Morgunblaðið - 28.08.2014, Page 6

Morgunblaðið - 28.08.2014, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Gardavatn& Feneyjar Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Gardavatn hefur verið einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga til margra ára, en Goethe líkti staðnum við himnaríki og skyldi engan undra. Njótum þess að sigla á Gardavatni og til drottningar Adríahafsins, Feneyja. Heimsækjum einnig elstu borg Norður-Ítalíu,Veróna. Verð: 218.600 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör eh f. Fararstjóri: Hlín Gunnarsdóttir Haust 12 4. - 14. október Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Hljómsveitin Kaleo mun spila í opn- unarteiti ljósmyndasýningar til heið- urs rokkljósmyndaranum góðkunna Bob Gruen, sem haldið verður á Ace- hótelinu í London hinn 9. október. Útvarpsmaðurinn og rokkabillígoð- sögnin Smutty Smiff, sem býr hér á landi, þekkir vel til Gruens og mælti með að hljómsveitin fengi að taka nokkur lög. Gruen tók vel í beiðnina eftir að hafa hlustað á nokkur lög með strákunum úr Mosfellsbæ. Bob Gruen er einhver kunnasti rokkljósmyndari sögunnar en hann var meðal annars einkaljósmyndari Johns Lennons þegar sá síðarnefndi dvaldi í New York. Margar af þekkt- ustu ljósmyndum sem birst hafa af Lennon eru einmitt eftir Gruen. Þá hefur hann myndað The Clash, Ramones, Patti Smith, Blondie, Led Zeppelin, The Who, David Bowie, Tinu Turner, Elton John, Aero- smith, Kiss, Alice Cooper og svona mætti lengi telja. Á sýningunni í London verða sýndar 46 myndir sem Gruen hefur tekið á ferli sínum. Hann hefur ekki haldið sýningu í hartnær áratug og því er töluverð eftirvænting fyrir þessum gleðskap. Búist er við að mörg rokkfyrir- menni sögunnar komi og hlusti á Kaleo slá í rokkklárinn. „Gestalist- inn er samansettur af mörgum rokk- goðsögnum og toppunum í rokkinu en svo veit maður aldrei hverjir mæta,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo, og viðurkennir að þetta gætu orðið einhverjir stærstu tónleikar hljómsveitarinnar enda ekki á hverjum degi sem spilað er fyrir fyrirmenni rokksins. „Smutty hefur tekið okkur opnum örmum síð- an við gengum til hans á X-inu og báðum hann að spila eitt lag eftir okkur. Hann hreifst af því lagi og hefur verið okkur mjög hjálplegur. Við gætum ekki spilað þarna án hans aðstoðar.“ Kaleo er nú að taka upp aðra breiðskífu sína og fyrst þeir munu hitta einn frægasta rokkljósmynd- ara sögunnar verður athugað hvort hann vill ekki smella af – fyrir næstu plötu. Það kemur í ljós þegar platan kemur út hvort það hafi tekist. Kaleo slær í rokkklárinn fyrir ljósmyndara Lennons  Hljómsveitin Kaleo spilar í opnunarteiti Bobs Gruens Morgunblaðið/Rósa Braga Góðir Hljómsveitin Kaleo úr Mosfellsbæ spilar í opnunarteiti fyrir ljós- myndasýningu Bobs Gruens, einn þekktasta rokkljósmyndara sögunnar. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Ég hef aldrei áður lent í því að skrifa matseðil og reyna að hafa hann ekki vinsælan,“ segir Trausti Magnússon, matreiðslumeistari Hagaskóla í Reykjavík. Á þriðjudaginn fengu forráða- menn nemenda í skólanum sent bréf, undirritað af Trausta og Ingibjörgu Jósefsdóttur skólastjóra, þar sem þeim var tjáð að vegna fjölgunar nemenda í skólanum annaði eldhús skólans ekki lengur fjöldanum og því þyrfti að draga verulega úr þeirri fjölbreytni sem í boði hefði verið. Á aðeins nokkrum árum hefur þeim nemendum sem borða í skól- anum fjölgað úr 200 í rúmlega 500 en eldhúsið er byggt til að anna 200-300 manns. Trausti