Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 12

Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Fjarðarkaup Gildir 28.-30. ágúst verð nú áður mælie. verð Svínakótelettur úr kjötborði .............................. 1.298 1.698 1.298 kr. kg Lambalundir úr kjötborði.................................. 4.298 5.098 4.298 kr. kg Kindafille úr kjötborði ...................................... 2.898 3.498 2.898 kr. kg Nautahakk, 1. flokkur, ísl. ................................ 1.298 1.698 1.298 kr. kg Kjarnafæði lambalæri, hangið, frosið ................ 1.198 1.498 1.198 kr. kg Danskur lífrænn kjúklingur, 1,2 kg .................... 1.998 2.579 1.998 kr. stk. Fjallalambs frosið súpukjöt .............................. 698 858 698 kr. kg Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Helgartilboðin Malín Brand malin@mbl.is Greint var frá ferðalagi og æv-intýrum Vigfúsar Blæs Inga-sonar í Morgunblaðinu fyrr í sumar en hann fór til Suður-Afríku í febrúar sl. til að sinna hjálparstarfi. Hann vann á leikskóla í þrjá mánuði í litlu þorpi í Höfðaborg. Skömmu eftir að hann kom heim varð stórbruni í þorpinu og leikskólinn brann til grunna. „Þrír sjálfboðaliðar voru inni með 40 börn þegar eldurinn blossaði upp og með einhverjum hætti tókst þeim að koma öllum börnunum út,“ sagði Vigfús Blær í viðtalinu í sumar. Hann hóf strax söfnun fyrir litlu vini sína í Höfðaborg en rúmar tvær millj- ónir kostar að reisa nýjan stein- steyptan leikskóla með salern- isaðstöðu og loftræstingu. Leikskólinn sem varð að brunarúst- um var agnarsmár kofi, allt of lítill fyrir þau 60 börn sem þar dvelja. Velvilji almennings Á meðal þess sem Vignir Blær gerði til að safna peningum var að ganga ásamt vinum sínum í hús á Sel- fossi, þaðan sem hann er. „Fólk tók mjög vel í þetta og nánast allir sem ég þekki hjálpuðu til,“ segir hann en í gær voru fjármunirnir millifærðir á reikning hjálparsamtakanna You2Af- rica í Suður-Afríku en alls söfnuðust tæpar 900.000 krónur. „Þau eru sjálf búin að vera dugleg að safna pen- ingum úti og fleiri sjálfboðaliðar sem voru úti á sama tíma og ég hafa verið að safna. Þegar allt er lagt saman ætti það að vera nóg fyrir nýju húsi og þá er hægt að hefjast handa,“ seg- ir Vigfús Blær sem myndi gjarnan vilja sjá brunarústirnar víkja fyrir nýjum leikskóla og hjálpa til við að reisa þann nýja með eigin höndum. Um leið og færi gefst ætlar hann út til Suður-Afríku og hitta alla krakkana í Masincedisane. Það er ljóst að fátítt er að pen- ingar séu millifærðir hér til Suður- Afríku því það tók heillangan tíma og var umstangið töluvert. Ef fólk vill leggja fjármuni til söfnunarinnar er það ekki of seint og er Vigfús Blær orðinn sjóaður í millifærslunum. Brunarústirnar víkja Leikskóli verður byggður í bænum Masincedisane í Höfðaborg í stað þess sem þar brann. Íslenskur piltur hóf söfnun fyrir nýrri leikskólabyggingu. Morgunblaðið\Malín Brand Ánægður Vigfús Blær var sáttur og sæll eftir að hafa lagt fjármunina inn á bankareikninginn í Suður-Afríku. Innan skamms rís þar nýr leikskóli. Tengd Börnin eiga stað í hjartanu. