Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 14

Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Skóladagar - 25% afsláttur af öllum vörum frá Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur sími 571 5464 Stærðir 38-52 Anna Marsibil Clausen annamarsy@mbl.is „Ég hef lengi haft áhuga á þessum meiðslum, ég hef sjálf slitið báðum megin og eftir að ég lenti í því finnst mér þetta orðið svo algengt svo mig langaði að skoða hvað ylli þessu,“ segir Eva Hafdís Ásgrímsdóttir sem skrifaði um krossbandaslit knatt- spyrnukvenna í lokaverkefni sínu í íþróttafræði við Háskólann í Reykjavík. Eva lagði spurningalista fyrir 55 leikmenn á aldrinum 18 til 34 ára sem eiga það sameiginlegt að hafa slitið krossband og hafa spilað í fyrstu deild kvenna og í Pepsi- deildinni. Í ljós kom að 54% knatt- spyrnukvennanna höfðu slitið kross- band við æfingar eða keppni á gervi- grasi. Líkamsbygging spilar inn í „Það kom mér á óvart að helsta orsökin var snúningur á föstum fæti en slíkt getur til að mynda orsakast vegna skóbúnaðar, á gervigrasi hafa langir blaðtakkar t.a.m. meiri til- hneigingu til að festast en hring- takkar.“ Ungar konur eru 16% líklegri til að slíta krossband en karlar og Eva segir ýmislegt spila þar inn í. „Líkamsbygging kvenna er öðru- vísi, þær eru með breiðari mjaðmir og hnéð er þar með innar miðað við mjaðmirnar og undir meira álagi. Þá er minna pláss fyrir bein í hnjám kvenna í kringum kross- bandið, og svo er mikið talað um að tíðahringurinn gæti haft áhrif en teygjanleiki liðbanda verður meiri þegar konur eru á blæðingum,“ seg- ir Eva. Hún tekur fram að niðurstöður á rannsóknum á tengslum tíðahrings- ins við krossbandsslit séu oft misvís- andi en að flestar rannsóknir sýni að á fyrstu dögum tíðarhrings séu kon- ur viðkvæmari fyrir meiðslunum en ella. Lendingartækni mikilvæg Eva segir konur vera viðkvæm- astar fyrir meiðslunum í kringum kynþroskaskeiðið og hún telur því mikilvægt að byrja snemma að vinna með fyrirbyggjandi æfingar svo sem styrktar- og stöðugleika æf- ingar sem og lendingartækni æfing- ar. „Í flestum rannsóknum er talað um að mikilvægasti þátturinn sé að kenna rétta lendingu. Með því að gera slíkar æfingar er hægt að styrkja vöðvana í kringum hnén til þess að virkja sig með sem mestum krafti en aukin virkni verður til þess að liðböndin taka á sig minna álag við lendingu,“ segir Eva. Í rannsókn hennar kom í ljós að meiri áhersla væri lögð á stöð- ugleika- og styrktaræfingar hér á landi og að lendingartækniæfingar væru látnar sitja á hakanum. „Það kom í ljós að helmingur knattspyrnufélaganna lagði mikla áherslu á fyrirbyggjandi æfingar og að hinn helmingurinn lagði litla áherslu á þær. Það eru fjögur lið í Pepsi-deild kvenna sem eiga sam- tals 24 konur sem hafa slitið kross- band, en nánast öll lið á Íslandi eiga allavega einn leikmann sem hefur lent í þessu,“ segir Eva. Eva segist jafnframt hafa heim- ildir fyrir því að á meðan á rannsókn hennar stóð hafi fleiri knatt- spyrnukonur en þær sem rann- sóknin tók til slitið krossbönd og greinilegt sé að þetta sé viðvarandi vandamál í knattspyrnuheiminum. „Ég myndi vilja sjá íþróttafélögin vinna í fleiri fyrirbyggjandi æfing- um, ekki bara hjá knattspyrnukon- um heldur íþróttafólki almennt.“ Konur líklegri til að slíta krossband  54% krossbandsslita knattspyrnu- kvenna hafa gerst á gervigrasi Morgunblaðið/Eggert Meiðsli 24 leikmenn fjögurra liða í efstu deild hafa slitið krossbönd. Hjörtur J. Guðmundsson hjortur@mbl.is „Þetta fyrirkomulag er þekkt er- lendis, meðal annars í Bandríkj- unum, Bretlandi og Þýskalandi, en er nýjung hér á landi að því ég best veit,“ segir Ingólfur Garðars- son, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins Seldur.is, en fyrirtækið kaupir bæði nýjar og notaðar bifreiðar og greiðir fyrir þær með reiðufé. Fyrirtækið hóf rekstur í upphafi ársins. Viðskiptavinir þess eru meðal annars fólk sem vill losna við gömlu bifreiðina til að kaupa nýja eða vegna flutnings úr landi. Eða vilji einfaldlega ekki standa í löngu söluferli. Miðað sé við að greiða hærra verð en umboðin bjóði