Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 24

Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Aldrei hefur mælst meira af makríl í íslenskri lögsögu en í nýafstöðnum leiðangri vísindamanna, en makríll hefur á síðustu árum haldið í aukn- um mæli á norð- lægar slóðir í æt- isgöngum sumarsins. Alls mældust tæplega 1.600 þúsund tonn af makríl í lögsögunni en bæði árin 2012 og 2013 var magnið metið um 1.500 þúsund tonn. Athygli vekur að í grænlenskri lögsögu mældust 1.164 þúsund tonn af makríl í sumar og náðist ekki að meta alla útbreiðsl- una á grænlensku hafsvæði. Afla- ráðgjöf fyrir makrílveiðar á næsta ári verður kynnt í október og byggir hún á fyrirliggjandi gögnum, m.a. niðurstöðum fyrrnefnds leiðangurs fjögurra þjóða. Hefur gengið norðar og vestar Sveinn Sveinbjörnsson, fiskifræð- ingur og leiðangursstjóri af Íslands hálfu í mælingum á útbreiðslu og magni makríls á norðurslóðum, seg- ir að makríllinn hafi í ár gengið norðar og vestar en síðustu ár. Í sjálfu sér komi ekki á óvart að mikið finnist af makríl í grænlenskri lög- sögu. Í fyrra hafi verið farið inn í grænlenska lögsögu og makríll hafi mælst á könnunarsvæðinu. „Þá komumst við hvorki vestur né suður úr göngunum, þannig að við áttum von á stærra útbreiðslusvæði en í fyrra,“ segir Sveinn. „Könnun- arsvæðið var því stækkað í ár og í ljós kom að göngurnar voru komnar sunnar en við höfðum aðstöðu til að kanna á þeim tólf dögum sem ætl- aðir voru í verkefnið. Vafalaust verður reynt að komast betur yfir útbreiðslusvæðið við Grænland á næsta ári,“ segir Sveinn og bendir á að þau 1.164 þúsund tonn sem mælst hafi við Grænland gangi sennilega að mestu í gegnum íslenska lögsögu í ætisleit sinni, fyrst í átt til Græn- lands og einnig á leiðinni til baka síðsumars. Sveinn segir að heildarmagn mak- ríls á könnunarsvæðinu hafi aukist lítillega frá síðasta ári. Könnunar- svæðið sé hins vegar ekki alveg sambærilegt, þar sem skipin hafi farið norðar og vestar í ár. Í fyrra hafi svæðið innan evrópskrar lög- sögu suður af Færeyjum verið kann- að en því hafi ekki verið sinnt á sama hátt í ár. Greinilegt sé að stærð makrílstofnsins haldist mjög mikil. Þarf að óbreyttu á þessu útbreiðslusvæði að halda Spurður hvort hrygning makríls við Ísland sé vaxandi segir hann að það sé ekki fullkannað. „Í togararalli og öðrum rannsóknaleiðangrum hef- ur fundist mjög ungur fiskur,“ segir Sveinn. „Í hrognatalningarleiðangri í fyrra fundust dagsgömul egg í ís- lenskri lögsögu þannig að það er klárt að hrygning á sér stað við Ís- land. Við vitum hins vegar ekki hve mikið umfangið er. Umhverfisbreyt- ingar og breytingar sem þeim fylgja þróast smám saman. Ef þessi þróun heldur áfram eða breytingarnar ganga ekki til baka á ég von á að hrygning við Ísland eigi eftir að aukast. -Er makríllinn kominn til að vera í íslenskri lögsögu? „Því ráða nokkur atriði. Ef stofn- inn verður ekki veiddur niður og ný- liðun verður áfram góð þannig að stofninn helst stór þarf hann á þessu mikla útbreiðslusvæði að halda til að fæða sig. Ef umhverfisbreytingar sem hafa orðið, einkum hvað varðar hitastig sjávar, ganga ekki til baka verða áfram aðstæður fyrir makríl í lögsögunni. Ef þessi skilyrði verða áfram fyrir hendi er ég viss um að makríll verður áfram í íslenskri lög- sögu,“ segir Sveinn Sveinbjörnsson. Yfirborðshiti sjávar á rannsókn- arsvæðinu í Norðaustur-Atlantshafi í júlímánuði var vel yfir 20 ára meðaltali júlímánaðar og var hann allt að þremur gráðum yfir meðaltal- inu norð- og norðaustur af Íslandi. Aldrei meira mælst af makríl Morgunblaðið/Alfons Makríll Vertíðin hefur yfirleitt gengið vel. Í fyrradag var landburður hjá minni bátum sem róa frá Snæfellsnesi.  Um 1.600 þús. tonn í lögsögunni, en um 1.500 þúsund tvö síðustu ár  Mikið af makríl við Grænland  Aflaráðgjöf verður kynnt í október  Byggir m.a. á niðurstöðum togleiðangurs fjögurra þjóða Útbreiðsla makríls Tafla sem sýnir flatarmál rannsóknarsvæðis og mat á magni makríls eftir lögsögum úr sameiginlega leiðangrinum í júlí-ágúst 2014 Lögsögur eða svæði Flatarmál svæðis Lífmassi Lífmassi (í þús. km2) (í þús. tonnum) (%) Evrópusambandið 78 226 2,5 Noregur 640 2.267 25,2 Ísland 478 1.593 17,7 Færeyjar 268 549 6,1 Jan Mayen 222 732 8,2 Alþjóðasvæði, norðanvert 275 1.759 19,6 Alþjóðasvæði, vestanvert 52 83 0,9 Grænland 335 1.164 13,0 Spitzbergen 105 