Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 64

Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 64
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Skyldu það vera margar þjóðir sem eiga annan eins gull- mola og Rás 1 eða gömlu gufuna sem sumir kalla? Það er mikið vafamál. Hinir gömlu góðu útvarps- menn gerðu þar garðinn frægan: Helgi Hjörvar, Jón Múli, Pétur Pétursson, Svavar Gests, Stefán Jónsson og Jónas Jónasson svo örfáir séu nefndir. Allir farnir heim. En raddir þeirra og mál- flutningur er varðveittur í svoköll- uðu segulbandasafni útvarpsins. Og aðrir hafa tekið upp merkið og gert það vel að ýmsu leyti. En nú ber svo við allt í einu að það er skollið á stríð. Einhvers konar biblíustríð hér uppi á land- inu milli strákanna í Efstaleiti á gömlu gufunni og margra hlust- enda. Almenningur skilur nátt- úrlega ekki það stríð frekar en flest önnur. Upp er komin sú staða að forsvarsmennirnir ku vera hættir við að hætta að fara með gott í Efstaleiti á morgnana. Það er ágætt. Hvað sem verður svo með síðkvöldin. Að fara með gott ætti að vera fremst á dagskrá Rásar 1 ef eitthvað er. „Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yð- ur, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Má ekki slíkur boðskapur hljóma á öldum ljósvakans kvölds og morgna? Eða sagan af miskunn- sama Samverjanum? Ef við hætt- um að hafa slíkt um hönd getum við bara lagt okkur. Þess er að minnast að þetta er ekki fyrsta biblíustríðið okkar. Á sínum tíma notaði Vestfirðing- urinn Eiríkur skipherra Krist- ófersson tilvitnanir úr Biblíunni á Tjallana í fyrsta þorskastríðinu. Og vann það stríð sem frægt var. Eiríkur skipherra vissi hvað hann söng. Bresku aðmírálarnir sendu gjarnan klausur úr Biblíunni í nið- urlagi skýrslna sinna til flota- málaráðuneytisins í Lundúnum. Í upphafi fyrsta þorskastríðsins sendi Barry Anderson flotaforingi eftirfarandi ritningargrein úr orðskviðum Salómons til yf- irmanna sinna í White Hall: „Þeg- ar óguðlegum fjölgar fjölgar og misgjörðum en réttlátir munu horfa á fall þeirra.“ Eiríkur náði þessu í talstöðinni á Þór. Með aðstoð Stefáns Jóns- sonar fréttamanns, sem staddur var um borð, sendi hann Anderson eftirfarandi úr þeim sömu Orðs- kviðum: „Því að til einskis þenja menn út netið í augsýn allra fleygra fugla, og slíkir menn sitja um sitt eigið líf, liggja í launsátri fyrir sjálfum sér. Þannig fer fyrir öllum þeim sem fíknir eru í rang- fenginn gróða: Fíknin verður þeim að fjörlesti.“ Um þetta allt geta menn lesið í bók Gylfa Gröndal, Eldhress í heila öld. Í miðju biblíustríði dagsins heyrist svo ramakvein úr Efsta- leiti. Segulbandasafn þjóðarinnar er í stórhættu. Það liggur undir skemmdum og mun eyðileggjast meira og minna ef ekkert er að gert. Svo segir sjónvarpið okkar og Mogginn. Ekki lýgur hann! Mogginn hefur eftir þeim góða manni sem sér um segulbanda- safnið að hann sé með fjall fyrir framan sig af spólum, plötum, kassettum og diskum. Og tvær te- skeiðar í höndunum! Hann er að reyna að bjarga menning- arverðmætum þjóðarinnar sem annars verða meira og minna ónýt. Það væri eftir okkur að láta slíkt gerast. Og kasta svo pen- ingum villivekk í alls konar rugl úr landsins kassa. Er ekki séns að láta eitthvað af þessum strákum og stelpum þarna í Efstaleitinu í það djobb að hjálpa til við að bjarga safninu mikla? Og hvað með sjálfboðaliða sem kunna til þessara verka? Gamla útvarps- jálka og -konur sem hafa kannski ekkert annað þarfara að gera en vildu gjarnan leggja hönd á plóg! Nánast á hverjum dagi er geng- ið í gullasafnið eins og Gunnar Stefánsson hefur kallað seg- ulbandasafnið. Þar kennir margra grasa sem holl eru fyrir alla. Ný- lega heyrðum við rödd Ragnars í Smára. Hvað sagði Ragnar? Jú, hann sagði að ríkisstjórnin ætti að hætta erlendum lántökum og taka þess í stað lán hjá almenningi í landinu. Þetta sígilda hollráð Ragnars var að vísu borið fram upphaflega fyrir hálfri öld, þegar átökin stóðu um Búrfellsvirkjun. Hvað skyldi Ragnar hafa ráðlagt í dag? Segulbandasafnið er skóli alþýð- unnar. Lífsins skóli að mörgu leyti. Það má bara ekki koðna nið- ur. Það væri algjört þjóðarslys. Þar eru slík dýrmæti samankomin að taka ætti sem skyldugreinar í háskólum landsins. Þar er af nógu að taka. Unga fólkið hefði svo sannarlega gott af því að hlusta markvisst á gengnar kynslóðir og læra af því. Þar er lífsviska ís- lensku þjóðarinnar í hnotskurn og mætti meta til eininga eins og kallast í dag. Láta svo háskóla- borgarana hreinlega taka próf í slíkum vísindum. Það gæti verið liður í því að þjóðin finni sjálfa sig aftur. Er ekki í lagi með ykkur þarna í Efstaleitinu? Eftir Hallgrím Sveinsson og Bjarna Georg Einarsson Hallgrímur Sveinsson » Í miðju biblíustríði dagsins heyrist svo ramakvein úr Efstaleiti: Segulbandasafn þjóð- arinnar er í stórhættu. Það liggur undir skemmdum að hluta til. Hallgrímur er bókaútgefandi og léttadrengur á Brekku í Dýrafirði en Bjarni er fyrrverandi útgerðar- stjóri og núverandi ellilífeyrisþegi. Bjarni Georg Einarsson Traust og góð þjónusta Í 18 ÁR Umgjarðir í miklu úrvali Er ekki kominn t ími á sjónmæl ingu Eigum 18 ára afmæli FRÁBÆR TILBOÐ Í GANGI! HAMRABORG 10, KÓPAVOGI – SÍMI: 554 3200 OPIÐ: VIRKA DAGA 9:30-18 3 - IN - 1 MICELLAR WATER 0%PARABENLITAREFNIILMEFNI HREINSAR FJARLÆGIR FARÐA VEITIR RAKA ALLT MEÐ 1 HREINSIVÖRU NIVEA SENSITIVE FYRIR VIÐKVÆMA HÚÐ:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.