Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 76
76 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 HAUSTferðir 2014 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is A ð sögn Steinunnar Tryggvadóttur hjá Úrvali- Útsýn hefur veðurfarið yf- ir sumarið mikil áhrif á sölu utanlandsferða á haustin. „Eftir kalt og blautt sumar eins og í ár þyrstir marga í sól og blíðu. Förum við að sjá áhrifin strax um mitt sumar ef veðrið er ekki gott.“ Segir Steinunn einnig að neyt- endur hafi lært að ekki gengur að bíða fram á síðustu stundu með að festa sér laust pláss í áhugaverðri haustferð. „Í fyrrasumar gerðist það einnig að veðrið var ekki nógu gott en margir vildu bíða og sjá til hvort veðrið skánaði, eða hvort ferðaskrifstofurnar kæmu með góð tilboð með haustinu. Þeir sem svo hringdu í lok ágúst eða í sept- ember fengu þær vondu fréttir að flestar ferðir væru þegar orðnar uppbókaðar.“ Steinunn segir sóldýrkendur einkum halda til Spánar yfir sum- artímann og fram á haust, til staða á borð við Alicante, Almeria, Costa Brava og eyjuna Tenerife en þangað er flogið vikulega allan ársins hring. Úrval-Útsýn býður einnig upp á sólstrandarferðir til Marmaris á Tyrklandi. Hver strönd með sín sérkenni Hver áfangastaður hefur sín sérkenni og áherslur. „Unga fólk- inu líkar afar vel á Alicante en þar er að finna allt sem ungir ferða- langar þrá. Almeria mjög vinsæll staður hjá fjölskyldufólki og ís- lenskir ferðalangar hreinlega elska Tenerife enda eyjan sér- staklega falleg og veðurfarið hvorki of heitt né of kalt. Er þar einnig hár gæðastaðall á öllum verðflokkum gistingar og mat- urinn fjölbreyttur og góður,“ segir Steinunn. „Ef fólk vill blanda sam- an sól og stórborgarlífi er Costa Brava góður áfangastaður, stein- snar frá menningarborgini Barce- lona.“ Ævintýraleg ferð til Taílands er fyrirhuguð í nóvember og dvalið bæði við strönd og í borg með ís- lenskan fararstjóra. Steinunn seg- ir framboðið þar óþrjótandi af dekri, skoðunarferðum, versl- unum, mörkuðum og veitinga- húsum og Taílendingar þekktir fyrir einstaka gestrisni. „Taíland er stórt, fjölbreytt og framandi land en samt orðið svo nálægt okkur þar sem sífellt fleiri heim- sækja landið til að njóta lysti- semda þess,“ segir Steinunn en gist er í Bangkok og strandbænum Hua Hin. Borgarferðir og skíðafjör Úrval-Útsýn býður að vanda upp á fjölbreyttar borgarferðir í haust og vetur. Má þar nefna Barcelona, Bratislava, Dublin og Berlín að ógleymdum vinsælum aðventuferðum til München og Berlínar. Skíðaferðirnar hefjast í kringum jólin og segir Steinunn að ferða- skrifstofan skipuleggi ferðir bæði til Austurríkis og Steamboat Springs í Colorado. Skíðaferðir til Bandaríkjanna hafa komið inn af miklum krafti á undanförnum ár- um og segir Steinunn það koma til vegna beins flugs Icelandair til Denver. „Kostnaðurinn við skíðaferð- irnar er svipaður, hvort sem hald- ið er til Mið-Evrópu eða vestur til Colorado. Getum við þó boðið upp á fleiri gistimöguleika í Steamboat Springs sem hentað geta fjöl- skyldum og vinahópum. Hægt er að fá gistingu í íbúðum þar sem margir geta verið saman en það gerir hverja gistinótt hagkvæmari. Þyrstir í sól eftir kalt og blautt sumar  Leiðinn liggur m.a. til Spánar, Taílands og á skíði í Colorado eða sigl- ingu á fimm stjörnu skemmtiferðaskipi Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is A ð vanda bjóða Bændaferðir upp á breitt úrval ferða- laga í haust. Hefðbundnu rútuferðirnar um Evrópu eru á sínum stað, en líka leið- angrar á framandi slóðir og eins ferðir með nýstárlegum áherslum. Hugrún Hannesdóttir, sölustjóri Bændaferða, segir m.a. mikinn vöxt í sölu svokallaðra hreyfiferða, þar sem æfingar og íþróttaiðkun af ýmsu tagi er í fyrirrúmi. „Í ár er- um við með mjög breitt úrval göngu- og hjólaferða, og eins fjölda sk. útivistarferða þar sem blandað er saman hreyfingu og útiveru af ýmsu tagi.