Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 78

Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 78
78 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í slendingar eru, ef eitthvað er, duglegri að ferðast á haustin en sumrin, að sögn Guð- rúnar Sigurgeirsdóttur, framleiðslustjóra hjá ferðaskrifstofunni Vita. „Margir fylgja þeirri reglu að verja sumar- fríinu á Íslandi þegar veður eiga að vera góð en halda svo strax með haustinu til útlanda á vit sólarstranda eða evrópskra stórborga. Hjá Vita er aðeins vorið stærri sölutími en haust- ið, því eftir jól og áramót bætast skíðaferð- irnar við úrvalið.“ Segir Guðrún að dæmigert sé að kippur komi í sólarlandaferðir strax í september, til landa á borð við Krít, Spán og Tyrkland. Ferðir með skemmtiferðaskipum eru líka vin- sælar strax í haustbyrjun. „Í september erum við með þrjár siglingar og eru allar upp- seldar. Er ein ferðin frá Istanbúl og um Svartahafið, önnur frá Feneyjum um Mið- jarðarhaf og þriðja frá Tókýó niður til Sjanghaí.“ Sumarið lengt í annan endann Golfararnir halda líka af stað í september og lengja þannig golftímabilið í annan end- ann. „Þegar byrjað er að kólna, rigna og hvessa á íslensku golfvöllunum er fátt betra en að taka golfkylfurnar suður til Spánar og taka þar nokkrar holur í veðurblíðunni.“ Það er í október og nóvember sem borgar- ferðirnar koma inn af meiri krafti. Er fólk þá að ferðast á eigin vegum, með vinahópum eða vinnufélögum og stefnan sett á borgir á borð við Róm, Dublin og Edinborg. „Vinsælast er að taka þriggja og fjögurra nátta ferðir, ýmist frá fimmtudegi til sunnudags eða föstudegi til mánudags,“ upplýsir Guðrún. Í borgarferðunum vill fólk gjarnan blanda öllu saman: menningu, veitingastöðum, af- þreyingu og innkaupum. „Dublin kemur mjög sterkt inn, sérstaklega í fyrirtækjaferðunum, enda ódýr borg heim að sækja miðað við margar aðrar evrópskar borgir.“ Uppsöfnuð þörf Ef sölutölurnar hjá Vita eru skoðaðar má finna merki þess að efnahagur almennings virðist fara batnandi. Segir Guðrún að frá hruni hafi ferðum til útlanda fjölgað jafnt og þétt og greinilegt að eftir nokkur ár sem ferðatöskurnar fengu að safna ryki varð fljótt til uppsöfnuð þörf á markaðnum. „Ég held að enginn reikni með að ástandið verði aftur eins og það var árið 2007, þegar krónan var geysi- lega sterk, skuldastaða heimilanna góð og nóg af ódýru lánsfé í boði. En ástandið er að nálg- ast það sem kalla má eðlilegt.“ Ferðamynstrið hefur samt breyst að ýmsu leyti og hefur t.d. ferðatíminn styst. „Hér áð- ur fyrr var algengt að ferðir til sólarlanda vörðu í þrjár vikur, en svo langar ferðir þekkjast varla í dag og algengast að fólk vilji ekki meira en 10-14 daga dvöl í sandi og sól. Á móti kemur að í stað þess að fara í eina stóra ferð á ári velja Íslendingar í vaxandi mæli að fara fleiri og styttri ferðir. Gæti þá t.d. verið ein æfinga- eða fótboltaferð með táningnum á heimilinu að vori, svo stutt sólar- strandarferð fyrir fjölskylduna þegar líður á haustið og síðan helgarferð til skemmtilegrar borgar þar sem börnin eru skilin eftir heima.“ Leiðin liggur ekki bara til Evrópu. Vita stendur í nóvember fyrir ferð til Kúbu, í fyrsta sinn eftir langt hlé. „Öll sæti í þá ferð seldust upp á u.þ.b. tíu dögum og greinilegt að margir hafa áhuga á að sækja Kúbverja heim. Var því bætt við aukaferð í febrúar. Er mjög hentugt að fljúga þangað með okkur þvi flogið er beint á Havana. Ef farið er með áætlunarflugi til Kúbu getur flugið orðið nokkuð snúið enda ekki hægt að millilenda í Bandaríkjunum.“ Sumarið á Ís- landi en haustið í útlöndum Morgunblaðið/Golli Skreppitúr „Vinsælast er að taka þriggja og fjögurra nátta ferðir, ýmist frá fimmtudegi til sunnudags eða föstudegi til mánudags,“ segir Guðrún um borgarferðirnar á haustin.  Flykkjast til Spánar, Krítar og Tyrklands í september og skella sér í borgarferðir í október Þegar kreppan margumtalaða dundi á spáðu því margir að ferðaskrifstofur myndu fara halloka fyrir leitarvélunum á netinu þar sem fólk getur sjálft pantað sér flug og gistingu. Guðrún segir þetta ekki hafa gerst, m.a. vegna þess að ferða- skrifstofurnar geta í krafti samninga sinna við flugfélög og hótelkeðjur oft náð fram mun betri kjörum en almenningi standa til boða í gegnum leitarvélarnar. „Annar kostur þess að versla við ferða- skrifstofu er að þannig fæst iðulega að- gangur að mun þægilegra flugi á áfanga- stað. Við stöndum fyrir leiguflugi beint á borgir á borð við Róm, sem annars væri mun tímafrekara og flóknara ferðalag.“ Síðast en ekki síst fylgir því ákveðið ör- yggi og þægindi að láta fagmann skipu- leggja ferðina, og jafnvel hafa aðgang að íslenskum fararstjóra meðan á ferðinni stendur. „Ef ferðast er með hópi fólks er hægt að hafa ánægjulegan selskap í ferð- inni og ákveðið öryggisnet ef eitthvað skyldi koma upp á. Ef fólk er ekki mjög sterkt í útlenskunni er líka ómetanlegt að hafa leiðsögumann og aðra ferðalanga sér til halds og trausts.“ Spara ekki endi- lega með því að gera hlutina sjálf MEÐ GÓÐ SAMBÖND HAUSTferðir 2014 Morgunblaðið/Ómar Brosandi Litskrúðugir og fjörugir Kúbverjar. Morgunblaðið/Þorkell Sæla „Dublin kemur mjög sterkt inn, sérstaklega í fyrirtækjaferðunum, enda ódýr borg heim að sækja miðað við margar aðrar,“ segir Guðrún.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.