Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 20

Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 20
Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu „Fræðandi og mikilvæg bók fyrir alla sem vilja ná árangri og njóta vinnunnar.“ MAGNÚS GEIR ÞÓRÐARSON, ÚTVARPSS TJÓRI „... kjarkur til sköpunar er besta vegane sti sem hægt er að hugsa sér í leik og starf i.“ HALLA HELGADÓTTIR, HÖNNUNARMIÐS TÖÐ ÍSLANDS ÚT FYRIR KASSANN! TOM K ELLEY Á ÍSLA NDI! FYRIR LESTU R Í DA G, 28. ÁGÚST , Í HÁSK ÓLABÍ Ó, SAL 1, KL. 12 .00—13 .00. AÐGA NGUR ER ÓK EYPIS . Sigurður Ægisson Siglufirði Salthúsið er nýjasta skrautfjöðrin í hatti Síldarminjasafns Íslands. Grunnur þess var steyptur fyrr í þessum mánuði og í vikunni unnu menn við að steypa gólfplötuna. Húsið var upphaflega byggt á Pat- reksfirði seint á 19. öld og flutt til Akureyrar 1946. Talið er að það hafi einnig staðið á Siglufirði á fyrri hluta 20. aldar. Það var mælt upp og teiknað af Argos ehf. fyrir Þjóðminjasafnið ár- ið 1998 og því næst tekið niður og flutt að Naustum árið 1999 þar sem viðir þess voru geymdir allt þar til í sumar að þeir voru fluttir til Siglu- fjarðar; gólf- og lofteiningarnar 13. júní og veggeiningar og bitastæða 17. júní. Var farið sjóleiðina Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tók fyrstu skóflu- stunguna 27. maí síðastliðinn og í kjölfarið var grafið fyrir sökklum. Húsið er 25,74 x 11,98 m að utanmáli og 308 m2 að grunnfleti, ein hæð með portbyggðu risi, og verður á milli Róaldsbrakka og Gránu. Tilgangurinn með nýju safnhúsi er fyrst og fremst sá að bæta úr ófremdarástandi í geymslumálum Síldarminjasafnsins, en lengi hefur sá þáttur safnstarfsins verið mjög til vansa og munir/gripir geymdir á sex stöðum og að sumu leyti við heldur bágbornar aðstæður. Þarna er ráð- gert að geymsla safnsins verði og aðstaða til skráningar og annarrar slíkrar vinnu. Þá er stefnt að því að allt að helmingur hússins verði not- aður fyrir sýningu, safnverslun og gestamóttöku, t.d. með fyrirlestra- sal. Gólfplata steypt undir Salthúsið á Siglufirði  Víðförult hús verður hluti af Síldarminjasafni Íslands Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Steypuvinna Unnið að því að steypa gólfplötu Salthússins í vikunni. Teknar voru skóflustungur að nýrri kísilverksmiðju United Silicon við Helguvík á Reykjanesi í gær við há- tíðlega athöfn. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, flutti stutt erindi af því tilefni ásamt Magnúsi Garðarssyni, fram- kvæmdastjóra United Silocon, og Doron Sanders, stjórnarformanni félagsins. Ragnheiður sagði að um gríðarlega mikilvægan skref væri að ræða sem íbúar á Reykjanesi hefðu beðið lengi eftir. Hét hún stuðningi stjórnvalda við verkefnið. Fjölmenni var viðstatt athöfnina og þar á meðal Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. Athöfnin fór fram á lóð félagsins að Stakksbraut 9 þar sem verkmiðj- an mun rísa. Jarðvegsframkvæmdir vegna hennar eru þegar hafnar en verksmiðjuhúsið verður 41 metri á hæð og um 5 þúsund fermetrar að stærð. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan taki til starfa árið 2016 og framleiðsl- an nemi 21.300 tonnum á ári. Allt að 300 störf skapist við framkvæmdina og 60 störf eftir að verksmiðjan hef- ur starfsemi. Stefnt er að því að reisa alls fjóra ofna í verksmiðjunni fáist næg orka sem þýddi að hún yrði stærsta kísilverksmiðja í heiminum. Magnús segir að þegar sé búið að tryggja raforku fyrir einn ofn. Það er 35 megavött. Fjórir ofnar þurfi 140 megavött. Þegar hafi verið sótt um starfsleyfi fyrir þrjá ofna til við- bótar en verksmiðjan sé hönnuð með fjóra ofna í huga. Miðað við fjóra ofna yrði framleiðslugetan 85 þús- und tonn á ári. Heildarfjárfestingin, miðað við fjóra ofna í rekstri, er um 35 millj- arðar króna að sögn Magnúsar. Fjármögnun verkefnisins er sam- vinna danskra og hollenskra fjár- festa frá Fondel Group, en lánsfjár- mögnun verkefnisins og ráðgjöf er í höndum Arion banka. hjortur@mbl.is Tóku skóflustungur að nýrri kísilverksmiðju Morgunblaðið/Þórður Kísilverksmiðja Skóflurnar mundaðar vegna nýrrar kísilverksmiðju United Silicon við Helguvík á Reykjanesi.  Framkvæmdin hafi í för með sér allt að 300 störf
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.