Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 96

Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 96
Sköpunarverk I nefnist listaverk eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur sem Dagur B. Eggertsson borg- arstjóri afhjúpaði í aðalsal Ráð- húss Reykjavíkur á Menning- arnótt sl. laugardag. Verkið er 4.20 x 3.70m, unnið með lopa á striga árið 2013. Velgjörðarmaður listakonunnar gaf Listasafni Reykjavíkur verkið og var því val- inn staður í Ráðhúsinu. Við afhjúpunina þakkaði Kristín borgarstjórn sérstaklega fyrir framsýni og fyrir að vera til fyr- irmyndar á alþjóðlegum vettvangi með því að leyfa verki sem fjallar um viðkvæmt tabú, þ.e. píkuna, að hanga í húsakynnum sínum. „Ég er stolt af að tilheyra sam- félagi þar sem borgarstjórn þorir að opna þannig á umræðu sem er nauðsynleg í nútímasamfélagi, því fátt hefur verið eins misnotað og útjaskað gegnum tíðina og þetta litla líffæri sem er kynfæri kvenna og er því miður orðið algeng sam- sömun kláms og ofbeldis. Svo ekki sé minnst á þöggunina sem fylgir þessum neikvæðu þáttum og skömmina sem við eigum hins vegar að snúa í viðurkenningu á einu sterkasta afli sem býr í nátt- úrunni og tengist því helgasta sem lífið býr yfir. Kvensköp eru afl móður náttúru, og um það snýst verkið. Þetta afl er að þora að segja satt, að fá að vera til en einnig að standa vörð um varn- arleysið sem fylgir því að vera manneskja.“ Kristín þakkaði velgjörðarmanni sínum fyrir að gefa Listasafni Reykjavíkur verkið og þar með gera það aðgengilegt almenningi. Ekki síst væri jákvætt að verkinu væri komið fyrir á stað ákvarð- anatöku og valds. „Þetta ber vott um einstakan höfðingsskap og ör- læti og er afl sem hefur mótað listasöguna gegnum tíðina, afl góðra verka. Þegar ég sá verkið komið upp hér í salnum og stóra kortið af landinu til hliðar fannst mér heildarmyndin fullkomin. Því verkið fjallar einnig um hinn hreina eld sem býr í landinu sjálfu og í okkur öllum, eldgos fram- kvæmdaorku og hreinnar hugs- unar, afl til góðra verka,“ sagði Kristín og tók fram að hún von- aðist til að almenningur gæti leit- að til verksins eftir gefandi orku.  Verk eftir Kristínu Gunnlaugsdóttur af- hjúpað í Ráðhúsinu Sköpunarverk Kristín við verk sitt í Ráðhúsi Reykjavíkur. „Kvensköp eru afl“ Morgunblaðið/Kristinn Samsýningin Eins og eins verður opnuð í dag kl. 17 í Hverfisgall- eríi, Hverfisgötu 4 í Reykjavík. Á henni eru ný verk eftir myndlistarmennina Bjarka Bragason, Claudiu Haus- feld og Hildigunni Birg- isdóttir og eru þau sprottin úr samræð- um þeirra um skil- greiningar á eig- inleikum hluta og ólíkar leiðir til að rannsaka stað, eins og segir í tilkynningu. „Upphafspunktur samtals þeirra er hrúga af ryði sem hlað- ist hefur upp í fjörunni á Eiðs- granda í Reykjavík. Sorp sem hef- ur velkst um í fjörunni áratugum saman hefur blíðlega sogast inn í steingerðar hrúgur og myndar sérkennileg form sem liggja á meðal steina í brimvarnargarð- inum, fyrrum öskuhaugum borg- arinnar. Þessar hrúgur og leiðir til að skilgreina þær og flokka hafa verið stoðkerfi samtalsins sem tengir viðfangsefni listamannanna og verk þeirra á sýningunni,“ seg- ir m.a. Listamennirnir þrír munu halda áfram samtali sínu, taka þátt í ráðstefnunni Art in Translation sem haldin verður í Háskóla Ís- lands 18. september. Á henni mun þríeykið fjalla um verkefnið og tengja það viðfangsefni ráðstefn- unnar, The art of being inbet- ween, eða Listin að vera mitt á milli. Upphafspunkturinn hrúga af ryði Eins og eins Kynningarmynd fyrir sýningu Bjarka Bragasonar, Clau- diu Hausfeld og Hildigunnar Birg- isdóttur í Hverfisgalleríi. Byltingarkenndar rannsóknir sýna að lífvirka efnið í brokkolí, sulforaphane, hindrar hrörnun fruma og stuðlar að endurnýjun þeirra - bæði í heilanum og öllum líkamanum Getur haft frábær áhrif á heilsu og útlit • Hjálpar líkamanum að halda heilbrigði Stuðlar bæði að fyrirbyggjandi heilsuvernd og uppbyggjandi áhrifum til bættrar heilsu • Spornar gegn ótímabærri öldrun – á líkama og sál Getur hægt á öldrunarferlinu og dregið úr sýnIlegum áhrifum öldrunar á útlitið Einföld leið til að njóta þess áhrifaríkasta úr brokkolí - sulforaphane ... náttúrulega yngri ! Verndaðu frumurnar þínar ! Brokkolítöflurnar - Cognicore® Daily Tvær á d ag! Sölustaðir: Heilsuverslanir og apótek um land allt Fjarðarkaup, Hagkaup og Melabúðin brokkoli.is Cognicore byggir á sulforaphane úr lífrænt ræktuðum brokkolí-spírum að viðbættu túrmeric og selenium 96 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Aukablað alla þriðjudaga
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.