Morgunblaðið - 28.08.2014, Page 36

Morgunblaðið - 28.08.2014, Page 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 þjóðlegt gómsætt og gott alla daga Gríptu með úr næstu verslun www.flatkaka.is kÖku gerÐ hp Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Öryggi og flæði sjúklinga innan stofnunarinnar er fyrst og fremst haft að leiðarljósi í þessum breyt- ingum,“ sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Sjö nýir framkvæmdastjórar lækninga hefja störf 1. september nk. á Landspítalanum, og sitja þá í framkvæmdastjórn 8 konur og 6 karlar. Einu sviði var bætt við og því fjölgar stöðum klínískra fram- kvæmdastjóra úr sex í sjö. Þetta er í samræmi við nýtt skipurit spít- alans sem tekur þá gildi. Páll sagði endurskipulagningu á spítalanum tímabæra. Fimm ár eru frá síðustu stóru breytingum innan stofnunarinnar og á þessum tíma hefur spítalinn breyst mikið. Ekki var farið í skipulagsbreyt- ingarnar í sparnaðarskyni heldur var öryggi sjúklinga haft að leið- arljósi. „Það er mikilvægt að bregðast við þeim vanda sem snýr að flæði sjúklinga inn á spítalann. Það er stærsta ógnun við þjónustu. Fólk hleðst á ganga, álagið verður of mikið og sérþekkingin nýtist ekki sem best,“ sagði Páll. Skipulagsbreytingar á spít- alanum samhliða ráðningum Ráðið er til fimm ára í stöðu framkvæmdastjóra. Tímabili þeirra sem gegndu stöðunum var að ljúka, þótti því kjörið að fara í skipulagsbreytingar samhliða ráðningum. Sviðin sjö eru: flæðisvið sem Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir stýr- ir, lyflækningasvið sem Hlíf Stein- grímsdóttir stýrir, Lilja Stef- ánsdóttir stýrir skurðlækningasviði, kvenna- og barnasviði Jón Hilmar Friðriksson, geðsviði María Einisdóttir, að- gerðasviði Alma Möller og rann- sóknarsviði Óskar Reykdalsson. Gengið var út frá fimm meg- inatriðum í nýja skipuritinu. Í fyrsta lagi að breytingarnar væru unnar í sátt við stjórnendur og trufluðu ekki almenna starfsemi. Í öðru lagi að meginþættir skipurits- ins frá árinu 2009 héldu sér; flatt skipurit, klínísk yfirstjórn og að hver framkvæmdastjóri bæri fag- lega, rekstrarlega og mannauðs- lega ábyrgð. Í þriðja lagi að jafna stærð klínísku sviðanna og ná að draga úr stjórnunarspönn, en mik- ill munur var á stærð sviðanna áð- ur. Í fjórða lagi að jafna flæði sjúk- linga innan spítalans. Loks endurspeglar skipuritið það skipu- lag sem verður á spítalanum í end- urnýjuðu húsnæði við Hringbraut, í meðferðar- og rannsóknarkjarna sem rísa þarf á þessum áratug. Á flæðisviðinu er sérstök áhersla lögð á hvernig sjúklingurinn kemur inn á spítalann og ferli hans þar til hann útskrifast. „Áhersla fram- kvæmdastjórnarinnar er á öryggi sjúklinga. Truflun á flæði sjúklinga getur ógnað því.“ Í þessu samhengi bendir Páll á húsnæðisvandann sem ógni öryggi sjúklinga. „Okkar mikilvægasta ör- yggismál er að nýr meðferð- arkjarni rísi á Hringbraut.“ Páll bendir á mikilvægi þess að styrkja innviði stofnunarinnar en í því fel- ist auk húsnæðis ný, samhæfð raf- ræn sjúkraskrá sem skapi aukna möguleika til samstarfs heilbrigð- isstofnana. Heilsugæslan lokar hringnum „Vegferð sjúklingsins hvorki byrjar né endar á Landspítalanum. Hann leitar gjarnan fyrst til heilsu- gæslunnar og þar er hringnum lok- að aftur eftir að hafa, í sumum til- fellum, sótt þjónustu annað. Bættir innviðir í sjúkraskrám sem og auk- ið samstarf milli stofnana er mik- ilvægt í öryggi sjúklinga og það ætlum við að bæta,“ sagði Páll. Tengsl við