611 6,8 Samtals 2.453 8.984 100,0 Sveinn Sveinbjörnsson Markmið sameiginlegs makríl- leiðangurs Færeyinga, Íslendinga, Norðmanna og Grænlendinga í júlí og ágúst var einkum að kort- leggja útbreiðslu og magn mak- ríls og annarra uppsjávar- fiskistofna í Norðaustur-Atlantshafi meðan á ætisgöngum þeirra um norðurhöf stendur. Magn og útbreiðsla mak- ríls á svæðinu var metin út frá afla í stöðluðum togum sem tekin voru með reglulegu millibili og var rannsóknasvæðið um 2,45 milljónir ferkílómetrar og var verkefninu sinnt á fjórum skip- um. Rannsóknaskipið Árni Frið- riksson tók nú þátt í þessum leið- angri í sjötta sinn. Lífmassi makríls á svæðinu var metin um 9,0 milljón tonn, þar af voru 1,6 milljónir tonna innan ís- lenskrar efnahagslögsögu eða tæp 18%. Vísitala heildarlífmassa er lítið eitt hærri en á síðasta ári og sú hæsta sem mælst hefur frá því að rannsóknir hófust árið 2007. Í íslenskri lögsögu er hlut- fallið svipað og var á síðasta ári. Í frétt um niðurstöðurnar á heimasíðu Hafrannsóknastofn- unar segir m.a.: „Í leiðangrinum varð vart við töluvert af til- tölulega smáum makríl og aldurs- greiningar sýna hátt hlutfall ár- ganganna frá 2011 (32% af fjölda) og 2010 (21%), en árgang- arnir frá 2007, 2008 og 2009 voru einnig áberandi með um 11% hver. Yngri fiskinn var eink- um að finna í Noregshafi eða á austanverðu rannsóknarsvæðinu. Niðurstöður leiðangursins staðfesta líkt og leiðangrar fyrri ára, víðáttumikla útbreiðslu makrílsins … Þá sýna niðurstöð- urnar að elsti makríllinn ferðast lengst í sínum ætisgöngum í Norðaustur-Atlantshafi á sumr- in, en hann var einkum að finna vestast og nyrst á rannsókna- svæðinu. Niðurstöður leiðang- ursins eru notaðar ásamt öðrum gögnum, við mat Alþjóða- hafrannsóknaráðsins (ICES) á stofnstærð og veiðiþoli makríls. Sá elsti ferð- ast lengst KORTLÖGÐU ÚTBREIÐSLU OG MAGN MAKRÍLS Arctic selolía Nýtt útlit – meiri virkni Einstök olía Meiri virkni fall Omega 3 fitusýrur nir mælir með lolíu, en þinn? Gott fyrir: Maga- og þarmastarfsemi Hjarta og æðar Ónæmiskerfið Kolesterol Liðina Selolían fæst í: Þín verslun Seljabraut, úsum, Fjarðarkaupum, ni, Hafrúnu og MelabúðSími 555 2992 og 698 7999 Nýtt! D-vítamínbætt t hlut n læk Se pótekum, heilsuh Fiskbúðinni Trönuhrau Hát Min a „Við erum ósköp glöð yfir þessum fréttum og hlökkum til að hefjast handa við flutning,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barna- verndarstofu, en tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breyt- ingu á deiliskipulagi vegna lóðar þar sem starfsemi nýs Barnahúss mun fara fram var samþykkt í gær. „Vonandi mun þetta fela í sér að við getum hraðað þessari fram- kvæmd. Vonandi gengur það eftir strax á næstu mánuðum að fram- kvæmdir geti hafist. Ég vona að það sé ekkert sem getur komið í veg fyr- ir það,“ segir Bragi, en flutningur á starfsemi Barnahúss í stærra og betra húsnæði hefur dregist mikið. Tafirnar má rekja til andstöðu ná- granna, sem að því er virðist kærir sig ekki um að starfsemin fari fram í götunni. Í breytingunni á deiliskipulaginu felst breyting á notkun lóðarinn- ar úr einbýlis- húsalóð í lóð und- ir starfsemi Barnahúss. Þurftu að skera niður Tillagan var grenndarkynnt frá 7. júlí til og með 5. ágúst 2014 og í kjöl- farið sendu tveir aðilar athugasemd- ir. Málið var samþykkt á fundi um- hverfis- og skipulagssviðs í gær með vísan til umsagnar skipulagsfull- trúa. Nýja húsið, Gilsárstekkur 8, var keypt í nóvember á síðasta ári og átti starfsemi Barnahúss að færast þangað strax í árs byrjun. Ráðnir voru tveir nýir sérfræðingar sam- hliða flutningunum en vegna þeirra tafa sem orðið hafa hefur þurft að skera niður í öðrum hliðum starf- seminnar í staðinn. „Þessir nýju sér- fræðingar voru ráðnir af því að gert var ráð fyrir því að húsið yrði komið í notkun. Svo dróst það og þá þurft- um við í staðinn að loka aðstöðunni til læknisskoðunar,“ segir Bragi. „Við ákváðum að loka læknis- aðstöðunni tímabundið til að geta nýtt aðstöðuna fyrir þessa nýju sér- fræðinga. Við urðum að gera þetta svona þó að það sé auðvitað ekki gott að hafa lokað læknisaðstöðunni. Henni verður komið upp um leið og nýja húsið verður tekið í notkun.“ if@mbl.is Barnahús mun flytja þrátt fyrir mótmæli nágranna  Neyddust til að loka aðstöðu til læknisskoðunar Bragi Guðbrandsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.