Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 68

Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 68
68 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 HÁDEGISMATUR Í FYRIRTÆKI OG STOFNANIR VINSÆLT - HEILSUBAKKAR Heilsubakkar eru réttir sem samanstanda af léttu fæði Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is Við sendum hádegismat í bökkum og kantínum til fyrirtækja og stofnana alla daga ársins! Boðið er upp á sjö valrétti á virkum dögum: Tvo aðalrétti, þrjá aukarétti, heilsurétt og ávaxtabakka. Aðalréttirnir eru breytilegir frá degi til dags. Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is Fjölbreyttur matseðill og valréttir alla daga SKÚTAN Aldraðir og ör- yrkjar fengu 3,6% hækkun á lífeyri sín- um frá almannatrygg- ingum sl. áramót. Þetta var minna en nam aukningu verð- bólgunnar og minna en hækkun lægstu launa en þau hækkuðu um 5%. Vísitala neysluverðs hækkaði um 4,2% árið 2013. Samkvæmt lögum á lífeyrir aldr- aðra og öryrkja aldrei að hækka minnna en nemur hækkun neyslu- vísitölunnar og hækkun lífeyris á ennfremur að taka mið af hækkun launa. Eftir þessum ákvæðum var ekki farið um áramótin. Það var klipið af réttmætum hækkunum aldraðra og öryrkja. Það er eins og stjórnvöld geti aldrei unnt lífeyris- þegum þess að fá réttmætar kjara- bætur. Markmið stjórnvalda virðist ávallt vera það að halda kjörum aldraðra og öryrkja niðri. Talsvert launaskrið, þó ekki hjá öldruðum! Talsvert launaskrið hefur orðið frá gerð síðustu kjarasamninga. Í rauninni er alltaf í gangi nokkurt launaskrið. Meðaltal heildarlauna hækkaði t.d. um rúmlega 6% 2012- 2013. Einnig voru gerðir ýmsir nýir kjarasamningar eftir að ASÍ og SA sömdu um 2,8% launahækkun. Sumir þessara samninga gengu mun lengra en samningur ASÍ og SA. Grunnskólakennarar sömdu t.d. til langs tíma um 20–30% kaup- hækkun. Sú hækkun var m.a. miðuð við það, að kennarar seldu kennslu- afslátt, sem þeir áttu rétt á. Ýmsir aðrir sérsamningar gengu miklu lengra í kjarabótum en samningar ASÍ. Tekjublað Frjálsar verslunar upplýsti nýlega, að stjórnendur fyr- irtækja hefðu tekið sér óeðlilega miklar launahækkanir, forstjórar 13% hækkun og næstráðendur hvorki meira né minna en 40% hækkun. Laun næstráðenda hækk- uðu um 600 þús. kr. milli ára. Með þessu háttalagi gaf atvinnu- lífið verkafólki langt nef. Samtök atvinnu- lífsins sögðu, að ekki mætti hækka laun verkafólks og al- mennra launamanna um meira en 2,8% en forstjórar fyrirtækja atvinnulífsins tóku sér 13% kauphækkun og aðstoðarforstjórar tóku sér 40% kaup- hækkun! Laun verkafólks hækka – laun aldraðra ekki! Lífeyrir aldraðra og öryrkja er ígildi launa. Þetta eru nokkurs konar laun lífeyrisþega. En það er munur á launum launþega og laun- um lífeyrisþega. Það er ekkert launaskrið hjá öldruðum og ör- yrkjum. Á sama tíma og kaup launafólks í landinu skríður fram og hækkar umfram samninga og sumir fá óheyrilegar hækkanir er lífeyririnn bundinn og hækkar ekkert. Ákvæðið um að lífeyrir eigi að fylgja launum og verðlagi virkar ekki nema að hluta til. Það eru því miður mörg dæmi um það, að líf- eyrir sé frystur, þegar laun hækka. Þannig var það á krepputímanum. Þá hækkuðu lægstu laun talsvert en lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði ekkert. Þetta er það sem kallað hefur verið kjaragliðnun og hún var mikil á krepputímanum. Til þess að leiðrétta þessa kjaragl- iðnun þarf að hækka lífeyri um a.m.k. 20%. Það mundi þýða rúm- lega 40 þús. kr. hækkun á mánuði hjá einhleypum ellilífeyrisþega, sem ekki hefði neinar tekjur frá öðrum en almannatryggingum. Það kostar 17 milljarða