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni lampataska.wix.com/ masirescue Vetrarstarfið í Menningarmiðstöðinni í Gerðubergi í Breiðholti er fjölbreytt og í dag fer af stað viðburður sem kallast fimmtudagsfræðsla, stutt hagnýt námskeið og fræðandi fyrirlestrar. Tvisvar í mánuði á fimmtudögum kl. 17 verður boðið upp á fyrirlestra um ýmis málefni er tengjast velferð og menn- ingu. Í dag kl. 17 verður fyrsti fyrirlest- urinn, en þá mun Kolbrún Björnsdóttir ráðgjafi kynna hugræna atferlis- meðferð (HAM) og segja frá því hvern- ig námskeiðin hafa aukið lífsgæði fólks og árangur í lífi og starfi. Hug- ræn atferlismeðferð er sálfræði- meðferð sem byggist á árangursríkum aðferðum sem auðvelda fólki að tak- ast á við erfiðar tilfinningar og hegð- un. Einnig verður opnuð í dag sýning í Gerðubergi þar sem Kristinn Alexand- ersson sýnir bæjarlífsmyndir sem eru minningar uppvaxtaráranna, íslenskt landslag og átthagamyndir. Leik- vangur Kristins á bernskuárum var að- allega Austurvöllur og Dómkirkjan þar sem afi hans var kirkjuvörður. Ungur náði Kristinn tökum á málaralistinni og hann þótti afbragðsgóður trommu- leikari, spilaði m.a. með hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar, betur þekkt sem „Steini spil“. Fyrirlestur og málverkasýning í Gerðubergi Hugræn atferlismeðferð góð leið til að auka lífsgæði fólks Bessastaðir Ein mynda Kristins. Í Urtagarðinum í Nesi á Seltjarnar- nesi er safn urta sem ýmist hafa gegnt hlutverki í lækningum eða ver- ið nýttar til næringar og heilsubótar á tímabilinu 1760-1834. Bjarni Páls- son landlæknir og Björn Jónsson lyf- sali sátu í Nesi þar sem garðurinn er staðsettur á safnasvæði Seltirninga við Nesstofu, en þeir tengdu saman ræktun og heilsubót í lífi og starfi. Í dag klukkan 17-19 verður haldið mál- þing í sal Lyfjafræðisafnsins við Nes- tröð á Seltjarnarnesi undir yfir- skriftinni: Epli, ber og annað góðgæti, ræktunartilraunir í Nesi á átjándu öld. Á málþinginu verður skoðað hvað var ræktað í Nesi á tím- um Bjarna og Björns. Lilja Sigrún Jónsdóttir læknir fer yfir gamla sögu og nýja um Urtagarðinn, Kristín Ein- arsdóttir lyfjafræðingur segir sögu apótekara í Nesi og Jóhanna Þ. Guð- mundsdóttir sagnfræðingur segir frá eplatré og fleiri nytjajurtum í garði Björns. Öllum opið málþing og í boði er hressing og leiðsögn um Lyfja- fræðisafn, Nesstofu og Urtagarðinn. Epli, ber og annað góðgæti á málþingi um Urtagarðinn Hvað var ræktað við Seltjörn? Nesstofa Þar er fagur urtagarður. Gamli Kóngsvegurinn geymir mikla sögu og hann er gaman að ganga. Í dag kl. 18.15 verður lagt upp í menn- ingargöngu um hluta gamla Kóngs- vegarins frá bænum Miðhúsum í Biskupstungum og gengið að Efsta- dal í Laugardalnum. Leiðsögumenn verða innansveitarkonurnar Björg í Efstadal og Þrúða á Miðhúsum. Gengið verður frá Miðhúsum upp á Kóngsveginn gamla, sem liggur þar ofan við tún. Síðan verður gengið sem leið liggur eftir Kóngsveginum, gegnum Miðhúsa- og Brekkuland að Brúarfossi. Gengið yfir göngubrúna og þaðan áfram eftir Kóngsveginum í Efstadal, þar sem hægt er að kaupa sér hressingu og heimagerðan ís hjá Björgu, í nýja veitingastaðnum við fjósið. Leiðin er um 6-7 kílómetrar og áætlaður göngutími um tveir tímar. Göngufólk er beðið um að vera vel skóað og klætt eftir veðri. Endilega … Brúarfoss Gönguleiðin er fögur. … farið í menningargöngu um gamla Kóngsveginn í dag
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.