefur verið á bilinu 11-13% á síðustu misserum. Stórir kaupendur » Í umsögn hóps LL segir að lífeyrissjóðir hafi þá sérstöðu að aðkoma þeirra sé tvenns konar, bæði sem lánveitendur og kaupendur að bréfum. » Þeir muni verða langstærstu kaupendur þeirra bréfa sem gefin verða út til að fjármagna nýja húsnæðiskerfið. » Ekki sé ráðlegt að skylda þá til að stofna húsnæðislána- félög sem selja þeim bréf.  Sérfræðingahópur LL segir reynsluna af lánum lífeyrissjóðanna almennt góða 22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014                                      ! "!#$ #" $$ "# %"  $ &'()* (+(      ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 "  %$ !% "!$  #% $$$ " %!$ $% %   ! !$# "! ### $$ "% %% $ " % "!$# Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Júlímánuður var stærsti mánuður í sögu flugfélagsins Primera Air, en félag- ið flutti 155 þúsund farþega og flaug 1.006 flugferðir í mánuðinum. Sætanýting var 91% í mánuðinum og er um að ræða 14% aukningu frá fyrra ári, að því er segir í tilkynningu. Flestir farþeganna koma frá Dan- mörku og Svíþjóð, en í tilkynningunni segir einnig að aukningin frá Íslandi hafi verið afar ánægjuleg. Primera Air rekur nú átta Boeing 737 New Generation vélar og mun bæta við níundu vélinni í byrjun næsta árs í kjölfar nýrra verkefna sem félagið er að afla sér. Júlí metmánuður í sögu félagsins Primera Air ● Hagnaður Allianz, stærsta trygginga- félags í Evrópu, nam 1,76 milljörðum evra á öðrum ársfjórðungi, jafngildi 273 milljarða króna. Hagnaðurinn jókst um 10,5% á milli ára sem er mun meira en greinendur höfðu spáð. Hagnaður Allianz á fyrri helmingi árs- ins nemur samtals 3,4 milljörðum evra, jafngildi 528 milljarða króna, sem er 3% aukning á milli ára. Allianz áætlar að hagnaður ársins verði í kringum 10 milljarðar evra, að því gefnu að nátt- úruhamfarir og markaðssveiflur verði ekki verulega umfram spár. Afkoma Allianz umfram væntingar greinenda STUTTAR FRÉTTIR ... Hagnaður sjóðstýringarfélagsins Stefnis, sem er í eigu Arion banka, jókst um 42% milli ára. Hagnaðurinn nam alls 1.046 milljónum króna í fyrra samanborið við 736 milljóna króna hagnað árið 2012. Rekstrargjöld félagsins drógust saman um tæpar 908 milljónir króna milli ára. Það skýrist af því að var- úðarfærsla upp á 500 milljónir króna, sem var færð á árinu 2012 vegna dómsmáls sem slitastjórn Lands- bankans höfðaði á hendur félaginu, var færð til baka í fyrra. Héraðsdóm- ur hafði komist að þeirri niðurstöðu að Stefni bæri að greiða umdeilda fjárhæð, en málinu var áfrýjað til Hæstaréttar sem sýknaði félagið í janúar á þessu ári. Hreinar rekstrartekjur námu tæp- lega 1,7 milljörðum króna og drógust saman um 24% á milli ára. Eignir í virkri stýringu félagsins jukust hins vegar á árinu úr rúmlega 386 millj- örðum í 414 milljarða. Þá lækkuðu skuldir félagsins á milli ára og námu 667 milljónum króna. Í skýrslu stjórnar segir að mikill munur hafi verið á ávöxtun eftir eignaflokkum á árinu. Skuldabréfa- sjóðir hafi skilað töluvert lægri nafn- ávöxtun en undangengin ár, en rekja megi helstu ástæður til styrkingar krónunnar í upphafi árs með lækk- andi verðbólgu og hækkunar á ávöxt- unarkröfu verðtryggðra skuldabréfa. Þá hafi óvissa tengd kjarasamning- um, skuldalækkanir stjórnvalda og niðurstöður fjárlagafrumvarps einnig haft áhrif á skuldabréfamarkaðinn. Hlutabréfasjóðir og blandaðir sjóð- ir með áherslu á hlutabréf áttu mjög gott ár. Til marks um það skilaði „Stefnir – ÍS 15“ yfir 43% nafnávöxt- un í fyrra og „Stefnir – Samval“ yfir 21% ávöxtun. kij@mbl.is Morgunblaðið/Júlíus Dótturfélag Sjóðstýringarfélagið Stefnir er dótturfélag Arion banka. Hagnaður Stefnis milljarður í fyrra  Rekstrartekjur drógust saman um 24% milli ára0 kr. útborgun Langtímaleiga Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða. Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll, engin útborgun, tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert vesen við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald. Losnaðu við vesenið með langtímaleigu Kynntu þér málið í síma 591-4000 Á R N A S Y N IR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.