Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 97

Morgunblaðið - 28.08.2014, Síða 97
MENNING 97 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2014 Eitthvað fyrir alla! Heilsuborg er líkamsrækt þar sem boðið er upp á heildstæða þjónustu í átt að betri heilsu og líðan. Lausnina finnur þú í Heilsuborg Hugarlausnir Hentar fólki sem glímir við þunglyndi, kvíða eða streitu. • Námskeiðin hefjast mánudaginn 1. september • Þjálfun samkvæmt forskrift hreyfiseðils í 8 vikur • 3x í viku:Mán., mið. og föstud. kl. 13:00 • Fyrirlestrar og viðtal við sálfræðing • Hópmeðferð í núvitund Stoðkerfislausnir Henta þeim sem erumeð einkenni frá stoðkerfi, vilja læra á sjálfan sig og finna sín mörk í hreyfingu. • Hefst 1. og 2. september - 8 vikur • 2x í viku: Þri. og fim. kl. 16:30 • 3x í viku: Mán.,mið. og fös. kl. 15:00 • Mat og ráðgjöf sjúkraþjálfara Þjálfarar Anna Borg og Arna Steinarsdóttir, sjúkraþjálfarar Umsjón: Sigrún Ása Þórðardóttir, sál- fræðingur Elva Brá Aðalsteinsdóttir, sálfræðingur og Guðni Heiðar Valentínusson, heilsufræðin- Orkulausnir Henta þeim semglíma við orkuleysi, þrekleysi, verki eða svefnvanda. Hentar vel þeim sem vilja byggja upp orku vegna vefjagigtar eða eftir veikindi. • Hefst 2. september - 8 vikur • Þri. og fim. kl. 10:00 og 15:00 • Framhaldsnámskeið sömu daga kl. 14:00 • Einstaklingsviðtal við hjúkrunarfræðing Þjálfari: Linda Gunnarsdóttir, sjúkraþ- jálfari www.heilsuborg.is Heilsuborg ehf. • Faxafeni 14 • 108 Reykjavík • Sími 560 1010 Opið hús! laugardaginn 30. ágúst milli kl. 12 og 14. Kynningarfundur um Heilsulausnir kl. 14. Myndlistarsýningin Earth Material verður opnuð í sýningarsal Sam- bands íslenskra myndlistarmanna, SÍM, Hafnarstræti 16, í dag kl. 17. Á henni sýna verk sín listamenn frá níu löndum sem dvalið hafa sl. mán- uð í gestavinnustofum SÍM á Selja- vegi og Korpúlfsstöðum. Þeir vinna í ólíka miðla, allt frá málverki yfir í dansgjörninga. Þrír gestalistamenn SÍM, sem kalla sig Sonic Electric, munu einnig flytja tilraunakennt hljóðverk, „Vík í Mýrdal – an ocean“, kl. 21 í kvöld í menningar- húsinu Mengi, Óðinsgötu 2. Segir m.a. um það verk að það bræði sam- an torskiljanlega takta við tilrauna- kenndan hávaða við lifandi hljóð- spuna þar sem eldhúsraftæki komi við sögu. Forvitnilegt Gestalistamenn frá níu lönd- um opna sýningu í sal SÍM í dag. Sýning í SÍM og tilraunakennt hljóðverk í Mengi Með ítölsku ívafi er yfirskrift tón- leika sem haldnir verða kl. 20 í kvöld í Fram- haldsskóla Mos- fellsbæjar og eru liður í dagskrá menningar- hátíðar bæjarins, Í túninu heima. Á tónleikunum verður flutt blönduð og skemmtileg tónlist með ítölsku ívafi, að því er segir í tilkynningu, og saman- stendur efnisskráin af tónverkum eftir eldri sem yngri tónskáld; allt frá klassík og rómantík til dagsins í dag. Fluttur verður nýr þriggja laga söngflokkur á ítölsku eftir flytjendur, Kristínu R. Sigurðar- dóttur sópran og Julian Hewlett pí- anóleikara, og