Morgunblaðið - 28.08.2014, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 28.08.2014, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 20% afsláttur Fæst án lyfseðils. Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vandlega fyrir notkun. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Starfsmenn Íslenskra orkurann- sókna (ÍSOR) fóru í gær og hlóðu nið- ur gögnum af jarðskjálftamælum á Reykjanesi, en tugum mæla hefur verið komið fyrir á nesinu og í hafinu fyrir utan það í tengslum við evrópskt rannsóknarverkefni sem nefnist IMAGE. Þátttakendur eru ellefu rannsóknarstofnanir á sviði jarðhita í Evrópu auk átta fyrirtækja sem koma að rekstri jarðvarmavera eða annarri nýtingu jarðhitakerfa. Hlaða þarf gögnum af mælunum á tveggja mánaða fresti. Markmið verkefnisins er að þróa nýjar aðferðir til að rannsaka og meta jarðhitakerfi og staðsetja borholur með nákvæmari hætti en gert hefur verið til þessa. Vonast er til að þannig verði hægt að fá sem besta mynd af jarðhitakerfunum áður en boraðar séu rannsóknarholur. Þannig mætti mögulega draga úr kostnaði við bor- anir í jarðhitaverkefnum og stuðla að því að staðsetning vinnsluhola verði árangursríkari, sem aftur væri til þess að draga úr umhverfisáhrifum. Gylfi Páll Hersir, jarðeðlisfræð- ingur og verkefnisstjóri hjá ÍSOR, segir miklar vonir bundnar við verk- efnið og þær upplýsingar sem kunni að koma út úr því. Þær nýtist ekki að- eins hér á landi heldur einnig við sambærilegar aðstæður erlendis. hjortur@mbl.is Morgunblaðið/Þórður Rannsóknir Dr. Philippe Jousset, Hanna Blanck og Gylfi Páll Hersir. Tappað af mælunum  Vonir bundnar við að þéttriðið net jarðskjálftamæla við og á Reykjanesi stuðli að nákvæmari staðsetningu borhola Sigurður Ingi Jó- hannsson sjávarút- vegsráðherra segir niðurstöðu sameig- inlegs makrílleið- angurs Íslendinga, Norðmanna, Fær- eyinga og Græn- lendinga mjög ánægjulega enda sé hún til þess fallin að styrkja stöðu Ís- lendinga í komandi makrílviðræðum. „Þetta mun klárlega styrkja stöðu okkar. Því meira sem mælist af mak- ríl, þeim mun sterkari stöðu fáum við fyrir þeim málflutningi sem við höfum haft,“ segir Sigurður Ingi, en heildar- vísitala makríls í Norðaustur-Atlants- hafi hefur verið metin um 9 milljón tonn. Þar af voru 1,6 milljón tonn inn- an íslenskrar efnahagslögsögu, eða tæplega 18 prósent. Er því ljóst að um mjög mikla makrílgengd er að ræða í íslenskri lögsögu. Makrílfundur í haust Spurður hvort komin sé tímasetn- ing á frekari viðræður, sem fyrirhug- aðar eru í haust, kveður ráðherrann nei við. „Mér vitanlega er ekki komin nein dagsetning. Það er hins vegar fyrirhugað að menn taki upp þráðinn aftur í haust.“ khj@mbl.is »24 Staða Íslands styrk- ist með makrílnum  Um 1.600 þúsund tonn í lögsögunni Morgunblaðið/Eggert Við veiðar Þessir bátar eltu makríltorfu við Rif á Snæfellsnesi í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson Vilhjálmur Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Sigdældir hafa myndast suðaustan við Bárðarbungu og er talið að eld- gos sé annað hvort yfirstandandi eða hafi orðið. Ekki er hægt að útskýra sigkatlana með öðrum hætti en að kvika hafi brætt jökulinn, sam- kvæmt upplýsingum sérfræðinga á Veðurstofunni og Almannavarnar- deild ríkislögreglustjóra. TF-Sif, flugvél Landhelgisgæsl- unnar, flaug yfir Vatnajökul með vís- indamenn í eftirlitsflugi síðdegis yfir jökulinn og uppgötvuðu