segir að hann og skólayfirvöld hafi ítrekað vakið at- hygli á þessum vanda við borgina en engin viðbrögð fengið. Síðasta vor kom skipun frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um að ef eldhúsið yrði ekki stækkað yrði að bregðast strax við og skerða verulega þá fram- leiðslu matvæla sem ætti sér þar stað. „Við höfum lagt á það áherslu að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi í mötuneytinu og buðum upp á tvo til þrjá heita rétti í hverju hádegi ásamt meðlæti og salatbar. Krakk- arnir velja sér sjálf á diskinn af sér- stakri afgreiðslulínu. Það heyrir orð- ið sögunni til að við sjáum á eftir þeim út í sjoppu eða bakarí.“ Í Hagaskóla eru aðeins unglinga- deildir, 8., 9. og 10. bekkur, og segir Trausti að borgin geri ekki ráð fyrir meiri hráefniskostnaði á 16 ára ung- ling en sex ára barn. „Við teljum okkur vera að elda fyrir þann hóp fólks sem borðar hvað mest, 13 til 16 ára krakkar borða rosalega vel.“ Nú neyðist skólinn til að stíga skref aftur á bak í mötuneytismál- unum og bjóða aðeins upp á einn heitan rétt með meðlæti í hádeginu og draga úr framboði ávaxta. Þá verða vinsælustu réttirnir á matseðl- inum að víkja því of mikið magn þarf að elda af þeim. „Það er svo merki- legt að eftir að við komum með sjálfsafgreiðslulínuna og salatbarinn hefur fjöldi manns komið að skoða aðstöðuna frá öðrum sveitarfélögum en ennþá ekki einn einasti frá Reykjavík. Margir vilja taka upp sama kerfi og við,“ segir Trausti. Morgunblaðið/Ómar Í eldhúsinu Trausti Magnússon, matreiðslumeistari Hagaskóla, segir eldhúsið of lítið og eldunartækin líka. Borgin hefur engu svarað um bætta aðstöðu. Vinsælustu réttirnir ekki í boði Mötuneyti Unglingarnir velja sér sjálfir matinn á diskana. Segulómtæki Hjartaverndar hefur verið bilað síðasta hálfa mánuðinn og verður eitthvað lengur vegna skorts á fljótandi helíum í heiminum. Sigurður Sig- urðsson, yfirmað- ur myndgreining- ardeildar Hjartaverndar, segir að skortur hafi verið á helí- um í heiminum undanfarin þrjú ár og því séu alltaf tafir á því að fá helíumið afhent. Helíum fyrir seg- ulómtæki kemur venjulega frá Bandaríkjunum þar sem er ein stærsta helíumnáma í heimi. „Við höfum lent í því áður að bíða eftir helíum en við höfum ekki þurft eins mikið magn og við þurfum núna, sem gerir það heldur erfiðara,“ segir Sigurður. Helíummagnið sem þarf fer eftir gerð bilunarinnar. Stundum þarf aðeins að fylla á það sem gufar upp og þá þarf lítið magn en nú er bil- unin stærri og því þarf meira magn en vanalega. Fljótandi helíum gegnir því hlut- verki í segulómtækinu að gera seg- ulinn ofurleiðandi, þ.e. hann kælir niður vírinn sem segullinn er búinn til úr svo hann verður viðnámsfrír. Við það þarf ekki að veita stöðugt raf- magni á tækið og fæst þá kröftugt og jafnt segulsvið. Spurður hvaða áhrif bilun segul- ómtækisins hafi á starfsemi Hjarta- verndar segir Sigurður að þau geti ekki stundað ákveðnar vísindarann- sóknir í bili. „Við höfum þurft að gera hlé á þeim að hluta til en það eru ýms- ar aðrar rannsóknir í gangi en þær sem við gerum með þessu tæki.“ Sigurður segir að nokkur ár séu síðan Hjartavernd hafi síðast pantað helíum og þá hafi ekki verið helíum- skortur í heiminum. Framleiðendur segulómtækisins og þjónustuaðila þess eru að vinna á fullum krafti við að útvega helíum svo segulómtækið verður vonandi komið fljótlega í gang aftur að sögn Sigurðar. ing- veldur@mbl.is Segulóm- tækið bíð- ur helíums Hjartavernd Bíður eftir helíum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.