Morgunblaðið - 09.08.2014, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 09.08.2014, Qupperneq 39
MINNINGAR 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014 taka vel á móti þér, kæri bróðir. Með mikilli hlýju, Kári, Guðný og fjölskylda. Í dag kveðjum við elskulegan bróður okkar, hann Rulla, og það er sárt. Það er stórt skarð höggv- ið í stóran systkinahóp okkar en Rulli er sá fyrsti af fimmtán systkinum sem kveður þennan heim. Við minnumst hans sem skemmtilegrar og glaðlegrar manneskju. Við vorum allar innan við tíu ára gamlar þegar Rulli flutti vestur en hann kom reglulega heim í Kópavoginn og það var gaman að fá hann í heimsókn í foreldrahúsin því það var alltaf stutt í hláturinn og glettnina hjá honum Rulla okkar. Rulli hélt alltaf góðum tengslum við systkini sín og hann lét sig sjaldan vanta í fjölskyldu- boðin þótt um langan veg væri að fara. Það var mikið áfall fyrir okkur öll þegar Rulli fékk heilablóðfall síðasta sumar og það vakti upp sárar minningar frá því að pabbi fékk samskonar áfall aðeins 59 ára gamall. Við vonuðum að Rulli næði að ná einhverjum bata en það varð því miður ekki og heilsu hans hrakaði allt frá fyrstu blæð- ingunni. Við sendum Guðbjörgu, börn- um, tengdabörnum og barna- börnum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Takk fyrir samfylgdina, Rulli okkar. Lára, Sólveig og Svandís. Fallinn er frá bróðir okkar Runólfur, eða Rulli, eins og við í fjölskyldunni kölluðum hann. Rulli var aðeins 67 ára að aldri, sá þriðji í röðinni af fimmtán systkinum. Mig langar að segja frá æsku okkar í stórum drátt- um. Foreldrar okkar voru Ingólfur Hannesson og Sigríður Sólveig Runólfsdóttir. Þau fluttu í Kópa- vog um 1946, voru þar frum- byggjar og ráku stórt hænsnabú á sunnanverðu Kársnesinu. Við systkinin tókum virkan þátt í rekstri búsins. Þá var Kópavogur bara lítið sveitaþorp með örfáum íbúðarhúsum og sumarbústöð- um. Vegir voru bara malarvegir og engar gangstéttar. Það var mikið frjálsræði að alast upp í Kópavogi á þessum árum. Við bjuggum við sjóinn og áttum lítinn árabát. Rulli og Grímur elsti bróðir okkar voru aðal-ræðararnir og þá var róið út í Arnarnes að skoða fuglalífið eða út í Gálgahraun þar sem var gaman að skoða hraunið, klettana og tína ber. Það var allt- af sól á sumrin og mikill snjór á veturna og mikið um leiki og fjör. Strákaleikirnir voru oft tengdir teygjubyssum og jakahlaupum. Rulli var fyndinn, stríðinn, uppátækjasamur og hnyttinn í tilsvörum. Í æsku okkar langaði mig oft að vita eitt og annað og þá voru engar tölvur og ekki einu sinni sjónvarp. Þá var best að spyrja Rulla og þar fékk ég svör- in sem mig vantaði. Rulli tók hefðbundið gagnfræðapróf í Gagnfræðaskóla Kópavogs og fór síðan í Iðnskólann í rafvirkj- un. Fyrir rúmum 40 árum kynnt- ist Rulli Guðbjörgu Friðriksdótt- ur bankastarfsmanni til margra ára. Guðbjörg átti tvö börn fyrir, Bjarna og Margréti, og saman eignuðust þau tvö börn, Sigríði Sólveigu og Friðrik. Guðbjörg hafði búið á Bíldudal í æsku og þangað fluttu þau fljótlega eftir að þau hófu búskap. Runólfur var víðlesinn og mikill náttúru- unnandi, hann gróðursetti mikið af trjám á Bíldudal og víðar. Rulli var svæðisstjóri hjá Orkubúi Vestfjarða, og vann þar til hann veiktist. Horfinn er nú mikill öðlingur og góður bróðir og blessuð sé minning hans. María. Elsku afi. Ég á eftir að sakna þín mjög, þú varst svo góður afi, það verð- ur skrítið að koma til ömmu núna og þú verðir ekki þar. Það var alltaf svo gaman þeg- ar við komum til ykkar þá feng- um við alltaf að bralla svo margt með þér, fara í fjöruna á bryggj- una að veiða og ís á Vegamótum hjá Hannesi frænda, fara út í Hvestu og í fjallgöngu, kíkja í vinnuna til þín og vera í garð- inum í fótbolta og leika í Afakoti sem er kofinn sem þú