Morgunblaðið - 09.08.2014, Síða 49
MENNING 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 2014
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Í tilefni dagsins ákváðum við að
leita í smiðju samkynhneigðra tón-
skálda,“ segir Kristjana Stef-
ánsdóttir og vísar þar til þess að Hin-
segin dagar standa nú sem hæst og
sjálf Gleðigangan verður farin í dag.
Kristjana kemur ásamt Daða Birg-
issyni píanóleikara fram á sérstökum
Regnboga Pikknikk tónleikum í Nor-
ræna húsinu í dag.
„Flutt verða lög á borð við „Mad
about the boy“ eftir Noël Coward, „I
Feel Pretty “ eftir Leonard Bern-
stein, „Take the A-Train“ eftir Billy
Strayhorn og „Let’s Do It, Let’s Fall
in Love“ eftir Cole Porter. Auk þess
fær einn samkynhneigður textahöf-
undur að fljóta með, þ.e. Lorenz
Hart sem samdi textann „My Funny
Valentine“ við lag Richard Rogers,“
segir Kristjana. Segir hún flest lag-
anna á efnisskránni fjalla um ást og
ástarsorgir, en ástin spyr hvorki um
stétt né stöðu, kynþátt eða kyn-
hneigð. „Svo slæðast inn lög um vin-
áttuna og náungakærleikann auk
þess sem við flytjum „I Am What I
Am“ eftir Jerry Herman þar sem
fjölbreytileikanum er fagnað.“
Í allt sumar hafa Pikknikk-
tónleikarnir hafist kl. 14, en í dag
byrja tónleikarnir kl. 12. „Vegna
Gleðigöngunnar fannst okkur ekki
annað hægt en að flýta tónleikunum
til að sem flestir geti tekið þátt í
göngunni. Þannig getur fólk komið
til okkar og síðan tekið míní-
gleðigöngu frá Norræna húsinu yfir
móann og slegist í för með stóru
göngunni.“
Bæði Kristjana og Daði eru djass-
menntuð, en Kristjana er þekkt fyrir
að takast á við alls kyns tónlist-
arstíla, jafnt popp, rokk, djass, blús
og klassík. Spurð hvort djassinn gefi
henni eitthvað sem hinir stílarnir séu
ekki færir um svarar Kristjana því
játandi. „Djassinn gefur mér algjört
frelsi í spuna, sem er ótrúlega gam-
an. Þetta er stórkostlega falleg og
rómantísk tónlist. Hún er lagræn og
býr oft yfir safaríkum textum. Djass-
inn er grunnurinn minn og ég get
iðulega yfirfært frelsið þar yfir á þau
önnur verkefni sem ég er að fást við,“
segir Kristjana og tekur fram að
djassinn komi sér yfirleitt í gott
skap. „Ég held að öll tónlist sé heil-
andi,“ segir Kristjana og bendir á að
það sé engin tilviljun að tónlist sé
notuð á öllum stórum stundum í líf-
inu. „Margir eru hummandi daginn
út og inn án þess að átta sig á því.
Tónlistin sefar, huggar, nærir og
læknar,“ segir Kristjana og bætir við
að sökum þessa séu tónlistarmenn
upp til hópa hamingjusamt fólk.
Tónleikarnir, sem hefjast kl. 12,
standa í klukkutíma og eru ókeypis.
„Ég held að öll
tónlist sé heilandi“
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Söngfugl Kristjana Stefánsdóttir.
Laugardaginn 9. ágúst verður hátíð-
in Pönk á Patró haldin í Sjóræn-
ingjahúsinu á Patreksfirði í sjötta
sinn. Tvær hljómsveitir mæta á
svæðið í ár en það er hin rómaða
Steinunn Eldflaug Harðardóttir,
betur þekkt sem dj. flugvél og geim-
skip, og hljómsveitin Grísalappalísa
sem ætla að skemmta ungum sem
öldnum á sinn einstaka hátt.
Venju samkvæmt er um að ræða
tvískipta dagskrá en börn og ung-
lingar eru í forgrunni og markmiðið
að svala rokkþörfum þeirra og gefa
þeim kost á að njóta tónlistar á sín-
um forsendum á skemmtilegum stað
og kynnast í leiðinni tónlistarfólkinu.
Dagurinn hefst með tónlistarsmiðju
klukkan 13, svo er boðið upp á hress-
ingu og að henni lokinni eru tón-
leikar með Grísalappalísu og dj.
flugvél og geimskip fyrir krakkana
en þeir hefjast klukkan 15.
Kvöldtónleikarnir í Sjóræningja-
húsinu hefjast síðan klukkan 21 og
eru gestir hvattir til að mæta stund-
víslega. Þess má geta að Pönk á
Patró hlaut tilnefningu til Íslensku
tónlistarverðlaunanna sem Tónlist-
arviðburður ársins 2013 auk þess
sem Eggert Guðmundsson gerði
heimildarmynd um hátíðina og
komu Skálmaldar í fyrra, en hún var
sýnd á RÚV síðastliðinn vetur.
Morgunblaðið/Eggert
Hátíð Dj. flugvél og geimskip og Grísalappalísa koma fram á hátíðinni í ár.
Pönkað á Patreksfirði
Í tilefni Hinsegin daga ætlar Hljómsveitin Lame Dudes að flytja blús í öll-
um regnbogans litum í Hressógarðinum í dag kl. 17. Aðgangur ókeypis, en
gestir eru beðnir að mæta í litríkum klæðnaði.
Regnbogablús á Hressó
Litagleði Liðsmenn Lame Dudes biðja áhorfendur að mæta í litríkum fötum.
F
A
S
TU
S
_H
_3
2.
06
.1
4
Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16 - 2.hæð. Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is
Veit á vandaða lausn
Resource Senior Active
Sérhannaður drykkur fyrir aldraða sem þurfa næringarviðbót
og fá ekki uppfyllt orku- og næringarþörf sinni úr fæðunni
Heildstæður næringardrykkur sem er ríkur af:
• Hitaeiningum (orkuefnum)
• Kalsíum
• Próteinum
• D-vítamínum
• Omega3 fitusýrum
Notist samkvæmt ráðleggingum læknis og/ eða næringarfræðings
Jarðarber Karamella Vanilla
200ml
300
kcal
3g
trefjar
1000 IU
D3
vítamín
20g
prótín
Næringarvörur
eru í samningi við
Sjúkratryggingar
Íslands
Þessar vörur
fást í verslun Fastus
og í flestum
apótekum
DWAYNE JOHNSON
A BRETT RATNER FILM
DISCOVER THE TRUTH
BEHIND THE LEGEND
Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is
Miðasala og nánari upplýsingar
16
16
ÍSL.
TAL
ÍSL.
TAL
"Þú sérð ekki fyndnari
mynd í sumar!"
-T.V., Biovefurinn.is
L
L
L
12
12
"Ég hló svo mikið að ég
skammaðist mín”!"
-Guardian
TÖFRANDI MYND
FYRIR ALLA
FJÖLSKYLDUNA
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
LUCY Sýnd kl. 6 - 8 - 10 (P)
NIKULÁS LITLI Sýnd kl. 2 - 3:55
HERCULES Sýnd kl. 8 - 10:10
THE PURGE Sýnd kl. 10:20
22 JUMP STREET Sýnd kl. 5 - 8
AÐ TEMJA DREKANN 2D Sýnd kl. 2 - 5
TÖFRALANDIÐ 2D Sýnd kl. 1:50
EIN ÓVÆNTASTA
SPENNUMYND ÁRSINS
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA
POWERSÝNINGKL. 10
Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU