Morgunblaðið - 28.08.2014, Qupperneq 74

Morgunblaðið - 28.08.2014, Qupperneq 74
74 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 HAUSTferðir 2014 Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Þ eir Þór Bæring Ólafsson og Bragi Hinrik Magn- ússon eiga saman að baki um áratugar reynslu af skipulagningu ferða og saman stofnuðu þeir Gamanferðir í ársbyrjun 2012. „Fótboltaferðirnar eru stærsti hlutinn af þessu hjá okkur, alveg klárlega,“ segir Þór þegar hann fer yfir sviðið hvað úr- valið hjá Gamanferðum varðar. Hvað ásókn Íslendinga í slíkar ferðir varðar segir hann eftir- spurnina vissulega hafa dottið nið- ur á því arma ári 2008, eins og í ferðalögum almennt. „En við tók- um eftir því kringum 2012 að eft- irspurnin var að ná sér á strik aft- ur og ákváðum því að fara af stað á ný. Síðan þá hefur þetta verið hægt og sígandi að aukast.“ Samkeppni á markaði Þór bætir því við að um þessar mundir sé mikil samkeppni á flug- markaði og fyrir bragðið hafi verð- ið á ferðunum verið að lækka. „Það er auðvitað mjög jákvætt fyrir neytandann og fólk hefur nýtt sér það. Ég finn að það er mikið um að fólk sé að skoða vel það sem í boði er til að finna hagstæðasta verðið.“ Að sögn Þórs er enski boltinn vinsælastur meðal Íslendinga, eins og við er að búast, „en spænski boltinn hefur verið að færast í aukana og við erum ennfremur ný- byrjaðir að setja í sölu ferðir á leiki í þýska boltanum. Eftirspurnin hef- ur reynst alveg ótrúlega mikil og þar grunar mig að sé markaður sem fleiri eiga eftir að kynna sér betur“. Þegar Þór er svo inntur eftir vin- sælustu liðunum þegar fótbolta- ferðir eru annars vegar kemur svarið svo sem ekki á óvart. „Í Englandi eru það þessi stóru fjögur lið sem trekkja mest, Liverpool, Arsenal, Chelsea og Manchester United, og þá verð ég að nefna Tottenham líka. Einnig hef ég fundið fyrir áhuga á Everton og Queens Park Rangers. En þessi fjögur stóru eru liðin sem flestir vilja sjá. Reyndar fer það líka eftir gengi liðanna líka, það verður að segjast eins og er. Núna er mjög margir spenntir fyrir Liverpool og voru það líka í fyrra, en á sama tíma voru stuðningsmenn United minna að fara í ferðir á leik. Eft- irspurnin er því talsvert tengst ár- angrinum hjá liðinu hverju sinni. Arsenal-menn voru til að mynda mjög spenntir fyrir ferðum á fyrri hluta síðasta keppnistímabils en eftir að botninn datt úr leik liðsins í febrúarbyrjun minnkaði eft- irspurnin og áhuginn rækilega.“ Þór bætir því við að spennandi leik- mannakaup hjá tilteknum liðum hafi líka oft áhrif á áhugann, og ný- gengin kaup á argentíska leik- manninum Angel Dí Maria séu til marks um það. „Þó að ekki hafi tímabilið farið af stað sem skyldi merki ég samt aukinn áhuga meðal stuðningsmanna United og þeir eru margir hverjir að hugsa um að skella sér á leik með liðinu.“ VIP tónleikaferðir Ferðir á tónleika með hinum ýmsu tónlistarmönnum eru að sama skapi snar þáttur í starfsemi Gamanferða og meðal listamanna sem fyrirtækið býður upp á tón- leika með þetta haustið eru Lady GaGa, Pharrell Williams og Kylie Minogue. Athygli vekur að allar ferðirnar eru merktar VIP á heimasíðu Gamanferða. „Þetta merkir fyrst og fremst að um góð sæti er að ræða í höllinni hverju sinni,“ útskýrir Þór. Það þarf því ekki að hafa áhyggjur af því að sitja uppi í rjáfri á bak við súlu þegar sýningin hefst. „Við höfum stundum verið með ferðir þar sem við höfum boðið upp á ódýrari pakka með miðum í sæti sem eru lengra frá sviðinu, en okkar tilfinn- ing er sú að þegar fólk ætlar á ann- að borð að leggja land undir fót og fara á flotta tónleika erlendis, þá vill það einfaldlega að upplifunin sé fyrsta flokks og liður í því er að vera nær sviðinu. Þar af leiðandi höfum við breytt okkar pökkum á þá leið að allar okkar tónleikaferðir eru með betri sætum. Við- skiptavinir okkar geta því áhyggju- lausir keypt sér ferð á tónleika með okkur með tilliti til staðsetningar á tónleikunum sjálfum.