smíðaðir fyrir okkur barnabörnin. Ég og Kristín Heiða frænka voru líka heppnar að fá að fara nokkrum sinnum einar til ykkar ömmu á undan fjölskyldum okk- ar og þá fengum við að hjálpa þér að undirbúa Bíldudalsbauna-há- tíðina. Þú hefur kennt mér svo margt, t.d. að þekkja flestalla fugla en það var oft gaman að skoða þá með þér og við mamma höfum líka mjög gaman af því og eigum eftir að hugsa til þín þegar við erum að skoða þá. Hvíl í friði, elsku afi minn Þín afastelpa, Sædís. Elsku afi. Það verður svo skrítið að koma til Bíldudals og þú verðir ekki þar þó svo að þú hafir verið á Patró síðast þegar við komum. Það var alltaf svo gaman að koma til ykkar ömmu, við feng- um að gera svo margt með þér bæði úti í garði og í bílskúrnum svo fórum við líka oft út í Hvestu að leika í sandinum, það var svo gaman þegar við fórum á bryggj- una að veiða og fengum okkur svo ís á eftir. Svo fórum við í fjöruferð með þér og í göngu upp í fjall að skoða trén þín, við fengum líka að fara með þér í vinnubílnum og þá var svo gaman Sakna þín svo mikið. Þín afastelpa, Arna Lind. Hann Runólfur mágur minn er fallinn. Sá fyrsti af stórum systkinahópi sem kveður þennan heim og heldur á vit forfeðranna, þar sem honum verður vel fagn- að. Ég kynntist Runólfi, eða Rulla eins og við kölluðum hann, fljót- lega eftir að ég fór að venja kom- ur mínar til Esterar systur hans. Strax fór vel á með okkur, við áttum eitt og annað sameiginlegt og áttum eftir að bralla sitthvað saman gegnum lífið. Minningar hrannast upp. Til dæmis þegar Nixon og Pom- pidou héldu fundinn hér um árið og Hafnarfjarðarvegurinn var varinn af lögreglunni. Þá bauð Rulli mér í siglingu á Kópavog- inum og við rerum inn í botn vogsins og sáum bíl Pompa kalls- ins alveg ágætlega þegar honum var ekið framhjá. En eitthvert írafár varð víst vegna þessarar saklausu skemmtisiglingar okk- ar. Mál æxluðust þannig að Rulli varð landsbyggðarmaður, eins og ég. Þótt langt sé milli Bíldu- dals og Klausturs og við hittumst ekki oft vissum við alltaf vel hvor af öðrum og áttum saman ýmis áhugamál. Má þar nefna ræktun landsins, atvinnumál dreifbýlis- ins og margt fleira. Eitt sinn heimsóttum við Ester þau Guð- björgu skömmu eftir að þau fluttu vestur. Rulli var eins og svo oft á kafi í vinnu, svo að eina ráðið til að eiga með honum sam- verustundir var að taka þátt í vinnunni með honum. Heila nótt fékk ég að hjálpa til við að skipta um spenni í rafstöðinni á Bíldu- dal. Aldrei hafði ég áður tekið í slíkt verk og kunni því ekkert til verka. En Rulli leiðbeindi og út- skýrði svo ljóslega hvernig verk- ið skyldi unnið og hvers vegna að ég hef búið að þessari nótt æ síð- an þegar eitthvað hefur bjátað á í raforkumálum heimilis míns. Minnisstæð er einnig ferð okkar Esterar löngu seinna með þeim Rulla og Guðbjörgu til að skoða garðinn Skrúð, þar sem við átt- um öll sameiginlegt áhugamál, skrúðgarðrækt. Í þessari ferð sýndu þau Rulli okkur Ester líka eina hinna afskekktu sveita Vest- fjarða, Ingjaldssand. Þangað var gaman að koma. En skjótt skipast veður í lofti. Fyrir rúmu ári veiktist Rulli skyndilega við vinnu sína og var vart hugað líf um skeið. En styrkur hans og góð hjálp lækna varð til þess að hann náði nokk- urri heilsu, þótt hann væri mikið fatlaður eftir áfallið. Og hann átti enn gleðina óskerta, birtan ljóm- aði í augum hans eins og áður þegar við hittumst, þó að hann gæti lítið tjáð sig, sem var honum raunar mjög erfitt. Já, og nú er þrautagöngunni lokið og Rulli aftur orðinn ófatl- aður maður á óravíddum nýs til- verustigs. Þar klífur hann eflaust bæði fjöll og raflínustæður, segir þeim til sem ekki kunna til verka á sinn ljúfa en þó ákveðna hátt, er trúr þeim störfum sem honum eru ætluð, líkt og hann var alla tíð meðan hans naut við hér á jörðu. Og