Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 90

Morgunblaðið - 28.08.2014, Blaðsíða 90
90 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Íslendingar Pétur Atli Lárusson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Kópavogur Sunna Dís fæddist 20. júní kl. 14.47. Hún vó 3.406 g og var 52 cm löng. Foreldrar hennar eru Kristín Jónsdóttir og Sverrir Már Bjarnason. Nýir borgarar Þau Sverrir Már Bjarna- son og Kristín Jóns- dóttir voru gefin saman 8. ágúst 2014. Brúðkaup H jördís Björk Hákonar- dóttir fæddist í Reykjavík 28. ágúst 1944 og ólst upp í Bjarkahlíð við Bú- staðaveg. „Ég ólst upp við mikla ræktun, móðir mín hafði stóran mat- jurtagarð, þar sem ekki fundust ein- ungis kartöflur og rófur heldur líka ýmsar jurtir sem voru framandi á þeim tíma. Foreldrar mínir voru einnig bæði áhugamenn um skóg- rækt. Þegar þau fluttu í Bjarkahlíð var þar grár melur, en nú ber skóg- urinn við hlið Bústaðakirkju merki um áhuga þeirra og elju.“ Hjördís gekk í Laugarnesskóla, fór í landspróf í Vonarstræti og síðan í Menntaskólann í Reykjavík. „Á fjórða bekkjar árinu var ég skipti- nemi í Kaliforníu, í Arcadia sem er á Los Angeles-svæðinu.“ Hjördís hóf nám við lagadeild Há- skóla Íslands haustið 1965 og lauk cand.jur. haustið 1971. Í framhaldi af því fór hún til Oxford á Englandi og dvaldi þar í nokkur ár við nám í rétt- arheimspeki. Hún tók síðar meist- arapróf í heimspeki frá Rutgers- háskóla í New Jersey í Bandaríkj- unum. Starfsferill Fyrsta staða Hjördísar var dóm- arafulltrúi hjá bæjarfógetanum í Kópavogi árið 1974. „Þarna hófst ferill minn í dómskerfinu, sem varð ævistarf.“ Hún varð síðan sýslumað- ur í Strandasýslu 1980. „Mér var vel tekið þó að bændahöfðingjunum þætti augljóslega kyndugt að fá unga konu sem sýslumann.“ Um mitt ár 1983 var hún skipuð borg- ardómari í Reykjavík, en það emb- ætti breyttist í héraðsdómara 1992. Frá ársbyrjun 2004 til vors 2006 gegndi hún embætti dómstjóra við Héraðsdóm Suðurlands en þá var hún skipuð dómari við Hæstarétt Ís- lands og lauk þar starfsferlinum. Hjördís Hákonardóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari – 70 ára Í Traustholtshólma Verið var að gera upp sumarhús Hjördísar í eynni Traustholtshólma í Þjórsá í sumar og sá hún um að vera handlangari, sendill og matráðskona fyrir smiðina. Ekki sest í helgan stein Mæðgurnar Hjördís og Ólöf. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Þetta leggst bara mjög vel í mig,“ segir Jón Kristján Sigurðs-son, kynningarfulltrúi UMFÍ, sem er 55 ára í dag. „Mér finnst alltaf magnað að geta bætt nýju ári við.“ Jón Kristján segist hafa nýtt sumarið til vinnu framan af en að einnig hafi fjölskyldan skellt sér til London í rúma viku. „Við skiptum á húsum við breska fjölskyldu og það kom alveg æð- islega út, við vorum í huggulegu hverfi í London og nutum ferð- arinnar alveg í botn,“ segir Jón. Fjölskyldan hefur áður prófað húsaskipti og Jón segir slíkt fyrirkomulag á fríi vera algjöra snilld. Hvað afmælisdaginn varðar segir Jón Kristján að hann hafi ekki skipulagt neitt sjálfur. „Það er samt aldrei að vita hvort manni verður kannski komið eitthvað á óvart, ef ég þekki fólkið á heimilinu rétt.“ Þegar Jón Kristján er inntur eftir því hvort hann sé mikið afmælisbarn svarar hann því játandi. „Ég hef alltaf haldið upp á stóru afmælin, talar maður ekki um stórafmæli frá tvítugu?“ segir Jón sem finnst hvert ár vera áfangi út af fyrir sig. „Eins og ég sagði áðan þá geta ekki allir bætt við árin sín. Fólk er að fara alltof fljótt og það að fá að verða alltaf eldri og eldri er bara lúxus.“ annamarsy@mbl.is Jón Kristján Sigurðsson er 55 ára í dag Ljósmynd/ Jón Kristján Stórafmæli Jón Kristján segir alla afmælisdaga eftir tvítugt teljast til stórafmæla og fagnar hverju ári sem hann fær að bæta við líf sitt. Lúxus að fá að verða eldri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.