Morgunblaðið - 28.08.2014, Side 1

Morgunblaðið - 28.08.2014, Side 1
F I M M T U D A G U R 2 8. Á G Ú S T 2 0 1 4 Stofnað 1913  200. tölublað  102. árgangur  ÍSLENDINGAR Á VÍKINGAHÁTÍÐ Í SLAGELSE EINFALDLEIKI FJARSKIPTA- FYRIRTÆKJA SKIPULAGÐI LEYNILEGA FERÐ FYRIR FRÚNA VIÐSKIPTAMOGGINN BANDARÍSK HJÓN 10FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ 48 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Vanskil á smálánum eiga þátt í því að fækkun einstaklinga á van- skilaskrá er ekki meiri en raun ber vitni, að sögn Hákons Stefáns- sonar, framkvæmdastjóra Credit- info. 27.813 einstaklingar eru á vanskilaskrá í dag en voru 28.321 á sama tíma í fyrra. Uppboðsmálum hefur einnig fækkað; það sem af er þessu ári hafa farið fram 1.032 framhaldsuppboð en voru 1.907 á sama tíma í fyrra. Pétur H. Blöndal alþingismaður hefur oft vakið athygli á starfsemi smálánafyrirtækja og bent á þann mikla kostnað sem fylgir þeim fyrir lántakandann, en dæmi eru um að fólk greiði 2.500 krónur í kostnað fyrir 10 þúsund króna lán. „Neytendavernd á fjármálamark- aði er of veik og ekki nægilega skýr,“ segir Pétur og bendir á að ekki sé alltaf ljóst hvort mál falli undir Neytendastofu eða Fjár- málaeftirlitið. Frosti Sigurjónsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar og þingmaður Framsóknarflokksins, telur að setja þurfi lög á starfsemi þessara fyrirtækja.  Neytendavernd veik og óskýr MUppboðsmálum fækkar »16 Minni vanskil og færri uppboð Morgunblaðið/ÞÖK Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Í dag hefst níu vikna ferðalag ljós- myndara og blaðamanna Morgun- blaðsins um landið, þar sem komið verður við í öllum landshlutum og fjallað um daglegt líf fólks, áhuga- verða staði, náttúrufar, listalíf og menningu. Sérstök áhersla verður lögð á atvinnulíf og vaxtarbrodda í atvinnulífinu undir yfirskriftinni Vitinn 2014. Í þessari umfjöllun er landinu skipt í níu svæði og verður fjallað um hvert þeirra í eina viku, frá fimmtudegi til miðvikudags. Fyrsti viðkomustaður er Vestur- land, sem er til umfjöllunar í dag, eftir viku verður sjónum beint að Snæfellsnesi og Dölum og síðan liggur leiðin á Vestfirði. Þá er röð- in komin að Norðurlandi, síðan verður haldið áfram á Austurland, þá Suðurland og síðan Suðurnes. Eftir það verður höfuðborgar- svæðið til umfjöllunar og ferðinni lýkur í Reykjavík. Níu vikna ferðalag hefst í dag  Sérstök áhersla lögð á vaxtarbrodda  Fjallað um fólk, menningu og náttúru 2014 Á FERÐ UM ÍSLAND M Morgunblaðið býður »50 Íslenska landsliðið í körfuknattleik karla skrif- aði nýjan kafla í íslenska íþróttasögu í gærkvöldi þegar það tryggði sér þátttökurétt í lokakeppni Evrópumóts í fyrsta sinn. Það gerðist þrátt fyrir átta stiga tap, 78:70, fyrir Bosníu í lokaleik riðla- keppninnar í Laugardalshöll að viðstöddum á þriðja þúsund áhorfendum. Íslenska landsliðið hafnaði í öðru sæti undan- riðilsins, þremur stigum á eftir Bosníu. Loka- keppni Evrópumeistaramótsins fer fram í september á næsta ári. Ekki liggur fyrir hvaða land verður gestgjafi mótsins. » íþróttir Morgunblaðið/Golli Íslenska landsliðið fer í úrslitakeppni EM í fyrsta sinn Nýr kafli í íslenskri íþróttasögu Samhliða ferðum blaðamanna og ljósmyndara Morgunblaðs- ins um landið í haust mun blaðið beina sjónum að vaxtar- broddum í atvinnulífinu á ein- stökum stöðum. Áherslan er á fyrirtæki, lítil og stór, sem eru að gera áhugaverða hluti, hafa skapað ný atvinnutækifæri og tekjur í heimabyggð sinni og eru orðin eða geta orðið þýð- ingarmikil fyrir staðinn eða stærra svæði. Umfjöllunin verður undir yfirskriftinni Vit- inn 2014. Vitinn 2014 VAXTARBRODDAR Í ATVINNULÍFI Vilhjálmur A. Kjartansson Gunnar Dofri Ólafsson Tveir sigkatlar hafa myndast sunnað við Bárð- arbunguöskjuna, sem ekki er hægt að úskýra á annan veg en að kvika hafi brætt jökulinn, sam- kvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. TF- SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug yfir Vatnajökul í gær og sáust þá sigkatlar á fjögurra til sex kílómetra langri sprungu í Vatnajökli suð- austur af Bárðarbungu. Víðir Reynisson, hjá Almannavarnardeild rík- islögreglustjóra, segir að samkvæmt upplýsing- um úr vél gæslunnar hafi myndast þrír sigkatlar á umræddri sprungu. „Þar undir er þá vænt- anlega hiti en það þarf töluverðan hita til að bræða svona mikið. Á móti kemur að við erum ekki að sjá neina eldgosaóróa á jarðskjálftamæl- um og það veldur okkur hugarangri.“ Enn fremur segir Víðir óljóst á þessari stundu hvar vatnið sé sem hefur bráðnað. „Þetta er á vatnaskilum Grímsvatna og Jökulsár á Fjöllum og það er mögulegt að þetta vatn sem bráðnar hafi lekið í Grímsvötn en það þarf að kalla eftir upplýsingum úr Grímsvötnum og erum við að bíða eftir því.“ Í tilkynningu frá Almannavarn- ardeild ríkislögreglustjóra sem send var út á ell- efta tímanum í gærkvöldi segir að ekki sé búið að staðfesta að gos sé hafið í norðanverðum Vatna- jökli. Sigdældir benda til goss  Jarðvísindamenn meta hvort breytingar við Bárðarbunguöskju sýni byrjun goss Ljósmynd/Tobias Dürig Eftirlitsflug Mynd frá í gær sýnir sprungur sem ná um það bil fjóra km norður fyrir Dyngjujökul. MEldgos »2 og 26
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.