Morgunblaðið - 28.08.2014, Page 58

Morgunblaðið - 28.08.2014, Page 58
58 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Gnoðarvogi 44, 104 Rekjavík | sími: 588 8686 | hafberg@internet.is | hafberg.is Nýlöguð humarsúpa Laxasteikur á grillið Stór humar Glæsilegt úval fiskrétta Heitur matur í hádeginu VIRKA DAGA 10.00 - 18.15 LAUGARDAGA 11.00 - 16.00 OPIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Algengt er að liðsmenn samtaka ísl- amista, Ríkis íslams, fremji grimmdarverk á yfirráðasvæðum sínum í Sýrlandi til að vekja ótta meðal íbúanna, að sögn rannsóknar- nefndar á vegum Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Samtökin eru ennfremur sökuð um að nota börn í hernaði gegn stjórnarher Sýrlands. Herinn er einnig sakaður um grimmdarverk, meðal annars efna- vopnaárásir á óbreyttra borgara. Fjögurra manna nefnd, sem mannréttindaráðið skipaði fyrir þremur árum, birti í gær 45 síðna skýrslu um rannsókn sína á atburð- um í stríðinu í Sýrlandi frá 20. jan- úar til 15. júlí. Nefndin sakar íslamistasamtökin Ríki íslams (áður nefnd ISIS) um fjölmörg grimmdarverk og ofsóknir á hendur öðrum trúarhópum. Sam- tökin hafa lagt undir sig stór svæði í austanverðu Sýrlandi og norður- hluta Íraks og lýst yfir stofnun kalífadæmis. Stjórnarherinn sagður hafa beitt efnavopnum „Algengt er að aftökur fari fram á almannafæri á föstudögum,“ segir nefndin um rannsókn sína á grimmdarverkum á yfirráðasvæðum íslamistanna í Sýrlandi. Nefndin hefur meðal annars fengið upplýs- ingar um að íbúar, allt niður í fimm- tán ára aldur, hafi verið hálshöggnir, aflimaðir eða húðstrýktir. Dæmi eru einnig um að kristið fólk hafi verið krossfest. Íbúarnir, þeirra á meðal börn, eru neyddir til að fylgjast með grimmdarverkunum. „Lík þeirra sem eru teknir af lífi eru höfð til sýnis í nokkra daga til að vekja skelfingu meðal íbúanna,“ seg- ir einnig í skýrslunni. „Konur hafa verið hýddar fyrir að brjóta reglur samtakanna um klæðaburð.“ Íslamistarnir eru einnig sagðir hafa neytt börn, allt niður í tíu ára aldur, til að berjast gegn stjórnar- hernum í Sýrlandi. Rannsóknarnefndin sakar aðrar uppreisnarhreyfingar og stjórnar- herinn um alvarlega stríðsglæpi. Hún telur að stjórnarherinn hafi beitt efnavopnum, líklega klórgasi, í átta árásum í vesturhluta Sýrlands það sem af er árinu. Skýrsluhöfundarnir segja að stjórnarherinn haldi áfram að gera flugskeyta- og sprengjuárásir á bæi og íbúðarbyggðir. Í hverri viku bíði hundruð manna bana í árásunum. Gagnrýnir aðgerðaleysi Rannsóknarnefndin gagnrýnir þjóðir heims fyrir að gera ekkert til að binda enda á blóðsúthellingarnar í Sýrlandi. „Við höfum safnað gögn- um í þrjú ár um þá sem fremja mannréttindabrotin og stríðsglæpir eru framdir á hverjum degi en samt aðhefst alþjóðasamfélagið ekkert,“ sagði Carla del Ponte, sem er í rann- sóknarnefndinni og var áður aðal- saksóknari tveggja stríðsglæpadóm- stóla Sameinuðu þjóðanna. „Alþjóðasamfélagið, meðal annars Sameinuðu þjóðirnar, er lamað vegna þess að ríki heims sýna engan vilja til að binda enda á átökin,“ sagði formaður nefndarinnar, Paulo Pinheiro. Nefndarmennirnir segja að eina leiðin til að binda enda á blóðsúthell- ingarnar sé að fá öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna til að vísa málum meintra stríðsglæpamanna til Al- þjóðasakamáladómstólsins. Del Ponte lagði til að fjórmenningunum í rannsóknarnefnd