Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 32

Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 „Ég held að við getum verið gríð- arlega sterkt afl ef við ákveðum það og ég held að Nordisk Forum í Malmö sé sönnun þess,“ segir Gert- rud Åström, formaður sænska kven- réttindasambandsins og meðlimur stýrihóps um Nordisk Forum, stærstu kvennaráðstefnu Norður- landanna, um kvennahreyfinguna á Norðurlöndunum. Í kringum 20.000 manns sóttu ráðstefnuna sem haldin var í Malmö í júní sl. Åström segir áherslur e.t.v. ólíkar innan hvers kvenfélags fyrir sig en þau séu einhuga í baráttunni fyrir réttindum kvenna og standi saman þegar þau eru dregin í efa eða þeim ógnað. Hún segir það síðastnefnda vissulega til í dæminu á Norð- urlöndum, og nefnir sem dæmi þöggun og andstöðu gegn fóstureyð- ingum í Færeyjum og Noregi, en segist sömuleiðis hafa áhyggjur af bakslagi í formi pólitíkur sem snýst meira um hvernig fólk skil- greinir sig en al- menn réttindi. „Mér finnast sumar umræður bitlausar vits- munalega, eða að ekki sé um að ræða neina vitsmunalega skerpu eða prinsipp. Mér finnst að við ættum að tala meira um prinsipp. Um lýðræði, hvað eru mannréttindi? Að við ætt- um ekki að tala svona mikið um sér- kenni. Sumt fólk talar bara um sér- kenni sín, að þau séu mikilvæg. En það er eins og að horfa í eigin nafla. Allir eru að horfa á eigin nafla og ræða samfélagið út frá eigin nafla og það er mjög hættulegt,“ segir Åst- röm. Åström segir afar mikilvægt að tillit sé tekið til kvenna í öllum reik- nilíkönum hins opinbera og jafn- framt að setja þrýsting á stjórnvöld um að vera vakandi hvað varðar réttindi kvenna. „Ef þú vilt beita stjórnmálamenn þrýstingi þá verður þú að gerast pólitískur. Þú þarft ekki að taka þátt í flokkapólitík en þú þarft að vera pólitískur. Norski stjórnmálafræð- ingurinn Beatrice Halsaa sagði: Pólitík er baráttan um að skilgreina raunveruleikann. Þannig að þegar við uppfræðum okkur um samfélag okkar, um stjórnvöld, um hvað er að gerast, og við þekkjum tölfræðina og fleira þess háttar, þá getum við tekið þátt í því að skilgreina hvernig sam- félagi við búum í.“ holmfridur@mbl.is Eins sterkt afl og vilji er til  Félög með mismunandi áherslur en sameiginleg markmið Gertrud Åström VIÐTAL Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Á þriðjudaginn fór fram hátíðarráð- stefna í Hörpu í tilefni 40 ára sam- starfsafmælis Norðurlandanna á sviði jafnréttismála. Ráðstefnan var haldin á vegum Norrænu ráðherranefndar- innar en meðal gesta og framsögu- manna voru stjórnmála- og fræði- menn frá öllum Norðurlöndunum, þ. á m. Margot Wallström, stjórnarfor- maður Háskólans í Lundi, fyrrver- andi ráðherra sænska Jafnaðar- mannaflokksins og varaforseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins. Wallström, sem var sérlegur fulltrúi framkvæmdastjóra Samein- uðu þjóðanna um kynferðislegt of- beldi í stríðsátökum 2010-2012, til- kynnti nýlega að hún hygðist snúa aftur í sænsk stjórnmál en jafnrétti og ekki síður umhverfismál eru henni afar hugleikin. Hún segir samstarf Norðurlandanna á sviði jafnréttis- mála hafa verið afar mikilvægt, vett- vang hugmyndaskipta og innblástur fyrir löndin sjálf og aðra. En að hversu miklu marki telur hún að Norðurlöndin geti haft áhrif annars staðar í heiminum þegar kem- ur að jafnrétti kynjanna? „Verulega miklu, því þetta er það sem gestir okkar bregðast við, þetta er það sem þeir flytja heim með sér. Ég man t.d. eftir því að þegar sendi- herrann fyrir Bandaríkin flutti til Sví- þjóðar, þá voru hann og konan hans alltaf að tala um fæðingarorlofið, hvernig feður væru virkir í lífi barna sinna, sem er mjög ólíkt því sem gengur og gerist í þeirra heimalandi,“ segir Wallström. Jafnrétti sé nokkurs konar einkennismerki Norður- landanna. Ekki óyfirstíganlegt En hvað með ríki á borð við Íran, Sýrland, Sádi-Arabíu... nú eru vanda- málin þar svo umfangsmikil? „Þau eru mikil og það er svo gríð- arlegur munur þarna á milli. En á sama tíma sárbændu konur í t.d. Írak og Afganistan: Ekki yfirgefa okkur, af því að þið standið fyrir von, það samfélag sem við viljum búa í. Ekki yfirgefa okkur núna! Þú dregur heri þína til baka frá Afganistan en ekki yfirgefa kvennasamtökin, mannrétt- indasamtökin, allar konurnar sem munu halda áfram að berjast fyrir jafnrétti; jafnrétti kynjanna og rétt- indum okkar sem manneskja. Þannig stöndum við fyrir takmark- ið, eða heildarmarkmiðið; að verða frjáls og njóta mannréttinda. Eins og ég sagði í ræðu minni; það er ekki svo langt síðan konur nutu ekki sömu réttinda og menn á Norðurlöndum, þannig að við verðum að trúa því að við sem samfélag getum breyst og náð fram umbótum, skref fyrir skref. Og það sama á við um þessi lönd. Og í dag, í því upplýsinga- og samskipta- þjóðfélagi sem við búum í, þá eiga þær miklu meiri möguleika á að gera þetta með róttækari hætti og hraðar, ef þær finna til þess styrk og geta skipulagt sig.