fyrir að taka bifreiðina upp í nýja. Fyrirtækið selji þær síðan áfram í gegnum bílasölur. „Ég staðgreiði bílinn og seljandi heldur þá á peningum þegar hann fer að kaupa sér nýjan bíl í stað þess að vera með gamla bílinn í eftirdragi sem oft er verðlagður frekar lágt. Með peningum gerir þú alltaf betri kaup hjá umboð- unum en með gamla bílinn með þér. Þú færð afslátt af nýja bílnum hjá umboðunum,“ segir hann. Ferlið fari þannig fram að mögulegur seljandi sendi helstu upplýsingar um bifreiðina til Seld- ur.is, skráningarnúmer og hversu mikinn hann sé ekinn. Kauptilboð sé sent til baka. Því næst fari bif- reiðin í ástandsskoðun hjá óháðum aðila sem fyrirtækið greiði. Komi ekkert óeðlilegt út úr því sé hægt að ganga frá viðskiptunum. Komi hins vegar eitthvað í ljós í skoð- uninni sem hafi áhrif á upphaflegt kauptilboð geri fyrirtækið nýtt til- boð. „Það má því segja að ég taki við verkefninu af fólki að selja bílinn. Ef ég kaupi bílinn þá losnar fólk strax við atriði eins og afföll af bílnum, tryggingar, opinber gjöld og annan kostnað. Jafnframt sem það greiðir ekki sölu- laun. Einnig má benda á það að gríðarlega algengt er í bílaviðskiptum í dag að þú fáir bíl upp í bílinn sem þú ert að selja. Þann bíl þarftu einnig að selja þannig að þetta getur tek- ið langan tíma fyrir fólk að losna við bílinn með tilheyrandi kostnaði,“ seg- ir Ingólfur. Morgunblaðið/Ómar Bifreiðasala Fyrirtækið Seldu.is kaupir nýjar og notaðar bifreiðar fyrir reiðufé og selur þær síðan áfram. Tekur við verkefninu að selja bifreiðina  Kaupir nýjar og notaðar bifreiðar og greiðir með reiðufé „Ég er búinn að kaupa mikið magn af bílum af ein- staklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum. Ég sel þessa bíla síðan aftur í gegn- um nokkrar bílasölur, ýmist uppgerða eða í upprunalega ástandi. Allt eftir því hvernig ástandsskoðun bílsins kemur út,“ segir Ingólfur Garð- arsson. Hann segir aðspurður að Seldur.is hafi fengið góð viðbrögð frá því að það hóf störf fyrr á árinu. Fyr- irtækið leggi áherslu á að söluferlið sé sem þægileg- ast og einfaldast fyrir selj- endur bifreiða og gangi hratt fyrir sig. Greinilegt sé að spurn sé á meðal neytenda eftir þeirri þjón- ustu sem það bjóði upp á. Keypt mikið af bifreiðum FYRIRTÆKIÐ SELDUR.IS Ingólfur Garðarsson Knútur Björnsson lýta- læknir lést á Land- spítalanum í Fossvogi 26. ágúst síðastliðinn. Knútur fæddist 1. maí 1930 á Skálum á Langanesi, sonur hjónanna Sigurveigar G. Sveinsdóttur og Björns Sæmundssonar. Knútur stundaði sér- fræðinám í lýtalækn- ingum í Malmö í Sví- þjóð og var hann fyrstur Íslendinga til að fá full sérfræðirétt- indi í lýtalækningum. Hann starfaði sem lýtalæknir til árs- ins 2003, lengst af hjá Landspítala – Háskólasjúkrahúsi, en einnig rak hann læknastofu í Domus Medica. Hann var einn af stofn- endum Félags ís- lenskra lýtalækna og var gerður að heiðurs- félaga árið 2011. Knútur var liðtækur kylfingur, var þrefald- ur Íslandsmeistari eldri kylfinga og lands- liðsmaður um árabil. Knútur var tví- kvæntur. Hann kvænt- ist Önnu Þóru Þorláks- dóttur 1953. Þau skildu 1986. Saman eignuðust þau fimm börn, þau Sigurveigu, Sæmund, Kára, Steinunni og Björn. Fyrir átti Knútur dótturina Sólveigu. Knútur kvæntist Kristjönu Ellertsdóttur og bjó með henni til æviloka. Andlát Knútur Björnsson lýtalæknir Mikið sér á furu og fjallaþin á Suðurlandi eftir óvenju vondan seinni part vetr- ar 2013 til 2014. Eru trén bæði sviðin og ljót auk þess sem talsvert er um að tré hafi drepist. Segir frá þessu á vef skóg- arbænda. Böðvar Guðmundsson, áætl- unarfulltrúi hjá Suðurlands- skógum, fór um skóga Þjórsárdals og skoðaði skemmdir á þin snemma í júlímánuði síðastliðnum. Ritaði hann skýrslu þar sem fram kemur að vind- og þurrkskaðar séu miklir og áberandi á trjám sem standi á vindasömum stöðum. Skaðinn sé hins vegar minni á þeim stöðum sem teljist skjólgóðir. Að áliti Böðv- ars koma einungis tvö kvæmi vel út, FÞ Þjórsárdalur 3220 og FÞ Kaup- anger, sem eru á skýldum svæðum. Fura og fjallaþinur á Suðurlandi illa leikin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.