“ Legoland og Harry Potter Að sögn Þórs gera þeir fé- lagarnir hjá Gamanferðum mikið af því að sérsníða fjölskylduferðir eft- ir óskum viðskiptavina sinna. „Það er oft þannig að fólk vill gera eitt- hvað annað en að fara í hefðbundna sólarlandaferð og þar komum við inn í málið og sérsníðum ferðina fyrir fjölskylduna hverju sinni. Ég er sjálfur fjölskyldumaður með konu og tvö börn og við höfum ver- ið dugleg við að fara til útlanda og gera ýmislegt skemmtilegt saman. Þá reynslu hef ég óspart nýtt mér þegar fólk kemur að máli við mig og vill aðstoð við að setja saman skemmtiferð fyrir alla fjölskylduna, því ég þekki liggur við alla skemmtigarða í Englandi og víðar,“ bætir hann við. „Það er því gaman að geta miðlað af þeirri reynslu. Fólk þarf bara að nefna óskaá- fangastaðinn sinn ásamt hug- myndum að því sem því þætti gam- an að upplifa og afganginn sjáum við um.“ Af vinsælum áfangastöðum sinna viðskiptavina nefnir Þór til dæmis Legoland í London, og einnig hafi sérstakar Harry Potter-ferðir verið eftirsóttar en þar er áfangastað- urinn sérstakt Harry Potter-stúdíó og safn rétt utan við London. Þá trekki Disneyland í París alltaf til sín áhugasamar fjölskyldur. „Mér er einmitt minnistætt að í sumar skipulögðum við hópferð fyrir mann til Disneylands í París sem tók með sér börnin og barna- börnin til að fagna þar sextugs- afmæli sínu, sextán manna hópur í það heila.“ Hópferðir við allra hæfi Þá hafa þeir félagar líka skipulagt töluvert af árshátíðarferðum fyrir fyrirtæki þar sem áherslan er lögð á að allir finni sér dægrasvöl við sitt hæfi. Dæmi um slíkt er ferð sem við skipulögðum fyrir fyrirtæki í sumar til Berlínar. Auk þess að sjá um flug, gistingu og mat þá buðum við upp á ýmsa þjónustu í borginni fyrir hópinn. þar á meðal var skiplög gönguferð um fallega staði í borg- inni, hjólaferð fyrir þá sem það vildu, gokart og ýmislegt annað. Fólk valdi sér það sem það vildi gera yfir daginn og svo hittust allir hæstánægðir um kvöldið í matnum.“ Þór nefnir að eins og fram- angreint bendi til þá einbeiti ferða- skrifstofan sér að viðburðatengdri ferðamennsku. „Við bjóðum upp á upplifanir og skipulagningu þeirra, eins og nafn fyrirtækisins gefur til kynna. Tilefnin eru margvísleg hjá fólki og það er alltaf jafn gaman að búa til upplifun fyrir þau, vitandi að úr verður ógleymanleg upplifun og ómetanlegar minningar.“ Bjóðum upp á upplifun Ferðaskrifstofan Gamanferðir sérhæfir sig í viðburðatengdri ferðaþjónustu þar sem fótbolti, tónleikar, fjölskyldu- ferðir og borgarferðir fyrir hópa ber hvað hæst  Þór Bæring framkvæmdastjóri segir frá því sem framundan er Morgunblaðið/Styrmir Kári Hamingja „Tilefnin eru margvísleg hjá fólki og það er alltaf jafn gaman að búa til upplifun fyrir þau, vit- andi að úr verður ógleym- anleg upplifun“ segir Þór. Sérsmíðaðar baðlausnir Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922 Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is • Einangrunargler • Gluggar (Ál og PVC-plast) • Hurðir (Ál og PVC-plast) • Speglar • Gler • Hert gler • Lagskipt öryggisgler • Litað gler • Sandblástur • Álprófílar • Máltöku- og uppsetningaþjónusta Við leggjum metnað okkar í að bjóða sérhæfðar og vandaðar lausnir á baðherbergi. Við bjóðum upp á sérsmíðaða spegla, sturtuklefa og sturtu- skilrúm. Þá erum við komnir með nýja útgáfu af ljósaspeglunum okkar vinsælu. Á heimasíðu okkar glerborg.is er gott yfirlit yfir það sem er í boði. Auk þess bjóðum við alla velkomna í Mörkina þar sem fagfólk veitir góða þjónustu og allar þær upplýsingar sem þarf. SMÁRALIND • 2 HÆÐ • SÍMI 571 3210 Dömuskór Verð kr. 4.995 Stærðir 36-41 Verð kr. 7.995 Stærðir 36-41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.