Morgunblaðið - 09.08.2014, Side 46

Morgunblaðið - 09.08.2014, Side 46
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Það er hávært „suð“, eins ogþað kallast á bransamáli, íkringum Mirel Wagner nú um stundir og kemur ýmislegt til. Í fyrsta lagi er það einfaldlega þessi exótíska ára sem leikur um hana. Fædd í Eþíópíu en alin upp í Finn- landi frá eins og hálfs árs aldri og svo þetta stórbrotna germanska eftirnafn. Tónlistin er síðan niða- dimmur alþýðublús í anda löngu liðinna Delta-blúsara. En pakkinn dugar aldrei einn og sér og það er fyrst og síðast innihaldið sem er að magna upp suðið. Gömul sál Já, því að tónlistin sjálf – þó síst frumleg sé – er það sem er að hreyfa við fólki, eitthvað sem var staðfest í ár þegar hið bandaríska Sub Pop (Nirvana, Shins, Fleet Fox- es, Beach House o.fl. o.fl.) ákvað að gefa út aðra plötu hennar, When the Cellar Children See the Light of Day (þvílíkur titill!). Fyrsta plata Wagner, samnefnd henni, kom hins vegar út undir merkjum Kioski árið 2011 en það er í eigu umboðsmanns hennar. Þá var hún 23 ára gömul. Það ár sá svo Bon Voyage Recor- ding Company um að koma plöt- unni út annars staðar í Evrópu en útgáfan er í eigu hinnar gagn- merku finnsku sveitar 22- Pisterpirrko, líkast til besta neð- anjarðar rokkband sem Finnar hafa átt. Friendly Fire Recordings í Brooklyn gaf plötuna svo út í Bandaríkjunum árið 2012 og sú út- gáfa vakti loksins ærlega á henni athygli og skilaði henni alla leið til litla risans Sub Pop. Wagner er greinilega gömul sál því þrátt fyrir ungan aldur má heyra nið aldanna í gegnum rödd hennar og hráan gítarleik. Henni hefur verið líkt við meistara eins og Valkyrjublús Myrkur Mirel Wagner vinnur með melankólíska og nánast biksvarta tóna. Charlie Patton, Townes Van Zandt og Hope Sandoval og sjálfur heyri ég dálítið af okkar eigin Lay Low í henni. En maðurinn sem uppgötv- aði hana, bandaríski blaðamað- urinn Jean Ramsay – sem búsettur er í Finnlandi – segir tónlistina eiga meira skylt við nakið og miskunn- arlaust verklag Swans fremur en kaffihúsagítarplokk í anda Dylans. Andsetin Ramsay þessi rakst á Wagner á „opnu“ hljóðnemakvöldi í Helsinki og kolféll fyrir list hennar. Hann hóf óðar trúboð mikið sem leiddi til þess að Wagner hrærði í fyrstu plötu sína á tveimur dögum. Tón- listin hafði þá fylgt henni lengi vel en hún lærði á fiðlu sjö ára gömul er hún var að alast upp í borginni Espoo. Þrettán ára skipti hún yfir í gítar og sextán ára hóf hún að semja lög, innblásin af löngum stundum á bæjarbókasafninu þar sem gamlir blúsdiskar rötuðu ein- att í spilarann. Hægt og sígandi sótti hún í sig veðrið, safnaði hug- rekki og lét slag standa hvað opnu kvöldin varðar. Restin er svo í sögubókunum eins og sagt er. „Allt hérna er naumhyggju- legt, einfalt og skorinort,“ segir á einum stað um fyrsta verk hennar. „Undurfallegri, en um leið afar brothættri stemningu, er viðhaldið alla leiðina í gegn.“ Sama má segja um nýjustu plötu hennar, en þegar best lætur hljóma Nick Cave og Tindersticks eins og Herman Her- mits í samanburðinum. Og það er rétt sem þeir segja, tónlistin er einkar kunnugleg en um leið er eins og henni sé útvarpað frá ein- hverjum andsetnum handanheimi, þar sem angurvært myrkur grúfir eilíflega yfir. »Wagner er greini-lega gömul sál því þrátt fyrir ungan aldur má heyra nið aldanna í gegnum rödd hennar og hráan gítarleik.  