heilsugæslustöðvar „Þetta er spennandi og ögrandi verkefni. Við viljum hafa spítalann okkar í fremstu röð og að hann jafnist á við þá spítala sem við vilj- um bera okkur saman við,“ sagði Óskar Reykdalsson, nýráðinn framkvæmdastjóri rannsókn- arsviðs Landspítalans. Hann er sá eini af þeim sem ráð- in voru í stöðu framkvæmdastjóra Landspítalans sem hefur ekki starfsreynslu af spítalanum. Óskar hlakkar til að kynnast starfseminni innan frá. Hann segir vissulega það eiga eftir að nýtast í þessu starfi að hafa verið við- skiptavinur rannsóknastofa Land- spítalans. Í starfi sínum sem heim- ilislæknir hafi hann unnið að úrvinnslu gagna, m.a. röntgen- mynda o.fl. Nú hafi hann því tækifæri á að kynnast starfinu utan og innan frá. Hann vonist til að geta stutt vel við það hlutverk framkvæmdastjórnar að tengja spítalann við aðra hluta heilbrigðis- og velferðarkerfis. Morgunblaðið/Golli Landspítali „Okkar mikilvægasta öryggismál er að nýr meðferðarkjarni rísi á Hringbraut,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Öryggi sjúklinga verði í fyrirrúmi  Sjö nýir framkvæmdastjórar lækninga ráðnir á Landspítalann og hefja störf á mánudag  Einu sviði bætt við  Fimm ár frá breytingum og endurskipulagning tímabær, segir forstjóri Óskar Reykdalsson Páll Matthíasson „Ég tel mikilvægt að efla kjarna al- mennra lyflækninga með það að markmiði að bæta þjónustu við sjúklinga og mæta þörfum þeirra heildstætt,“ sagði Hlíf Steingríms- dóttir, nýráðin framkvæmdastjóri lyflækningasviðs á Landspít- alanum. Hún gegndi síðastliðin 12 ár stöðu yfirlæknis í blóðlækningum við Landspítalann. Sviðið er það stærsta innan spítalans, þrátt fyrir að það hafi minnkað við skipulags- breytingarnar. Hlíf bendir á að margir af þeim sjúklingum sem sækja þjónustu á lyflækningasviði búi við fjölþætt, langvinn og flókin vandamál. Af þeim sökum sé mikilvægt að mæta þörfum þeirra heildstætt. „Skortur hefur verið á almennri lyflæknis- fræðilegri ráðgjöf,“ sagði Hlíf. Spurð hvort mögulegt sé að bæta þjónustu við sjúklinga og efla lyflækningar miðað við núverandi fjármagn og mannauð svarar hún játandi. „Það felst viss hagræðing í því að efla almennar lyflækningar og veita lyflæknisfræðilega ráðgjöf til annarra deilda spítalans. Þá gætu sjúklingar mögulega legið þar frekar og þyrftu ekki að liggja á lyflækningasviði. Þar liggja viss tækifæri.“ Hlíf bendir á að víða á sjúkrahúsum erlendis hafi almenn- ar lyflækningar verið efldar í sama tilgangi. Spurð hvort stærð lyf- lækningasviðsins, sem var þó um- fangsmeira, hafi komið niður á því segir hún vandann sem hafi steðj- að að því margþættan. Eitt af því er að ekki er hægt að stjórna aðflæði sjúklinga inn á spítalann og álagið sveiflast mikið. „Vandamál skapast ef fjármagn fylgir ekki.“ Hlíf bindur vonir við að með því að efla almennar lyflækningar fái undirsérgreinar lyflækninga tæki- færi til að þróast og sinna sérhæfð- um verkefnum. Einnig vill hún sjá meiri þverfaglega nálgun í þjón- ustu við sjúklinga. „Það hefur mik- ið verk verið unnið síðustu mánuði í að efla framhaldsmenntun í lyf- lækningum og ég legg mikla áherslu á það að halda áfram því góða starfi.“ Undir lyflækningasvið heyra m.a. gigtarlækningar, hjartalækningar, lungnalækningar, krabbameins- lækningar o.fl. HLÍF STEINGRÍMSDÓTTIR FRAMKVÆMDASTJÓRI Læknir Hlíf Steingrímsdóttir, fram- kvæmdastjóri lyflækningasviðs. Brýnt að bæta þjónustuna Morgunblaðið/Styrmir Kári
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.