“ Ómótstæðileg maraþon Þeir sem hafa smitast af hlaupa- bakteríunni ættu að veita því sér- staka athygli að Bændaferðir hrepptu nýlega umboðið fyrir World Marathon Majors á Íslandi. Með því fær ferðaskrifstofan ákveðinn fjölda rásnúmera í sex frægustu og eftirsóttustu maraþon- um heims í Berlín, London, Bost- on, New York, Chicago og Tókýó. „Þar sem þessi maraþon eru svo eftirsótt þarf að uppfylla ströng skilyrði til að fá að selja þátt- tökunúmer og eitt þeirra skilyrða er að við verðum að selja a.m.k. gistingu á viðkomandi áfangastað með hlaupagjaldinu. Númerin sem við fáum úthlutað hafa líka þann kost að þau eru án tímatakmark- ana, en alla jafna getur fólk t.d. ekki vænst þess að komast í Bost- on-maraþonið án þess að hafa fyrst náð ákveðnum lágmarkstíma í maraþonhlaupi annars staðar.“ Það veltur á áfangastaðnum hvernig maraþonferðin er skipu- lögð. Sum hlaupin eru ekki langt frá Íslandi á meðan önnur eru nán- ast hinum megin á jarðkringlunni og kalla t.d. á að hlauparinn gefi sér tíma til að jafna sig eftir langt flugið. „Þegar ferðast er um lang- an veg er líka ekki úr vegi að bæta dögum fyrir framan eða aftan sjálft hlaupið og skoða sig um í landinu. Ef skotist er í maraþon á austurströnd Bandarikjanna eða í Evrópu er líka upplagt að taka frá a.m.k. nokkra daga til að njóta þess sem borgirnar hafa upp á að bjóða.“ Skíðaganga á sænska vísu Mjög spennandi viðbót við hreyfiferðirnar er svo Vasa- skíðagangan í Svíþjóð, Vasaloppet. „Við erum fyrst íslenskra ferða- skrifstofa til að geta boðið ferða- pakka í þessa frægustu og lengstu skíðagöngukeppni heims. Er tölu- verður áhugi á keppninni og eink- um fólk úr röðum maraþonhlaup- ara og þríþrautarfólks sem langar að spreyta sig,“ útskýrir Hugrún. Hún bætir við að Vasaloppet sé krefjandi keppni. „Skíðagangan spannar 90 km og á leiðinni eru sjö stöðvar sem fólk þarf að ná til í tíma, ellegar dettur það úr keppni.“ Ef þetta tal um skíðagöngur er farið að koma lesendum í jólaskap er rétt að minnast á aðventuferðir Bændaferða. Frá fimmtudeginum fyrir fyrsta sunnudag í aðventu stendur ferðaskrifstofan fyrir helg- ar- og vikuferðum til jólalegra borga á borð við París, München og Salzburg. „Í þessum ferðum gefst tækifæri til að heimsækja einstaka jóla- og aðventumarkaði og um leið skoða þessar fallegu borgir með sínum höllum, söfnum og kirkjum. Þótt ferðast sé í dimmasta skamm- deginu er þetta yndislegur tími til að skoða þessar borgir, kaupa kannski nokkrar jólagjafir og eiga notalega frídaga. Veit ég að sumir af viðskiptavinum okkar eru svo hrifnir að þeir fara í aðventuferð til Evrópu á hverju einasta ári.“ Úrval ferða fyrir þá sem vilja hreyfa sig Morgunblaðið/Sigurgeir S.  Bændaferðir fengu nýlega umboð fyrir sölu ferðapakka á sex frægustu maraþonhlaup heims  Einnig mikill áhugi fyrir ferðum á Vasaloppet, skíðagöngukeppnina strembnu og vinsælu í Svíþjóð Kapp „Þar sem þessi mara- þon eru svo eftirsótt þarf að uppfylla stöng skilyrði til að fá að selja þátttökunúmer,“ segir Hugrún um ferðirnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.