Morgunblaðið - 28.08.2014, Qupperneq 82

Morgunblaðið - 28.08.2014, Qupperneq 82
82 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 ✝ JóhannesHelgason fæddist í Reykja- vík 16. júní 1958. Hann lést á Landakotsspítala 17. ágúst 2014. Foreldrar hans eru Lára Krist- insdóttir hjúkr- unarritari, f. 4.3. 1938, og Helgi Scheving Jóhann- esson slökkviliðsmaður, f. 26.8. 1934. Systur Jóhannesar eru Metta, f. 16.8. 1962, m. Jón Árnason, f. 30.5. 1963, þau eiga tvö börn, Andra Frey, f. 30.5. 1995, og Örnu Ýri, f. 30.5. 1995. Hildur Kristín, f. 23.8. 1967, m. Finnur Leifssson, f. 8.9. 1965, þau eiga tvo syni, Kristófer Darra, f. 19.6. 1997, og Daníel Orra, f. 28.9. 2001. Jóhannes kvæntist 19. nóv- ember 1983 Unni Einarsdóttur sjúkraliða og blómaskreyti, f. í Reykjavík 25. júní 1961. For- eldrar hennar voru Sigurlaug Kristinsdóttir húsmóðir, f. 5.9. 1930, d. 2.2. 2010, og Einar Eggertsson skipstjórnarmaður, f. 18.6. 1930, d. 28.1. 2014. Synir þeirra eru: 1) Helgi, flugmaður og badmintonþjálf- ari, f. í Reykjavík 18.11. 1982, í sambúð með Freyju Rut Emils- dóttur kennara, f. á Sauð- árkróki 29.12. 1981. Þau eiga Flugmaður á F-27 1983-1984, á Douglas DC-8 1985-1989, á Bo- eing 737 1989-1992, á Boeing 757 1993-1995. Flugstjóri á F-50 1995-1999, á Boeing 757/ 767 frá 1999. Þjálfunar- og eft- irlitsflugstjóri á F-50 1996- 1999 og á Boeing 757/767 frá 1999 þar til hann lét af störf- um vegna veikinda haustið 2009. Hann stundaði badmin- ton í Tennis- og badmin- tonfélagi Reykjavíkur, TBR. Byrjaði að æfa íþróttina með badmintonklúbbi Icelandair og spilaði með tveimur badmin- tonhópum, Víkingasveitinni og Trukkunum. Var mjög virkur í félagsstörfum fyrir badmin- tonhreyfinguna. Sat í stjórn Badmintonsambands Íslands, BSÍ, 1990-1994 og í stjórn TBR frá 1996 og formaður frá 1999-2012. Hann var sæmdur heiðursfélaganafnbót TBR þegar hann lét af formennsku og hafði áður verið sæmdur gullmerki TBR, gullmerki Íþróttabandalags Reykjavíkur, ÍBR, og í desember sl. gull- merki Íþrótta- og ólympíusam- bands Íslands, ÍSÍ. Hann spil- aði golf og stóð fyrir og stofnaði golfklúbbinn GG gol- fers með starfsfélögum hjá Icelandair. Útför hans fer fram frá Langholtskirkju í dag, 28. ágúst 2014, kl. 13. tvær dætur, Emmu Katrínu, f. 13.3. 2008, og Júl- íu Marín, f. 6.10. 2011. Fyrir átti Helgi Laufeyju Helgu, f. 3.6. 2001. 2) Atli, íþróttafræðingur, f. í Reykjavík 15.6. 1988, í sam- búð með Halldóru Elínu Jóhanns- dóttur háskólanema, f. 24.9. 1985. Þau eiga eina dóttur, Þóreyju, f. 9.5. 2014. Jói, eins og hann var alltaf kallaður, ólst upp í Fossvog- inum og gekk í Breiðagerð- isskóla, Réttarholtsskóla og stúdent frá Menntaskólanum við Sund 1978. Hann spilaði handbolta með Fram í ung- linga- og meistaraflokki. Jói var mjög músíkalskur og spil- aði á gítar, harmoniku, píanó og hljómborð. Spilaði sem gít- arleikari í hljómsveitunum Piccaló, Frostrósum og Þey. Hann var góður söngmaður og gat að auki sungið mjög vel með rödd Andrésar andar. Fór í flugnám og lærði hjá flugskólanum Flugtaki árið 1978 og lauk atvinnuflug- mannsprófi ásamt kennslu- réttindum 1982. Starfaði allan