þeir grunna sigkatla og sprungur 4 – 6 km langar við suðaustanverða Bárðarbungu. Skjálftavirkni hafði ekki aukist á svæðinu en er engu að síður mikil undir og við norðanverðan Vatnajök- ul, en frá miðnætti í gær og fram á miðjan dag mældust rúmlega 700 skjálftar. Virknin var þá að mestu ut- an jökulsins og hafði þokast nærri kílómetra til norðurs frá því á þriðju- dag. Nokkrir stórir skjálftar mældust í gær en rétt eftir miðnætti, aðfara- nótt miðvikudags, mældist skjálfti af stærðinni 5,3 í Bárðarbunguöskjunni og klukkan 2.50 mældist annar stór skjálfti af stærðinni 5,2 á svipuðum slóðum. Klukkan 1.52 mældist skjálfti af stærðinni 4,5 austantil í Öskju og fylgdi dálítil smáskjálfta- virkni í kjölfarið. Berggangurinn undir Dyngjujökli er nú talinn vera rúmlega 40 km lang- ur og benda líkanreikningar byggðir á GPS-mælingum til þess að rúm- málsaukningin síðasta sólarhringinn sé rúmlega 20 milljónir rúmmetra.og að berggangurinn hafi valdið veruleg- um spennubreytingum á stóru svæði. Eldgos hefur mögulega orðið Morgunblaðið/Þórður Eldgos Vísindamenn fylgjast grannt með ástandinu við jökulinn. Morgunblaðið/Golli Almannavarnir Víðir Reynisson talar við fréttamenn í gærkvöldi.  Ekki er hægt að slá föstu að eldgos sé hafið við Bárðarbungu  Sigdældir sáust í eftirlitsflugi suð- austan við Bárðarbungu  Skjálftavirkni hefur ekki aukist en er enn mikil á svæðinu Í svari sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra við fyrirspurn Kristjáns L. Möller, þingmanns Samfylkingarinn- ar, sem dreift var á Alþingi í gær, má finna sundurliðun almenna veiði- gjaldsins, sérstaka veiðigjaldsins og lækkunar á sérstöku veiðigjaldi eftir bæjarfélögum. Fram kemur að sex bæjarfélög greiða meira en 500 milljónir í sér- stakt veiðigjald og trónir höfuðborgin þar efst, en sjávarútvegsfyrirtæki í Reykjavík greiða rúma 2,4 milljarða króna í sérstakt veiðigjald. Þar á eftir koma Vestmannaeyjar, sem greiða rúma 1,6 milljarða, og Akureyri og Grindavík með tæpan milljarð. Höfn og Neskaupstaður koma þar á eftir með yfir 500 milljónir hvor en ekki langt þar á eftir koma Sauðárkrókur og Siglufjörður, rétt undir 500 millj- ónum. Gott fyrir umræðuna Kristján óskaði eftir því að fá hvoru tveggja svar við því hver var heildar- fjárhæð innheimtra veiðigjalda, al- menns veiðigjalds og sérstaks veiði- gjalds samkvæmt lögum um veiðigjöld, nr. 74/2012, og hver væri heildarfjárhæð lækkana vegna vaxta- kostnaðar við kaup á aflaheimildum samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í lögum um veiðigjöld. „Þetta eru mikilvæg gögn inn í um- ræðuna og ég fagna því að ráð- herrann fallist á þau sjónarmið mín að gefa þessar upplýsingar út sundurlið- aðar með þessum hætti,“ segir Krist- ján, sem nú leggst yfir það að skoða þessi mál betur. Lækkun á sérstöku veiðigjaldi samkvæmt ákvæði til bráðabirgða í lögum um veiðigjöld dreifist nokkuð ójafnt milli bæjarfélaga. Í Grindavík var t.a.m. lækkun á sérstöku veiði- gjaldi um tæpar 700 milljónir og tæp- ar 300 á Hellissandi, en hún var til samanburðar tæpar 200 milljónir í Reykjavík og 170 milljónir í Eyjum. „Ég bjóst við minni dreifingu og öðru- vísi en þessar tölur gefa til kynna, t.d. að meiri lækkun yrði á Vestfjörðum en raun ber vitni,“ segir Kristján. Hæstu greiðslur veiðigjalda í Reykjavík og Eyjum  Ójöfn dreifing lækkunar á sérstöku veiðigjaldi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.