hver veit nema hann lyfti hóflega glasi að loknu góðu verki? Ég kveð kæran mág og vin. Hans er sárt saknað en vissan um að hann er nú, á nýju til- verustigi, laus við fötlun sína deyfir þó söknuðinn. Guð blessi minningu Runólfs Ingólfssonar. Guðbjörgu og fjölskyldunni sendum við Ester innilegar sam- úðarkveðjur. Guðmundur Óli Sigurgeirsson. Komið er að kveðjustund, góð- ur vinur fallinn frá. Já, lífið er svo óútreiknanlegt og því miður svo ósanngjarnt, elsku Runólfur allur. Runólfur var nágranni okkar sl. 30 ár, þannig að sam- gangur og gæðastundir hafa ver- ið margar. Hreinn og Guðbjörg eru systkinabörn og auk þess unnu Hreinn og Runólfur mikið saman að verkefnum hjá Orkubúi Vestfjarða sl. áratugi. Samgangur fjölskyldna okkar hefur verið mikill í gengum ára- tugina og mikið brallað og stend- ur helst upp úr ferðalögin er- lendis sem við fórum með þeim hjónum, 1986 var lífið í London skannað með öllu tilheyrandi og núna fyrir nokkrum árum golf- ferðirnar á Alicante þar sem Runólfur var sérlegur „driver“ hjá okkur golfurunum. Mannkostir Runólfs voru miklir. Þar ber sérstaklega að nefna vinnusemina og óeigin- girnina, honum féll aldrei verk úr hendi. Í gegnum tíðina voru mörg félög sem nutu dyggrar að- stoðar Runólfs. Þegar krakkarn- ir hans voru litlir vann hann mik- ið og óeigingjarnt starf í þágu Íþróttafélags Bílddælinga, hann var einn af stofnfélögum Lions á Bíldudal og var einn af þeim sem sáu um að halda þeim félagsskap saman eftir að félagið hætti með hið árlega jólahangikjöt í Bald- urshaga. Runólfur var ætíð dyggur liðsmaður Sjálfstæðis- félags Arnfirðinga og var virkur í sveitarstjórnarpólitíkinni og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveitarfélagið, m.a. í yfir- kjörstjórn og fleiri trúnaðar- störfum og skilaði hann þeim verkefnum af mikilli alúð. Í seinni tíð, eftir að börnin voru farin að heiman, helgaði hann sig skógræktinni og var formaður skógræktarfélagsins á Bíldudal í áratug og víst er að plönturnar sem hann gróðursetti hér á Bíldudal eru í þúsundatali og þeirra njótum við í dag í hlíðinni okkar. Auk þess var Runólfur fé- lagi og velgjörðamaður Golf- klúbbsins á Bíldudal sl. 20 ár. Einnig hafði Runólfur mikinn áhuga á allri útivist, fuglum og nýjasta áhugamálið hans var ljósmyndun. Runólfur var einn þessara sem var alltaf að, ef ekki að vinna fram eftir þá í garðinum eða að leggja einhverjum lið, greiðviknin og þolinmæðin var einstök. Runólfur var mikill fjöl- skyldumaður og hugsaði vel um sína, hann var stoltur af afkom- endum sínum. Sumarið 2014 var sumarið sem aldrei kom, lítil hreyfing í nágrannagarðinum. Um hásum- ar 2013, þann 22. júlí dró skyndi- lega fyrir sólu, fáránlegt símtal. Runólfur hné niður við vinnu sína hjá Orkubúi Vestfjarða, hann lauk vinnudeginum en varð aldrei samur. Við tók erfiður tími, fyrst við endurhæfingu á Grensási og síðan erfiður tími á Heilbrigðisstofnun Patreksfjarð- ar. Síðasta rúma ár var Runólfi okkar og fjölskyldu hans erfitt, hann var ósáttur við þá fjötra sem heftu hann til allra daglegra starfa. Elsku Guðbjörg, börn, tengda- börn og banabörn, missir ykkar er mikill og megi algóður guð styrkja ykkur án ykkar elskandi Runólfs. Sumarið sem aldrei kom, í dag er hann frjáls eins og fuglinn sem situr á grein (B.