sinn atvinnuflugmannsferil hjá Flugleiðum/Iclandair. Eiginmaður minn, Jóhannes eða Jói eins og hann kaus að láta kalla sig, greindist með þennan illvíga og ólæknandi sjúkdóm Alzheimer haustið 2009. Áfallið var ólýsanlegt bæði fyrir hann, fjölskylduna, starfsfélaga og vini. Úr því sem komið var, og lítið hægt að gera til að stöðva fram- gang sjúkdómsins, var æðruleysi hans aðdáunarvert. Hann átti góða að, syni, tengdadætur, fjölskyldu sem alltaf var reiðubúin til að vera til taks og einstaka vini sem gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til hann gæti verið sem lengst með þeim í þeirra félagsskap. Það voru Trukkarnir, félagsskapur badmintonhóps sem spilar bad- minton yfir vetratímann með mikill keppnishörku, og golf á sumrin og það átti sko vel við Jóa en auðvitað var þetta líka skemmtun. Ég og fjölskylda mín viljum þakka þeim Víði Braga- syni, Sigfúsi Ægir Árnasyni, Hannesi Ríkarðssyni og Trukka- hópnum öllum fyrir einstaka um- hyggju og þennan ómetanlega vinastuðning sem þeir héldu við Jóa og okkur fjölskylduna. Jói átti góðan flugmannavinahóp sem studdi hann og aðstoðaði í veikindum hans og einnig marga góða starfsfélaga hjá Icelandair sem ég og fjölskyldan viljum þakka fyrir góðan og kærleiks- ríkan stuðning. Hann var í dagþjálfun í Hlíð- arbæ og þar leið honum mjög vel og var í umhverfi þar sem ekki voru gerðar kröfur til skjólstæð- inganna heldur allt á þeirra for- sendum. Í Hlíðarbæ er starfsfólk sem vinnur vinnu sína af slíkri al- úð og nærgætni að aðdáunarvert vert er. Starfsemi þessi er svo nauðsynleg bæði fyrir skjólstæð- inga og fjölskyldur. Stuðningur og endalaus aðstoð við að leysa ýmis mál sem skjólstæðingar og fjölskyldur þeirra glíma við. Við erum svo þakklát fyrir þennan tíma sem Jói var í Hlíðarbæ. Það eru grimm örlög að fá sjúkdóm sem fjötra einstakling- inn og fjölskylduna og framtíðin verður alltaf erfiðari og sorg- legri. Þessi sjúkdómur hefur í raun haldið öllum í sorgarferli í rúm fjögur ár. Núna hefur það tekið á sig aðra mynd með frá- falli Jóa. Þó svo að allir hafi vitað hvert stefndi þá er sorgin alltaf sársaukafull. Við munum læra að lifa í þessum breyttu aðstæðum. Þegar andlát ber að þá verður svo margt táknrænt eins og sunnudaginn sem Jói kvaddi. Veðrið var svo fallegt og gott og alveg tilvalið að fara út á flugvöll og fara í flugtúr. Það var mikið flogið þennan sunnudagsmorgun og tekið af frá Reykjavíkurflug- velli til norðurs og þegar stundin kom þá flaug flugvél rétt við Landakotsspítalann. Ég er viss um að hann Jói minn hefur fund- ið flugvél og einhvers staðar flýgur hann um og fylgist með okkur. Elsku Jói minn, það er svo erf- itt að kveðja þig því að þá þarf ég að sleppa takinu og við fjarlægj- umst alltaf meira og meira. En þar til við hittumst aftur þá ætla ég að gera mitt besta í að halda utan um fjölskylduna okkar og við ætlum öll að passa hvert ann- að. En ár og eilífð skilja okkur að og enginn getur komið í þinn stað þó skal minning þín lifa á meðan lifi ég og ég þakka vil þá dýru gjöf að lífið leit til mín og leiddi mig til þín. (Friðrik Erlingsson.) Sofðu rótt, Jói