verk eftir höfunda á borð við Durante, Arditi, Tosti, Re- spighi, Rossini, Puccini, Verdi, Sar- tori og Julian Hewlett. Sönghópurinn Boudoir og Ian Wilkinson básúnuleikari verða sér- stakir gestir á tónleikunum og er aðgangur ókeypis. Með ítölsku ívafi í Mosfellsbæ Kristín R. Sigurðardóttir Erlendur Sveins- son, forstöðu- maður Kvik- myndasafns Íslands, leiðir í kvöld kl. 20 göngu þar sem skoðuð verður merkileg saga kvikmyndahúsa og kvikmynda- sýninga í Hafn- arfirði en hún nær aftur til upp- hafsára kvikmyndasýninga á Íslandi. Gangan hefst við Hafnar- borg og er sú síðasta í Hafnarfirði í sumar. Göngurnar hafa notið mik- illa vinsælda og þátttaka farið fram úr björtustu vonum, yfir 1200 tekið þátt í þeim, skv. tilkynningu. Göng- urnar eru samstarfsverkefni Hafn- arborgar, menningar- og lista- miðstöðvar Hafnarfjarðar, Byggða- safns Hafnarfjarðar og skrifstofu menningarmála í Hafnarfirði og hafa notið stuðnings frá Hafn- arfjarðarhöfn. Síðasta menning- argangan í kvöld Erlendur Sveinsson Verkið Wilhelm Scream verður sýnt í Kassanum í Þjóðleikhúsinu laug- ardaginn 30. ágúst kl. 17, en sýningin er hluti af Reykjavík Dance Festival. Verkið er samið og dansað af Rósu Ómarsdóttur og Ingu Huld Hákon- ardóttur, en þær útskrifuðust báðar sl. vor úr P.A.R.T.S. í Brussel sem þykir einn helsti samtímadansskóli í Evrópu, en yfir þúsund manns sækja um skólagöngu annað hvert ár þegar opnað er fyrir umsóknir. Verkið fjallar um samband hljóðs og hreyfingar. „Verkið byggist á svo- kölluðu „Foley“ líkt og notað er í kvikmyndum til þess að skapa hljóð við senur. Foley-listamaðurinn stend- ur kannski inni í sínu hljóðupptöku- herbergi og slær umvöfðu selleríi í borðbrún og það framkallar hljóð sem er notað við ofbeldisfulla bar- dagasenu,“ segir m.a. í tilkynningu. Í sýningunni er notast við alls kyns hluti til að framkalla hljóð og setja saman við hreyfingar, en meðal þess sem er notað eru keðja, snuð, gulræt- ur, sítróna og umferðarkeila. „Við veltum fyrir okkur eiginleikum hljóðs. Virka þau hræðileg eða falleg eða felst í þeim einhvers konar frá- sögn? Við veltum því sama fyrir okk- ur þegar kemur að hreyfingum. Og hvernig þetta tvennt svo passar sam- an. Hljóð og hreyfing.“ Samkvæmt upplýsingum frá lista- konunum tveimur vísar titill verksins í samnefnda hljóðupptöku af manni að öskra á frekar kómískan hátt. „Sú upptaka hefur verið notuð í ótal kvik- myndum, m.a. notar Quentin Tarant- ino þetta hljóð í öllum sínum kvik- myndum, það kemur líka fram í t.d. Star Wars-myndunum og Indiana Jones-myndunum.“ Sýningin Wil- helm Scream var frumsýnd í Musée de la Danse í Frakklandi sl. haust og í framhaldinu sýnd víðsvegar um Evr- ópu, m.a. á samtímalistasafninu Boz- ar í Brussel, í leikhúsinu Concertge- bow í Belgíu sem og á listahátíðum í Póllandi, Tyrklandi og Belgíu. Passa hljóð og hreyfing? Wilhelm Scream Rósa Ómarsdóttir og Inga Huld Hákonardóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.