Mannréttinda- ráðsins yrði falið að annast saksókn- ina. Rannsóknarnefndinni hefur ekki verið leyft að starfa í Sýrlandi og niðurstöður hennar byggjast á við- tölum við sjónarvotta, ljósmyndum og öðrum gögnum. Talið er að nær 200.000 manns hafi beðið bana í stríðinu sem hófst í mars 2011 þegar stjórnarandstæð- ingar gerðu uppreisn gegn einræðis- stjórn Sýrlands. Mosul-stíflan Samtök íslamista, Ríki íslams, hafa lýst yfir stofnun kalífadæmis Yfirráðasvæði íslamista í Írak og Sýrlandi 5% 95% 25% 40% Abou Bakr al-Baghdadi er leiðtogi samtakanna Saga samtakanna 100 km BAGDAD DAMASKUS Rutba Sinjar Arbil Rawa ÍRAN TYRKLAND SÝR LAND Í RAK Fallujah Najaf Basra Nasiriyah Amarah Karbala Kirkuk Makhmur Hawija Jalawla Baquba Mosul Samarra Sharqat Stjórnarhers Íraks Stjórnarhers Sýrlands Annarra uppreisnar- hreyfinga Hersveita Kúrda Samtaka íslamistanna Svæði á valdi: Sjálfstjórnar- svæði Kúrda Haditha Aleppo Idleb Latakía Hama Ar Rai Raqa Tabka Homs Dama Deir Ezzor 2006 Stofnuð í Írak að áeggjan al-Qaeda Hasla sér völl í Sýrlandi Al-Qaeda hættir að styðja samtökin. Átök milli samtakanna og fylkingar íslamista sem al-Qaeda styður Samtökin hefja stórsókn, ná Mosul á sitt vald. Lýsa yfir stofnun kalífadæmis á yfir- ráðasvæðum sínum Hrekja tugi þúsunda manna á flótta Júlí 2011 Febrúar 2014 Júní 2014 Ágúst 2014 Fjöldi liðsmanna (áætlaður) Stærð yfirráða- svæða í % Fjármögnun Persa- flóaríki Fjárkúganir, smygl á olíu, lausnargjöld, bankar í Mosul Sýrland Írak 8.000 til 10.000 þ. á m. 3.200-4.000 frá öðrum löndum 50.000 þ. á m. 20.000 frá öðrum löndum (Persaflóaríkjum, Tétsníu, Vestur-Evrópu) Suleiman Beg Bukamal Saka íslamista um grimmdar- verk í Sýrlandi  Börn neydd til að horfa á aftökur, krossfestingar og húðstrýkingar Sókn til að bjarga bæ » Íraskar hersveitir bjuggu sig í gær undir sókn til að binda enda á umsátur liðsmanna samtakanna Ríkis íslams um bæinn Amerli í norðaustan- verðu Írak. Um 12.000 íbúar bæjarins eru að verða uppi- skroppa með matvæli. » Hermt er að Barack Obama sé að íhuga að skipa Banda- ríkjaher að gera loftárásir og varpa niður matvælum á svæð- inu. Hann sé einnig að reyna að mynda fjölþjóðlegt banda- lag til að undirbúa hugsan- legan hernað í Sýrlandi. Verslanir voru opnaðar og sjómenn hófu veiðar að nýju á Gaza-svæðinu í gær eftir að ótímabundið vopnahlé tók gildi eftir 50 daga blóðsúthell- ingar. Margir Gaza-búar virtust vera vongóðir um að friður héldist eftir árásir sem kostuðu meira en 2.140 manns lífið á Gaza og 70 í Ísrael. „Við höfum sigrað,“ hefur frétta- veitan AFP eftir einum íbúanna, karlmanni á fertugsaldri. „Við höf- um fengið nóg af stríði, enginn ætti að þurfa að þola það sem við höfum mátt ganga í gegnum vegna stríðs- ins. Vopnahléið verður að haldast.“ Vopnahléssamkomulagið felur meðal annars í sér að Ísraelar lofa að draga úr takmörkunum á vöruflutn- ingum og ferðum fólks til og frá Gaza. Palestínumenn sögðu að með samkomulaginu hefði átta ára herkví í raun verið aflétt. Viðræðum um önnur mál, svo sem kröfu Hamas- samtakanna um höfn og flugvöll á Gaza, var frestað og þær eiga að fara fram í Kaíró innan mánaðar. AFP Friðnum fegin Palestínsk fjölskylda á heimleið með eigur sínar á hesta- kerru nálægt Gaza-borg í gær, eftir að vopnahlé tók gildi á Gaza-svæðinu. Vongóðir um frið á Gaza og fagna sigri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.