Morgunblaðið - 28.08.2014, Page 28

Morgunblaðið - 28.08.2014, Page 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Hafdís Ásta Guðmunds- dóttir sat með son sinn Eyþór Tristan Daní- elsson frammi í stofu á heimili þeirra í Vogunum. Eyþór litli var að leika sér með legó í sófanum en vildi svo horfa á sjón- varpið. „Ég fór að setja kvik- mynd í tækið, sest niður og sný þá baki í hann. Á þessum stutta tíma tókst honum að klifra upp í gluggann og ætlaði að hoppa niður í sófann sem er beint fyrir neðan. Hann hefur oft gert það áður. Af einhverjum ástæðum lætur hann gardínusnúruna utan um hálsinn á sér og hoppar niður. Ég heyri skyndilega óhugnanlegt köfnunar- hljóð, sný mér við og bregður alveg ofboðslega – ég varð svo hrædd að sjá hann svona og fer að hágráta. Hann iðaði allur því hann var sjálfur að reyna að losa sig og ég að tosa og toga og losa hann á end- anum. Sem betur var hann hang- andi mjög stutt, annars hefði getað farið verr. Ef ég hefði kannski verið frammi í forstofu, inni í herbergi eða ein- hvers staðar annars staðar í húsinu efast ég um að ég væri með strák- inn minn í fanginu í dag. Ég þakka Guði fyrir að hafa setið í sófanum.“ Hafdís og Daníel, unnusti henn- ar, fóru samdægurs og keyptu ör- yggisfestingar fyrir gardínurnar á heimilinu. „Það þarf að vekja athygli á þessari hættu. Ég fattaði ekki að þetta gæti gerst og það á svona stuttum tíma. Þess vegna hvet ég alla foreldra til að festa gardínu- snúrurnar sínar.“ Brosa í dag Hafdís Ásta með son sinn Eyþór Tristan. Litlu munaði að illa færi. Þetta gerðist á skömmum tíma  Eyþór Tristan var hætt kominn Benedikt Bóas benedikt@mbl.is „Það sem hefur orðið þeim börnum til happs sem lenda í þessu er að það var einhver nálægur sem heyrði í þeim,“ segir Herdís Storga- ard, verkefnisstjóri slysavarna barna hjá Miðstöð slysavarna barna. Nýlega var sagt frá raunum hins tveggja ára Eyþórs Tristans og Hafdísar móður hans þar sem minnstu munaði að illa færi fyrir Eyþóri þegar gardínusnúra vafðist um hálsinn á honum í leik heima hjá sér. Hafdís var sem betur fer nálægt og bjargaði lífi drengsins en sögu þeirra má lesa hér vinstra megin. Yfirleitt börn yngri en fimm ára Herdís segir að þetta sé ekki fyrsta slysið sem verður hér á landi og ábyggilega ekki það síðasta þótt hún voni það. Þrjú börn að meðaltali hengjast næstum því í gardínusn- úrum á ári hverju og eru hætt komin. „Það hefur verið þann- ig síðustu 10-15 ár. Slysið sem þau Hafdís og Eyþór urðu fyrir var það fyrsta sem var tilkynnt á þessu ári opinberlega. Maður veit svo aldrei hvað er ekki tilkynnt. Þetta eru þrjú slys að meðaltali þar sem munar engu að barnið hengist og látist. Þetta eru yfirleitt börn yngri en fimm ára því þau eru að fikta, setja bandið utan um hálsinn og hoppa niður úr gluggakistunni. Þessi slys geta orð- ið alls staðar; á opinberum stöðum, í sölum sem eru leigðir til veislu- halda, heima hjá afa og ömmu og svo á eigin heimili.“ Herdís segir að hengingar í gardínusnúrum séu þekkt vandamál víða um heim. „Það var stofnað félag í Bretlandi, eftir að nokkur börn höfðu látist þar í landi, sem beitti sér fyrir því að staðlinum sem framleiðendur fara eftir þegar gardínur eru fram- leiddar yrði breytt. Nú á að fylgja öryggisbúnaður með öllum fram- leiddum gardínum. Það er víða pottur brotinn hjá innlendu fram- leiðendunum, því miður,“ segir Herdís. „Það er erfitt að vera í ei- lífu stríði við framleiðendur sem fara ekki eftir lögum og reglum.“ Hún segir í raun og veru einfalt að koma í veg fyrir þessi slys. „Svona öryggistæki kostar ekki margar krónur og í IKEA má fá öryggisfestingar ókeypis hvort sem gardínan var keypt þar eða ekki.“ Morgunblaðið/Kristinn Óþarfa áhætta Nálgast má ódýran öryggisbúnað fyrir gardínusnúrur í flestum byggingarvöruverslunum landsins og koma þannig í veg fyrir slys. Í IKEA má fá svona öryggisfestingar ókeypis. Myndin er sviðsett. Snúran í glugganum Herdís Storgaard  Að meðaltali þrjú börn á ári hætt komin þegar gard- ínusnúra vefst um hálsinn  Yngri en 5 ára í mestri hættu Orri Blöndal, landsliðsmaður í íshokkíi og leikmaður SA/Víkinga á Akureyri, var til umfjöllunar í Morg- unblaðinu 1993 – þegar hann var aðeins tveggja og hálfs árs. Orri var að leika sér uppi í gluggakistunni heima hjá sér þegar hann datt með snúruna vafða ut- an um hálsinn á sér. Það varð honum til happs að stykki sem hélt gardínunum uppi gaf sig en það stórsá á Orra, sem segist ekki muna eftir slysinu og það hafi ekki skilið eftir sig ör. „Ég man ekki greini- lega eftir slysinu sjálfu. Ég man hins vegar eftir að blaðamenn komu og töluðu við mig og mömmu en at- burðirnir sjálfir eru gleymdir,“ segir Orri sem var ný- kominn af íshokkíæfingu þegar slegið var á þráðinn til hans. Hann bætti því við að í kjölfarið á slysinu hefði heimilið verið gert öruggt og stytt í öllum gard- ínusnúrum. Slapp við ör eftir fall úr gluggakistu ÚR GREINASAFNI MORGUNBLAÐSINS Morgunblaðið/Eggert Landsliðsmaður Orri Blöndal í leik með SA í vetur. Skírnartertur að hætti Jóa Fel Pantanir í Síma: 588 8998 joifel@joifel.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.