Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 92

Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 92
92 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is 25ÁRA 1988-2013 Þar sem gervihnattabúnaðurinn fæst ÞRÁÐLAUSIR HÁTALARAR - BLUETOOTH NÝTT X05 hátalararnir eru tilvaldir hvar sem er þar sem að þú vilt njóta tónlistar í gegnum snjallsímann eða spjaldtölvuna. Þeir eru með rafhlöðu sem endist allt að 8 tíma. Þú getur svarað símanum með honum líka. Þetta er sérlega vandaðir hátalarar sem er búnir til úr burstuðu áli sem er fáanlegt í rauðum, svörtum og silfurlit. Þú ert 2-3 tíma að hlaða hann með USB hleðslutæki. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Forðastu hvers kyns deilur í dag. Farðu því ekki að snúa út úr einföldum spurningum þótt þú sért illa upplögð/lagður. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú þekkir nú þegar grunnþarfir þínar til að líða vel og líta vel út. Horfðu djúpt inn í hjarta annarra, þannig geturðu hjálpað þeim sem þurfa. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Ekki er allt sem sýnist, leiðin að hamingjuríku lífi er oft þyrnum stráð. Sestu niður og farðu í gegnum fjármálin svo þú vitir upp á hár hvar þú stendur. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Breytingar breytinganna vegna hafa sjaldnast nokkuð upp á sig. Engin spenna er í loftinu og því skaltu taka lífinu með ró. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Hugsaðu upp rök fyrir því að þú eigir að fá það sem þú vilt – í huganum. Mundu að sumir draumar rætast fljótt, aðrir síðar. Nú taka bjartari tímar við, nýttu þér það. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Ýmsir erfiðleikar eru framundan ef þú ekki tekst á við vandamálin hér og nú. Haltu því bara þínu striki, því að öll él birtir upp um síðir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Kona í fjölskyldunni leggur að þér að grípa til óvenjulegrar heilsubótar. Allir í kringum þig verða ánægðir ef þú gerir það sem hún biður þig um. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Ef verkefni reynist manni of auðvelt lærir maður ekki mikið af því. Myrk- ar tilfinningar liðinna daga eru horfnar. Klár- aðu sumarfríið hið fyrsta, þér veitir ekki af því. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þegar yfirmaðurinn getur ekki verið nákvæmur í skipunum er ekkert við því að gera nema nota ímyndunaraflið. Ef þú ert eitthvað miður þín skaltu muna að nýr dagur rennur upp á morgun. 22. des. - 19. janúar Steingeit Grasið er svo sem ekkert grænna í garði grannans þótt við höldum að svo sé. Þér finnst þú stundum vera útundan í fjöl- skyldunni en það er hin mesta firra. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Talaðu við einhvern í dag sem getur hjálpað þér að tryggja öryggi þitt á leigumarkaðnum. Sýndu samstarfsmönnum skilning. 19. feb. - 20. mars Fiskar Skilaboðin eru til staðar, þú þarft bara að lesa þau. Láttu það sem vind um eyru þjóta þegar einhver hvíslar að þér kjaftasögu um vini þína. Davíð Hjálmar Haraldsson skrif-ar um jarteikn í Leirinn og ekki að ástæðulausu: Urðu jarteikn um Jónsmessu og undur og jörð skalf og rifnaði sundur og álmur stóð ber, að Odda gaus hver, er gelti að Gaddstöðum hundur. Ármann Þorgrímsson kvartar undan magaverk: Brakar í landsins burðargrind bresti má heyra undir þind alltaf verðum af ótta blind