Á.) Takk fyrir allt. Guðný og Hreinn. Nú þegar Runni, pabbi hans Frikka vinar míns, er fallinn frá rifjast upp fyrir mér margar sterkar og góðar æskuminningar frá Bíldudal sem Runni og Budda áttu stóran þátt í að skapa. Runna mun ég ætíð minnast með miklu þakklæti í huga. Hann var svo einstaklega góður við okkur félagana í þau ófáu skipti sem við vorum að leik heima hjá fjölskyldunni á Arnarbakka 6 eða í heimsókn hjá honum í vinnunni niðri í Orkubúi. Það var alveg sama hvað við félagarnir vorum að stússast og hvort sem það var í garðinum, inni í bílskúr eða á bílaplaninu, þá var Runni alltaf með bros á vör, tilbúinn að að- stoða okkur við að gera leikinn sem skemmtilegastan. Ég man sérstaklega vel eftir því þegar hann setti upp körfuna fyrir ofan bílskúrshurðina og ánægjuna sem fylgdi því fyrir okkur fé- lagana að spila körfubolta stund- unum saman í innkeyrslunni. Eins var garðurinn ævintýra- heimur út af fyrir sig enda fáir garðar jafn vel hirtir og hjá hon- um Runna. Oft hugsa ég til hans Runna þegar ég er að sinna garðverkunum heima hjá mér í Garðabæ og reyni að taka Runna mér til fyrirmyndar á því sviði. Eins og allir krakkar á Bíldu- dal vorum við Frikki á fullu í íþróttum. Þegar ég hugsa til baka þá er aðdáunarvert hversu vel Runni studdi við bakið á okk- ur með hvatningu sinni sem og fórnfýsi í vinnu fyrir íþrótta- félagið. Við fórum í mörg íþrótta- ferðalög og ávallt var Runni tilbúinn að keyra okkur á keppn- isstaðinn og hvetja okkur til dáða meðan á leik stóð. Eins vorum við Frikki þekktir fyrir að vera miklir keppnismenn og stundum þurfti nú að hughreysta okkur félagana þegar á móti blés og Runni var duglegur við að stappa í okkur stálinu. Slíkur stuðning- ur var ómetanlegur. Eins og sjá má á þessum skrif- um þá hugsaði Runni vel um sína nánustu og sitt nærumhverfi. Ég var svo heppinn að fá að njóta góðs af því og fyrir það er ég afar þakklátur. Það er mikill missir fyrir fjöl- skylduna á Arnarbakka að Runni skuli nú vera fallinn frá en ég er viss um að allar þessar fallegu minningar sem sitja eftir munu hjálpa til við að horfa fram á veg- inn björtum augum. Elsku Budda, Friðrik, Sigga, Bjarni, Magga og fjölskyldur. Mínar bestu kveðjur til ykkar allra og þakklæti fyrir að hafa fengið að njóta góðs af samveru ykkar á mínum uppvaxtarárum. Finnur Bogi. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og aðstoð við andlát og útför okkar ástkæra RAGNARS LEÓSSONAR, Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili, Akranesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Höfða fyrir frábæra aðstoð og umönnun. Fríða Ragnarsdóttir, Ásgeir R. Guðmundsson, Kristín Ragnarsdóttir, Grettir Hákonarson, Ragna Ragnarsdóttir, Helgi Guðnason, Birna Ragnarsdóttir, Kristinn Eiríksson, Leó Ragnarsson, Halldóra Gylfadóttir og fjölskyldur. ✝ Hjartanlegar þakkir til allra sem sýndu okkur og fjölskyldu okkar vináttu og hlýju við andlát okkar ástkæru RAGNHILDAR GUNNARSDÓTTUR. Birgir Ottósson, Gunnar Birgisson, Gylfi Birgisson, Svandís Kristiansen, Unnur Birgisdóttir, Kjartan Birgisson, Halldóra Ingólfsdóttir, Guðlaug Hildur Birgisdóttir, Rúnar Einarsson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR KRISTINSDÓTTUR, Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir einstaka umönnun og hlýju. Ásta Úlfarsdóttir, Kristinn Þórir Sigurðsson, Þórunn Úlfarsdóttir, Haraldur Þór Ólason, Ásgeir Úlfarsson, Ína Skúladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eigin- manns, föður, tengdaföður, afa og langafa, DAVÍÐS HALLDÓRS KRISTJÁNSSONAR frá Þingeyri. Sérstakar þakkir fær starfsfólkið á Tjörn fyrir alúð og umönnun. Katrín Gunnarsdóttir og fjölskylda. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför minnar ástkæru móður, ÞÓRUNNAR INGÓLFSDÓTTUR, Hlíðargötu 35, Fáskrúðsfirði. Hugheilar þakkir til starfsfólks á A4 á Landspítala, Fossvogi, líknardeild og hjúkrunarheimilinu Uppsölum, Fáskrúðsfirði, fyrir einstaka umhyggju og alúð. Fyrir hönd aðstandenda, Jón Ólafur Þorsteinsson. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts RAGNHEIÐAR JÓNSDÓTTUR, Ársölum 5, Kópavogi. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki og heimahlynningu krabbameins- deildar LSH. Erling Aðalsteinsson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.