kr. að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 20%. Stjórnarflokkarnir, Sjálf- stæðisflokkur og Framsókn- arflokkur, lofuðu því í kosninga- baráttunni að framkvæma þessa leiðréttingu, ef þeir kæmust til valda. Það var samþykkt á flokks- þingum beggja flokkanna. Nú er komið að efndum á þessu kosninga- loforði. Það þolir ekki meiri bið. Hækka þarf skattleysis- mörkin verulega Kjör margra aldraðra og öryrkja eru erfið um þessar mundir, einkum þeirra, sem hafa húsnæði á leigu. Húsaleiga er mjög há og hefur hækkað mikið. Lyfjakostnaður er einnig mjög hár svo og lækniskostn- aður. Þeir lífeyrisþegar, sem hafa einungis tekjur frá almannatrygg- ingum, eiga mjög erfitt með að láta enda ná saman. Þeir verða að neita sér um marga sjálfsagða hluti. Það er þess vegna mjög brýnt að bæta kjör þeirra. Ein besta leiðin til þess að bæta kjör lífeyrisþega og lág- launafólks er að hækka skattleys- ismörkin. Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík, í febrúar sl., ályktaði að hækka ætti skattleys- ismörkin myndarlega. Hið sama gerði síðasta þing Landssambands eldri borgara. Kjaranefnd FEB hef- ur einnig ítrekað ályktað um málið. Fróðlegt verður að sjá hvort rík- isstjórnin tekur upp hækkun skatt- leysismarka í fjárlög næsta árs. Skattleysismörk vegna tekjuskatts og útsvars vegna ársins 2014 eru 141 þús. kr. á mánuði. Þau hækkuðu um 4,2% sl. áramót. Það var aðeins verð- lagshækkun. Það þarf að hækka þau miklu meira, ef þau eiga að leiða til kjarabóta. Sennilega þyrfti að hækka skattleysismörkin í 200 þús.á mánuði svo eitthvert gagn væri í hækkuninni. Vonandi verður ríkis- stjórn og Alþingi við óskum eldri borgara um slíka hækkun skattleys- ismarkanna. Aldraðir fengu 3,6% – stjórnendur 13–40%! Eftir Björgvin Guðmundsson »Ein besta leiðin til þess að bæta kjör lífeyrisþega og lág- launafólks er að hækka skattleysismörkin. Hækka þarf þau mynd- arlega Björgvin Guðmundsson Höfundur er formaður kjaranefndar Félags eldri borgara. Ekki veit ég svo sem nákvæmlega hvað bænin er eða hvernig hún virkar. En hitt veit ég fyrir víst, af því ég hef upplifað það sjálfur, að mér finnst ósegj- anlega gott að fá að hvíla í henni og með- taka friðinn og lausn- ina sem henni fylgir. Þá veit ég fátt dýrmætara en það að vita til þess að til sé fólk sem biður fyrir mér. Það er hreint al- gjörlega ómetanlegt. Okkar dýrmætasti menningararfur Bænin er hluti af frumþörf mannsins. Dýrmætur menningar- arfur. Boð um að fá að lifa í teng- ingu við höfund og fullkomnara lífsins. Bænin er æfing í trú og trausti, von og kærleika. Við nemum staðar, kyrrð kemst á hugann, hjartað opnast, við ger- umst einlæg og heiðarleg um stund. Bænin er kvíðastillandi og streitulosandi. Hún skerpir ein- beitingu og veitir huganum ró. Við köfum inn í innsta kjarna og leggjum hugsanir okkar á borð, áhyggjur og vonbrigði, þrár og væntingar, framtíð og líf. Við stingum á kýlum, áhyggj- urnar taka að líða á braut og frið- urinn tekur að flæða inn. Bænin mýkir hjartað og auð- veldar ævigönguna. Hún stillir okkur af svo markmið okkar verða skýrari. Við tökum að sjá Guð, samferðamenn okkar, umhverfið allt og okkur sjálf í nýju ljósi. Bænin styrkir fjölskyldubönd. Samkennd vex, umburðarlyndið eykst og umhyggjan dýpkar. Hún er góð forvörn og allra besta áfallahjálpin. Bænin er sem græðandi smyrsl. Hún líknar og læknar, laðar og leiðir, uppörvar og hvetur. Hún er ekki spurning um orðalag heldur hjartalag. Hún mildar sjónarhorn okkar á menn og málefni og færir okkur nær hvert öðru. Bænin er andardráttur lífsins. Allt það súrefni sem þarf til að komast af. Í bæninni drögum við að okkur fyrirgefninguna og þann frið