minn, ég elska þig. Þín, Unnur. Það var heiðskírt og norðan 5 hnútar, fullkomið flugveður, þeg- ar þú hófst þig á loft og flaugst af stað á óþekktan ákvörðunarstað. Þú opnaðir augun og kvaddir okkur í hinsta sinn. Ég man það eins og það hafi gerst í gær þeg- ar mér var sagt að þú værir kom- inn í veikindaleyfi, hjarta mitt sökk og hugurinn þaut af stað. Allt sem mig langaði svo að gera með þér í framtíðinni var hrifsað af mér. Minn helsti draumur dó samstundis og sjúkdómsgrein- ingin kom. Allir segja mér hversu frábær vinnufélagi þú hafir verið, hversu gott var að vinna með þér. Mér finnst svo sárt að hafa aldrei fengið tæki- færi til að upplifa það sjálfur, læra af þér og leyfa þér að kenna mér. Mig langaði svo mikið að fljúga með þér elsku pabbi minn. Ég hefði flogið með þér á enda veraldar, slíkt var traust mitt til þín. Þú varst kletturinn á bak við mig, þú greipst mig ef ég var að detta og veittir mér skjól þegar á þurfti að halda. Þetta er því mið- ur draumur sem aldrei verður að veruleika þar sem þessi sjúk- dómur sem þú barðist við hefur nú haft betur. Ég veit að nú flýg- ur þú út um allt, spilar á gítarinn og leikur þér í badminton og golfi, allt það sem þú gast ekki gert á meðan veikindin herjuðu á þig. Eftir stend ég hér með minningar sem aldrei munu gleymast. Ég man þegar ég var lítill strákur og við flugum TF- FTG heim úr Múlakoti eftir frá- bæra verslunarmannahelgi. Ég hef varla verið meira en 11 ára, þvílík upplifun að fá að fljúga flugvél á þessum aldri. Ótal stundir sem við horfðum á bad- minton á vídeóspólum sem þú hafðir útvegað á einhvern ólýs- anlegan hátt og hvað ég þoldi það ekki að vinna þig ekki í badmin- ton þegar ég var 12 ára. Jólin þegar ég fékk Nintendo-tölvuna í jólagjöf og við eyddum öllum jól- unum í að spila Super Mario og það skipti ekki máli hversu oft ég sagði þér að þú þyrftir ekki að hreyfa hendurnar til að láta kall- inn hoppa þá gerðirðu það samt. Allir golfhringirnir sem við spil- uðum saman og glöddumst hvor með öðrum þegar vel gekk. Allir sem þekkja þig vita að þú varst hrekkjóttur og ég man hvað ég gat hlegið að hrekkjunum þínum og sama hvað ég reyndi að hrekkja þig til baka þá var það yfirleitt verst fyrir sjálfan mig því ég fékk það alltaf margfalt í bakið. Þetta er bara það helsta því það er svo ótal margt sem við gerðum saman en þó svo margt sem við áttum eftir. Mér finnst svo sárt elsku pabbi að þú sért farinn. Mig langaði svo að stelp- urnar mínar fengju að kynnast þér eins og ég gerði en þessi hryllilegi sjúkdómur tók þig frá okkur á meðan þú varst í blóma lífsins. Lífs sem þú hafðir skapað þér og okkur þar sem allir höfðu það gott. Það getur verið svo ósanngjarnt þetta líf. Ég veit að hvar sem þú ert þá muntu vaka yfir okkur og passa okkur, fylgj- ast með okkur og eflaust stund- um hrista hausinn yfir því sem við erum að gera. Ég óska þess að þú getir flogið pabbi minn, flogið hvert sem þig langar, sjón- flug alla leið. Þinn sonur, Helgi. Elsku pabbi minn þá hefurðu kvatt okkur eftir langa baráttu við hræðilegan sjúkdóm. Ég er enn að bíða eftir því að vakna upp í rúminu mínu af þessari martröð og heyra í þér frammi í eldhúsi að hella upp á kaffi og gera þig kláran í morgunflug. Það veitti mér alltaf ákveðna ör- yggistilfinningu að heyra um- ganginn í þér á nóttunni, eins og þú værir bara þarna til að passa upp á mig. Ég man að þegar þú komst heim frá Ameríku hafð- irðu alltaf með einhverja gos- drykki sem ekki fengust á Ís- landi og við kölluðum það alltaf pabbakók. Þú varst frábær flug- maður og allir hjá Icelandair tala svo vel um þig og hvað það var gott að vinna með þér og það gerir mig svo stoltan. Ég er al- veg viss um að þú hefur verið með mýkstu lendingarnar af öll- um flugmönnum á landinu enda vannstu nokkrar lendingar- keppnir á þínum ferli. Ég man líka hvað það var allt- af gaman og gott að heyra þig spila á hljóðfærin þín þótt það væru nú oftast nær alltaf sömu lögin sem þú spilaðir. Þú varst svo flinkur á gítarinn og alltaf hló ég jafnmikið þegar þú söngst eins og Andrés Önd. Þegar ég lít til baka er svo margt sem kemur upp í hugann og margar góðar minningar. Ég man eftir að hafa spilað badminton við þig á gang- inum í Ofanleitinu. Mamma var nú ekki alltaf sátt við það enda brutum við næstum alla vasa á heimilinu sem þið fenguð í brúð- argjöf. Ég man líka vel eftir öll- um golfhringjunum, badminton- tímunum, yatzi-spilunum og ferðalögunum með fellihýsið á sumrin. Þetta er tími sem ég gleymi aldrei. Þú sagðir fyndn- ustu brandarana og varst svo góður sögumaður. Þú varst sá eini sem gast sagt mér sömu sög- una aftur og aftur en alltaf hló ég jafnmikið, þú sagðir svo skemmtilega frá. Efst í huga er sagan af ykkur Hrólfi þegar þið fóruð á gæsaveiðar á Kóngs- bakka um árið og allar sögurnar af Heiðarvatni. Ég er svo þakk- látur fyrir allan þennan tíma og ég er svo þakklátur fyrir lífið sem þú gafst mér og alla hlutina sem þú kenndir mér. Tíminn með þér hefði bara átt að vera miklu lengri en hann var, þú kveður okkur allt of snemma pabbi minn og lífið er sannarlega ekki sann- gjarnt alltaf. Það var blessun að þið mamma hittust svona ung og gátuð átt langt og gott líf saman þrátt fyrir allt. Þú gerðir margt pabbi, flaugst um allan heim, spilaðir á hljóðfæri, varst í hljómsveitum, sinntir fé- lagsstörfum, spilaðir golf og bad- minton og þið mamma fögnuðuð 30 ára brúðkaupsafmæli. Ég er búinn að vera reiður lengi yfir að þú skyldir þurfa að veikjast af sjúkdómi sem rændi þig svona miklu. Nú ætla ég að hætta að vera reiður því ég veit að þú ert ekki veikur lengur og þú getur hvílt þig í friði. Ég er þakklátur fyrir manninn sem þú hjálpaðir mér að verða. Ég mun segja börnunum mínum sögur af afa Jóhannesi og við munum hlæja og minnast þess hversu frábær maður þú varst. Ég elska þig, pabbi minn, af öllu mínu hjarta og sakna þín svo sárt. Þinn Atli. Í dag kveðjum við elskulega Jóa bróður minn. Hann er floginn á vit æðri ævintýra. Lífið getur verið ósanngjarnt og tilgangur þess er stundum óljós. Með trega í hjarta skrifa ég minningarorð um góðan bróður. Við systkinin vorum þrjú og áttum yndislega bernsku í Fossvoginum. Lífið var ólíkt því sem tíðkast hjá börnum í dag. Við lékum okkur úti í Huldu- landinu í alls