Morgunblaðið - 28.08.2014, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 28.08.2014, Qupperneq 18
Þróun gagnageymslu 2 3 4 5 6 Gataspjald 1890 Utanáliggjandi harðir diskar 1956 Tölvuský 2006 USB lyklar 1999 Geisladiskar fyrir gagnageymslu 1985 Diskettur 8 tommur 1971 5 1/4 tommur 1976 3 1/2 tommur 1982 1 BAKSVIÐ Sunna Sæmundsdóttir sunnasaem@mbl.is Upplýsingaöryggi hefur alltaf skipt mannskepnuna máli. Örri tækni- þróun virðast engin takmörk sett og leitast nú menn við að koma gögnum sínum fyrir í skýjunum. Þegar mat er lagt á öryggi við gagnageymslu má segja að þrennt skipti máli; end- ingartími geymslumiðlanna, úreld- ing á tækninni og öryggi upplýsing- anna. Jóhann Pétur Malmquist, prófess- or í tölvunarfræði við Háskóla Ís- lands, fór á sitt fyrsta tölvunámskeið árið 1969 og hefur fylgst með þróun- inni síðan. Tæknina telur hann enn vera á byrjunarstigi. „Það sem við eigum eftir að sjá í framtíðinni er að allt verður tengt, jafnvel skórnir okkar og úlpan,“ segir hann kíminn. Eitt spjald fyrir hverja síld Á meðal fyrstu gagnamiðlanna voru gataspjöldin, en sögu þeirra má rekja rúma öld aftur í tímann, þegar þau voru notuð við manntal í Banda- ríkjunum árið 1890. Þau voru mikið notuð á Íslandi á árunum 1949 til 1968 og voru þá gögn skráð á spjöld- in og vélar látnar lesa og vinna úr þeim talningar, skýrslur og útskrift- ir af ýmsu tagi. „Eftir stúdentspróf fékk ég vinnu hjá IBM á Íslandi þar sem mitt fyrsta verk var að aðstoða Jakob Jakobsson fiskifræðing við að skoða hvers vegna síldin hvarf árið 1968. Þá var eitt spjald notað fyrir hverja síld sem skoðuð var,“ segir Jóhann og bætir við að spjöldin hafi verið um áttatíu þúsund að talningu lokinni. Hann segir gataspjöldin hafa verið nokkuð þægileg í notkun, þar sem einfaldlega hafi verið hægt að stinga upplýsingunum í vasann. Notkun gagnaspjalda dróst snarlega saman um þetta leyti og tóku þá utanáliggjandi harðir diskar við sem helsta gagnageymslan. Þeir voru á stærð við skjalatösku og með litlu gagnaplássi, einungis nokkur megabæt. Stöðug þróun er hins vegar á sviðinu og árið 1980 kynnti IBM fyrsta gígabæta harða- diskinn, sem var á við stóran ísskáp að stærð og um 250 kg að þyngd. Í dag eru hörðu diskarnir orðnir hand- hægari og jafnframt með öflugra geymsluminni. Helsti kosturinn við harðan disk er að gögnin eru örugg í vörslu notandans en aftur á móti get- ur hann ýmist skemmst eða týnst og upplýsingarnar þar með glatast. Fá- ir diskar eru taldir lifa í fimmtán ár af stanslausri notkun. Næstir voru þá disklingar, sem komu í nokkrum stærðum og urðu minni með hverju árinu. „Helsti gall- inn við þá er að þurfa sífellt nýjan diskling, þannig að erfitt getur verið að halda utan um gögnin,“ segir Jó- hann og bætir við að notkun þeirra sé einnig sjálfhætt, þar sem slík drif séu á fæstum tölvum í dag og tæknin þar með úreld. Geisladiskar og USB- lyklar bera þá svipaða kosti og galla með sér, þó að gagnaminni þeirra sé töluvert meira. Geisladiskarnir eru þá sérlega viðkvæmir, þar sem ein lítil rispa getur eyðilagt gríðarlegt gagnamagn. Upplýsingum fylgir vald Í dag liggur straumurinn upp í skýin, þar sem sífellt fleiri nýta sér einhvers konar tölvuský fyrir gagna- geymslu; Dropbox, Microsoft, Face- book. Tæknirisar keppast nú um að fá til sín notendur. „Það er mikil samkeppni þarna á milli vegna þess að það fylgir því gríðarlegt vald að ráða yfir gögnum einstaklings,“ segir Jóhann. Hann bendir á að ýms- ir kostir fylgi skýjunum, þar sem hægt sé að hafa aðgang að sama skjalinu í mörgum tækjum. „En um leið er þetta viðkvæmt. Það er verið að geyma gögnin þín á jörðu niðri og þú veist ekki hverjir hafa að þeim aðgang og geta þar með misnotað,“ segir hann. „Með öflugum forritum er hægt að greina gögnin og komast að heilmiklu um þína persónu.“ Það sem öllu máli skiptir er að geta treyst þeim sem geyma gögnin, segir Jóhann. Hvar eru upplýsingar öruggar?  Horfa þarf til endingartíma og öryggis þegar gagnageymsla er valin  Valkostir hafa breyst með örri tækniþróun  Nauðsynlegt að treysta þeim sem varðveitir gögnin, segir prófessor í tölvunarfræði Tölvuský » Gögn eru geymd á netþjóni í stað staðartölvu. » Gögnum er hlaðið niður í gegnum tölvunet í stað þess að vera opnuð úr hörðum diski. » Minna geymslupláss verður þar með nauðsynlegt. » Ýmist eru notuð einkaský eða opinber ský. » Notendum með viðkvæm gögn er frekar ráðlagt að nota einkaský vegna hættu á mis- notkun. 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Þegar gögn eru hýst hjá utanað- komandi aðilum er nauðsynlegt að lesa skilmála vel og ganga úr skugga um að gögn séu vel að- greind frá gögnum annarra aðila í tölvuskýinu, þannig að útilokað sé að þriðji aðili fái að þeim að- gang. Þá er gott að kynna sér hvernig fer um eyðingu þeirra og hvort hýsingaraðili ábyrgist það. Athuga má einnig hvar gögnin eru raunverulega staðsett og hvaða lög og reglur gilda þar með um þau, þar sem umhverfið getur verið með mismunandi hætti. Góð regla fyrir þá sem eru með viðkvæm gögn er að hafa þau dulkóðuð þannig að einungis þeir sjálfir hafi lykilinn. Nauðsynlegt að lesa skilmála GAGNAGEYMSLA Í SKÝJUNUM Gagnaver. SPORTÍS MÖRKIN 6 108 REYKJAVÍK S:520-1000 SPORTIS.IS LÉTT OG ÖFLUG Skútuvogi 1c 104 Reykjavík Sími 550 8500 Fax 550 8510 www.vv.is Panasonic EY 7441 LR2S • 13mm patróna • 2 x 3,3 Ah Li-Ion rafhlöður • 41,5 nm hersla • 2 gírar • 14,4 V • 1,75 kg Verð: 49.573 kr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.