Morgunblaðið - 28.08.2014, Page 38

Morgunblaðið - 28.08.2014, Page 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Heyrðu umskiptin Fáðu heyrnartæki til reynslu Það er næstum því sama hvernig heyrnarskerðingu þú ert með og hvernig lífi þú lifir, því ReSound heyrnartækin, eru vel til þess fallin að hjálpa þér við að skilja talmál, hafa framúrskarandi hljómgæði og snjalla þráðlausa tengingu. Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is Fyrstu snjall- heyrnartækin með berum augum – en fóru þó ekki framhjá sjánni góðu. Tilraunin, sem átti sér stað í fyrrahaust, þótti takast það vel að Airbus hefur ákveðið að bjóða flug- félögum þotur með Avoid-sjánni þegar hún verður endanlega fullþróuð og tilbúin til notkunar í flugi. Þá ætlar breska lággjalda- félagið EasyJet að búa nokkrar af þotum sínum öskusjánni og hefja prófanir á þeim í farþegaflugi síðar á þessu ári. „Við vonum að þessi tækni muni stuðla að gerð búnaðar er birtir þrí- víddarmyndir af öskuskýjum og þróun þeirra,“ segir Manfred Birn- feld, aðalstjórnandi flugtilraunar Airbus um Avoid-sjána. Að mati EasyJet myndi það að staðaldri dekka evrópska loftrýmið meira og minna ef um 100 þotur víðs vegar úr því yrðu búnar Avoid- sjánni, þar af 20 frá enska flug- félaginu sjálfu. Sem stendur brúka ráðgjafarstofnanir aðallega gervi- hnattamælingar til að búa til líkön af öskuskýjum og dreifingu þeirra og spá um útbreiðslu þeirra. Þau vísindi þykja ónákvæm og geta fyr- ir vikið ekki séð hvar þotum væri óhætt að fljúga. Sér ósýnilegar agnir Avoid-sjáin er sem næst innrauð myndavél sem er þess megnug að greina örfínar öskuagnir í allt að 100 kílómetra fjarlægð, allt frá 1,5 km flughæð og upp í 15 km hæð (50.000 fet). Með hana til fulltingis eru flugmenn sagðir geta sneitt hjá hættum sem gosösku fylgir, en rifj- að er upp í þessu sambandi að árið 1982 drapst á öllum fjórum hreyfl- um Boeing-747-farþegaþotu British Airways eftir að hún flaug inn í öskuský skammt frá Indónesíu af völdum goss í eldfjallinu Galung- gung. Hafði hún misst um 25.000 fet af flughæð sinni er áhöfninni tókst loks að endurræsa hreyflana. Þá drapst einnig á hreyflum þotu skammt frá Anchorage í Alaska ár- ið 1989 er hana bar inn í ösku frá eldfjallinu Mount Redoubt. Öskusjáin er hugverk norsks fyr- irtækis, Nicarnica Aviation, sem sérhæfir sig í smíði mælitækja sem nema agnir og gastegundir úr fjar- lægð. Og vegna óróans í og við Vatnajökul hafa sjónir manna og fjölmiðla beinst að henni á ný – og hættunni af gosösku fyrir flugvélar. Í júlí í sumar sendi Nicarnica Av- iation Veðurstofu Íslands þrjár NicAIR II-öskusjár vegna svo- nefnds Futurevolc-verkefnis, sem 26 aðilar taka þátt í og miðast við að bæta eftirlit með íslenskum eld- fjöllum. Fengu starfsmenn veður- stofunnar þjálfun í notkun tækj- anna á Krýsuvíkursvæðinu. Verði gos er búnaðurinn sagður munu skila mikilvægum mæligögnum sem nota megi til að segja fyrir um dreifingu gosösku. Tilraun með öskusjá vel heppnuð  Öskusjá Airbus þefaði uppi ský úr Eyjafjallajökulsösku við vesturströnd Frakklands  Ný tegund af ratsjá