ef að náttúran leysir vind. Ármann Þorgrímsson veit sínu viti og kann að gefa heilræði ef gos verður. Flaustur skulum forðast þá fylgja reglum öllum. Véfréttina virða á og varast ráp á fjöllum. Bárðarbunga verður Hafsteini Reykjalín að yrkisefni: Miklar eru furðufréttir fjöldinn hlustar á fer nú eins og fé á réttir flykkist skjánum hjá. Undir henni Bárðarbungu berst um glóð á laun reynir þar að reka’ upp tungu og renna út sem hraun. Nú er bara önnur öldin ekkert gosið finnst. Fæ mér samt einn konna’ á kvöldin kjarkur mér þá vinnst. Fréttamenn og fréttastofur fæla mannskap burt. Eru eins og voða vofur væla um allt kjurt. Hulda Jóhannesdóttir er gott limruskáld og vafalaust rétt lýsing á ástandi malarvega á Suðurlandi eftir þetta mikla rigningarsumar: Rútan á brettinu rokkaöi rétt eins og klárhestur brokkaði óslétta vegu í ömurlegu færi og farþega strokkaði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Um hundinn á Gadd- stöðum og ráp á fjöllum Í klípu „FJÁRANS! ÉG SEM VAR AÐ LOSNA VIÐ ÞETTA LAG AF HEILANUM!“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVAÐ SEGIRÐU, BJÓ LÖGFRÆÐINGURINN ÞINN UM ÚLNLIÐINN?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fá heimsókn frá uppáhalds ömmubarninu. BRÁÐAMÓTTAKA VARLEGA, MENN! ÞETTA GÆTI VERIÐ GILDRA! SNÚÐU ÞÉR. ÉG GERI ÞETTA EKKI AFTUR. HVAÐ, VILTU AÐ ÉG VERÐI FLATUR ÖÐRUM MEGIN? Leikar eru að æsast í íslenskaboltanum og stefnir allt í að leikur FH og Stjörnunnar í loka- umferðinni muni ráða úrslitum um það hvort liðið verður Íslandsmeist- ari. Bæði þessi lið eru vel komin að þeim árangri sem þau hafa náð í sumar, enda taplaus hér innanlands í deildinni, og í tilfelli Stjörnunnar þurfti raunar ítalska stórliðið Inter Mílanó til þess að stöðva sig- urgöngu liðsins í Evrópukeppninni. Stjörnupiltar geta því vel við unað, en síðari leikur liðanna fer fram í kvöld á hinum heimsþekkta San Siro-leikvangi. x x x Það hlýtur að vera draumur sér-hvers knattspyrnumanns að ná árangri, og væntanlega munu ein- hverjir af leikmönnum Stjörnunnar fá fiðring við að ganga inn á þennan heimsfræga völl. Vonandi verða þeir sér til sóma en sagan bendir því miður til þess að kvöldið gæti orðið ansi langt fyrir Stjörnumenn, þar sem ítölsku liðin hafa venjulega far- ið hamförum gegn þeim íslensku á heimavöllum sínum. Það hlýtur þó að vera svekkjandi fyrir Stjörnu- menn hversu litlu munaði að úrslitin í fyrri leiknum yrðu önnur. x x x Víkverji varð óvænt að „föður“ ísumarfríinu sínu, þar sem hann varð nokkuð skyndilega eigandi stökkmúsar. Víkverji hefur sinnt föðurhlutverkinu af nokkurri alvöru og gætt þess að ávallt sé hreint vatn í drykkjarflösku krílisins og að krógann vanhagi ekki um mat. Þá sinnir hinn nýbakaði faðir ýmsum skyldum þegar kemur að þrifum búrsins, þar sem hinn nýi íbúi á heima. x x x Víkverji hefur ekki áður átt gælu-dýr og satt að segja hefur það komið honum á óvart hvað það hef- ur reynst vera skemmtilegt að sinna músinni, sem hefur fengið nafnið Óskar, í höfuðið á uppáhalds- knattspyrnumanni Víkverja um þessar mundir. Þeir eiga það nefni- lega sameiginlegt að vera öskufljótir og sækja báðir mikið í hornin. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: En hann frelsar hinn bágstadda með bágindum hans og opnar eyru þeirra með þrengingunni. (Jb. 36, 15.)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.