Morgunblaðið - 28.08.2014, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 28.08.2014, Qupperneq 55
FRÉTTIR 55Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 AKUREYRI Draupnisgötu 5 462 3002 EGILSSTAÐIR Þverklettum 1 471 2002 REYKJAVÍK Skeifunni 5 581 3002 REYKJAVÍK Skútuvogi 12 581 3022 – fyrir kröfuharða ökumenn www.dekkjahollin.is Skoðaðu úrvalið á vefnum okkar: /dekkjahollin Hjartagátt Landspítala eignaðist á dögunum nýtt hjartarafstuðstæki. Tækið er af gerðinni Lifepak 20 frá Physio Control og er af fullkomn- ustu gerð. Það leysir af hólmi gam- alt rafstuðstæki sem bilaði nýlega, segir í frétt frá LSH. Hjartarafstuðstækið kemur að notum við endurlífgun hjartasjúkl- inga og meðferð á takttruflunum. Tæki þetta er gjöf frá hjónunum Birni Ófeigssyni og Mjöll Jóns- dóttur sem reka vefsíðuna Hjarta- líf. Þau öfluðu fjár til kaupanna með því að halda styrktartónleika í Gamla bíói í sumar þar sem fram komu fjölmargir tónlistarmenn sem allir gáfu vinnu sína. Björg Sigurðardóttir, deildar- stjóri Hjartagáttar, og Karl And- ersen, settur yfirlæknir, veittu tæk- inu viðtöku og færðu þeim Birni og Mjöll hjartans þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Hjartagátt LSH fékk nýtt tæki Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Verðbólga mælist nú 2,2% og er hún undir verðbólgumarkmiði Seðla- banka Íslands sjöunda mánuðinn í röð, en það er 2,5%. Í janúar síðast- liðnum mældist verðbólga 3,1% en mánuði síðar lækkaði hún niður í 2,1% í kjölfar kjarasamninga. Hefur hún síðan þá haldist undir 2,5%. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Al- þýðusambands Íslands, segist hafa átt von á lækkuninni í kjölfar kjara- samninga. „Reyndar gerðum við ráð fyrir því að hún lægi ofarlega á sum- armánuðum eða í um 2,7 til 2,8%. Hún er því um hálfu prósenti lægri en við gerðum ráð fyrir og það er vissulega ánægjulegt,“ segir hann og bætir við að ljóst sé að kjara- samningar þeir sem gerðir voru í desember á síðasta ári hafi átt sinn þátt í að skila þessum góða árangri. Að sögn Gylfa verður þó einnig að viðurkennast að ýmsir þættir hafi miður tekist. Nefnir hann í því sam- hengi mikla misskiptingu milli hópa þegar kemur að launabreytingum „Það er mikil gremja meðal minna félagsmanna sem ekki nutu sambærilegra launabreytinga og gerðust víða annars staðar,“ segir hann. Hitt atriðið sem ekki tókst að mati Gylfa eru traustar forsendur fyrir gengisstöðugleika. „Seðla- bankinn er að reyna að skapa hann með því að halda vöxtum mjög háum en það er bitur reynsla okkar að slík stefna hefur ekki endað vel,“ segir Gylfi. Verðbólgan helst niðri Morgunblaðið/ÞÖK Reykjavík Verðbólga mælist 2,2% sem er undir markmiðum Seðlabankans.  Skortur er á traustum forsendum fyrir gengisstöðugleika Skotland: Nýtt sjálfstætt ríki í Norður-Evrópu? er heiti opins fundar sem fram fer í Norræna húsinu föstudag- inn 29. ágúst kl. 12.00. Hinn 18. sept- ember kjósa íbú- ar Skotlands um það hvort ríkið öðl- ist sjálfstæði. Fyrirlesarinn dr. John MacDon- ald er dósent við háskólann í Glas- gow og mun hann ræða um sjálf- stæðishugmyndir Skotlands varðandi utanríkis- og varnarmál. Hann er með doktorspróf í evrópsk- um stjórnmálum frá háskólanum í Dundee og hefur haldið fjölda fyr- irlestra um öryggismál, stríð og bandarísk stjórnmál. Hann er jafn- framt forstöðumaður Scottish Glo- bal Forum (www.scottishglobal- forum.int), rannsóknaseturs um stöðu Skotlands í alþjóðlegu sam- hengi. Fundarstjóri verður Alyson Bail- es, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Að fundinum standa Alþjóðamála- stofnun Háskóla Íslands, Edinborg- arfélagið og Norðurlönd í fókus. Fundurinn er öllum opinn. Rætt um sjálf- stæðishug- myndir Skota John MacDonald
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.