sem enginn getur gefið annar en Jesús Kristur. Frið sem er æðri mannlegum skilningi og eng- inn og ekkert megnar frá okkur að taka. Frið sem sprottinn er af ást Guðs. Með bæninni upplifum við fegurð lífsins. Bænin eykur vellíð- an Bænin eykur orku og léttir lund. Hún veldur vellíðan og un- aði svo maður fyllist öryggistilfinningu, þakklæti og gleði, jafnvel í gegnum tárin. Bænin treystir vináttubönd. Hún eykur skilning og minnkar fordóma. Hún fær okkur til að staldra við, standa saman, þótt ólík séum og með misjafnar skoð- anir á svo mörgu en líklega svip- aðar þrár, svona þegar allt kemur til alls. Bænin getur hreinlega öllu breytt. Þjáningar linað og kvalir sárar. Þá getur hún vonbrigðum og harmi eytt, þegar illa árar. Biðjum hvert öðru fyrir og látum ekki ræna okkur bæn- inni Biðjum því hvert fyrir öðru. Höldum vöku okkar og biðjum fyrir sjálfum okkur, þeim sem okkur eru kærir en einnig og ekki síður þeim sem ofsækja okkur, vilja okkur illt eða við förum í taugarnar á. Guð gefi að þeir fái séð til sólar þrátt fyrir okkar veru. Bænin er eftir allt saman ein- faldlega það besta sem í brjóstinu bærist. Hún er mun háleitari en sú hugsun sem annars í höfði mínu hrærist. Látum engan og ekkert verða til að ræna okkur bæninni og þeim ólýsanlega friði sem hún gefur. Friði sem er æðri okkar mannlega skilningi. Kærleiks- og friðarkveðja með blessunaróskum. Bænin mýkir hjartað Eftir Sigurbjörn Þorkelsson Sigurbjörn Þorkelsson » Bænin er kvíðastill- andi og streitulos- andi. Hún skerpir ein- beitingu, veitir hugarró og gefur frið í hjarta. Frið sem er æðri öllum skilningi. Höfundur er rithöfundur og áhuga- maður um lífið. Vigfús samur við sig Á sínum yngri árum þótti Vigfús Pálsson liðtækur í bridsheiminum. Hann hvarf svo af sviði um hríð en kom til leiks á ný og nú að mestu sem keppnisstjóri. Nú er Vigfús byrjaður að spila og hefir nú á skömmum tíma unnið mót í sumarbrids í Reykjavík með sínum hvorum spilaranum. Mánudaginn 25. ágúst mættu 23 pör í sumarbrids og hér er lokastað- an (prósentskor): Ólafur Steinason - Vigfús Pálsson 60,69 Leifur Aðalsteinss. - Eðvarð Hallgrss. 58,6 Haraldur Ingason - Garðar Hilmarss. 58,2 Bergsteinn Einarss. - Gústaf Steingrss. 56,6 Guðný Guðjónsd. - Þorgerður Jónsd. 54,1 Félag eldri borgara í Reykjavík Fimmtudaginn 21. ágúst var spil- aður tvímenningur hjá bridsdeild Félags eldri borgara, Stangarhyl 4, Reykjavík. Spilað var á 13 borðum . Efstu pör í N/S Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 411 Kristín Óskarsd.- Gróa Þorgeirsd. 387 Ægir Ferdinandss. - Helgi Hallgrss. 344 Björn Árnason - Auðunn Guðmss. 339 A/V Óli Gíslason – Hrólfur Guðmundss. 366 Friðrik Jónss. – Jóhannes Guðmannss. 360 Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 356 Ormarr Snæbjs. - Sturla Snæbjörnss. 338 Fimmtíu manns í Gullsmára Spilað var á 12 borðum í Gull- smára mánudaginn 25. ágúst. Úrslit í N/S: Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonss. 205 Birgir Ísleifss. - Jóhann Ólafsson 195 Vigdís Sigurjónsd.-Þorleifur Þórarinss. 184 Kristín Óskarsd. - Gróa Þorgeirsdóttir 178 A/V Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 223 Ragnar Ásmunds. - Friðrik Hermannss. 187 Ágúst Vilhelmss. - Kári Jónsson 186 Rut Árnadóttir - Ása Jónsd. 180 Spilað er alla mánudaga og fimmtudaga og hefst spilamennska kl. 13. Bridsfélag eldri borgara í Hafnarfirði Föstudaginn 22. ágúst var spilað- ur tvímenningur með þátttöku 22 para. Efstu pör í N/S (prósentskor): Auðunn Guðmss. - Guðm. Sigursteinss. 57,2 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson brids@mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.