kyns leikjum sæl og glöð. Jói vissi snemma hvað hann vildi leggja fyrir sig í lífinu. Að- eins fjögurra ára tilkynnti hann foreldrum okkar að hann ætlaði að verða flugmaður. Einbeittur vann hann að því og flaug sína fyrstu flugferð á Fokkernum að- eins 24 ára gamall, á afmælisdegi móður okkar. Mikið vorum við stolt. Daginn sem Jói okkar kvaddi virtust allar vélar fljúga yfir Landakot. Við fjölskyldan ímynduðum okkur auðvitað að þetta væri honum til heiðurs en Jói var farsæll og virtur flug- stjóri. Á uppvaxtarárum sótti Jói örfáa harmonikkutíma. Hann hafði tónlistina í blóðinu og nennti engan veginn að spila eft- ir nótum. Á unglingsárum spilaði hann á gítar og var í hljómsveit. Mér fannst mjög töff að eiga bróður sem var í hljómsveit. Jói var einn af stofnendum hljóm- sveitarinnar Þeys og spilaði með þeim á fyrstu hljómplötu þeirra. Flugið tók sinn tíma og Jói hætti í hljómsveitinni. Hann hélt þó áfram að þróa sig í tónlistinni og spilaði á gítar og hljómborð. Eft- ir Jóa liggur falleg frumsamin tónlist sem aðeins hans nánustu hafa fengið að njóta. Jói spilaði handbolta með Fram í nokkur ár og hélt alltaf tryggð við félagið. Golfið heillaði hann líka og naut hann sín í því með fjölskyldu og vinum. Fyrir allmörgum árum hóf Jói að stunda badminton hjá TBR. Hann féll fyrir íþróttinni, mætti vel á æfingar og náði góð- um árangri á skömmum tíma. Fljótlega var Jóa boðið í fé- lagsskap Trukkanna sem hafa spilað saman badminton í mörg ár. Áhugi Jóa á badmintoninu jókst jafnt og þétt. Hann var kjörinn formaður TBR og sinnti því starfi af alúð í 14 ár. Jói smit- aði fjölskyldu sína af badminton- bakteríunni og eiga drengirnir þeirra hjóna glæstan badminton- feril. Unnur eiginkona Jóa var aldrei langt undan og er enn að sýsla við mótsstjórn. Á þessum vettvangi og í fluginu eignuðust Jói og fjölskylda fjölda yndis- legra vina sem hafa staðið þétt við bak þeirra bæði í leik, starfi og síðast en ekki síst í veikindum hans. Vinahópurinn, sem kveður vin sinn í dag, er stór enda var Jói traustur og góður vinur og með húmorinn í lagi. Aldrei heyrði maður hann hreykja sér af afrekum sínum enda var hann lítillátur og vel gerður. Unnur, eiginkona Jóa, kom inn á heimili okkar aðeins fjórtán ára gömul. Það var augljóst að bróðir minn hafði dottið í lukku- pottinn. Það sem þau tvö áttu saman í lífinu var einstakt. Unn- ur var haldreipið hans, klettur- inn sem haggaðist ekki og fyrir það erum við fjölskyldan þakklát. Ég mun alltaf varðveita minning- ar um góðan bróður og trúi því að hann sé umvafinn englum, frjáls og fljúgandi í æðri verk- efnum. Megi góður Guð gefa okkur öllum, sem elskuðum Jóa, styrk og frið í hjarta. Guð geymi þig elsku bróðir. Þín systir, Metta. Elsku hjartans Jói bróðir er dáinn. Hvílík forréttindi sem það voru fyrir mig að vera litla systir þín. Það lék allt í höndum þér, hvort sem það voru flugvélar eða hljóðfæri. Þú varst flinkur í öllu því sem þú tókst þér fyrir hend- ur. Ég á margar góðar minning- ar sem munu ylja mér um ókom- inn tíma. Ég er alls ekki tilbúin að kveðja þig en nú ertu frjáls og laus við þennan grimma sjúkdóm sem tók þig frá mér. Ég sakna þín meira en orð fá lýst en ég veit að núna líður þér vel og þú ert á góðum stað. Guð geymi þig, elsku bróðir. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið og þín er liðin æviönn á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg, og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. Þín vinartryggð var traust og föst og tengd því sanna og góða, og djúpa hjartahlýju og ást þú hafðir fram að bjóða. Og hjá þér oft var heillastund, við hryggð varst aldrei kenndur. Þú komst með gleðigull í mund og gafst á báðar hendur. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ók.) Hildur Kristín, litla systir. Elsku afi Jóhannes. Á hverju kvöldi kveikjum við á kerti og skiptumst á að segja sögur af þér. Hver einasta saga endar með hlátrasköllum því þannig afi varst þú. Þú varst alltaf að hrekkja og stríða, grínast og gantast. Við munum svo vel hvernig allir matmálstímar byrj- uðu á trommusólói, sem endaði svo með lokaslætti á höfðinu á þér og við sprungum úr hlátri. Við munum hvernig þér tókst alltaf að fá alla til að skella upp úr með kvakinu, þú varst alveg eins og Andrés önd, og þegar þú spilaðir á gítarinn og söngst eins og Andrés, þá hlógum við sko! Okkur fannst alltaf fyndið þegar þú stríddir ömmu Unni, t.d. þeg- ar þú hraust svo hátt að undir tók í fjöllunum en þvertókst fyrir það og kenndir ömmu um. Þú varst líka alltaf til í að reyna að klæða barbídúkkurnar en með misgóðum árangri. Elsku afi, við vitum að við getum ennþá talað við þig því það er hægt að tala við engla þótt við heyrum ekki alltaf svörin og við höldum áfram að segja þér frá. Við höldum líka áfram að hlæja að góðum minn- ingum og við þessar eldri mun- um segja þessum yngri allar hrekkjalómasögurnar af afa Jó- hannesi. Kveðjustund Nú komið er að kveðjustund, elsku afi minn. Nú gengur þú um Drottins dyr, með gítarinn þinn. Þú þurftir að fara snemma frá mér en ég mun aldrei gleyma tímanum með þér. Nú flýgur þú Guðs vél og fylgist okkur með. Þú verður alltaf í hjarta mér, hvert sem ég fer. (Laufey Helga) Þínar afastelpur, Laufey Helga, Emma Katr- ín, Júlía Marín og Þórey. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (HJH) Jói mágur minn var einstak- lega ljúfur, lífsglaður og glettinn maður. Vinur vina sinna og mik- ill fjölskyldumaður. Skarð hefur verið höggvið í fjölskylduna og vinahópinn sem erfitt er að sætta sig við. Lífið heldur áfram þótt tómlegt sé án hans. Þú getur grátið yfir því að hann er farinn eða þú getur glaðst yfir því að hann lifði. Þú getur lokað augunum og óskað þess að hann komi aftur eða þú getur horft á það sem hann hefur áorkað. Hjarta þitt getur verið tómt vegna þess að þú sérð hann ekki eða hjarta þitt getur verið fullt af ást yfir öllu sem þið hafið deilt. Þú getur snúið baki við morg- undeginum og lifað gærdaginn eða þú getur glaðst yfir morg- undeginum vegna gærdagsins. Þú getur einungis munað að hann sé farinn eða þú getur varðveitt minningu hans og haft í heiðri. Þú getur grátið og snúið baki við veruleikanum eða þú getur Jóhannes Helgason
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.