Morgunblaðið - 28.08.2014, Qupperneq 95

Morgunblaðið - 28.08.2014, Qupperneq 95
MENNING 95 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Tónlistarmaðurinn Prince mun senda frá sér tvær breiðskífur 30. september nk. og verða þær gefnar út af Warner Bros, fyrirtækinu sem hann sagði skilið við fyrir 20 árum í kjölfar illdeilna. Prince samdi aftur við Warner í apríl sl. og hefur fyr- irtækið nú skilað honum frumupptökum af nokkrum platna hans, m.a. Purple Rain. Í tilkynn- ingu frá Warner segir að sólóplatan væntanlega, Art Official Age, sé nútímabræðingur af sálartónlist, R&B og fönki. Prince hefur þegar flutt lög af væntanlegri plötu sinni og hljómsveitarinnar 3rdEyeGirl, Plectrumelectrum, á tónleikaferð sinni Hit & Run fyrr á þessu ári. Warner gefur út tvær plötur með Prince Prinsinn Umslag Art Official Age. Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, RIFF, hefst 25. sept- ember nk. og stendur til 5. október og fara sýningar fram í Háskólabíói, Tjarnarbíói, Bíó Paradís og í Nor- ræna húsinu auk þess sem viðburðir af ýmsu tagi verða haldnir í Kópa- vogi og Reykjavík. RIFF hefur nú kynnt fyrstu tólf myndirnar sem sýndar verða á há- tíðinni en alls verða yfir 80 kvik- og heimildarmyndir sýndar í ár. Í flokki heimildarmynda verður sýnd The War You Don’t See eftir John Pilger. Í henni er varpað fram spurningum um hlutverk fjölmiðla í stríði. Pilger er margverðlaunaður blaðamaður og veltir því m.a. fyrir sér hvort fréttaveitur séu orðnar órjúfanlegur hluti stríðreksturs. „Útkoman er merkileg afhjúpun á umbreytingu sannleikans á bak við tjöldin,“ segir m.a. um myndina í til- kynningu. Í flokknum Fyrir opnu hafi verður sýnd kvikmyndin Difret eftir eþíóp- íska leikstjórann Zersenay Mehari. Myndin er sannsöguleg og fjallar um 14 ára stúlku sem er á leið heim úr skólanum þegar menn á hestum ræna henni. Hún nær riffli, reynir að flýja og skýtur tilvonandi eiginmann sinn. Lögfræðingur sem sérhæfir sig í málefnum kvenna er fenginn til að verja hana og ber stúlkan við sjálfsvörn. Fjölbreyttar vitranir Í flokknum Vitranir verður sýnd palestínsk-ísraelsk mynd, Villa Tou- mat eftir Suha Araf og fjallar hún um þrjár einhleypar kristnar systur úr hefðarstétt Ramallah sem reyna að finna frænku sinni kristinn eig- inmann úr sömu stétt. Í sama flokki verður sýnd Before I Disappear eft- ir bandaríska leikstjórann Shawn Christensen sem segir af Richie nokkrum sem er við það að svipta sig lífi þegar systir hans hringir í hann og biður hann að gæta dóttur sinnar í nokkrar klukkustundir. Í kjölfarið lendir Richie í miklum vandræðum. Einnig verður sýnd í Vitrunum Two Step eftir Banda- ríkjamanninn Alex R. Johnson og segir í henni af manni að nafni James sem kemst að því að einhver óprúttinn náungi hefur, í hans nafni, svikið fjármuni út úr nýlátinni ömmu hans. Bonobo, eftir Matthew Hammet Knott, fjallar um Judith, háttvísa konu á miðjum aldri sem bregst ókvæða við þegar dóttir hennar hættir laganámi og flytur í kommúnu utangátta hippa sem lifa eftir sömu meginreglum og bónobó- apar. Í sáttaleit ákveður Judith að eyða degi í kommúnunni og fylgja sömu reglum og hipparnir. Borin út úr glæsiíbúð Í flokki heimildarmynda verður sýnd sænska myndin Penthouse North eftir Johönnu St. Michaels og fjallar hún um Agnetu Eckemyr sem hefur tilheyrt þotuliðinu í New York frá sjöunda áratugnum, flutti inn í glæsilega þakíbúð með útsýni yfir Central Park árið 1969. „Þegar til- veru hennar er ógnað með útburð- artilkynningu frá leigusalanum, sem vill losna við hana, vill Agneta ekki þurfa að sleppa takinu af fortíðinni og lykilhluta eigin sjálfs,“ segir um myndina í tilkynningu. Aðrar myndir sem sýndar verða eru hin færeyska Eina eftir Andrias Høgenni, kýpverska heimildar- myndin Kismet; The Stone River eftir Ítalann Giovanni Donfrancesco og í flokknum Önnur framtíð Mys- tery of the Arctic Cairn – New Land eftir Kyle O’ Donoghue sem er suð- urafrísk/norsk framleiðsla. Í sama flokki verður sýnd Walking Under Water eftir Elizu Kubarska, neðansjávar-heimildamynd fram- leidd af Pólverjum og Þjóðverjum. Frekari upplýsingar um myndir RIFF verður að finna á vef hátíð- arinnar, riff.is, er nær dregur. Af sérviðburðum RIFF í ár má svo nefna bíósýningu í sundlaug, kvikmyndasýningar við lifandi und- irleik, bílabíó og málþing um stríð og frið. Og er þá fátt eitt nefnt. Bónobó-kommúna og fjölmiðlar í stríði  12 myndir sem sýndar verða á RIFF 2014 kynntar Stríð Stilla úr The War You Don’t See, heimildamynd Johns Pilgers. VAKANDI!VERTU blattafram.is VERNDARI BARNA Í 10 ÁR 30% brotaþola segja aldrei frá því að þeir hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. ★★★★ – SGV, Mblamlet Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Róðarí (Aðalsalur) Þri 16/9 kl. 20:00 Sun 28/9 kl. 20:00 Mið 24/9 kl. 20:00 Lau 4/10 kl. 20:00 LÓKAL (Aðalsalur) Fim 28/8 kl. 19:30 Fös 29/8 kl. 19:00 Lau 30/8 kl. 19:00 Fim 28/8 kl. 21:00 Fös 29/8 kl. 21:00 Lau 30/8 kl. 21:00 Trúðleikur (Aðalsalur) Sun 7/9 kl. 14:00 Sun 21/9 kl. 14:00 Sun 14/9 kl. 14:00 Sun 28/9 kl. 14:00 Kameljón (Aðalsalur) Lau 6/9 kl. 20:00 Sun 21/9 kl. 20:00 Sun 5/10 kl. 20:00 Fös 12/9 kl. 20:00 Lau 27/9 kl. 20:00 Petra (Aðalsalur) Fös 29/8 kl. 19:00 Fös 5/9 kl. 20:00 Lau 30/8 kl. 19:00 Fim 11/9 kl. 20:00 Full búð af nýjum vörum Kringlunni 4c Sími 568 4900
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.