Morgunblaðið - 09.08.2014, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 221. DAGUR ÁRSINS 2014
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Allt frítt á Dirty Burger & Ribs
2. Hvalurinn er sprunginn
3. „Þá bara brjálaðist hann“
4. Á heilsugæslu með matareitrun
Tónlistarmennirnir KK og Magnús
Eiríksson leika lög úr lagasafni hvors
um sig auk sameiginlegra lagasmíða
á tónleikum á Café Rosenberg í kvöld
kl. 22.
Morgunblaðið/Sverrir
KK og Magnús Ei-
ríksson á Rosenberg
Drengirnir í
BORG ætla að
standa fyrir veg-
legri upphitun fyr-
ir Gay Pride-partí
kvöldsins með því
að þeyta skífum á
Vitatorgi í miðbæ
Reykjavíkur á
milli klukkan 17
og 20. BORG samanstendur af þeim
Jóni Reginbald Ívarssyni, Ómari Agli
Ragnarssyni og Áskeli Harðarsyni.
Hitað upp fyrir Gay
Pride á Vitatorgi
Vel yfir hundrað manns frá yfir
þrjátíu löndum sóttu um að komast
að í hæfileikasmiðju Alþjóðlegu kvik-
myndahátíðarinnar RIFF í ár. Um-
sóknir bárust meðal annars frá
Mið-Austurlöndum og Asíu, en rúm-
lega fjörutíu erlendir kvikmynda-
gerðarmenn komast í smiðjuna. Enn
er rými fyrir íslenska kvikmynda-
gerðarmenn sem hafa
áhuga á að sækja
hæfileikasmiðjuna.
Umsjónarmaður
smiðjunnar er kvik-
myndagerðar–
maðurinn Börkur
Gunnarsson.
Metþátttaka í hæfi-
leikasmiðju RIFF
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
Á sunnudag Norðan 8-13 m/s og rigning á A-verðu landinu, súld með N-ströndinni en
annars úrkomulítið. Hiti 7 til 15 stig að deginum, hlýjast SV-lands.
Á mánudag Norðlæg átt, 5-10. Dálítil súld eða rigning norðantil en skýjað með köflum
sunnanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast sunnanlands.
Jón Margeir Sverrisson, sundmaður
úr Fjölni, varð í gær Evrópumeistari í
200 metra skriðsundi í S14, fötlunar-
flokki þroskahamlaðra á Evrópumóti
fatlaðra í sundi. Mótið fer fram í
Eindhoven í Hollandi. Jón Margeir
bætti um leið Evrópumetið, sem
raunar var í hans eigu fyrir. Metið
bætti Jón Margeir um 70/100 úr sek-
úndu. »1
Jón Margeir Evrópu-
meistari á Evrópumeti
ÍR er í forystu að loknum
fyrri keppnisdegi á Bikar-
mótinu í frjálsíþróttum sem
hófst á Laugardalsvelli í
gær. ÍR er einnig í 1. sæti í
keppni kvennaliða en FH í
keppni karlaliða. Sveinbjörg
Zophaníasdóttir átti góðan
dag í gær og vann allar þrjár
einstaklingsgreinarnar sem
hún keppti í. Keppni heldur
áfram í dag. »2
ÍR í forystu eftir
fyrri keppnisdag
Stjarnan og íslenskir knattspyrnu-
áhugamenn duttu í lukkupottinn í
gær þegar Garðabæjarliðið dróst
gegn Inter Mílanó í 4. umferð
Evrópudeildar UEFA í
knattspyrnu. Í liði
Inter eru nokkrir
leikmenn sem
spiluðu á HM í
Brasilíu í
sumar, meðal
annars úr-
slitaleik HM.
»1, 4
Nokkrir af HM í Brasilíu
mæta Stjörnunni
Páll Fannar Einarsson
pfe@mbl.is
Magni Kristjánsson, eigandi Hótel
Capitano í Neskaupstað, gerði ný-
verið upp gömlu Olísstöðina í Nes-
kaupstað og opnaði þar átta her-
bergja gistiheimili. Gistiheimilið
ber nafnið „Gistiheimili Sigga
Nobb“, en Magna hefur lengi lang-
að til að reka gistiheimili meðfram
hótelinu. „Ég er búinn að eiga hót-
elið í 14 ár svo ég er vanur þessum
rekstri. Það eina sem hamlaði því
að ég gæti opnað gistiheimilið var
að snjóflóðavarnirnar voru ekki
komnar. Nú eru þær komnar það
langt að ég mátti fara í þetta verk-
efni,“ segir Magni.