“ Hvað kostar ofbeldið? Wallström segir að þrátt fyrir að lagasetning á Norðurlöndunum geri ráð fyrir jöfnum rétti og jafnri hlut- verkaskiptingu milli karla og kvenna standi mörg verk fyrir dyrum, m.a. að auka nýtingu karla á fæðingarorlofi, gera úrbætur á lífeyriskerfinu og út- rýma kynbundnu ofbeldi. Wallström segist vera talsmaður þess að ríki reikni beinlínis út hvað kynbundið of- beldi kostar þau. „Hver er raunverulegur kostnaður alls þessa ofbeldis gegn konum? Hvað þýðir það hvað varðar tapaða vinnu- daga, svo ekki sé minnst á þjáning- arnar sem því fylgja? Stundum er eina leiðin til að fá þá sem taka ákvarðanir til að skilja hlutina að setja verðmiða á þá. Ef hlutirnir kosta eitthvað ákveðið,“ segir hún. Hún segir að í þeim ríkjum þar sem kyn- bundið ofbeldi sé hreinlega plága, sé kostnaðurinn himinhár; það séu kon- urnar sem sjái fyrir fjölskyldunni og þær verði í sumum tilfellum óvinnu- færar eftir ofbeldið. Þrír menn Spurð að því til hvaða ráða stjórn- völd á Norðurlöndunum geti gripið í þessu samhengi, umfram að sýna gott fordæmi, segir hún mikilvægt að þau nýti öll tækifæri sem gefast til að vekja athygli á jafnrétti og málefnum kvenna og barna á alþjóðlegum vett- vangi. Hún segir óásættanlegt að konur eigi ekki sæti við samninga- borðin, t.d. í nýafstöðnum friðarvið- ræðum í Kaíró. „Hvar eru konurnar? Það er sú spurning sem við verðum að spyrja og það ætti ekki bara að koma í hlut kvenna að spyrja heldur allra. Póli- tískra leiðtoga; utanríkisráðherranna, forsetanna og forsætisráðherranna; þeir ættu alltaf að spyrja: er einhver hér sem talar máli kvenna?“ En hvað með Wallström sjálfa, af hverju ákvað hún að snúa aftur í landsmálapólitíkina? „Ég hef sagt að það sé vegna þriggja manna sem hafa haft áhrif á mig. Í fyrsta lagi er ég orðin amma. Ég á eins árs ömmustrák og fór að hugsa að þegar hann verður á þrítugs- aldri verðum við farin að sjá allar af- leiðingar loftslagsbreytinga. Mun hann einhvern tímann sjá þessi til- teknu sjaldgæfu blóm? Mun hann ein- hvern tímann sjá risaskjaldbökurnar? Mun hann búa við loftslag sem er fyr- irsjáanlegt? Hvaðan mun maturinn koma, hvar verður hann ræktaður? Hvernig verða flóðin, sem við höfum meira að segja upplifað í Svíþjóð?“ spyr Wallström og segist finna til ábyrgðar þar sem hún búi yfir ákveð- inni reynslu, þekkingu og tækifærum til að láta til sín taka. Annar maðurinn sé 90 ára gamall fyrrverandi fangi í útrýmingarbúðum nasista, sem brýndi fyrir henni nauð- syn að læra af sögunni. „Það eru nas- istaflokkar virkir í sænskum stjórn- málum, sem sækjast eftir sætum í yfir 30 sveitarfélögum. Nasistaflokkar; fasistar, sem trúa á samfélag „okkar“ og „þeirra“. Og þeir vilja losna við „þá“,“ segir hún og bendir á að sama sé uppi á teningnum víðar í Evrópu. Þriðji maðurinn er Stefan Löfven, nýr formaður Jafnaðarmanna. „Ég held að hann sé mjög áreiðanlegur maður og ráðvendinn, og ég treysti honum og líkar vel við hann. Og ég vil vinna aftur fyrir flokkinn. Margt hef- ur breyst og ekki allt til hins betra. Ég sé til hvað ég get gert,“ segir Wallst- röm kankvís. Fyrirmyndir annarra þjóða  Norðurlöndin hafa átt í samstarfi um jafnréttismál í fjörutíu ár  Margot Wallström, fyrrverandi fulltrúi SÞ um kynferðislegt ofbeldi í átökum, vill að ofbeldi verði metið til fjár  Snýr aftur í pólitíkina Morgunblaðið/Ómar Umverfissinni Wallström segist m.a. hafa ákveðið að snúa aftur í sænsk stjórnmál til að vinna að loftslagsmálum. Morgunblaðið/Ómar Jafnrétti Hátíðarráðstefnan var vel sótt enda margt forvitnilegt á dagskrá. Afmælisráðstefna » Á ráðstefnunni var m.a. fjallað um hlutverk karla í jafn- réttisbaráttunni en fram- sögumenn voru sammála um að jafnrétti væri ekki einkamál kvenna. » Þá kom einnig fram að þrátt fyrir að karlar væru virkari þátttakendur í lífi barna sinna en áður, skiluðu þeir sér ekki í umönnunarstörf í sama mæli. » Frú Vigdís Finnbogadóttir og Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra voru meðal þeirra sem tóku til máls. Mercedes Benz E200 Árgerð 2007 Ekinn 80.000 km Sjálfskiptur Ný skoðaður Verð: 3.290.000,- Upplýsingar í síma 698 9898 til sölu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.