Hin finnsk- eþíópíska Mirel Wagner gefur út aðra plötu sína  Hið virta bandaríska útgáfufyrirtæki Sub Pop er nú með hana á sínum snærum 46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014 Lilja Guðmundsdóttir sópran, Hildi- gunnur Einarsdóttir mezzósópran og Ingileif Bryndís Þórsdóttir pí- anóleikari halda tónleika í tónleika- röðinni Perlur íslenskra sönglaga í Kaldalóni í Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 17. Á efnisskrá eru íslensk sönglög, gömul og ný, auk þess sem sagt er frá tónskáldum og efni og tilurð laga. Lilja nam söng hjá m.a. Sigríði Aðalsteinsdóttur, Jóni Þorsteins- syni og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Hún leggur nú stund á framhalds- nám við Tónlistarháskólann í Vín. Hildigunnur lauk námi frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík undir leið- sögn Signýjar Sæmundsdóttur og Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur. Ingileif lauk námi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík undir leið- sögn Svönu Víkingsdóttur og stundaði framhaldsnám í Freiburg og Vín. Perlur íslenskra sönglaga í Hörpu Hæfileikarík Hildigunnur Ein- arsdóttir syngur í Hörpu á morgun. Eyþór Franzson Wechner leikur á tónleikum í Hall- grímskirkju í dag kl. 12 og á morg- un kl. 17. Á efnis- skránni í dag eru Prelúdía í e-moll eftir Nicolaus Bruhns, Prelúdía í fís-moll eftir Dietrich Buxte- hude og Prelúdía og fúga í a-moll eftir Johann Sebastian Bach. Tónleikar morgundagsins hefur Eyþór valið að tileinka menningar- og tónlistarborginni Leipzig í Þýskalandi þar sem hann hefur ver- ið við nám undanfarin fjögur ár. Flutt verða Prelúdía og fúga í g-moll eftir J. S. Bach, Studien für den Ped- alflügel (Æfingar fyrir flygil með pedal) eftir Robert Schumann, tvær af Sjö vatnslitamyndum frá Boden- see eftir Sigfrid-Kal-Elert og Fant- asía og fúga í d-moll eftir Max Re- ger, en öll tónskáldin höfðu sterk tengsl við Leipzig. Orgeltónleikar í Hallgrímskirkju Eyþór Franzson Wechner Söfn • Setur • Sýningar Sunnudagur 10. ágúst kl. 14: Leiðsögn um sýninguna „Svipmyndir eins augnabliks. Ljósmyndir Þorsteins Jósepssonar“ í Myndasal Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Natríum sól á Veggnum, Innblástur á Torgi Silfur Íslands í Bogasal, Silfursmiður í hjáverkum í Horni Skemmtilegir ratleikir • Safnbúð og kaffihús Opið í Nesstofu alla daga frá 13-17. Húsasafnið opið víða um land, nánar á heimasíðu Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið frá 10-17 alla daga. Listasafn Reykjanesbæjar DÆMISÖGUR ÚR DRAUMALANDINU Karolína Lárusdóttir 29. maí – 17. ágúst Byggðasafn Reykjanesbæjar Bátasafn Gríms Karlssonar Hönnunarklasinn Maris Listasafn Erlings Jónssonar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Verið velkomin ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Ummerki sköpunar Úrval nýrra verka úr safneign Hafnarborgar Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Verslunin Kraum í anddyri Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is LISTASAFN ÍSLANDS Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 10-17, lokað mánudaga. SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson - Yfirlitssýning 23.5. - 26.10. 2014 Í LJÓSASKIPTUNUM 5.7.-26.10. 2014 LEIÐSÖGN Á ENSKU fimmtudaga kl. 12-12:40 >>EKTA LOSTÆTI Úrval brasilískra myndbanda á kaffistofu safnsins SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906 SPOR Í SANDI, Sigurjón Ólafsson Yfirlitssýning 24.5. - 29.11. 2014 Opið alla daga kl. 14-17, lokað mánudaga. www.lso.is SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sýningarnar, HÚSAFELL ÁSGRÍMS og FORYNJUR. Opið sunnudaga kl. 14-17. Stjórn Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Markmið sjóðsins er stuðningur við nýjungar í læknis- fræði, einkum á sviði heila- og taugasjúkdóma, hjarta- og æðasjúkdóma, augnsjúkdóma og öldrunarsjúkdóma. Með umsóknum skulu fylgja greinargerðir um vísinda- störf umsækjenda, ítarlegar kostnaðaráætlanir og upp- lýsingar um það, hvernig þeir hyggjast verja styrknum. Umsóknir skulu staðfestar með undirskrift umsækjanda og meðumsækjanda/enda, ef einhverjir eru. Umsóknarfrestur er til 31. október n.k. og ber að senda umsóknir í pósthólf 931, 121 Reykjavík, merktar “Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar.” Stefnt er að því að tilkynna um úthlutun í lok nóvember n.k.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.