Gistiheimilið var opnað fyrir fjór-
um vikum en aðdragandinn að
opnuninni var að sögn Magna bæði
langur og strangur. „Það fylgdi
þessu töluverð vinna. Þar sem
gistiheimilið stendur var upp-
haflega bensínstöð en ég lét rífa
það húsnæði og byggði nýtt. Það
eina sem stóð eftir var grunnurinn
og ég notaði lítið annað en það í
nýja húsnæðið. Þetta er því allt
nýtt og lítur mjög vel út,“ segir
Magni.
Voru áður bensínstöðvar
Svo skemmtilega vill til að
staðsetning Hótel Capitano á
það sameiginlegt með gisti-
heimilinu að þar stóð áður
bensínstöð, en áður en
Magni opnaði hótelið fyrir
fjórtán árum sá hann um
rekstur Esso í Neskaup-
stað. „Fyrir rúmum tutt-
ugu árum byrjaði ég að sjá
um bensínsöluna fyrir
gamla Esso. Þeir hættu
svo rekstri þegar olíufélögin
sameinuðust en þá keypti ég
húsnæðið og breytti því í hót-
el. Það er því svona ákveðinn
bensín–stöðvafílíngur í þessu
öllu saman en ég lofa þó því að það
er engin bensínlykt af mér,“ segir
Magni í gamansömum tón.
Magni velti því lengi fyrir sér
hvaða nafn gistiheimilið skyldi
hljóta, en hann segist hafa valið sér
nafnið „Siggi Nobb“ vegna þess
hversu þjált það er í munni bæði
innfæddra Íslendinga sem og út-
lendinga. „Málið er að Hotel Capit-
ano hefur lukkast mjög vel enda
eiga allir auðvelt með að bera nafn-
ið fram og muna. Ég ætlaði fyrst
að nefna gistiheimilið erlendu nafni
en allt í einu mundi ég eftir Sigga
Nobb. Hann var þjóðsagnapersóna
hér á Norðfirði og hann þekkja all-
ir. Þetta var því alveg kjörið nafn
fyrir staðinn, þar sem allir geta
borið það nafn fram,“ segir Magni.
Rekur gistiheimili og hótel
Gistiheimilið
Siggi Nobb var
opnað nýverið
Ljósmynd/Magni Kristjánsson.
Norðfjörður Magni opnaði nýverið gistiheimilið Sigga Nobb í Neskaupstað, en hann rekur einnig hótel í bænum.
Nafnið á gistiheimilinu er rakið til Sigurðar Norðfjörð, „þjóðsagnapersónu“ í bænum.
Sigurður Norðfjörð, betur
þekktur sem Siggi Nobb,
var þjóðsagnapersóna í
lifanda lífi á Norðfirði
eftir miðja síðustu öld.
Sigurður var ættaður
frá Kolableikseyri við
Mjóafjörð og vann þar í
hvalstöðvum Norðmanna.
Þegar vinnslu hvals við Mjóa-
fjörð var hætt fór hann með
Norðmönnunum í suðurhöf
og stundaði hvalveiðar með
þeim þar á vinnsluskipinu
Cosmos.
Sigurður átti það til að ýkja
þegar hann sagði sögur og sagði
m.a. frá því að Cosmos hefði
verið það stórt að þrír fótbolta-
vellir hefðu komist fyrir á því og
að hægt hefði verið að spila þar
fótbolta í 10 vindstigum.
Sigurður giftist aldrei og átti
ekki afkomendur.
FÓR MEÐ NORÐMÖNNUM Á HVALVEIÐAR Í SUÐURHÖFUM
Þjóðsagnapersóna í lifanda lífi
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Úrkomulítið N-lands, skýjað með köflum SV-lands en gengur í
norðaustan 8-13 með rigningu SA-lands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast SV-lands.