fyrir flugvélar á að gera flugmönnum kleift að sneiða hjá gosöskuskýjum í háloftunum Ljósmynd/Airbus Flugöryggi NicAIR II-öskusjár og önnur mælitól voru prófuð í Krýsuvík. Ljósmynd/Airbus Merkileg tilraun Airbus A400M-flugvélin losar ösku úr Eyjafjallajökli út í andrúmsloftið yfir Biskayaflóa. FRÉTTASKÝRING Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Frönsk herflugvél spúði í tilrauna- skyni frá sér einu tonni af afar fín- gerðri ösku úr Eyjafjallajökli vegna tilrauna með sérstaka öskusjá; nýja tegund af ratsjá fyrir flugvélar sem gera eiga flugmönnum kleift að sneiða hjá gosöskuskýjum í háloft- unum. Talsmenn flugvélaverksmiðj- anna Airbus segja að tilraunin hafi heppnast vel. Daprar minningar flugrekenda vegna flugbanns af völdum eldanna í Eyjafjallajökli rifjast nú upp við óróann í Bárðarbungu og nágrenni og athygli beinist aftur að ösku- sjánni sem meðal annars er brúkuð núna við mælingar í íslenskum óbyggðum. Öskunni íslensku var sleppt út í andrúmsloftið vesturundan Frakk- landsströndum, á austanverðum Biskayaflóa, til að líkja eftir að- stæðum sem urðu við eldgosið í Eyjafjallajökli vorið 2010. Vegna gosösku þaðan var loftrými í Evr- ópu lokað fyrir flugi í um vikutíma. Var flugbannið víðtækara en nokkru sinni frá lokum seinna heimsstríðsins og var tekjutap af þessu völdum talið í milljörðum dollara. Öskunni var dælt út á hringlaga ferli í 9-11 þúsund feta hæð úr fjög- urra hreyfla A400M-herflutninga- flugvél. Flaug hún fimm krappa hringi og bjó til 180-240 metra þykkt og rúmlega þriggja kílómetra langt ský. Að því búnu flaug lítil tveggja hreyfla flugvél, Diamond DA42 Twin Star, gegnum skýið til að mæla það og taka úr því sýni. Víðs fjarri en með stefnu á ösku- skýið flaug svo Airbus A340-300- tilraunaþota sem búin var ösku- sjánni Avoid. Greindi hún skýið og gaf flugmönnum það til kynna þeg- ar hún átti enn rúma 60 kílómetra ófarna að því. Svo fíngerð var ask- an að hluta til að kornin sáust ekki Flugfélög um heim allan eru sögð búa sig undir hugsanlega röskun af völdum nýs eldgoss á Íslandi. Eld- gosið í Eyjafjallajökli 2010 raskaði verulega flugumferð en ekki virð- ast áhyggjur vegna nýs goss eins miklar og þá. Þannig segist evrópska flug- stjórnarmiðstöðin Eurocontrol mun betur í stakk búin til að takast á við flugrýmisvanda vegna nýs eldgoss. Eyjafjallagosið þykir þó hafa leitt í ljós hversu berskjölduð og varn- arlaus flugvélasmiðir og flugfélög eru þegar náttúruhamfarir eiga í hlut. Gosaska sé fátíð í háloftunum en flugrekendur geti ekki látið sem ekkert sé. Sérstakur starfshópur sem Al- þjóðaflugmálastofnunin (ICAO) setti á fót í Eyjafjallajökulsgosinu hefur gert tillögur um tækni til að verjast gosösku í háloftunum. Hópurinn hefur einnig útbúið leiðbeiningar fyrir flugfélög um flug í nágrenni eldgosa sem eiga að stórminnka afleiðingar þeirra fyrir alþjóðaflug í framtíðinni. Ljósmynd/Airbus Mælitæki Skynjari Avoid-öskusjárinnar á búk Airbusþotunnar. Flugfélög búa sig undir nýtt eldgos  Eyjafjallajökull opnaði augu manna
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.